Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 21 febrúar 1954 MORGtJNELAÐlÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU RÖdd Arnold Zweig UR þrælakistu kommúnista fyrir austan járntjaldið hef- ur nýlega hljómað ein frjáls rödd. Það er rödd þýzka rithöfundarins Arnolds Zweigs. Hann kvaddi sér hljóðs á listamannaþingi í Dres- den og sagði valdhöfunum hrein- skilnislega til syndanna. Þótti það því merkilegra, sem kommúnistar hafa talið hann sinn mann og haldið hróðri hans mjög á lofti. Það, sem þessi þýzki rithöfund- ur sagði, var í stuttu máli þetta: Kommúnistastjórn Austur- Þýzkalands lítur á fólkið eins og vélar en ekki eins og mann- eskjur. Hún reynir að skipu- leggja hverja stund lífs þess. Folkið hefur hvergi frið fyrir sálarlausum áróðri hennar.— Tungu þjóðarinnar er rang- hverft og hugtök brengluð. „Þannig er t. d. með orðið frelsi,“ segir Zweig, — „í þeirra munni þýðir það nú orðið allt annað en frelsi. — Við verðum að bjarga æsku þjóðarinnar, já allri þjóðinni frá þeim glötunarbarmi, sem valdboð þjóðfélagsins er að leiða hana á“. Þannig lítur þessi þýzki rit- höfundur á stjórn og starfsemi kommúnista í Austur-Þýzkalandi. Allt bendir til þess að skoðun hans sé hin almenna skoðun lista- manna í landinu. Ræðu hans á þinginu í Dresden var ákaft fagn- að. En ritstjóri blaðsins, sem birti kafla úr henni var rekinn frá blaði sínu. Um örlög hans veit enginn. Um Zweig sjálfan er heldur ekki vitað síðan hann orti Bersöglisvísur sínar um austur- þýzku kommúnistastjórnina. E. t. v. fær rödd hans aldrei tækifæri til þess að hljóma til þjóðar hans að nýju. — í hinu kommúniska skipulagi er það dýrt spaug að gagnrýna valdhafana. ¥ Það getux vel verið að komm- únistum takist að kæfa rödd þessa þýzka rithöfundar innan múra tukthúsa sinná. Ekkert er liklegra en að hann muni engu týna nema lífinu fyrir að segja sannleikann um það stjórnarfar, sem leitt hefur verið yfir 20 mill- jónir Austur-Þjóðverja og hundr- uð milljóna af öðru fólki í Austur og Mið-Evrópu. En engu að síður mun rödd hans halda áfram að hljóma í hjörtum frelsisunnandi manna. Rödd frelsisins verður aldrei kæfð. Baráttan gegn kúg- unaröflunum heldur alltaf áfram. Það er ekki til lengdar hægt að hneppa heilar þjóðir í fangelsi. Hinn stjórnskipulagði áróður, sem miðar að því að slæva alla dómgreind fólksins, fær aldrei hindrað, að verulegur hluti þess sjái gegn um blekkingamoldviðr- ið og skynji rás viðburðanna eins og hún er. * Fólkið finnur, hvernig hinir andlegu fjötrar eru hertir að hugsun þess. Og mótstaðan gegn þeim hlýtur stöðugt að harðna. Frelsisþráin slokknar ekki fyrir ofbeldinu heldur glæðist hún og verður heitari og sterkari þess meir, sem að manneskjunni er þjarmað. Það er þetta, sem er að gerast um þessar mundir í Austur- Þýzkalandi og öðrum leppríkjum Russa. Hin efnahagslega og and- lega galeiðuþrælkun hefur skap- 'að ólgu, sem fyrr en varir hlýtur að brjótast út í byltingu gegn harðstjórninni. Hún brauzt í raun og veru út 17. júní s.l. sumar í verkamannauppreisninni í Berlín. Og hún brauzt líka út á lista- mannaþinginu í Dresden í ræðu Arnold Zweigs. Hinn frjálsi heimur veit, hvað er að gerast austan járn- tjaldsins. Hundruð þúsunda af fólki hafa flúið þaðan und- an oki kommúnismans. Þetta fólk hefur sagt sína sögu. Sú staðreynd ein, að það hefur flúið heimili sín og ættlönd sýnir greinilegar en flest ann- að, hvers konar stjórnarfar ríkir þar. En kommúnistar um allan heim, einnig hér á íslandi, halda því fram, að fólksflótt- inn frá leppríkjunum sanni auðvitað það, að þar sé hið mesta sæluástand!! Þeir kalla menn eins og Arnold Zweig „auðvaldsþý“ og „Ameríku- agenta“. Þannig hafa hinir fjarstýrðu flokkar sagt heil- brigðri skynsemi stríð á hend- ur. En þeir eru dæmdir til þess að tapa því stríði. Evrópumet í hávaða! ÁÁ KYRRÐ og ró í París? Það er heldur ótrúlegt. En þing- menn margra flokka hafa lagt fram tillögu í franska þinginu, sem miðar að því „að skipuleggja baráttu gegn hávaða og skark- ala“. Meðan Mussolini réði ríkjum í Róm bannaði hann bílflaut — þ.e.a.s. bílflaut að óþörfu. Síðan það gerðist hefur París átt að minnsta kosti Evrópumet í hávaða. En eftir er að vita hvernig það tekst, að banna hávaðann með lögum. Á síðari árum hafa Parísar- menn reynt að mæla hávaðann með svokölluðum „fonometer". Á mörgum götum hefur hljóð- styrkurinn mælzt allt að 90 ein- ingar. Til samanburðar má geta þess að á sama mælikvarða er hávaðinn við Niagarafossana í Bandaríkjunum mest 86 einingar. Læknar fullyrða, að hámark ^JJrinaehh hávaða, sem maðurinn þoli til lengdar, sé 40 einingar. Konungur vasaþjófanna ★★ ÞETTA var snemma um kvöld á Atlantic Palace í Kaupmannahöfn. Fólkið var enn ekki tekið að streyma til skemmti staðarins, en við borð eitt í saln- um sat forstjóri einn ásamt kunningja sínum að snæðingi. Við annað borð í salnum sat konungur vasaþjófanna, Barra. — Hann er alveg stórkostleg- ur sagði forstjórinn við vin sinn, og átti við Barra. Nú ætla ég að fara til hans og biðja hann að sýna þér listir sínar, t.d. að stela af þér axlarböndunum, án þess að þú verðir þess var. — Það getur þú ekki, því ég nota ekki axlabönd. velvaharuti óbrifar: Orðabék Blöndals FRÁ því hefur nýlega verið skýrt, að stjórn Orðabókar- sjóðs og ísafoldarprentsmiðja hafi gert með sér samkomulag um, að hin gagnmerka orðabók Sigfúsar Blöndals skuli fram- vegis seld almenningi með mán- aðarlegum afborgunum. Er þetta gert til þess að örva sölu orða- bókarinnar og stuðla að því, að sem flestir geti eignazt hana. Hér er vissulega um mjög þarfa og skynsamlega ráðstöfun að ræða. Orðabók Sigfúsar Blöndals er ein merkasta bók, sem hér hef- ur verið gefin út. Hún er ómetan- legt heimildargagn um íslenzka * tungu. í hana er hægt að sækja svör við ótal spurningum, sem1 rísa um íslenzkt mál í daglegu lífi þjóðarinnar. Þessi bók þarf að vera til á sem flestum íslenzkum heimilum. Til hennar eiga ungir og gamlir að geta sótt fróðleik og þekkingu á móðurmálinu. Við íslendingar erum hreyknir af því, að hafa varðveitt norræna tungu oezt allra þjóða Norður- landa. Við unnum þeim bók- menntaarfi, sem horfnar kynslóð- ir sköpuðu og fengu okkur til varðveizlu. En við verðum að gera okkur ljóst, að sú skylda hvílir á herðum okkar að halda íslenzkri tungu hreinni og lifandi. Hún má ekki kámast í munni þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. Þá hefðum við illa rækt skyldur okkar við fortíð okkar og fram- tíð. Sem betur fer er margt gert til þess um þessar mundir að hlúa að norrænum fræðum og vísinda- starfi í þágu þeirra hér á landi. Háskóli íslands hefur verið efld- ur að miklum mun og sérstök áherzla lögð á að gera hann að höfuðstöð norrænna fræða. En það er ekki nóg að hinar æðstu menntastofnanir gæti skyldu sinnar gagnvart ís- lenzkri tungu og menningu. ÖIl þjóðin, hver einstaklingur, verður þar að halda vöku sinni. Hvað er trú? ¥ HUGLEIÐINGUM frá leik- 1 manni segir m.a.: „Þegar okkur er sagt, að til sólar og stjarna séu svo og svo margir kílómetrar, þá trúum við því og höfum ekki fyrir því að reikna það út, jafnvel þótt við gætum það. Sömuleiðis, þegar okkur er sagt, að rafmagnið hiti og lýsi upp hús okkar notum við það okkur til gagns án þess að hugsa um, hvað það er. En þegar talað er um að trúa I á guð — þá kemur annað hljóð I í strokkinn, þá þarf að prófa og sanna þetta og hitt, sem ekki er I hægt að trúa, vegna þess, að það stríði á móti allri hugsun og heil- brigðri skynsemi. Hvað er þá trú? — Það er það að trúa án þess að hafa sífellt áþreifanlegar sannanir. Reglur, sen". ekki má brjóta. ÞEGAR sá, sem finna vill guð, en hefir ekki tekizt það eftir ag hafa reynt af öllu hyggjuviti sínu og með ráðum, sem aðrir hafa gefið honum, þá getur hann með styrk trúarinnar lyft hugan- um yfir efnishyggju og leyst sig af klafa hinna jarðbundnu hugs- ana. — Sæll er sá, sem nær því marki. Eigum við ekki að trúa því, að gug hafi sett manninum reglur, sem ekki má brjóta og reyna því næst öll eftir mætti að halda þær reglur. Eru ekki mörg vandræði ís- lenzku þjóðarinnar í dag til kom- in af því, að hún hefir lagt niður að mestu hina gömlu trúar- og helgisiði í heimahúsum? Þannig hefir æskunni horfið dýrmætur brunnur, sem hún hefir ausið úr sér til þekkingar á guð og mætti bænarinnar. — Leikmaður". Vill ekki breyta um. MAÐUR, sem á heima inni í Bústaðahverfi hefir látið í ljósi óánægju sma yfir uppá- stungu þeirri, sem kom fram hér í dálkunum, um breyttan leik- hústíma, þ.e., að leikhússýningar hefjjst kl. 8,30 eða 9 í stað kl. 8 eins og nú er. Staðhæfir hann, að slík breyting mundi ekki vinsæl meðal þeirra, sem búa í úthverf- um bæjarins, vegna þess, að með því móti myndu þeir yfirleitt missa af síðasta strætisvagninum heim til sín að leiksýningu lok- inni og yrðu að kaupa sér leigu- bíl, og væri slíkt óþarfa auka- kostnaður. Nokkuð mun vera rétt í þessu hjá manninum, en þó má benda honum á að fæstar sýningar leik- húsanna standa yfir lengur en tvær og hálfa til þrjár klukku- stundir, svo að þessi óþægindi ættu ekki að þurfa að koma til greina, þó að sýning byrjaði ekki fyrr en 8,30. Ef um sérstaklega langar sýningar er að ræða væri ekkert því til fyrirstöðu að byrja þegar kl. 8. Um ranghermi á Ijóðum. IBRÉFI frá „sveitakonu“ segir: „Má ég vekja athygli á því að vísa sú, sem þér birtuð í Morg- unblaðinu í dag (18. febr.) eftir Jónas Hallgrímsson er orðin að hreinum vanskapningi á þessari okkar atómöld. Veit ég ekki hver á heiðurinn af því að hafa eyði- lagt hana, en fyrst sá ég hana svona í afmælisdagbók, sem gef- in var út árið 1944. Ég hefi í seinni tíð rekið mig á nokkrar hliðstæðar „lagfæringar" á göml- um ljóðum, m.a. í nýju sálma- bókinni, þar er vikið við orðum á stöku stað og allt til hins verra. Er þetta ískyggilegt tímanna tákn. Umrædd vísa Jónasar er þannig rétt: Ást mætir ást/ og afli safnar/ meir en menn viti;/ margur dropi/ verður móða fög- ur/ og brunar að flæði fram — en ekki „fram að flæði“. Sveitakona". Brynjúlfur biskup og pilturinn. FÁTÆKUR piltur kom til Brynjúlfs biskups Sveinsson- ar (d. 1674) og sagði við hann: „Gef mér eyri“. „Veiztu það eKki“, spurði biskup, „að ágirnd vex með eyri hverjum?" „Þá áttu marga ágirndina", svaraði piltur- inn. Biskupi líkaði svarið svo vel að hann tók piltinn til sín og annaði hann. Dýr meðul hjálpa alltaf, ef ekki sjúkl- ingnum, þá lyf salanum. — Þá eitthvað annað. Ég ætla að reyna að fá hann hingað. Og forstjórinn bauð Barra 50 kr. (danskar), ef hann vildi stela einhverju af kunningja sínum, belti, veski eða úri, því hann hefði engin axlabönd. Barra kom og heilsaði upp á vin forstjórans. Þeir þremenn- ingar töluðu saman, skemmtu sér Barra og hlógu. Og tveimur mínútum siðar sagði Barra við vin for- stjórans. — Má ég sjá axlabönd yðar? — Ég er ekki með axlabönd núna. — Eruð þér ekki með axla- bönd? Það er einkennilegt. Hneppið jakkanum frá og sjá- ið. . . . Það gerði maðurinn — og var kominn með axlabönd! — Barra hafði látið þau á hann, án þess að maðurinn tæki eftir því. — Stórkostlegt, sagði forstjór- inn. Þetta er alveg ótrúlegt. En nú skuluð þér fá 50 krónurnar yðar. — Takk fyrir, sagði Barra, Ég hef þegar tekið þær. Gjörið svo vel, hérna er peningaveski yðar! Ekki til birtingar ★★ UNG stúlka í Bandaríkjun- um, sem starfar í Gallup- stofnuninni, sem fræg er fyrir skoðanakannanir sínar, segir þessa sögu: — Lucky-Strike vindlinga- firmað hafði beðið um það, að 200 víðkunnir menn yrðu spurðir um það hvaða tegund vindlinga þeir reyktu. — Ég átti, segir stúlkan, — að hringja í þessa 200 menn. Og allir nema einn svöruðu. Hann skellti heyrnartólinu á með eftir- farandi athugasemd: — Ég ræði aldrei um einkalíf mitt í því skyni að samtalið verði birt! — Maður þessi hét dr. Al- fred C. Kinsey. . , • Gengisskráning • (Sölugengi): 1 bandarískur dollar .. kr. 16,32 1 Kanada-dollar ........— 16,88 1 enskt pund ...........— 45,70 100 danskar krónur .. — 236,30 100 sænskar krónur .. — 315,50 100 norskar krónur .. — 228,50 100 belgiskir frankar . — 32,67 1000 franskir frankar — 46,63 100 svissn. frankar .. — 374,50 100 finnsk mörk.......— 7,09 1000 lírur..............— 26,13 100 þýzk mörk...........— 390,65 100 tékkneskar kr.....— 226,67 100 gyllini ............— 430,35 (Kaupgengi) : 1000 franskir frankar kr. 46,48 100 gyllini ............— 423,95 100 danskar krónur .. — 23? 50 100 tékkneskar krónur — ?2r,72 1 bandarískur dollar .. — 16,26 100 sænskar krónur .. — 314,45 100 belgiskir frankar.. — 32,56 100 svissn. frankar .. — 373,50 100 norskar krónur .. — 227,75 1 Kanada-dollar ........— 16,82 100 v-þýzk mörk .... — 389,35 Cullverð íslenzkrar krónu: 100 gullkrónur jafngilda 738,95 pappírskrónum. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.