Morgunblaðið - 13.02.1954, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. febr. 1954
René Coty
Flökkustúlka spáði
ÞAÐ gekk ekki þegjandi og
hljóðalaust fyrir Frökkum, er
þeir í s.l. desembermánuði gengu
til forsetakjörs, fremur en endra-
nær, þegar til kosnínga kemur
meðal þeirra. í heila viku fóru
fram stöðugar atkvæðagreiðslur
í Versala-ráðinu, sem kjósa á
Frakklandsforseta, áður en nokk-
ur frambjóðenda fengi nægilegt
atkvæðamagn til að vera löglega
kjörifin. Loksins — í þrettánda
skipti, sem gengið var tíl atkvæða
náðist hinn torfengni meirihluti
til handa M. René Coty. Hann
hlaut 477 atkvæði, gegn 329, sem
kom í hlut Marcels Naegelen,
sem var næstur M. Coty að at-
kvæðatölu.
71 ÁRS AÐ ALiDRI
M. René Coty er 71 árs að aldri,
fæddur hinn 20. marz, árið 1882.
Hann hefir átt sæti í franska
þinginu síðán árið 1923. Hingað
til hefir hann látið lítt á sér bera
á opinberum vettvangi, svo að
hann er tiltölulega mjög lítið
þekktur meðal Frakka. Hann er
í eitt og allt blátt áfram borgari,
laus við allan ofmetnað og sýnd-
armennsku. Þótti það koma
greinilega í ljós, á meðan á bar-
áttunni fyrir forsetakosningarnar
stóð. Hann var allan tímann hinn
rólegi maður, sem hélt sig utan
við æsingar og áróður. Þegar for-
seta frambjóðendurnir gengu
fyrir Versala-ráðið höfðu þeir
allir, nema M. Coty, í férðatösk-
um sínum viðhafnarklæðnað,
sem ný kjörnum forseta sæmdi,
ef ske kynni að __
M. Coty mætti í þykksóluðum
gönguskóm, blá- og hvítröndótt-
um fötum, blárri skyrtu með
rautt ullarbindi — franski „þrí-
liturinn“ skemmtilega samein-
aður.
SPÁDÓMUR FUÖKKU-
STÚLKUNNAR
Hann virtist alveg hafa gleymt
að dag einn á sínum ungu árum
hafði hann í galsa lofað ungri
og blóðheitri flökkustúlku að soá
í lófa sinn. Hún hafði í Iok spá-
sagnar sinnar horft á hann leynd-
ardómsfullu og seiðandi augna-
ráði um leið og hún sagði: „Þú
átt eftir að verða forsetí franska
lýðveldisins".
Þessi spádómur flökkustúlk-
Unnar kom heim við orð Nor-
andv-þingmannsins, M. Henri
Chéron.
Það var árið 1907. René Cotv
hafði, af hlvðni við fjölskyldu
sína lokið prófi við kennaraskól-
ann. Nú tók hann lífinu með ró
meðal vina sinna og sökkti sér
niður í skáldsögur Maunassant
undir skuggum eplatriánna í
hiarta hms brosandi Calvados-
héraðs í Normandy.
ÁSTIR OG STJÓRNMÁL
ast á nokkrar tölur, kem varða
Öryggi flugsins. Samkvæmt
Dag einn var hann kynntur
fyrir málafærslumanní eínum
frá Lisieux, Henri Chéron sem
þá var að berjast við að komast
á þing. „Ég þarf á góðum manni
gð halda mér til aðstoðar — sagði
hann við hinn unga Coty — slá-
ízt í för með mér og hjálpið mér
í kosningabaráttunni.“
Ungi maðurinn hikaði við.
Hann hafði þá fyrír skömmu
komizt í kynni við unea stúlku,
Ungfrú Germaine Corblet, sem
seinna varð eiginkona hans. Eig-
inlega hugsaði hann um lítið
annað en hana, þessa dagana, —
en hvað um það, hann féllst á
uppástunguna og lagði af stað í
kosningaleiðangurinn með M.
Chéron.
FRAMTÍÖARFORSETI
FRAKKLANDS
Chéron hafði séð unga mann-
inn rétt út. Flugmælska hans og
sannfæringarkraftur í málflutn-
ingi hans vakti þegar mikla at-
hygli. Iiunn hreif kjósendur,
Bioii'Uin, að liann ætti eftir
Fráfarancii iO;seti, M. Vincent
Auricl (til vinstri) M. René
Uotv eiri'itist á hamingjuóskum
og kveðium.
gagntók fólkið með eldrr.óði sín-
um — og Ché"on komst að.
Þegar hinn síðarnefrdi k’pnp-
aði broshýr og sigri hrósandi á
herðarnar á unnustu Renés,
mælti hann þessi o:ð: ,,Þér meg-
ið ekki hind.c René í að fara út
í stjórnmálin. — Þetta er fram-
tíðarforseti Frakklands".
NORMANDY í SJÖUNDA
HIMNl
Og nú er allt Normandy í sjö-
unda himni. Normandv-búar eru
stoltir og ánægðir yfir því, að
hinn æðsti maður Frakklands
skyldi vaiinn úr þeirra hópi. Þeir
líta á M. René Coty fyrst og
fremst sem Normandy-búa —
sem „einn af oss“. Breiðleitt og
velsældarlegt andlit hans, hið
skarpa og lítið eitt kesknislega
augnatillit gefur ljóslega til
kynna, að hér er á ferð ósvikinn
norður--Frakki, með norrænt
víkingablóð í æðum.
„A.lir viluu i.ilju kveðið hafa“.
Þ„ð e. eltthvað svipað með borg-
irnar í Normandy, scm allar vilja
eigca sér hinn nýkjörna forsetá:
,e Ilavre, sem er fæðingarborg
hans, Etretat, þar sem hann á
ama. DÚstað sinn, „La Ramée“
og síðást kemur Caen, sem gerir
cilkal] til bans, þar eð hún er
ættborg hans.
FÉLLUST í FABMA
Þegar tilkynntur var árangur-
inn af hinni 13. atkvæðagreiðslu
Versalaráðsir.s féllust íbúar Le
Havre í faðma á götum úti af
fögnuði. Og í Etretat hrópaði ung
stú'.ka, Marie-Théiese, upp yfir
sig af gleði, er hún heyrði úrslit-
in í útvaipinu: „M. Coty hefir
verið kosinn forseti. — O, hvað
ég er glöð“. Þegar Marie-Thérese
var fimm ára gömul hafði hún
skyndilega veikzt mjög alvar-
lega. Aðeir.s tafarlaus uppskurð-
ur gat bjargað lífi hennar. En
foreldrar hennar sáu enga leið
til þess. Ilvað átti til bragðs að
taka? — njá hvaða dýrlingi átti
að leita trausts og bjargar?
Þá var það René Coty, sem
kom til hjálpar. Hann var þá í
sumarleyfi sínu i Etratat. Hann
lét flytja litlu stúlkuna í snar-
kasti á sinn kostnað til Le Havre
á lækningastofu tengdasonar
síns, dr. Georges, sem gerði að-
gerðina og bjargaði þannig lífi
telpunnar. Móðir hennar kom
með tárvot augu af fögnuði og
' þakklæti með stóran blómvönd
til M. Coty.
I
ÞEIR ERU ALLIR VINIR HANS
j Forsetinn unir sér hvergi bet-
ur heldur en í sumarbústaðnum
1 sínum, „La Ramée“ í strandbæn-
F^skimennirnir í Etfetat draga franska fánann að hún á kænum
smurn tii að fagna forsetakjöri M. René Coty.
Maclame Vincent Aureol, bíður
nýju fcrsetafrúna, Madame René
Coty velkomna í Elysée-höllina.
um Etretat. Hann heíir unun af
að reika tímum saman og einn
síns liðs um fjöruklappirnar, höf-
uðfatalaus með hárið flaksandi
í sjávargolunni. Og öru hvoru
staldrar hann við til að spjalla
við sjómennina, sem þarna eru
við veiðiskap sinn. Hann ræðir
við þá um vandamál þeirra og
! áhugaefni. Þeir eru allir vinir
I hans.
j „Hann lætur smíða fyrir okkur
bryggjur“ — sögðu þeir, þegar
þeir fréttu, að hann hefði verið
I kosinn forseti.
RÍS ÁRLA ÚR REKKJU
Á morgnana er hann uppi fyr-
ir allar aldir. I kringum „La
Ramée“ er stór og fallegur garð-
ur, sem hann hefir unun af að
sýsla í. Hans fyrsta verk á morgn
ana, þegar sæmilega viðrar er að
ganga um garðinn og tala við
garðyrkjumanninn sinn, Daniel
gamla Barbay og oft á tíðum
tekur hann sér verkfæri í hönd
og hjálpar honum til við að
klippa rósagerðin eða gróðursetja
blóm. Seinni hluta dagsins ver
M. Coty að jafnaðí í bókasafninu
sínu. Næst bókunum ber þar
mest á fjölda mörgum skips- og
bátalíkönum, — af ýmsum stærð-
um og gerðum, sem forsetinn
hefir safnað að sér úr öllum átt-
um.
Eftirlætishöfundar hans eru
Anatole France, Barrés og Maup-
assant.
„LA BONNE DAME
D’ETRETAT“
M. René Coty tekur þátt í öll-
um hátiðum fólksins í Etrebat, og
kona hans, Madame Coty útbýr
dýrindis kökuveizlur fyrir litlu
fermingarstúlkurnar úr sveitinni
í kring, sem koma til Etretat til
altarisgöngu. Hún er látlaus eldri
kona, sem nýtur mikilla vinsælda
i Etretat, „La Bonne Dame d’
Etretat" (gæðakonan í Etretat)
er hún kölluð. — Og hún er einn
tryggasti viðskiptavinurinn í
hinni girnilegu kökubúð, sem er
á næstu grösum við „La Ramée“.
Vinsældir hins nýkjörna for-
seta ná í raunínni ekki út fyrir
sjálft Normandy, enda hefir hann
eins og áður er sagt verið lítt
þekktur annars staðar í Frakk-
landi fram til þessa. Þó að hann
sé þegar 71 árs að aldri er hann
samt keikur á velli og fjörugur
og hress í anda.
FYRSTU STJÓRNMÁLA-
AFSKIPTIN
Og enda þótt hann væri hik-
andi og tregur til að kasta sér
út í stjórnmálin á sínum tima,
um það bil, sem hann var að
festa sér kvonfang, virðist samt
sem áður að örlögin hafi ákveðið
að þau skyldu verða hlutskipti
hans. Þegar hann var 10 ára
gamall hélt hann hverja þrum-
andi ræðuna eftir aðra — allt
því fyrir
um stjórnmál. Ræðustóllinn var
neðsta þrepið i stiganum heima
hjá honum og áheyrandinn að-
eins einn, Marcel, yngri bróðir
hans. Síðar sökkti hann sér nið-
ur í dagblöðin, sem hann fékk að
láni hjá nágrannakonu og vin-
konu foreldra hans. Þaðan fékk
hann stöðugan pólitískan inn-
blástur. A þessum árurn réðist
hann líka í að gefa út blað, sem
hann gaf nafnið „l’Union". Hann
var í senn útgefandi þess, rit-
stjóri og prentari og lesendur
þess voru aðeins tveir: Marcel
bróðir hans — og hann sjálfur.
Og nú er svo komið að M. René
Coty er orðinn, ef ekki hinn
valdamesti, þá hinn æðsti maður
Frakklands að virðingu. Hin
næstu sjö æviár hans í Elysée-
höllinni verða hlaðin óteljandi
embættislegum skyldum og
formsatriðum. Reiknað hefir ver •
ið út, að fyrirrennari hans í for ■
setaembættinu, M. Vincent
Auriol, hafi í forsetadómi sinum
opnað ekki færri en 150 sýningar,
tekið þátt í 140 viðhafnardans-
leikjum, skiptzt á 15.000 embætt-
islegum handtökum og veitt 4000
opinberar áheyrnir. — M. Coty
veit hvað hann muni eiga með
tímann að gera.
Leikfél. Hafnarfjarð-
ar sýnir Hans
09 Gréfu
HAFNARFIRÐI, 11. febr,—Leik-
félag Hafnarfjarðar frumsýnir á
laugardag kl. 18,00 ævintýraleik-
inn „Hans og Gréta“ eftir þýzka
leikhúsfrömuðinn Willy Kruger,
í þýðingu Halldórs G. Ólafs-
sonar.
Leikurinn er byggður á ævin-
týrinu um Hans og Grétu, en
auk sögupersónanna koma fram
í leiknum margar ný>tárlegar
persónur, svo sem skógarbjörn,
skógarandi og skógardísir að ó-
gleymdum maurapúkanum Tobí-
asi skraddara, sem kemur þar
allmikið við sögu.
Leikstjórn annast Jóhanna
Hjaltalín og hljómlist sér Carl
Billich um. Hin furðulega ævin-
týralegu leiktjöld málaði Lothar
Grund, sem á sínum tíma var
samstarfsmaður höfundarins í
heimalandi þeirra.
Hans og Gréta eru leikin af
börnum, Guðjóni Inga Sigurðs-
syni og Björk Guðjónsdóttur.
| Með önnur hlutverk fara: Frið-
leifur Guðmundsson, Sólveig
Jóhannsdóttir, Helgi Skúlason,
Hulda Runólfsdóttir, Guðbjörn
Einarsson, Vilhelm Jensson, Guð-
rún Reynisdóttir, Valgerður Ólafs
dóttir og Svanhvít Magnúsdóttir.
Reyfingsafli hjá
Hafnarfjarðarbálum
HAFNARFIRÐI — Afli línubát-
anna var með minna móti á mið-
viku- og fimmtud. Voru flestir
þeirra með 4-10 skipd. Togarinn
Austfirðingur kom hingað í fyrra
dag með 105 tonn af ísfiski
eftir 6 daga útiveru. — Er það
dágóður afli eftir ekki lengri
tíma. Annarj hefir verið treg
veiði hjá togurunum að undan-
förnu. Togararnir Surprise og
Júlíu komu af veiðum í gær-
morgun. — G.
Listamiðstöð
NEW YORK — Nokkrir fremstu
menntafrömuðir og listamenn
Bandarikjanna vinna nú að því
að koma upp miðstöð listsköpun-
ar í New York-háskólanum. Há-
skólinn vinrmr í nánu sambandi
við helztu listfrömuði, hljóm-
sveitir og óperur í New York,-
borg og öðrum landshlutum.