Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 41. árgangux. 43. tbl. — Sunnudagur 21. febrúar 1954 Frentsmiðja Mergunblaðsina Mikið mnnnfall Mau Mau-manna í gærdag Bardagar stóðu lengi dags. NAIRÓPI, 20. febr. — Harðvítugir bardagar geisuðu í dag milli bfezkra hersveita, lögreglu og heimavarnarliðs Keníu-manna ann- ars vegar og Maa Mau-manna hins vegar. Orrustan stóð a. m. k. fimm stundir, og féllu 37 af Mau Mau-mönnum. MEIRA MANNFALL EN NOKKRU SINNI í tilkynningu herstjórnar- innar segir, að þessi bardagi sé hinn allra skæðasti fyrir Ma Mau-menn, síðan skærur tókust austur þar. BARIZT TIL KVÖLDS Öryggissveitir fundu snemma í dag hóp Mau Mau-manna 25 km vestan Fort Hall, og tókst þegar grimmileg orrahríð, sem lvktaði eins og fyrr segir. í til- | kynningu frá Erskine, yfirmanni Breta á þessum slóðum, var að því látið liggja í kvöld, að bar- dagi stæði þá enn. 1785 dagblöð í Bandaríkjum NEW YORK. — Árið sem leið seldust 54,472,286 eintök af dag- blöðum í Bandaríkjunum, og er það metsala í sögu amerískrar blaðamennsku. í greininni „Edi- tor and Publisher“ í tímaritinu Trade Weekly segir, að árið sem leið hafi verið gefin út 1,785 dag- blöð í Bandaríkjunum, og er það aðeins einu færra en árið 1952. En tala kaupendanna jókst um hér um bil 1%. Ómakiegum árásum á feergarsf Jora og fræðslufulffrúa hnekkf F Y R I R nokkru réðst koinm- únistablaðið með miklu off- orsi á borgarstjóra og fræðslu- fulltrúa bæjarins, út af lán- veitingu úr bæjarsjóði til fulltrúans. Taldi blaðið lán þetta veitt án heimildar bæj- arráðs og bæjarstjórnar. O—*—O Á síðasta fundi bæjarstjórn- ar var lögð fram greinargerð í máli þessu. Kom þar í ljós, að á bæjarráðsfundi 17. ág. 1950, hafi verið lagt fram bréf frá fræðslufulltrúa þess efnis, að honum yrði veitt lán til kaupa á íbúð í liúsinu Mel- haga 3, með sömu kjörum og veitt voru til Bústaðavegshús- anna. Bæjarráð samþykkti ágreiningslaust að verða við erindi fræðslufulltrúans. — Umræddan fund sátu allir reglulcgir bæjarráðsmenn, þar á meðal Sigfús heitinn Sigur- hjartarson. O—•—O Er forseti bæjarstjórnarinn- ar, frú Auður Auðuns, lagði greinargerðina fram um mál- ið á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn, urðu engar umræður um hana. O—O—O Virðist það undarlega hafa skeð að kommúnistarnir munu hafa kunnað að skammast sín, því þeir horfðu í gaupn- ir sér, meðan forseti beið þess, að þeir myndu taka upp þráð- , inn þai’ sem frá var horfið. Standa undir her- námskoslnaði Vcslurveldanna BONN, 20. febr. — Vestur-Þýzka land hefir fallizt á að greiða Vest urveldunum um 2400 milljónir króna á mánuði til ag standast straum af hernámskostn. þeirra. Gildir þetta samkomulag til 30. júní að sumri, ef hernáminu verð ur ekki lokið fyrir þann tíma. Einnig fellur það úr gildi, ef sátt- málinn um Evrópuher eða alls- herjarsáttmálinn milli Vestur- veldanna og Þjóðverja kemur til framkvæmda fyrir 30. júní. Þetta er sama upphæð og Vest- ur-Þjóðverjar greiddu til 31 des., er fyrri samningar runnu út. — Reuter-NTB. Úlfar nærgöngulir í Suður-Evrópu VÍNARBORG, 20. febr. Vegna kulda, sem nú geisa á megin- landi Norðurálfu hafa jafnvel úlf ar gerzt aðsópsmiklir í úthverf- um Búkarest. Þannig herma frétt ir, að úlfar hafi orðið tveimur lögreglumönnum að bana í einu úthverfanna. Sagt er, að kuldinn hafi hogg- ið nærri Rúmeníu, svo að jafn- vela muni reynast erfitt ag afla höfuðborginni vista. Fóðurbirgð- ir búsmalans munu enda hafa verið af skornum skammti og peningshús léleg. Frá Ítalíu berast og sögur um nærgöngula úlfa. Kína aukin SAIGON, 20. febr. — Stassen, sem hefir yfirumsjón með að- stoð Bandaríkjanna við útlönd, er staddur í Saigon. Sagði hann í dag, að aðstoð Bandaríkja- manna við Indó-Kína yrði aukin frá því sem verið hefði og henni hraðað eftir föngum. Stassen sagði, að vafalaust yrði aðstoðinni við Indó-Kína haldið áfram, ef þess væri óskað, eftir að bundinn hefði verið endir á stríðið þar. Um 17 millj. her- LUNDÚNUM. — Brezkur aðstoð- arlandvarnaráðherra hefur skýi't frá því í neðri málstofu þingsins, að herir kommúnista víðs vegar um heim telji nú 17 millj. her- manna. Jafnframt vinna Rússar að aukningu og endurbótum á ílota sínum. Utanríkisróðherrar Vesturveld- onna urðu fyrir vonbrigðum Telja þó fyrirhugaðan Genfarfund spor í áttina Veðuralhugana- skipum í Atlantshati fækkað PARÍSARBORG, 20. febr. — Und anfarið hafa þau 15 ríki, sem halda uppi veðurathugunarskip- um á Norður-Atlantshafi þingað um framtíg þeirrar starfsemi i París. Hafa þau orðið ásátt um, að skipunum verði fækkað og Norðurálfuríkin taki á sig stærri hluta af kostnaðinum en verið hefir. Bandaríkin og Kanada halda hér eftir úti 11 skipum, en Evrópuríkin 10. Til skamms tíma hafa Bandaríkin séð um rekstur 14 skipa af 25. í okt. s.l. höfðu Bandaríkjamenn við orð að hætta þessari þjónustu með öllu, því að hún væri ekki ómaksins verð. Ríkisstjórnir aðildarríkjanna hafa enn ekki staðfest samkomu- lag þetta. Beitt fyrir eftir- leitarmenn NEW YORK. — Þeir hafa þekkt eitthvað til mannlegs breyzkleika delinkventarnir þrír, sem lögregl- an veitti eftirför götu úr götu í miðri New York-borg í s.l. viku. Þremenningarnir vörpuðu fullum viskí-flöskum út um gluggana á bifreið sinni og töfðu þannig fyr- ir eftirreiðinni að miklum mun, því að marga fýsti að ná í flösku. Lögreglan gaf sig þó ekki við viskí-beitunni, heldur lét hríð dynja á flóttamönnunum, enda særðist einn þeirra hættulega. LUNDÚNUM, PARÍS, 20. febr. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Vesturveldanna eru komnir heim af Berlínarráðstefnunni. Molotov lagði af stað loftleiðis heim til Moskvu í dag. Áður en hann hvarf úr Berlín lét hann þau orð falla, að vissulega mundi að því koma, að Þýzkaland yrði sameinað. í sameiginlegri tilkynningu utanríkisráðherra Vesturveldanna segj- ast þeir munu halda áfram að vinna að sameiningu landsins með friðsamlegum hætti. Búnaðarþing sef! á morqm BUNAÐARÞING hefst hér í Reykjavík á mörgun og verður það sett kl. 10 f.h. — Á þinginu munu mæta 25 fulltrúar frá bún aðarsamtökunum í landinu. Fyrir þinginu liggja mörg mál, er varða landbúnaðinn og hagsmunamál bænda. Er gert ráð fyrir að það standi í þrjár vikur. Standa ekki í skilimi BERLÍN 20. febr. — Austur- Þýzkaland hefur stöðvað sölu brúnkola til Vestur-Berlínar. Hefur enginn kolafarmur komið til borgarinnar skv. viðskipta- samningum síðan 1. febrúar. Með þessu hafa Austur-Þjóðverjar al- gerlega brotið viðskiptasamning- ana vig Vestur-Berlín. Austur-þýzka stjórnin hefur að undanförnu tilkynnt að hún væri fús til að auka viðskiptin milli Austur- og Vestur-Þýzkalands, en þetta brot á viðskiptasamning- um stafar af því að kolafram- leiðslan í Austur-Þýzkalandi hef ur verið langt undir áætlun. Austur-þýzka stjórnin hefur heit ið að selja 90 þús. smálestir af kolum til Vestur-Berlínar í marz n.k. Og samkvæmt viðskipta- samningum eiga þeir að selja 3 milljónir smálesta á árinu en líkur benda ekki til að þeir geti staðið við þá samninga. — Skv. dpa. Flugvél skilað Waidhaus 20. febr. — Herstjórn | Bandaríkjanna í Suður-Þýzka- landi hefur nú skilað tékknesk- um yfirvöldum aftur flugvél þeirri, sem tékkneskur flugmað- ur nauðlenti í Bayern 7. febrúar s.l. Flugmaðurinn beiddist hælis í Þýzkalandi sem pólitískur flótta maður. — dpa. Um 300 þús hafa flúið , Malakkabú heimili sín LUNDÚNUM, 20. febr. — Templer, stjórnarfulltrúi Breta í Malakka, hefir fellt úr gildi ákvæði, sem settu verulegar hömlur á frelsi manna í nokkrum hluta lands- ins. Hefir hömlum þessum ver- ið skellt á vegna aðstoðar manna við hermdarverka- menn kommúnista, og liafa yfir 300 þús. manns flúið þessi héruð undanfarin 5 ár vegna skerðingar herstjórnarinnar. UMFERÐ TAKMÖRKUÐ M. a. hefir landsmönnum verið bannað að vera á ferli nema að degi til og safna að sér vistum öðrum en brýnustu nauðþurftum á hverjum degi. FÓLK VARAÐ VIÐ Vélflugur hafa varpað flug- ritum niður til fólksins til að gera því kunnugt um þessa ráðsályktun Templers. En hann varar það jafnframt við, að veita hermdarverkamönn- um upplýsingar um hersveit- ir Breta eða útvega þeim vist- ir. Ef landslýður verður sann- ur að sök, verður skellt á sömu frelsisskerðingu og fyrr. SAMEIGINLEG TILKYNNING Þeir hafa lagt til, að stjórn- arfulltrúar hernámsveldanna fjögurra reyni að komast að samkomulagi um, að draga úr áhrifum af skiptingu landsins í 4 liernámssvæði. Um frið- arsamninga við Austurríki segja þeir, að alít sé undir því komið, að Rússar breyti af- stöðu sinni, en þeir heimta að hafa her áfram í landinu eftir að friðarsamningar hafi verið undirritaðir. En meðan ekki skipast til batnaðar, reyna Vesturveldin það, sem þau geta, til að létta Austurríki byrðar hernámsins. VONBRIGÐI Eden fórust m. a. svo orð við heimkomuna til Lundúna á föstu dagskvöld’ „Ég varð fyrir von- brigðum með Berlínarfundinn, þar sem hvorki tókst að greiða úr deilumálum um Þýzkaland né Austurríki. En Rússinn var alls staðar þrándur í götu. Ég bar fram tillögur í Þýzkalandsmál- unum. Ef þær hefðu náð fram að ganga, hefðu verið haldnar þar frjálsar kosningar, en það er eina leiðin til að þar setjist frjáls rík- isstjórn að völdum, og þá er veg- ur til, að friðarsamningar takist. En tillögur mínar fundu ekki náð fyrir augum Rússa, og því miður náðist ekkert samkomulag um málið. SETTU FRAM NÝ SKILYRÐI í Austurríkismáhim urðu aftur sömu vonbrigðin. Vestur veldin og Austurríkismenn gengu bókstaflega að öllum kröfum Rússa, en árangur varð ekki annar en sá, að þeir settu fram ný skilyrði, að fá að hafa her áfram í Austur- ríki. Miðað við skakkaföllin í Evrópu málum má segja, að árangur hafi verið sæmilegur í Asíumálum, á ég hér við ráðstefnu þá, sem háð verður í Genf í apríl um Asíu- mál.“ í viðtölum, sem birzt hafa við þá Bidault og Dulles liggur þeim þungt orð til Rússa eftir fund- inn. Fara þeir ekki í grafgötur um, að Molotov hafi vísvitandi róið að því, að gera fundinn áhrifalítinn. lyrkir gefa sígarellur BONN 20. febr. — Tyrkneska stjórnin hefur gefið eina milljón sígaretta til flóttamanna frá Austur-Þvzkalandi sem enn dveljast í flóttamannabúðum í Vestur-Þýzkalandi. — dpa. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.