Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. febrúar 1954 MORGUNBLABIÐ 5 Sjötugw; Jörumlur Brynjólfsson forseti Sameinaðs ABþingis í DAG á Jörundur Brynjólfsson, forseti ,Sarr,einaðs Alþingis, sjö- j tugsafmæli. Hann er fæddur 21.! febrúar árið 1884 á Starmýri í Álftafirði í Suður-Múlasýslu. — Foreldrar hans voru Guðleif Guð mundsdóttir og Brynjólfur Jóns- son bóndi. Jörundur lauk námi í búnaðar- skólanum á Hvanneyri árið 1906 og kennaraprófi í Reykjavík árið 1909. Var hann síðan kennari við barnaskóla hér árin 1909—1919. Árin 1911—1912 stundaði hann framhaldsnám í kennaraháskól- anum í Kaupmannahöfn. 1 Árið 1916 var hann kjörinn á Alþing fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. En árið 1919' fluttist hann austur í Árnessýslu og gerð ást bóndi í Múla í Biskupstung- am. Bjó hann þar til ársins 1922. iÞá hóf hann búskap í Skálholti og bjó þar til ársins 1948 er hann fluttist til Kaldaðarness. Þar hef- Ur hann búið síðan. Árið 1924 var hann kjörinn á Jping í Árnessýslu fyrir Framsókn prflokkinn. Hefur hann síðan átt Bæti á Alþingi. Forseti neðri deildar hefur hann verið nær hálfan annan áratug. Á s.l. hausti var hann kjörinn forseti Samein- aðs Alþingis. Jörundur Brynjólfsson hefur gegnt fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum, bæði heima í héraði sínu og í ýmsum opinberum nefndum, sem hann hefur- átt sæti í. Hann er prýðilega starf- hæfur maður enda ágætum gáf- um gæddur. Málafylgjumaður er hann mikill, ræðumaður góður og hinn mesti áhugamaður um þau mál, er hann lætur sig varða. Hann er nú elztur þeirra manna, sem sæti eiga á Alþingi og meðal þeirra, sem eiga lengstan þing- feril að baki. Hefur hann oft ver- ið framarlega í baráttuliði sam- herja sinna, enda hinn vaskasti maður til sóknar og varnar. Vinir og samferðamenn Jör- undar Brynjólfssonar senda hon- um í dag kveðjur og árnaðar- óskir sjötugum. SkauS S8X meðlimi FYRIR nokkru vildi það til í Colombo, að Hindúakaupmaður nokkur, sem orðið hafði fyrir því að unnusta hans sleit trú- lofuninni við hann vegna ósam- komulags í trúmálum, en hún- var múhameðstrúar, réðst á fjöl- skyldu stúlkunnar og skaut föð- ur hennar, tvær systur, tvo bræð- ur og gamlan frænda til bana en stórsærði móður stúlkunnar. Eftir þetta ódæðisverk framdi hann sjáifsmorð. Unnustan var ekki viðstödd þegar þetta vildi til, því faðir hennar hafði sent hana til manns sem var múhameðstrúar, sem hann ætlaði henni að giftast. Hvað nofum við mikla mió t>AÐ er fróðlegt að bera saman er í raun og veru ekki á boð- hvað hér er notað af mjólk og stólum nema ein tegund af jmjólkurvörum og hvað aðrar mjólkurosti, og ekki um neitt að jþjóðir nota af þessum vörum. velja. Það eru því mikil viðbrigði Efnahagsstofnunin í París hefir að koma til landa þar sem hægt gefið út skýrslu um þetta er nær er að velja um tegundir osta og til (fardaga)-ársins 1951— -52. um margt að velja. Það gerir Samkvæmt henni er notað af vafalaust sitt til um ostaátið. mjólk, smjöri og osti Auðvitað er hér í fámenninu erf- Mjólk, kg Smjör, kg Ostur, kg $ Island 5,0 2,4 Noregur .... 250 4,4 8,4 * Svíþjóð .... 228 12,2 7,6 Danmörk .... 179 7,9 6,0 Stóra-Bretland .... 158 5,6 4,0 írland .... 165 19,5 0,9 Holland .... 197 2,5 4,9 Belgía — Luxemborg .... 103 11,0 4,9 Frakkland .... 100 6,4 6,5 Vestur-Þýzkaland .... .... 110 6,7 3,9 Sviss .... 235 6,0 7,5 Austurríki .... 146 3,3 1,7 ítalía 1,5 6,1 Grikkland 37 0,7 6,1 Tyrkland 160 7,0 3,7 Við lestur þessara talna er þess iðara um vik að hafa hina tak- Frá aðalfudi Iðnráðs Reykjavíkur IÐNRÁÐ Reykjavíkur héit aðal- fund sinn sunnudaginn 7. febr. s 1. Fráfarandi stjórn gaf skýrslu um s-törf Iðnráðsstjórnar á næstl. tveim árum. Á kjörtímabilinu voru bókaðir stjórnarfundir 68 og skrifuð 279 bréf viðvíkjandi iðnaðarmálum. Rædd voru ýms mál, er iðnað- inn varða og voru í því sambandi samþykktar eftirfarandi tillög- ur: „Aðalfundur Iðnráðs Reykja- víkur, haldinn 7. febr. 1954 harm- ar þau mistök, sem orðið hafa við stofnun „Iðnaðarmálastofn- unar íslands“, þar sem algjörlega hefur verið gengið hjá samtök- um iðnaðarmanna og þeim eng- in ítök tryggð um rekstur stofn- unarinnar. Fundurinn lýsir sig efnislega samþykkan framkomnum tillög- um Landssambands iðnaðar- manna, um breytingu á „Iðnað- armálastofnuninni“, og skorar á L. í. og Iðnsveinaráð A.S.Í. að hafa náið samstarf, um að þess- ar breytingar náist fram að ganga, svo og um önnur sam- eiginleg hagsmunamál iðnaðar- manna. Fundurinn skorar ennfremur á fyrrnefnd samtök að gjöra sitt ítrasta til þess að lögum um iðju og iðnað frá 1927, verði ekki breytt á þann veg, að hluti iðn- aðarmanna verði rýrður frá því, sem nú er.“ „Aðalfundur Iðnráðs Reykja- víkur, haldinn 7. febr. 1954 ítrek- ar samþykktir þær, er samtök iðnaðarmanna hafa gert gegn innflutningi svo nefndra högg- steypuhúsa, enda liggur fyrir álit sérfróðra manna um það, að slíkar byggingar standast ekki samanburð við innlenda húsa- gerð, miðað við íslenzka stað- hætti. Auk þess, sem þessi inn- flutningur er á kostnað innlendra iðnaðar- og verkamanna, sem eins og fyrir liggur þurfa full- komlega á þéssari atvinnu að halda. Jafnframt beinir fundurinn því til réttra aðila að bygging verk- smiðju í þessu skyni verði ekki leyfð, fyrr en fyrir liggur, að slík verksmiðja eigi rétt á sér frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð." Stjórn Iðnráðsins var öll end- urkjörin, en hana skipa þessir menn. Form.: Guðmundur Halldórs- son, trésmiður. Varaform.: Gísli Jónsson, bifreiðasmiður. Ritari: Valdimar Leonhardsson, bifvéla- virki. Gjaldkeri: Gísli Ólafsson, bakari. Vararitari: Þorsteinn B. Jónsson, málari. Varastjórn: Sigríður Þorsteins- dóttir, saumakona, Sigurður Guðmann Sigurðsson, múrari, Guðmundur Benjaminsson, klæð- skeri og Snorri Jónsson, járn- smiður. Endurskoðendur: Guðmundur B. Hersir, bakari, Þorsteinn Daníelsson, skipasmiður. iinason Hvammstanga Jö ára MÉR er sagt að vinur minn Sig- urður Pálmason, kaupmaður á Hvammstanga eigi sjötugsafmæli i dag. Það er erfitt að trúa því um svo ungan mann í anda og að útliti. Líklega eru það ekki leng- ur einber skrök að nú stefni óð- um að því, að menn geti orðið að minnast að suðurlandabúar nota mjög mikið af feiti í öðru formi fremur en smj.ör, það er jmatarolíur. En eftirtektarvert er hvað hér er notað hlægilega lítið af osti samanborið við það sem flestar aðrar þjóðir nota. Það verður ekki með sanni sagt að við kunn- iim að éta ost, en íslenzkir neyt- endur geta líka’sagt að við kunn- um ekki að búa til ost. Ekki af því, að sá „mjólkurostur" sem hér er á boðstólum sé ekki sæmi- íega góð vara, hann er svo sem gllgóður, heldur er hitt að hér mörkuðu íramleiðslu fjölbreytta, en hitt er líka rétt að við lærum aldrei að éta ost svo um muni, íslenzkri framleiðslu til fram- dráttar, nema að mjólkurbúin endurskoði framleiðsluhætti sína á þessu sviði og bjóði fjölbreytt- ari vöru. Skyrátið hér á landi mun vera um 10 kg á mann. Það höfum við umfram aðrp '';V' ' an- burði þessum. Þ L ■■■ en gæti verið mi, ,, ,. . .a, öllum til hags, bæði f a. :e,ðendum og neytendum. Á. G. E. manna 52 millj. fludeiðis 150 ára, eða jafnvel eldri. Annað mál er svo það, hvort það er æskilegt að ná svo háum aldri. Flestir mundu þó kjósa að verða sjötugir, ef þeir þá enn sem áður væru í fullu fjöri og hefðu gnægð áhugamála og verkefna framund- an, eins og ofannefnt afmælis- barn hefur. Fáir munu þeir Norðlendingar, sem ekki kannast við Sigurð Pálmason. Svo mun og vera um flesta kaupsýslumenn hérlenda og fjölmarga aðra, enda á Sig- urður þegar langan starfsdag að baki, þar sem hann, auk annars, hefur rekið umfangsmikla sveita- verzlun hátt á fjórða tug ára, að- allega á Hvammstanga. Engan mann hef ég fyrir hitt, sem hafi sagt óvingjarnlegt orð eða kaldyrði í garð Sigurðar Pálmasonar. Er þó slíkt næsta fágætt um mann, sem hefur haft svo mikil og margvisleg viðskifti svo langan tíma, og auk þess svo oft látið brjóta á sér í ýmis konar opinberum málum. Og þó er þetta engum undrunarefni, sem til þekkir. Með heiðarleik i öllum. viðskiptum, hófsemi og sanngirni. hefur Sigurður, sjálfrátt og ósjálC rátt, unnið sér vináttu og virð— ingu samferðamanna sinna. I mínum huga er Sigurður- Pálmason ímynd hins heiðarlega. sveitakaupmanns, sem með dugn— aði, samfara hófsemi og sann— girni, hefur gert að höfuðlýgi allan hinn margtuggna, eitraða áróður, sem rekinn hefur veriíS gegn hinni ungu, íslenzku verzl- unarstétt; áróður, sem stefnt er að því vitandi vits, að setja hana. alla á bekk með fyrirrennurum. hennar, erlendum einokunar- off selstöðuverzlanakaupmönnum, er aðeins höfðu, eða -var ætlað hafa, það eina markmið að græðæ fé; áróður, sem ætlað var það hlutverk að gera kaupmannsheit- ið að skammaryrði á íslandi. Og' þetta hefði ef til vill tekizt, eí ekki hefðu komið í stað hinna erlendu kaupmanna, innlendir- kaupmenn með dug og drenglund. Sigurðar Pálmasonar og annarra. á borð við hann, bjartsýnir og sanngjarnir heiðursmenn, seim allur áróður brotnaði á og hraut f, eins og vatn af sundfugli. — Þess vegna mun hin íslenzkæ verzlunarstétt halda velli. Og“ þess vegna hefur Sigurður Pálma son, sem er einn af gimsteinunv hennar, haldið velli, þrátt fyrir alla erfiðleika hömluáranna, senv vissulega voru oft meiri en efni. stóðu til. Það verða áreiðanlega margir* í dag, sem, eins og ég, hugsa meíF virðingu, hlýhug og þakklæti, tiL afmælisbarnsins síunga og óska því til hamingju í tilefni af sjö- tugsafmælinu. Guðbr. ísberg. RússnesHur liðsforingi í flýr BERLÍN, 20. febr. — í dag flýði rússneskur liðsforingi til Vestur- Berlínar ásamt öðrum hermanni og baðst þar hælis. Kvaðst liðs- foringi þessi lengi hafa ráðgert flótta, þó að ekki hefði orðið af honum fyrr en í morgun. Hagnýting kjarnorku fer stöðugl vaxandi HAGNÝTING kjarnorku fer stöðugt vaxandi í heiminum og sí- fellt opnast nýjar leiðir til þess að nota hana til ýmsra þæginda fyrir almenning. Á síðastliðnu ári hafa Bandaríkin varið tugunv milljarða til hagnýtingu á kjaj norku til framleiðslu rafmagns. ARIÐ sem leið nam tala flugfar- þega í heiminum í fyrsta sinni meira er. 50 milljónum. Frá þessu er sagt í skýrslu, sem Alþjóða- flugmá’nstofnunin í Montreal hef ir nýlega birt. í fyrra var haldið hálfrar ald- ar afmæli vélflugunnar, svo stutt ur tími er síðan maður tók flug- tæknina í sína þjónustu. Alls nam flugfarþegatalan í heiminum árið 1953 um 52 millj. Árið 1937 var flugfar- þegatalan 2,5 millj., sem skipt- ust þannig niður, að 5,3 far- þegar komu að meðaltali á hverja flugvél. S. 1. ár komu að meðaltali 24,5 farþegar á hverja flugvél. Árið sem leið reyndist með- alvegalengd sem hver flugfar- þegi flaug 550 mílur. Notkun kjarnorkunnar er samt sem áður mjög dýr, til dæmis, þarf að fá uraníum úr 525 nám- um til þess að fá nægilega orku til þess að halda bandaríska út- varpinu og útsendingum í gangi með kjarnorku. Eftir álitsskjali bandarísku kjarnorkunefndarinnar, sem hún skilar tvisvar á ári, virðist ætla að ganga fljótara en upprunalega var ætlað, að framleiða rafmagn með kjarnorku. Nú þegar hafa verið teiknaðar fjórar mismun- andi kjarnorkuaflstöðvar sem eiga að framleiða rafmagn. Tvær þeirra verða sennilega fullgerðar eftir 4—5 ár en hinar eftir á að gizka 10 ár. STÆRSTI RAFALL í HEIMI Bandaríska kjarnorkunefndin er nú langt komin með teikningu að byggingu atómkljúfa, sem á að orka 60 þús. kvv. Afl hans ætti að fullnægja allri rafmagnsþörf borgar með 100 þús. ibúum. Er þetta stærsti atomkljúfur sem ennþá hefur verið gerð teikning að í heiminum. NYIR MOGULEIKAR Eftir síðustu útreikninga á. kostnaði kjarnorkurafmagr.s virft ast miklir möguleikar fyrir þv£ að það verði ekki dýrara til nota. en annað rafmagn, sem framleit'k er með kolum, gasi og olíu. Hef- ur þetta mjög mikla þýðingu. fyrir þau lönd sem ekki hafa þessi hráefni. KRAFTMEIRI EN „NAUTILUS" í álitsskjalinu segir ennfrem- ur, að í smíðum sé einnig atom- aflvél í skip sem verði talsvert kraftmeiri en sú sem er í „Naut- ilus“. Er hún sérstaklega ætluð stórum hafskipum og flutninga- skipum. Einnig er drepið á mögu leika til þess að nota atomorku framleiðslu á geislavirkum efn- um til lækninga, iðnaðar og land- búnaðar. í Bandaríkjunum eru nú notuð efni sem gerð hafa ver- ið geislavirk í 1850 háskólum (yg tilraunastofum. 39 önnur lönd nota einnig það mikið magn. geislavirkra efna, að daglega eru sendar út 30 hleðslur frá Oak Ridge kjarnorkustöðinni í Tenn- essee. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.