Morgunblaðið - 13.02.1954, Page 8
8
MUKGlJNBLAÐIÐ
Laugardagur 13.febr. 1954
Mr
jMrogpnttfnfefrttt
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfúa Jónsaon.
Ritstjóri: Valtýr Stefónsson (ábyrgffarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3048.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOsia:
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askrrftaxgjald kr. 20.00 á mánuði innanlands
t lausasölu 1 krónu eintaklB
Er sparnaður
árás á dreifbýlið“?
Úk DAGLEGA LÍFINU
SKIPAÚTGERÐ ríkisins leysir
af hendi nauðsynlega þjónustu í
þágu samgöngumála þjóðarinn-
ar. En á rekstri hennar er gíf-
urlegur halli, um það bil lOTnillj.
kr. á ári. Þennan halla verður
almenningur í landinu auðvitað
að borga á einn eða annan hátt.
Tveir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Gísli Jónsson og
Sigurður Ágústsson fluttu þings-
ályktunartillögu um það á Al-
þingi s 1. haust, að ríkisstjórnin
skyldi leita samninga við Eim-
skipafélag íslands og skipadeild
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, um að þessi siglingafyrir-
tæki tækju að sér strandferðirn-
ar næstu 25 ár, ríkissjóði að kostn
aðarlausu. Var þá gert ráð fyrir
að Skipaútgerð ríkisins afhenti
þeim skip sín, sem nú eru not-
uð til þessara ferða. Skyldu sam-
göngurnar eigi verða almenningi
í landinu óhagkvæmari en þær
nú eru og jafnan miðaðar við að
fullnægja þörfinni á hverjum
tíma.
Það, sem fyrir flutningsmönn-
um tillögunnar vakti var, að
sjálfsögðu það, að spara ríkis-
sjóði útgjöld vegna hins gífur-
lega hallareksturs Skipaútgerð
arinnar og létta jafnframt op-
inberum gjöldum af lands-
mönnum, sem auðvitað verða
að borga brúsann. Þeir bentu
á, að bæði einstaklingar og
skipafélög halda uppi sigling-
um umhverfis landið með
hagnaði og ynnu meira að
segja kappsamlega að því að
fjölga skipum sínum og við-
komustöðum. Væri því sjálf-
sagt að freista þess, að gera
þá breytingu á rekstri strand-
ferðanna, sem lögð væri til í
þingsályktunartillögu þeirra.
Þessi tillaga þeirra Gísla Jóns-
sonar og Sigurðar Ágústssonar,
vakti mikla athygli um land allt.
Var hún almennt talin skynsam-
leg tilraun til þess að spara rík-
issjóði mikil útgjöld, en tryggja
landsmönnum þó eftir sem áður
góðar og öruggar strandferðir.
Það sætir þess vegna ekki lít-
illi furðu, að Framsóknarmenn,
kratar og kommúnistar skyldu
snúast hart gegn þessari tillögu
og fella hana, meira að segja frá
athugun í þingnefnd. Eru slík
vinnubrögð mjög fátíð á Alþingi.
Og svo kemur Tíminn í gær og
segir hinn hróðugasti: ,,Arás á
dreifbýlið hrundið“. Hvaða árás?
Er það árás á dreifbýlið, að vilja
láta athuga, hvort ekki sé unnt
að spara rikinu 10 millj. króna
reksturshalla?!!
Sennilega hefur Tíminn sett
heimsmet í lýðskrumi og blekk-
ingum með þessari málafylgju.
Það væri annars fróðlegt að
fá upplýsingar um það, hvern-
ig flokkur fjármálaráðherrans
vill spara. Hann vill ekki einu
sinni láta athuga möguleika
þess, að losa ríkið við 10 millj.
kr. árlegan rekstrarhalla á
einu af fyrirtækjum þess, sem
alþjóð veit að er engan veginn
vel stjórnað, svo ekki sé djúpt
tekið í árinni.
Auðvitað kemur engum heil-
vita manni til hugar, að tillaga
Sjálfstæðismanna hafi verið
„árás á dreifbýlið“. í henni fólst
þvert á móti viðleitni til þess að
létta útgjöldum almenningi, en
tryggja þjóðinni þó jafngóðar og
öruggar strandferðir eftir sem
áður.
Það er sannarlega ekki við því
að búast, að þjóðin festi mikinn
trúnað á yfirlýsingar fjármála-
ráðherrans um sparnaðarvilja
hans, þegar flokkur hans og mál-
gagn snýst þannig við raunhæfri
viðleitni til þess að draga úr út-
gjöldum ríkissjóðs og færa ríkis-
báknið saman. Hitt er svo auð-
vitað alveg eðlilegt, að komm-1
únistar og Alþýðuflokksmenn
snúist gegn slíkri viðleitni. Það
hefur alltaf verið æðsti draumur
þessara flokka, að þenja ríkis-
báknið út og flækja hið opinbera
í sem víðtækustum atvinnu-
rekstri, alveg án tillits til þess,
hvort það væri þjóðinni hag-
kvæmt eða ekki. Hinir sósíalisku
flokkar sjá ekkert eftir almenn-
ingi í landinu til þess að borga
10 millj. kr. halla á rekstri eins
ríkisfyrirtækis. Ef tapið er „þjóð-
nýtt“ telja þeir, að það sé almenn ;
ingi í hag!!
Það er þeirra hagskpeki.
En sú staðreynd verður ekki
dulin, að með því að fella fyrr
greinda sparnaðartillögu Sjálf
stæðismanna frá þingnefnd
hefur flokkur fjármálaráð-
herrans í heild orðið sér ræki-
lega til skammar.
ir ÞVÍ er oft haldið fram, að at-
hygli manna og snarræði sljógv-
ist með aldrinum. Eru bifreiða-
stjórar í þeim flokki manna, sem
einatt eru taldir undir þessa sök
seldir.
í Bretlandi hafa menn athugað
7000 bifreiðastjóra á aldrinum
16—70 ára, og er fróðlegt að
vita, að hve miklu leyti niður-
stöðum þeirra athugana ber sam-
an við hugmyndir okkar í þessum
efnum.
X—□—X
Á MENN komust að raun um,
að ýmsir þeirra eiginleika, sem
góðum bifreiðastjórum eru tald-
ir nauðsynlegir, tóku að dofna
a umen.fi
ocj aídur fieírra
I um þrítugt, sumir jafnvel fyrr.
1 Ökumenn á þrítugsaldri eru yfir-
I leitt ónæmari fyrir blindu frá
I skærum ljósum en þeir, sem eldri
, eru. Þeir gerðu sér gleggsta grein
fy(rir fjarlægðum, höfðu betri
sjón, traustari handtök og meiri
viðbragðsflýti en menn komnir
yfir þrítugt. Þeir, sem hæfastir
reyndust í þessum efnum, voru
á aldrinum 25—35 ára.
VeLL anJi sbrifar:
Kosningin í
Kópavogi
í KÓPAVOGSHREPPI fer á
morgun fram kosning til hrepps-
nefndar. Vegna þess að Finnbogi
Rútur treysti sér lengi vel ekki!
til kosninga, nema hann fengi
listabókstaf Sjálfstæðismanna,
frestaðist kosning þar um hálfan
mánuð. En vesalings'Rútur fékk
ekki þennan bókstaf, sem hann
hafði svo mikla trú á. Og hann
vildi heldur ekki þann bókstaf,
sem honum bar, lista síns eigin
flokks, kommúnistaflokksins.
Öll hefur svo kosningabarátta
hans verið samfelldur feluleikur.
Rútur þorir ekki að kannast við
að hann sé kommúnisti. Þess- 1
vegna vili hann ekki bera fram-
boðslista sinn fram með þeirra
stimpli. En engum íbúa Kópa-
vogshrepps getur dul;st hið rétta
andlit hans. Það er líka kunnugt
að Finnbogi Rútur situr á þingi
fyrir kommúnistaflokkinn, enda
þótt hann hafi boðið sig fram
„utan flokka“ í Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Á Alþingi hefur
hann svo ge.ngið erinda komm-
únista í fullkominni einingu við
Brynjólf Bjarnason. En suður í'
Kópavogi ber hann fram „ópólit-
ískan“ lista við hreppsnefndar- j
kjör og heimtar jafnvél að fá
listabókstaf Sj álfstæðismanna!!!
En Finnbpgi Rútur getur ekki
dulið fólkið þeirrar staðreynd-
ar, að stjórn hans hefur mót-
ast af kyrrstöðu, framkvæmda
leysi og hinu versta sukki og
ráðleysi. Þess vegna munu
íbúar Kópavogshrepps kjósa
D-listann í kosningunum á
morgun.
Um kvikmyndasýningar
Filmia.
SIGURÐUR SNORRASON skrif
ar m.a.:
„I grein, sem fyrir skömmu
birtist í Mbl. um félagið Filmia,
er þess getið, að félagar geti ekki
orðið fleiri en sætin í Tjarnarbíó.
Filmia hefir fengið hingað til
lands eingöngu frábærar úrvals-
myndir, og er mikill skaði, að
ekki skuli vera hægt að veita
öllum kost á að sjá þessar mynd-
ir, sem hug hafa á því og reiðu-
búnir eru til að ganga í félagið.
Væri ekki hægt að sýna hverja
mynd oftar en einu sinni eða
sýna í stærra kvikmyndahúsi?
Ef ekki er hægt að koma þessu
við af einhverjum óviðráðanleg-
um ástæðum, virðist full ástæða
til að stofna annan kvikmynda-
klúbb, þar sem svo mikil þörf og
mikill áhugi virðist vera fyrir
hendi.
Of fáir komast að.
EÐLILEGT væri, að einhver
menningarstofnun eða menn-
ingarfélag hefði forgöngu um
slíka félagsstofnun. T. d. mætti
nefna Háskólann eða stúdentaráð,
sem gætu notað Tjarnarbíó til
þessárar menningarstarfsemi.
Það er ósanngjarnt og óeðli-
legt, að hingað til lands komi
klassisk kvikmyndalistaverk og
aðeins fáir eigi þess kost að njóta
þeirra“.
Mun færa út kvíarnar.
EG HEFI í tilefni bréfsins hér
að ofan snúið mér til for-
ráðamanna Filmiu og tjáðu þeir
mér, að félagið hefði lengi haft
í hyggju að víkka út starfsemi
sína, þar eð sú raun hafi á orðið,
að miklu færri kæmust að kvik-
myndasýningum þess en vildu.
Væri í ráði að koma á fleiri en
einni sýningu á hverri mynd jafn
skjótt Og tök væru á.
Eins og nú standa sakir hefir
félagið myndirnar til umráða í
aðeins tvo til þrjá daga, svo að
lítill tími er til stefnu til endur-
tekinna sýninga. Þá væri félagið
og bundið ströngum samnings-
ákvæðum, við kvikmyndaklúbb
þann erlendis, sem það er í sam-
bandi við, en sá félagsskapur er
algerlega sérstæður og starfar
eftir ströngum reglum, sem önn-
ur félög, sem hafa samvinnu við
hann verða einnig að hlíta.
Félagsskapurinn Filmía væri
enn aðeins á byrjunarstigi,. —
Stofendur þess hefðu í upphafi
alls ekki gert ráð fyrir, að hann
mundi fá svo góðar undirtektir,
sem raunin hefir orðið, en
einskis yrði látið ófreistað til að
starfsemi þess geti fært út kví-
arnar, svo fljótt sem auðið er
þannig, að sem flestir fái notið
hennar.
Um tryggingalög
og ellilaun.
FYRNR alllöngu fékk ég bréf
frá gömlum manni, sem skrif
ar sig „Gamli“. Bréfið fór með
einhverjum hætti í flangur hjá
mér, en nú hefi ég loksins haft
upp á: því og fer það hér á eftir.
Ég bið „Gamla“ velvirðingar á
drættinum. I bréfinu segir:
„Þegav tryggingarlögin voru
sett, var talið, að ellilaun gamla
fólksins væru hliðstæð eftirlaun-
um embættismanna, greidd fyrir
unnin störf í þágu þjóðarinnar,
en þó voru þau höfð svo lág, að
ekki var hægt að lifa af þeim og
þó var það skilyrði sett, að ef
gamalmennið hefði svo góða
heilsu, að það gæti unnið fyrir
nokkru kaupi — og nennti að
vinna, þá skyldi draga meira eða
minna af ellilaununum eftir því,
hve atvinnutekjur þeirra væru
miklar.
Með þessu móti verður í raun-
inni ekki um nein ellilaun að
ræða heldur eru þau gerð að
ölmusu, sem slett er í gamla
fólkið til að sýnast.
Eitthvað bogið.
EF TIL vill þykir sumum al-
þingismönnunum þetta rétt
og sanngjarnt eins og það er —
meira sé ekki hægt að greiða, því
að meira fé sé ekki til. En fjár-
skorti getur ekki verið hér um
að kenna, því að ef svo væri,
myndi manni, sem á milljónir
króna í eignum og hefur hundruð
þúsunda í tekjur ekki vera greitt
meðlag með öðru barni sínu og
fleirum, ef til eru og kostnaður
af sængurlegu konunnar, er hún
færir honum barn í bú. Hér í
gamla daga þótti hverjum heilsu-
góðum manni vorkunnarlaust að
vinna fyrir 3—4 börnum.
Hér er eitthvað bogið við hlut-
ina, og vona ég að hlutur okkar
gamla fólksins verði réttur. —
Gamli.“
Bezta stjórnin
er sú, sem kenn
ir oss að
stjórna sjálfum
oss.
X—□—X
★ ANNARS konar tilraunir
voru gerðar um sömu mundir
með ökumenn frá tvítugu til
fimmtugs. Kom í ljós, að eftir
þrítugt áttu þeir sífellt erfiðara
með að varast blindu. Frá 20 ára
til fertugs smáhrákaði mönnum,
er samhæfa skyldi hönd og sjón.
Að þessú leyti hrakaði mönnum
óðfluga frá 45 ára til fimmtugs.
Snarastir til að hemla vorú
menn hálfþrítugir, en slakari
bæði fyrir og eftir þann aldur.1
X—□—X
★ EN HVERNIG horfa svo
þessi mál við í akstri um vegi og
stræti? Og þá verður mönnum á
að spyrja- Hvernig verður öku-
hæfni manna mæld? Einhver vill
e.t.v. láta nægja að athuga hag-
skýrslur, hve mörg umferðarslys
hendi menn á tilteknu aldurs-
skeiði. En þannig fengist engan
vegin rétt mynd, því að ungir
menn aka að öðru jöfnu miklu
meiri vegalengdir en þeir, senr
hnignir eru að aldri.
X—□—X
★ ÞESS vegna reyna menn að
gera sér grein fyrir, hve öku-
menn á tilteknu aldursskeiði
valdi mörgum umferðarslysum
miðað við hverja mílu, sem ekið
er. Kemur þá á daginn, að tví-
tugir ökumenn lenda helmingi
oftar í umferðarslysi en hálfþrí-
tugir, og jafnframt reynast öku-
menn í Bretlandi á aldrinum
45—50 ára lenda í fæstum slys-
um. Úr því fór að vísu heldur að
halla undan fæti hjá ökumönn-
unum, en þeir stóðu sig samt
fullt eins vel og ökumenn frá
tvítugu til hálfþrítugs. Er þetta
raunar í samræmi við tilraunir,
sem gerðar hafa verið í iðnaði.
Að vísu eru menn ekki eins við-
bragðsfljótir, er aldur færist yfir,
en engu að síður eru miðaldra
menn mun hæfari til að inna af
hendi verkefni, þar sem um röð
viðbragða er að ræða, heldur en
menn á ungum aldri.
X—□—X
★ HÉR kemur margt til greina
í starfi ökumannsins. Rosknir
! menn aka yfirleitt hægar en ung-
! ir. Þeir gera sér og gleggri grein
fyrir ábyrgð sinni. Reynsla
roskins manns veldur hér og
miklu um.
Allt að einu eykst slysahættan
úr fimmtugu.
Það væri ekki rétt að ætla, að
fengizt hefði óyggjandi niður-
stöður í þessum efnum. Þó má
í stórum dráttum gera sér þess
nokkra grein, hvernig landið
liggur. Ökumaður á miðjum
aldri getur huggað sig við, að
hann er oft.mun öruggari, þegar
til stykkisins kemur, þó að hann
standi yngri starfsbræðrum sín-
um að baki, er leysa skal af
hendi einstaka þraut.
X—□—X
ir ÞEIR, sem hallar undan fæti
fyrir, menn sem hættara er við
að valda slysum en hinum, sem
eru miðaldra, geta margt gert til
að bæta árangurinn. Minna má
á nokkur hollráð:
1) Að temja sér þann hraða,
sem í raun og sannleika hæfir
og forðast að flýta sér nokkurn
tíma á áfangastað, enda þótt far-
þeginn sé honum til lítils yndis.
2) Að forðast mikla umferð,
hvers konar þvögu, þar sem öku-
maður þykist ekki vera maður
til að bjarga sér, svo að öruggt sé.
3) Að aka ekki, þegar hann er
þreyttút eða syfjaður. Þó að
hann viti sig hafa leyst slíka
þraut á yngri árum, má það ekki
verða til að freista hans.
En bezt við þessi ráð er þó
það, að þau gilda raunar fyrir
alla, sama á hvaða aldri þeir eru
og hver þroski þeirra er.