Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUKBLAÐIÐ Sunnudagui 21. febrúar 195í Bjarni Sigurðsson, kand. theol.: Trúarley mótun æskufólks Lúk. 2:42-52. í MÖRGUM kirkjum er dagurinn í dag helgaður æsku þessa lands fyrst og fremst. Er óskandi, að sú viðleitni að ná til æskunnar með boðskap kirkjunnar beri drjúgan óvöxt. — Ýmsum er nú Bamt gjarnt að hugsa sem svo, að kristinn dómur sé helzt ekki fyrir ungt fólk. Sá hugsunarhátt- ur er ríkastur þar, sem sízt «kyldi, í hópi æskufólksins sjálfs. Sannleikurinn er sá, að margt •æskumanna þessa lands sneiðir bjá kirkju og kristindómi, sumir liafa jafnvel ímugust á kristinni frú; telja hana ósamrýmanlega lifsgleði æskumanna og þori. Það Býnir gerst, hve þvílíkur hugar- burður er fjarstæðukenndur, að enginn hefir verið gæddur meiri iarlmennskuþrótti né búið yfir meiri fögnuði en sjálfur Kristur. Kristindómur er frá fyrsta fari íagnaðarerindi, óskyldur sjúk- legri vandlætingu þeirra manna, sém hafa allt á hornum sér. ffié En það væri skortur á raunsæi Bð telja æskuna bera eina ábyrgð á vantrú sinni; eða læra börnin ekki því aðeins málið, að það er fytir þeim haft? IJvers vegna hliðrar ungt fólk sér hjá að láta sjá sig við kirkju? Hví blygðast l>að sín fyrir að láta sín getið við aðtar kristilegar samkomur eða trúmál yfirleitt? Hvers vegna ikann það skil á öllu milli himins ■og jarðar nema þeim sannindum, sem veigamest eru í lífi hvers manns? Hvers vegna heldur það -djarfmannlega á hlut sínum og skapar sér skoðanakerfi í ólík- Mstu málum, en skilur eftir eyðu iyrir trúna? Þannig getum við lengi spurt og jafnharðan sótt svar í barm þeirra fullorðnu, sem lallast vitandi vits. En trúardeyfð æskumanna er að því levti auðsærri en fulltíða iólks, að unglinga, sem trúhneigð ir eru, skortir fremur þrek til að stýra gegn straumi tízku en full- liarðnaða menn. Hitt er þá jafn- auðsætt, að aldrei er mönnum jneiri þörf trúarstyrks en í deiglu uppvaxtaráranna; þá er liann andlegu lífi brýnni en kalk beinum þeirra. Aldrei er mann- inum sem þá nauðsynlegt, að bmn mikli myndasmiður fái sett jnót sitt á myntsláttu sína. Meðan góðmálmurinn er í deiglu, greyp- ast í hann þau einkenni, sem vxula mást þaðan í frá. Og eftir l>ví, sem hann eldist, harðnar hann og tekur ekki stakkaskipt- um síðan — nema hann sé beygð- ur eða bresti. ffrá I niðurlagi II. kafla Lúkasar- guðspjalls, sem vitnað var í að •upphafi þessara orða, er geymd «ina frásagan, sem til er frá æsku Jesú og uppvaxtarárum. Frá því liann hlýðir 12 ára á lærimeist- arana í húsi föður síns, muster- inu, og til þrítugs hefir engin irásaga varðveizt af lífi hans og starfi. Við vitum þó, að kjör hans og daglegt líf hefir verið undar- lega líkt því, sem jafnaldrar hans búa við þann dag í dag. Hann jhefir unnið heimili sínu og for- «idrum og tekið þátt í gleði Jieirra og sorg. Hann hefir numið iðn föður síns og lagt aflafé sitt fjölskyldu sinni til framfæris. — XTtan frá að sjá á hann ótrúlega margt sameiginlegt öllum æsku- mönnum. Hann hefir sjálfur átt æsku eins og ungmenni íslands. Margar sömu spurnir ungmenn- ásins hafa vakað honum í brjósti, Óskir hans og þrár af sömu toga spunnar og þær, sem við höfum átt bjartastar; og freistingar Jiekkti hann, það sýnir freisting- arsaga guðspjallanna okkur ótví- rætt. Þessi vitneskja ætti að vera ungmennum hugljúf vísbending. Hún er hvatning, áskorun um að fara að orðum hans, líkja eftir honum, sem aldrei vék af braut- um föður síns og skapara. Æskan líður að vísu örskjótt hjá eins og Jónsmessunótt, en á vori lífsins er sáð til þess gróðurs, sem endist tii uppskeru æ síðan; og þannig'eigum við æsku okkar ævilangt. En þegar árum fjölgar að baki, færa þau okkur á herð- ar ábyrgð á lííi þeirra ungu manna, sem við umgöngumst. Þar fremur en nokkru sinni ríður á, að hver okkar sé það, sem Lúther kallaði — Kristur náunga sínum. Það bjargað! okkur cð vírínn slitnaði er v ték si rennn Margt getum við fyrir æskuna gert. Við getum reist henni dans- hallir og gefið henni kost á að sjá það, sem bezt gerist í kvik- myndum og leiklist. Við getum fengið henni dýrindisklæði og leitt hana að veizluborðum, sem svigna undir kræsingum. Við getum veitt börnum okkar gott uppeld.i, góða menntun og hlý- lega aðbúð og atlæti. Og við get- um beðið fyrir þeim og blessað þau. Allt eru þetta góðar gjafir, öllum er áskapað að njóta lífsins með einhverjum hætti. En við getum ekki forðað því, að gefi á lífsfley þeirra né fengið þeim gæfuna fullsmíðaða í hend- ur. Hana hljóta þau að smíða sjálf. Og þau eiga kröfu á þá, sem fulltíða eru, að þeir séu þeim til eftirbreytni í sannsögli, hjálp- semi og bindindi, kenni þeim að biðja og leiði þau fram fyrir guð. aá Það er síður en svo, að tækni- menning nútímans sé í sjálfri sér fjandsamleg kristindómi. — Miklu fi-emur mætti líta svo á, að hún auki færi manna til að gefa sig við háleitustu hugðar- efnum. Reynslan fer þó í aðra átt. Tapkni, hraði og argaþras, sem æ meir grípur inn í daglegt líf okkar, tekur hug okkar allan, svo að við erum ekki alltjent viðmælandi, þegar skaparinn kallar. Ekki er það kynja, þó að æskan fari ekki varhluta af þess- ari trúarlegu ördeyðu. Nú viðurkenna flestir skyni bornir menn, að á slóðum trúar- legrar deyfðar liggi siðferðið eins og skinin bein. Sú ein lækning, sem dugir, er ekki skottulækning, það gefst ekki vel að setja nýja bót á gamalt fat. Fúinn verður ekki upprættur nema seilzt sé til róta. Óbrotið siðgæði nærist að- eins á einu — trú; hún er upp- spretta þess og veigur. Ef því okkur þykir einhvers vant í þeim efnum, séð frá bæjardyr- um þjóðfélagsins, þá gefum trúnni a.m.k. olnbogarúm í hug- skoti okkar. Ef yfir engu er að kvarta, þá er vel. ÞAÐ var sannarlegt undra- lán, að við skyldum kom- ast öll heil og ómeidd, sagði Guðmundur Theódórs bóndi frá Stórholti í Dalasýslu, er tiðindamaður Mbl. ræddi litla stund við hann í gær um slys- ið í Bröttubrekku, siðastl. mið- vikudag. Guðmundur var einn þeirra fimm farþega, sem fóru með vagninum alla leiðina niður í Miðdalsgil, sem er milli 60—80 m fyrir neðan veginn. AGDRAGANÐINN Ég hálfmókti í bilnum, meðan verið var að setja dráttartaug- ina milli hans og dráttarbílsins. ! Ég vaknaði við er bílnum okk- ar var rykkt af stað í snjónum. Rétt á eftir tekur Júlíus Siðurðs- son, okkar trausti og góði bíl- stjóri að flauta í ákafa á drátt- arbílinn, því vagninn okkar hafði farið upp úr hjólförunum. And- artak stöðvaðist dráttarvagninn og stökk Júlíus þá út og ætlaði að tala við manninn, ég ætlaði líka út, en hurðin kom þá á mig, því að skyndilega valt vagninn á hliðina. Ég kastaði mér sam- stundis niður á gólfið í vagnin- um, sagði Guðmundur og hélt frá sögn sinni áfram: RANN Á HLIÐINA Það var eins og vagninn ætl- aði ekki að fara nema þessa einu Srjittal vio Gtiðmund Tlieódórs írá Stórholti er var í áættimarvagniniim ii niður í Miðdalsgil mn Guðmundur frá Stórholti að til okkar ofan af veginum: — Eruð þið mikið meidd og svar- aði ég þá: Allir lifandi og ó- meiddir. Það reyndist og rétt vera. ur ver- í GREIN í Morgunblaðinu í gær um Þjóðleikhúsið var sagt að Viiliöndin eftir Ibsen hefði ekki verið sýnd hér áður. Blaðið vill leiðrétta þetta, þar sem Leikfé- lag Reykjavíkur sýndi leikrit þetta í apríl 1928 í tilefni 100 ára minningar höfundarins. Þýðing- una hafði Guðbr. Jónsson gert, en Haraldur Björnsson var leik- stjóri. Var þetta fyrsta leiksýn- ingin sem hann stjórnaði hér í bæ. Það er næstum ótrúlegt að þetta sé vagninn, sem valt ofan í Mið- dalsgil, því ekki geta skemmdirnar talizt ýkja miklar á húsi bíls- ins. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) veltu. Ég kaliaði til samferða- fólks míns: Þetta er búið. En tæp- ast hafði ég sleppt orðinu, er vagn inn brunaði af stað á hliðinni fram af gilbrúninni og fór mik- inn. Ég var eins rólegur og hérna í stólnum, sagði Guðmundur, og svo var samferðafólk mitt allt, 3 stúlkur og Finnur Þorleifsson bóndi frá Þverárdal. Það var dauðaþögn í vagninum alia ieið. Ég fann sjálíur ekki til ótta, en hvað hinir hugsuðu veit ég ekki. Meðan vagninn rann, sópaðist inn um brotnar rúðurnar snjór og blandaðist hann glerbrotunum úr hliðargluggunum. Ég lá endi- iengur á gólfinu og hélt í sætin. Guðmundur bóndi í Stórholti, sagðist telja að vagn- inn hefði farið tvær heilar velt- ur, því að tvisvar kastaðist vagn- in svo til, að ég var nær því kominn upp í loftið á honum. En hann komst á réttan kjöl, ef svo mætti að orði komast, rétt áður en hann brunaði fram á ísilagt Miðdalsgil. Þá rann hann aftur á bak og stakkst endinn inn í djúp- an snjóskafl og dró það mjög mikið úr högginu er afturendi hans rakst á gilbarminn hinum meginn árinnar. Bíllinn skemmd- ist nokkuð við það. ísinn brotn- aði undan þunga hans, en vatnið var mjög grunnt. ALLIR LIFANDI OG ÓMEIDDIR Er ég fann að vagninn hafði numið staðar, sagði Guðm., kall- aði ég ti! samferðafólksins, hvort ekki væru allir lifandi og ó- meiddir og var svarið já. Þegar við komum út, var kall- ULPAN BJARGAÐI Guðmundur frá Stórholti, sagði frá einu atviki, sem gerðist rétt áður en slysið varð. Ein stúlkan í bílnum, sem setið hafði ásamt ■ Jörundsson. hinum aftur í vagninum, komi fram í. Þar settist hún á stól, erí á honum lá kuldaúlpa Júlíusaí bílstjóra. „Settu þetta utan um' þig“, sagði Guðm. við hana, þá’ verður þér ekki kalt. Var stúlkan í úlpunni er slysið varð. En að þvl afstöðnu, kom í ljós, að hún hafði bjargað stúlkunni frá þvf að stórslasast. Glerbrot hafðl skorið hettu úlpunnar. AÐ VÍRINN SKYLDI SLITNA Að lokuin sagði Guðm., að það væri engu líkara en einhver dul- inn verndarkraftur hefði veri® með þeim.-En það sem ég tel, að mest hafi bjargað var að vírinn kubbaðist í snnd- ur, er vagninn rann af staö, þar sem hann lá á hliðinni. Annars hefði hinn þungi vagn dregiS dráttarbílinn með sér og skal engum getum að því leitt, hvað slíkt hefði getað haft í för með sér, en hræddur er ég um, r.ö ég sæti hér ckki hjá Finnboga bróð- ur mínum, ef svo hefði orðið. Þar fór samtal þetta fram, en Finnbogi Theódórs á heima i Tjarnargötu 10 D. FÓR STRAX í GANG Guðbrandur Jörundsson bíla- eigandi og sérleyfishafi á leið þessari skýrði Mbl. frá því í gær, að vagninum hefði verið ekið hingað til bæjarins í fyrradag, eftir að jarðýtur og drátíarbíll með vindu, hefðu dregið hann upp brattann, sem láta nærri acS vera um 15 gráður. Uppi á veg- inum var vagninn ræstur. Hann fór samstundis í gang eins og verið væri að taka hann úr húsi, Ferðin hingað til bæjarins gekk greiðlega, þó nokkuð væri svalt í vagninum og gustur, en 23 rúð- ur brotnuðu. Vagninn hefur ekki orðið fyrir eins miklum skemmd- um og ég hafði búizt við, og mun það vera því að þakka, að snjó- breiða var yfir allri brekkunni niður í gilið, sagði Guðbrandur Sv. Þ. Náttúriifræðifél. a synm r Ometanleg almenna fræðsluslarfinu. Á AÐALFUNDI Hins ísl. náttúru fræðifélags í gærdag, skýrði for- maður féiagsins, Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur frá því að stofnaður hefði verið er gert ráð fyrir að verði fyr- islestrasalur, sem Hið. ísl. nátt- úrufræðifélag væntanlega fær a® gang að. Leiðir það af sjálfu sér, sérstakurjað eigin kvikmyndasýningarvél sjóður tii 'kaupa á kvikmynda- ’ er ómetanleg fyrir hið almenna sýningarvél fyrir félagið. Mark- fræðslustarf, sem félagið vinnur. miðið er að hægt verði að kaupa Sem kunnugt er, er framleiddui) vélina þegar hús Náttúrugripa- mikill fjöldi af ágætum náttúru- safnsins er af grunni risið og til- fræðilegum myndum og hefur reynzlan sýnt, að þeir fundir fé- lagsins eru bezt sóttir, sem slíka® fræðslumyndir eru sýndar. búið til afnota. ÓNEFNDUR FÉLAGI STOFNAÐI Sigurður Pétursson sagði, að ó- nefndur félagsmaður, hefði fært félaginu að gjöf nokkra fjárhæð, f sem væri framlagið til sjóðsstofn-1 llUJIðilIiWfiil unarinnar. Er það von félagsins * að félagsmenn og aðrir, sem á- ■ hugasamir eru um náttúrufræði, { minnist þess að efla þarf sjóðinn vel. NOTUÐ í FYRIRLESTRARSAL í hinu nýja Náttúrugripasafni LUNDUNUM, 20. febr. — Fregn- ir frá brezku Gineu herma, að lögreglan hafi gert húsrannsókn í aðalbækistöðvum Þjóðflokksin3 í Georgetown. Hafði hún á burt með sér kommúnisk áróðursrit með meiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.