Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: S og SV-átt með allhvössum éljum. Viðskiptasanuiingur við Finn- fand undirritaður í Helsinki í gær IGÆR var undirritaður í Helsinki samningur um viðskipti milli íslands og Finnlands á tímabilinu frá 1. febrúar 1954 til 31. janúar 1955. Samninginn undirritar fyrir hönd íslands dr. Helgi S*. Briem sendiherra, formaður íslenzku samninganefndarinnar, »sem að undanförnu hefur dvalizt í Helsinki og Tervo Aura við- .' kiptamálaráðherra fyrir hönd Finnlands. ?A MILLJ. PUNDA VIÐSKIPTI Samkvæmt samningnum er ítsrt-ráð fyrir að heildarverðmæti vtflutnings og innflutnings á * sttnnings-tímabilinu nemi samtals vtm 2,4 milljónum sterlingspunda. Helztu útflutningsvörur frá Is- landi eru saltsíld, gærur og garn- «7 fiskimjöl, þorskalýsi, skreið, íreðfiskur og freðsíld. Helztu út- flutningsvörur frá Finnlandi til íslands verða timbur, staurar, krossviður, þilplötur, pappírs- vörur, tunnustafur, grasfræ, gúmskófatnaður, járnvörur o.fl. ÍSL. SAMNINGANEFNDIN f íslenzku nefndinni eru auk dr. Helga P. Briem þeir Þórhall- ■Ur Ásgeirsson, skrifstofustjóri, Jón L. Þórðarson, formaður síld- arútvegsnefndar, Sigurður B. Sigurðsson, ræðismaður og Hjört- ur Hjartar, framkvæmdastjóri. (Frá utanríkisráðuneýtinu). Aðaifundur Slysa- varnadeildarinnar Fiskakletts HAFNARFIRÐI. — Slysavarna- deildin Fiskaklettur hélt aðalfund sinn á föstudaginn var. — Ólafur Þórðarson var endurkosinn for- maður, en auk hans eru I stjórn- inni Jón Halldórsson ritari og Stígur Sæland gjaldkeri. Á fund- inum voru kjörnir á fulltrúar á þing SVFÍ. Deildin á fullkominn björgun- arútbúnað, — en innan hennar starfar 10 manna þjálfuð björg- unarsveit, og eru þeir Haraldur Kristjánsson og Þorbjörn Eyjólfs- son stjórnendur hennar. — G. Efíir Berlínaríundinn ANDI STALINS LIFIR ENN: Þakka þér fyrir, Molotov. Nú get ég hvílt í friði, þegar ég veit, að heimurinn geíur það ekki. (Teikningin eftir Blix). Salan á Orðabók Sigfúsar Blcndals: Birgðir Bókaverzlunar Ísafoldar seldust upp í gærntorgun Ný fiskimjölsverksmiðja í Sandgeröi fekin fif slarfa SKÖMMU eftir að Bókaverzlun ísafoldar var opnuð í gærmorg- un, kom tíðindamaður Mbl. þar inn og veitti því strax at- hygli að óvenjumikið var að gera svo árla morguns. Allflestir við- skiptavinanna voru til þess komnir að festa kaup á Orðabók Sig- fúsar Blöndals með þeim kjörum, sem bókaverzlunin nú býður og blöðin skýrðu frá í gærmorgun. GANDGERÐI, 20. febr. — Síð- astl. miðvikudag tók til starfa hér ný fiskimjölsverksmiðja. — Verksmiðjan var sett upp í göml- um aðgerðarhúsum rétt norðan við kauptúnið, sem lítið eða ekk- <ert hafa verið notuð undanfarin ár en húsrými er þar mikið. Verkið hófst í fyrra hluta október s. 1. Verksmiðjan Héðin h.f. annaðist smíði og uppsetn- ingu verksmiðjunnar og er hún •að mestu leyti innlend smíði. NÝ GERÐ ÞURKARA Það telzt meðal annars til nýj- unga að í verksmiðjunni er ný gerð þurkara. Er innri gerð þurkarans 15 metra langur og er hann með nokkuð öðrum hætti en áður hefur tíðkazt hér á landi Að sjálfsögðu hefur ekki fengizt enn full reynsla af þurkaranum «n góðar vonir og líkur eru til þess að í honum verði jafnari hiti en áður hefur* þekkzt og þarfnast því vinnan minna eftir- lits en ella og þurkun mjölsir.s verður jafnari. EGGJAHVÍTURÍKARA MJÖL Þar virðist reynslan ætla að verða sú, að mjölið þornar við lægra hitastig en venjulegt er «g táknar það minni olíueyðslu, j.afnframt því að þá er minni hætta á að mjölið brenni. Eykur þetta og möguleikana á að mjöl- ið verði eggjuhvíturíkara en annars. BÆTT VINNUSKILYRÐI Raflagnir í verksmiðjum ann- *ðist Aðalsteinn Gíslason raf- virkjameistari. Það er Garður h.f. í Sandgerði, sem látið hefur Teisa verksmiðju þessa. Enn- íremur hafa í haust og vetur •farið fram gagngerðar breyting- ar og endurbætur á hraðfrysti- húsi Garðs. Eru þar nú öll vinnu- Bkilyrði betri og fullkomnari en áður var og sjálfsagt hin beztu sem hér eru á Suðurnesjum. Auk þess sem afköst hússins hafa auk- jzt mjög verulega bæði vegna aukningar á frystikerfinu og end- urbóta sem fram hafa farið á þeim tækjum og vélum, sem fyr- ir voru. Eru framkvæmdir þess- ar hin mesta lyfstistöng atvinnu- lífsins í Sandgerði. Verksmiðjan Héðinn annaðist einnig aðgerð á frystikerfi frystihússins. — Axel. FRÉTTAMAÐUR blaðsins leit snöggvast inn í Listamanna- skálann í gærkvöldi, þar sem Hringkonur voru í óða önn að ljúka við að raða upp vinningun- um í hlutaveltu litlu hvítu rúm- anna. Meðal annarra gjafa, sem hluta veltunni bárust í gær, var lítið hvítt brúðurúm, sem gömul hjón gáfu. Hafði bóndinn smíðað rúm- ið og málað, en konan saumað rúmfötin. Þótti fjáröflunarnefnd þetta forkunnar góð gjöf, enda minnir hún á tilgang hlutavelt- unnar — að búa upp litlu hvítu rúmin í Barnaspítalanum. LÍTIL RÚM OG LEIKFÖNG Þegar Kvenfélagið Hringurinn lagði fram allt það fé, sem safn- azt hefur á undanförnum tíu ár- um, til byggingar Barnaspítalans, sem komið verður fyrir í hinni nýju viðbyggingu Landsspítalans þótti félagskonum vel við eiga að að Ijúka fjársöfnunarstarfinu með þvi að leita aðstoðar almenn ings til að leggja spítalanum til rúmin öll, 56 að tölu, svo og full- kominn búnað þeirra, dýnur, lök sængur og kodda, allt af vönd- uðustu gerð. Einnig er hugmynd- in að búa leikstofu spítalans full- komnum, þroskandi leikföngum við hæfi hinna ungu sjúklinga. BIRGDIRNAR SELDUST UPP Skömmu eftir lokun í gær, skýrði Oliver Steinn, verzlunar- stjóri Bókaverzlunar ísafoldar, Mbl. svo frá, að á skammri stundu hefði selzt upp þær birgð- ir, sem til voru í bandi af Orða- bókinni og undirritað hefðu af- borgunarsamning nær 100. Oliver Steinn kvað þetta vera langt fram yfir það, sem búizt Merkasalan á kosningadaginn gekk mjög vel, þrátt fyrir óhag- stætt veður, og söfnuðust þar um 50 þúsund krónur. Auk þess hafa milli 8 og 10 þúsund krónur bor- izt í fjárgjöfum og áheitum og ennfremur loforð um lök og ver, tvo ganga á öll rúmin. Er það von félagsins, að hluta- veltan í dag gangi að óskum og skili góðum arði. Hefur almenn- ingur keppzt við að gefa gjafir á hlutaveltuna, og margir gefend- anna hafa auk þess ákveðið að koma í Listamannaskálann og draga af kappi. Samnorræna sund- keppnin verður frá 15. maí til 15. sepf. í FRÉTTUM, sem blaðinu bárust frá Í.S.f. í gær, segir, að nú hafi endanlega verið ákveðið að sam- norræn sundkeppni fari fram á þessu ári á tímabilinu frá 15. maí til 15. sept. Sundsamband íslands sér að öliu leyti um keppnina hér, en hún verður með sama sniði og síðast. Úrslit síðustu keppni verða tekin til grundvallar þessari keppnl, en þá sigraöi ísland. hefði verið við og taldi líkur til að ekki myndi hægt að afgreiða allar þær pantanir, sem nú liggja fyrir, fyrr en um næstu mánaða- mót. Pantanir verða að sjálfsögðu afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast verzluninni, jafnt utan af landi, sem héðan úr bænum. Verzlunarstjórinn gat þess, að kaupendur væri á öllum aldri og úr öllum stéttum, allt frá ungl- ingum í skólum til fulltíða manna. Gagnfræðaskóli Ausiurbæjar keppir við Gagnfræððskóla Keflavíkur KEFLAVÍK, 20. febrúar. — Á morgun, sunnudag, fer fram sund mót í sundhöll Keflavikur og hefst kl. 3 e. h. Þetta sundmót er á milli Gagnfræðaskóla Austur- bæjar í Reykjavík og Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Mótið er stigakeppni og má bú- ast við mjög spennandi leik, ekki sízt vegna þess, hve margt af upprennandi sundfóiki landsins keppir á þessu móti. Má nefna t.d. Helgu Haraldsdóttur, Kristínu Þorsteinsdóttur, Inga Einarsson og Örn Ingólfsson frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar og Ingu Árna- dóttur, Vilborgu Guðleifsdóttur, Jónínu Gunnarsdóttur, Steinþór Júlíusson, Birgir Friðriksson og Magnús Guðmundsson frá Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Má vænta þess að Keflvíkingar fjölmenni á þetta fyrsta sundmót ársins. — Ingvar. Erfingi fæddur LUXEMBORG — í vikunni Ó1 Jósefine Charlotta krónprinsessa í Luxemburg dóttur, er hlaut nafnið Maria Astrid eftir móður Jósefínu, sem var engin önnur en hin vinsæla Belgadrottning, Ástríður úr Svíaríki. „Litlu hvetu rúmítti66: Hlutaveltan í Listaman naská !au um Koma Svíþjóðar- meisfararnir í hand- knatfieik hingað í vor! I.S.I. hefir veitt Handknattleiks- ráði Reykjavíkur leyfi til þess að fá hingað til landsins handknatt- leikslið frá Idrottsföreningen Kameaterne í Kristíanstad (IFK) í Svíþjóð. Handknattleikslið þetta er nú Svípjóðarmeistarar, en sem kunn ugt er unnu Svíar nýlega heims- meistarakeppnina í handknatt- leik sem haldin var í Svíþjóð í jan. s.l. I. F. K. kom hingað til landsins fyrir nokkrum árum. Ef úr þessari heimsókn verður, sem ekki er fullráðið, kemur sænska handknattleiksliðið hing- að síðast I maí n.k. og keppir þá væntanlega bæði úti og inni. Skemmtifmdur í Ailiance Francaise NÆSTKOMANDI þriðjudag, hinn 23. febrúar, mun Alliance Franeaise halda skemmtifund í Sjálfstæðishúsinu. Hefst hann kl. 8,30 e. h. Sendiherra Frakka á íslandi, Monsieur Henri Voillery, mun þar halda erindi er hann nefn- ir „Hinn franski húmanisti end- urfæðingartímabilsins, FrancoiS Rabelais" — og lesa upp úr verk- um hans. Þá verður kaffidrykkja og síð- an dansað til kl. 1. Athygli er vakin á því að þeir, sem áhuga hafa á að hlýða á er- indi sendiherrans og vera á fund- inum geta, enda þótt þeir séu ekki meðlimir í Alliance Franc- tise, fengið aðgngumiða og skal þeirra vitjað í skrifstofu forseta félagsins í Mjóstræti 6. Kvöldvaka Sjálf- sfæðbiélaganna í Hafsiarfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN I Hafnarfirði efna til kvöldvöku fyrir stuðningsfólk D-listans á morguu (mánudag) kl. 8,30 í Hafnarfjarðarbíó. Á kvöldvökunni mun Magnús Jónsson alþm. flytja ræðu. Einnig verða flutt stutt ávörp. Þá mun Smárakvart- ettinn syngja. Gunnar Krist- insson og Jón Kjartansson syngja glunta. — Gamanþátí flytja þær Anróra Halldórs- dóttir og Emilía Jónasdóttir. Þá munn tveir Jónar einnig skemmta. Á kvöldvökunni Icikur hljómsveit Carls Billich. Allt stuðningsfólk D-listans er velkomið og ekki er að efa að kvöldvakan verður mjög fjölsótt. SLákeinvígið HAFNARFJÖRÐUR 21. leikur Vestmannaeyinga: Be2—h5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.