Morgunblaðið - 13.02.1954, Síða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagm' 13. íebr. 1954
IMýjar hljómpEötur
FÝRIR skömmu komu hér á
márkað nokkrar plötur gefnar út
af Fálkanum h.f., en H. M. V. og
Columbia í Lundúnum hafa séð
um upptökuna. Verður hér gerð
stutt grein fyrir plötum þessum:
BARNASÖGUR I—II,
Marta Kalman, upplestur.
(Col. D. I. 1095).
Árið 1930 komu hingað til lands
á vegum Fálkans h.f. tveir verk-
fræðingar frá hljómplötufirmanu
Columbia í því skyni að taka hér
á plötur tónlist og annað. Höfðu
menn þessir með sér öll nauðsyn-
leg tæki og fór upptakan fram í
Bárunni. Var hér um merkan við-
burð að ræða, því að þetta var
í fyrsta sinn, sem tekið var á
plötur hér á landi. Alls munu
þeir félagar hafa tekið hér á um
eitt hundrað piötur, aðallega tón-
list og komu þar fram margir
tónlistarmenn vorir, en einnig las
þá frú Marta Kaiman (d. 1940)
inla á plötu hið bráðskemmtilega
ævintýri Jónasar Hallgrímssonar,
um heimsókn drottningarinnar á
Englandi til kóngsins á Frakk-
landi. Er sá lestur frú Mörtu á
þessari plötu, báðu megin. Frúin
var um langt skeið vinsæl leik-
kona hér í bæ. Einkum lét henni
vel að leika skoplegar persónur,
enda var hún gædd mikilli kímni-
gáfu. Kemur það og ljóst fram
í meðferð hennar á þessu kostu-
lega ævintýri Jónasar, sem öll er
prýðisgóð. Framsögnin er mjög
greinileg og fjörleg með
skemmtilegum áherzlum og
rödd frúarinnar einkar þægileg.
Þá- hefur og upptakan heppnazt
sérstaklega vel. Er enginn vafi
á því að plata þessi á eftir að ná
miklum vinsældum, ekki aðeins
meðal barna og unglinga heldur
eirjnig þeirra, sem eldri eru.
BANGSIMON LÖG
(a) og (b). Texti: Hulda
Valtýsdóttir þýð. Ingibjörg
Þorbergs, sopran. Með gítar-
undii leik. - H.M.V. JOR 202.
LITLI VIN — Texti: Frey-
steinn Gunnarsson þýð. —
Ingibjörg Þorbergs. Með
píanóundirleik Carls Billich.
H.M.V. JOR 202.
Bangsimonlögin eru mörgum
kunn frá því er frú Helga Val-
týsdóttir las söguna um Bang-
simon í útvarpið í fyrra og aftur
framhaldið nú í vetur. Eru það
norsk þjóðlög, að því er segir á
plötunni, létt og viðfeldin og
mjög við hæfi barna. Textinn er
EðVvísu nokkuð laus í reipunum,
en hefur þó einnig sinn þokka,
enda hefur hann fallið börnun-
lim vel í geð.
Ingibjörg Þorbergs er mörgum
kunn af söng sínum í útvarpið
og'víðar. Hún hefur sópranrödd,
ekki mikla og fremur hversdags-
lega, en viðfeldna. Hún er söng-
næm í bezta lagi og fer vel með
það, sem hún syngur, af smekk-
vísi og góðum skilningi og texta-
framburður hennar er einkar
góður. í meðferð hennar á Bang-
simonlögunum njóta sín ágætlega
þessir kostir hennar, enda er upp-
takan prýðileg. — Miður hefur,
tekizt um lagið Litli vin. Þar er j
rödd söngkonunnar hljómlaus og |
óskýr og flutningurinn deyfðar-1
legur. Þykir mér líklegt að þetta.
sé að einhverju leyti upptökunni
að.kenna, sem er mun verri en
á Bangsimonlögpnum. — En
hversvegna var söngkonan feng-
in _til að syngja þetta lag, sem
Elsa Sigfúss hefur sungið á plötu
með sinni fögru og þjálfuðu rödd,
svo forkunnar vel að það verður
varla betur gert? Undirleikur
Carls Billich er einkar góður.
HRÍSLAN OG LÆKURINN
(P. Ólafss. —■ í. T. Láruss.)
Ingibjörg Þorbergs og
Smárakvartettinn. — Með
undirleik Carls Billich. —
H.M.V. JOR 201.
JÁTNING (T. Guðmundsson
— Sigfús Halldórsson). Ingi-
björg Þorbergs og Smára-
kvartettinn með píanóundir-
leik Carls Billich. —
H.M.V. JOR 201.
Þetta lag Inga T. Lárussonar
við kvæði Páls Ólafssonar er eins
og flest af lögum Inga snoturt og
söngrænt. Ingibjörg Þorbergs
syngur þarna með Smárakvarett-
inum einkar laglega og fellur
rödd hennar mætavel við raddir
kvartettsins. — Smárakvartettinn
er vel æfður og raddirnar eru
allgóðar og samstilltar svo að
engin þeirra sker sig sérstaklega
úr. Ekki hefur þó kvartett þessi,
sem að mörgu leyti er góður,
raddgæði á borð við MA-kvart-
ettinn. Textaframburðinum er
þarna nokkuð ábótavant, en þó
ekki til verulegra lýta.
„Játning" Sigfúsar Halldórs-
sonar við hið alkunna kvæði
Tómasar Guðmundssonar, er eitt
af allra vinsælustu lögum Sigfús-
ar, og er þá mikið sagt. Þetta
unga og efnilega tónskáld virð-
ist hafa í sér frumtón íslenzkrar
æsku, því að lög hans cru orðin
eign hinna ungu áður en þeir
vita af. Kemur þetta raunar eng-
um á óvart, sem þekkir Sigfús,
því að æskan býr í honum og
mun í honum búa til eilífðar-
nóns. ___
Ingibjörg Þorbergs syngur
einnig þetta lag með Smára-
kvartettinum. Rödd hennar nýtur
sín þarna öllu betur en 1 laginu
hér á undan og einsöngur hennar
er mjög viðfeldin. Og söngur
kvartettsins er mjúkur og inni-
legur eins og hæfir ljóði og lagi.
Carl Billich leikur undir á píanó
af lipurð og smekkvísi sem endra-
nær. Upptakan hefur tekizt vel
á báðum plötunum.
SVERRIR KONUNGUR
(Grímur Thomsen — Sv.
Sveinbjörnsson). Þorsteinn
Hannesson, tenór. Með píanó-
undirleik dr. Páls ísólfssonar.
— H.M.V. JOR 101.
VETUR — (Steingr. Thor-
steinsson — Sv. Sveinbjörns-.
son). Þorsteinn Hann°sson,
tenór. Með píanóundirleik
dr. Páls ísólfssonar. —
H.M V. JOR 101.
Þorsteinn Hannesson nýtur hér i
sem söngvari ekki þeirra vin-
sælda, sem hann ætti skilið, en
Englendingar kunna því betur að
meta hann. Hefur hann undanfar-
in ár sungið í Coyent Garden
mörg veigamikil hlutverk við
góðan orðstír og haustið 1952
söng hann og lék aðalhlutverkið
Samson, í óperunni „Samson og
Dalilla“ eftir Saint-Saéns, á veg-
um Sadler’s Wells þar í bprg.
Þorsteinn Hannesson hefur
mikla og ágætlega þjálfaða tenór-
rödd, er hann beitir af öruggri
smekkvísi og kunnáttu. Hann
tekur aldrei neina útúrdúra til
þess að sýna tækni sína og radd-
þrótt, en leggur áherzlu á rétta
og öfgalausa túlkun þess sem
hann fer með. Kemur þetta mjög
greinilega í ljós í meðferð hans
á þessum tveimur lögum Sv.
Sveinbjörnssonar, ekki sízt
Sverri konungi, er hann syngur
með miklum glæsibrag, en ýkju-
laust og með fullu tilliti til tón-
skáldsins. Er það meira en sagt
verður um marga aðra, sem sung-
ið hafa þetta þróttmikla og ris-
háa lag. „Vetur“, Sv. Svein-
björnssonar er einnig mikið lag
og fagurt og ber á sér öll ein-
kenni höfundarins. Nýtur það sín
og mjög vel í öruggri og fágaðri
meðferð Þorsteins.
Píanóundirleikur dr. Páls ís-
ólfssonar er með þeim ágætum,
að hann gefur plötunni sérstakt
gildi.
CAVATINA (Io sono docile og
Una voce poco fá) — „II
Barbiere di Siviglia“ (1.
þáttur). G. Rossini. — Else
Múhl, sopran og The London
Symphony Orchestra, J.
Robertsson, hljómsv.stj. —
H.M.V. D.A. 30001.
Else Múhl er Reykvíkingum að
góðu kunn frá því er hún vorið
1951 söng hér á vegum Þjóðleik-
hússins hlutverk Gildu í óperunni
„Rigoletto“ eftir Verdi, og hreif
alla með hinni glæsilegu og háu
. sopranrödd sinni og frábæru
söngtækni.
Bæði þessi lög úr óperunni
„Rakarinn í Sevilla“ eftir Rossini
eru skínandi falleg og gera hinar
ítrustu kröfur til söngkonunnar,
einkum hið síðara, en ungfrú
Múhl leysir þar allar þrautir
með miklum yfirburðum. Þó
bregður stundum fyrir að
rödd hennar sé dálítið skerandi,
einkum á hæstu tónunum, pn ég
hygg að það sé að miklu leyti
upptökunni að kenna, sem þó er
fremur góð. Leikur hljómsveitar-
innar er prýðisgóður.
RECITATIV — 1. og 2. aría
„Der Königin der Nacht“ úr
„Die Zauberflöte" (Mozart).
Eise Miihl og The London
Synmphony Orchestra. —
Hljómsveitarstj.: J. Robert-
son. — H.M.V. D.B. 30006.
Þessi yndislegu lög úr „Töfra-
flautunni“ eftir Mozart syngur
Else Múhl af engu minni snilli
en lögin hér á undan. Heyrir mað-
ur hér vel hversu mikil fylling
er í rödd söngkonunnar þegar
hún beitir sér einkum á milli
tónunum og hversu undursamlega
blæfögur rödd hennar getur ver-
ið. Og allur ber söngur hennar
vott um miklp söngnæmi og ör-
ugga kunnáttu.
Á þessari upptöku er sami ljóð-
urinn og á fyrri plötunni, að
rödd söngkonunnar er stundum
örlítið skerandi á efri tónunum
og ekki er þar alveg laust við
bergmál á stöku stað.
Qddvar.
VERKAMANNAFELAGIÐ DAGSBRUN
Aðalfundur
Dagsbrúnar verður haldinn í Gamla Bíó sunnudaginn
14. þ. m. klukkan 1,30 e. h.
A dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en
auk þess verður þess sérstaklega minnst að Sjjgurður
Guðnason lætur nú af formannsstörfum fyrir Dagsbrún
eftir að hafa gengt því óslitið í 12 ár.
Fundurinn hefst með leik Lúðrasveitar verkalýðsins.
Fundurinn verður kvikmyndaður.
Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. — Fjölmennið!
STJÓRNIN
PIPIiR
svartar og galv.
FITTIWGS
svartur og galv.
KRAMAR
STOPPHAMAR
Hafnarstræti 19 — Sími 3184
GARDÉIMUSTEISIGUR
LUDViG STORR & CO.
Nýkomið:
Patent gardínustengur með hjólum.
Einnig: Sundurdregnar stengur — Gormar
kappabönd — hringir og krókar
Verzlunin
verður lokuð til n. k. miðvikudags
vegna breytinga.
Dppgerðar Rifvélar
: í ameríska bíla (Chevrolet, Dodge, Plymouth, Ford,
- Chrysler, De Soto o. fl.)
■ Mjög hagkvæmt verð. Tilboð sendist afgr. Morgbl.
: fyrir n.k fimmtudagskvöld merkt: Kostakjör —483.
— Bezt að auglýsa í Morgunblaðiðinu —