Morgunblaðið - 13.02.1954, Side 14
14
MORGUNBLAÐÍ0
Laugardagur JU’- febr. j954
SMGÆ FÚMSYTÆNMM
- RÍKI MAÐURINN -
Eítir John Galsworthy — Magnus Magnusson Islenzkaði
I
Framhaldssagan 52
Sem betur fór heyrði hann þó
ckki hin ástríðaheitu bænarorð,
sem streymdu af vörum Bos-
inneys. Framkoma Darties hafði
æst hann ofsalega upp. írena
hnipraði sig saman í horninu.
Allt í einu fór hún að gráta.
Bosinney þagnaði og strauk
hönd hennar, auðmjúkur og ó-
hamingjusamur.
Á Montpellier Square ók ekill
Dartié fast á eftir þeim, eins og
honum hafði verið boðið. Dartie
sá Bosinney stíga út og Gvenn á
eftir honum. Hún hljóp álút upp
tröppurnar og hlaut að hafa haft
lykilinn í hendinni, því að hún
var samstundis horfin inn um
dyrnar. Hjónin gátu ekki séð,
hvort hún hafði snúið sér við til
að kveðja Bosinney.
Hann gekk fram hjá vagninum
þeirra og hjónin sáu andlit hans
greinilega í bjarmanum frá götu-
Ijósunum. Það var afmyndað af
geðshræringu.
„Góða nótt, herra Bosinney,"
hrópaði Winifred.
Bosinney hrökk við, reif af sér
hattinn og hélt áfram. Hann
hafði auðsýnilega gleymt því, að
þau væru til.
„Sástu andlitið á honum?“ æpti
Dartie. „Hvað sagði ég? Nú
þarf ekki frekar vitnanna við.“
Hann fór um þetta fleiri orðum.
í>að var greinilegt, að eitthvað
örlagaríkt hafði borið við inn í
bílnum, og Winifred sá sér ekki
fært að andmæla Dartie.
„Við höfum ekki orð á þessu
við neinn“, sagði hún. „Það er
ástæðulaust að vera að koma af
stað hneyksli."
Dartie féllst þegar á það. Hann
leit á James eins og varasjóð sinn
og var því meinilla við, að aðrir
væru að valda honum áhyggj-
um.
„Já“, svaraði hann. „Það er al-
veg rétt hjá þér. Látum Soames
um að gæta hennar. Það kemur
honum einum við.“
Það var liðið að miðnætti, og
engin Forsyte var á stjái á þeim
tíma nætur, enginn njósnaði um
ferðir Bosinney í næturmyrkrinu.
Enginn sá hann snúa aftur til
Montpellier Square og halla sér
upp að girðingunni kringum
garðinn. Og enginn sá hann stara
á húsið, þar sem hún, sem hann
hafði viljað gefa líf sitt fyrir að
Sjá eina sekúndu, var falin sjón-
um hans í myrkrinu. Hún var
honum nú angan linditrésins og
hjartsláttur hjarta hans.
TÍUNDI KAFLI
LÝSING Á EINUM FORSYTE
Forsytunum er svo háttað, að
þeir vita það ekki, að þeir eru
Forsytar. En Jolyon ungi vissi
það, að hann var Forsyte, en
hann hafði ekki gert sér grein
fyrir því fyrr en hann hafði stíg-
ið það örlagaríka spor, sem gerði
hann fráskila ættingjum sínum.
Frá þeim tima hafði hann fundið
það; fundið það í öllu hjónabandi
sínu og sambúðinni með konunni,
sem var eins ólík Forsytunum,
sem framast mátti verða. Hann
vissi, að það var sú gáfa Forsyt-
anna, að geta einbeitt viljanum
að því, sem þeir vildu ná, seigl-
an þolgæðið og aðgátin á því að
láta ekki tækifærið ganga sér úr
greipum, sem hafði hjálpað hon-
um.
Honum mundi aldrei hafa
haldist á þeirri konu, sem hann
elskaði, ef hann hefði ékki verið
Forsyte — og ef til vill hefði
hann aldrei dottið niður á það
að velja hana, ef Forsyteeðlið
hefði ekki verið jafn sterkt í hon-
um og það var.
Fjárhagsörðugleikarnir og ým-
I iskonar raunir og áhyggjur á
' þessum fimmtán árum höfðu
kennt honum að meta, hvers virði
I Forsyteeðlið var.
Hann var einn af þessum tví-
i þættu mönnum, annar helming-
ur þeirra starfar og ber ábyrgð-
ina, en hinn horfir glottandi og
efagjarn á og gagnrýnir.
Hann vissi það líka, að hann
var Forsyte, þegar hann var að
mála vatnslitamyndirnar, sem
hann lagði svo mikla alúð við,
en leit þó alltaf á þær með sama
vantrúar glottinu, eins og honum
fyndist að hann gæti ekki tekið
þetta starf sitt, sem lítið gaf af
sér, alvarlega.
Og það var þessi vitund um
Forsyte-skapgerðina, sem olli því,
eð hann las eftirfarandi bréf frá
Jolyon gamla, föður sínum, með
samblandi af samúð og ógeði:
„Sheldrake House,
Broadstairs,
hinn 1. júlí.
Kæri Jó minn!
Við höfum nú verið heima um
hálfan mánuð og fengið gott veð-
ur allan tímann. Loftið er tauga-
styrkjandi, en lifrin í mér er öll
úr lagi gengin, og því varð ég
fegin að komast aftur í bæinn.
Frá June er það að segja, að
heilsa hennar er mjög slæm og
veit ég ekki, hvern endi það
hefur. Hún segir ekkert, en það
er auðsætt, að það er þessi trú-
lofun sem er þó hvorki fugl né
fiskur, sem kvöl hennar veldur.
Ég efast mjög um, að það ætti
að leyfa henni að hverfa aftur
til London, eins og allt er nú í
pottinn búið, en hún er svo þrá,
að það getur dottið í hana að fara
heim, þegar minnst varir. Sann-
leikurinn er sá, að einhver þarf
að tala við Bosinney og komast
eftir því hjá honum hvað hann
hyggst fyrir. Sjáifur vil ég ó-
gjarna gera það, því að ég mundi
áreiðanlega kjaftshöggva hann
en ég hugsa, að þú hafir kynnzt
honum í klúbbnum og þú vildir
því máske tala við hann og spyrja
hann, hvað hann ætlast fyrir.
Það mundi gleðja mig að fá
línu frá þér eftir nokkra daga,
ef þú yrðir einhvers vísari. Þetta
veldur mér svo miklum áhyggj-
um — kvelur mig bæði dag og
nótt.
Berðu Holly og Jolly kæra
kveðju.
Þinn einlægur faðir.
Jolyon Forsyte."
Jolydn urtgi hafði svo miklar
áhyggjur af þessu bréfi, að kona
hans veitti því athygli, og spurði
hvað gengi að honum. „Ekk-
ert“, var svarið.
Hann hafði einsett sér það, að
víkja aldrei einu orði' að June,
því að það var ekki hægt að
vita, hvernig kona hans myndi
bregðast við því. Hann lét því
sem ekkert væri um að vera,
en auðvitað tókst honum ekki að
slá ryki í augu konu sinnar, sem
gaf honum gætur í laumi.
Hann fór af stað til klúbbsins
þetta sama kvöld með bréfið í
vasanum, en þó óráðinn í því,
hvað gera skyldi.
Það var örðugt að neita að
verða við þessu. En því í ósköp-
unum var verið að fela honum
þetta? Það var algerlega óvið-
eigandi. En- Forsytarnir hirtu
ekki um hver meðulin voru, ef
þeir gátu náð með þeim því,
sem þeir vildu. En auðvitað var
það ekki nema að vonum, að fað-
ir hans vildi vita hvað Bosinney
hefði í hyggju, og væri þungt
niðri fyrir.
En hvaða tökum átti hann að
taka á þessu eða átti hann að
neita? Hvorttveggja fannst hon-
um jafn örðugt viðfangs.
Hann kom í klúbbinn um þrjú
leytið og fyrsti maðurinn, sem
hann sá var Bosinney, sem sat
út í horni og horfði út um glugg-
ann.
Jolyon ungi settist skammt frá'
honum og fór enn einu sinni að
íhuga, hvað gera skyldi. Hann
skotraði augunum til Bosinneys,
sem var grunlaus. Jolyon ungi
hafði lítið kynnzt honum, og því
var það máske í fyrsta sinni nú,
sem hann veitti honum nána
athygli. Sérkennilegur maður,
ólíkur í klæðaburði, fasi og hátt-
um flestum, sem í klúbbnum
voru. Jolyon ungi hafði, enda þótt
hann hefði breyzt mikið í háttum
og skapi, æ varðveitt hina hæ-
versku hlédrægni Forsytanna í
framgöngu og fasi. Hann var sá
eini af Forsytunum, sem vissi
ekki um viðurnefni Bosinneys.
Maðurinn var mjög sérkennileg-
ur, ekki sérvitringur en óvenju-
legur. Hann var þreytulegur,
inneygður og kinnfiskasoginn, en
þó ekki veiklulegur, því að hann
var hraustlega byggður og hárið
hrokkið, sem virtist bera vott um
líkamshreysti.
Það var eitthvað i svip hans og
útliti, sem snart Jolyon unga.
Hann vissi hvað var að þjást, og
þessi maður leit út, eins og hann
væri þjáður.
Jolyon stóð upp gekk til hans
og lagði hendina á öxl hans.
ÁBfkonan hjá Lllarvötnum
6.
Var prestur þar viku hjá bónda. Veitti honum mjög örðugt
við konu-kindina, og fyrir bón bónda og Sigurðar, lét prest-
ur hana með sér fara, svo að hún var hjá honum um vet-
urinn.
Sigurður og börn hans voru hjá Andrési bónda vel hald-
in, en lifandi pening Sigurðar var komið fyrir um sveitina,
það sem faðir hans og prestur gátu ekki tekið.
En á liðnu vori gaf prestur Sigurð í hjónaband og huldu-
konu þá, er hann hafði verið hjá. — Unnust þau vel, og
bjuggu þar í sveit, sem þessi sér Eiríkur átti yfir að segja.
Sótti hún kirkju með bónda sínum, en eigi hef ég heyrt,
að hún gengi til altaris eða tæki sakramenti, og eigi held-
ur, hvort hún væri stöðug undir messu.
Hún var góðgerðarsöm kona. svo að hún var elskuð af
fólki. Líka var hún siðferðisgóð á heimih, og hataði
ósamþykki.
S Ö G U L O K
Þeir ísbzkir listam
er oska eftir að senda verk sm til listsymngar 3
9
þeirrar, er efnt verður til í Danmörku í boði dönsku ;|
ríkisstjórnarinnar og á að hefjast 1. apríl næst- ;;
r r w«i|
komandi, verða að skila verkum sinum til dom- ;
nefndar þann 18. febrúar í Listasafn ríkisins. 3
MENNTAMALARAÐ
Mýjar enskar
kápur
qjtfo*
^j4&aiitrœtL
EVERÍST-eÓEU^
KRÝNINGAR-BIBLÍAM
LEARNER*S OICTEO^ARV
eru komnai aftur
Pantanir sækist sem fyrst.
Snsebj örnUónsssm^ Cb-h.f
Hafnarstræti 9 — Sími 1936
Blóðappelsíniir
koma í dag, með m.s. „Drangajökli“.
Ónnur sending með m.s. .,Kötlu“ eftir viku.
SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ
SENDIÐ PANTANIR
Sicj. jft. Shfaicllercý Lf.
LYFTIÐUTT
FyrirliggjandL
^3. ífssovi Lj’ JLv
uaran
■•M