Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgaugwr. 44. tbl. — Þriðjudagur 23. febrúar 1954 PrentsmiSja Margunblaðsm* Unimæli Tímans um raforku- Frásögn forsætisráðherra SÍÐASTL. sunnudag er þannig komizt að orði í Tímanum í frétta- bréfi frá Alþingi, að komið hafi fram „nokkur tregða hjá Sjálf- stæðisflokknum varðandi það að standa við fyrirheit stjórnarsátt- málans um raforkumálin.“ Mbl. hefur af þessu tilefni snúið sér til Ólafs Thors forsætisráð- herra og óskað þess að hann upplýsti, hvernig háttað væri undir- búningi framkvæmda í raforkumálunum. Komst ráðherrann þá að orði á þessa leið: ALGERT RANGHERMI „Þessi ummæli Tímans eru algert ranghermi. Ég vil upp- lýsa það, að í stjórnarsamn- ingnum er svo fyrirmaelt, að lántaka til sementsverksmiðj- unnar skuli ganga fyrir öðrum framkvæmdum. En í sements- verksniðjumálinu er í bili nokkur snurða á þræðinum. Samkvæmt beinni uppá- stungu minni hefur því verið samþykkt í ríkisstjórninni, að eftir þcssu ákvæði stjórnar- samningsins skuli ekki farið, heldur tekið tillit til breyttra aðstæðna og fjár aflað til ann- ari-a stjórnarframkvæmda eft- ir því sem auðið þykir. RAFORKUFRAM- KVÆMDIRNAR Varðandi raforkufram- kvæmdirnar sérstaklega er það að segja, að Landsbankinn hefur tekið tillögum ríkis- stjórnarinnar um fjáröflun til þeirra treglega og hefur stjórn in ennþá ekki ákveðið, hvort hún á þessu stigi málsins vill setja löggjöf um þessa fjár- öflun enda þótt það kynni að vera á móti vilja Landsbank- ans, eða hvort reynt skuli að afla alls þess fjár, sem þarf til fyllstu framkvæmda á þessu ári og þess síðan freist- að að ná heildarsamkomulagi við Landsbankann og aðra ís- lenzka banka, en leggja frv. um endanlega lausn málsins fyrir Alþingi á komandi hausti. Ef þessi háttur væri hafður myndu framkvæmdir ekkert tefjast. Rétt er ennfremur að geta þess, að ríkisstjórnin hef- ur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um, hvort út skuli gefin ríkistryggð, skattfrjáls og innleysanleg skuldabréf, er beri hærri vexti en sparisjóðs- vexti til fjáröflunar í þessu skyni“. Af þessum ummælum Ólafs Thors, forsætisráðherra, er það fullljóst, að því fer auðvitað víðs- fjarri að nokkurrar tregðu hafi orðið vart hjá Sjálfstæðismönn- um vig undirbúning raforku- framkvæmdanna. Væri slíkt og óhugsandi þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur frá upphafi haft forystu um raforkuframkvæmdir í landinu. Ulbrichf hvefur lil skemmdarverka og nfósna Sér ofsjonum yfir velgengni Vestur-Þjóðverja Berlín 22. febrúar. Skv. dpa. WALTER ULBRICHT varaforsætisráðherra Austur-Þýzkalands og sterkasti maðurinn í kommúnistaflokknum þar hélt ræðu á laugardaginn á æskulýðsmóti í Leipzig. í ræðunni skoraði hann á íbúa Vestur-Þýzkalands að hefja njósnir og skemmdarverk hjá herjum Vesturveldanna í Þýzkalandi og í ýmsum verksmiðjum þar í landi. ÖÁNÆGJA í „SÆLURÍKINU" ♦ Eins og kunnugt er á lepp- stjórn kommúnista í miklum erfiðleikum vegna óánægju verkamanna með kúgunarstjórn hennar. í hverri viku fréttist af mótmælafundum verkamanna og skemmdarverkum í ríkisverk- smiðjunum. Þessi mótmæli eru þó á engan hátt skipulögð, enda væri slíkt ógerningur í hinu öfl- uga lögregluríki kommúnista. EINING VESTUR-ÞJOÐVERJA Meðan kommúnistarnir verða að þola óánægju almennings í sínu eigin „sæluríki" verða þeir hinsvegar að horfa upp á það að I Vestur-Þýzkalandi hefur öll þjóðm sameinazt um stórkost- lega endurreisn. l, Framh. á bls. 11. Mikill hafís hindrar nú allar siglingar á sundunum umhverfis dönsku eyjarnar. — Sums staðar hefur ísinn orðið svo þéttur að siglingar falla algerlega niður. Fjöldi minni farmskipa eru föst í ísnum bæði í Kattegat, Stórabelti og Eyrarsundi. Allir íshrjótar Bana eru önnum kafnir. ,— Hér sést einn þeirra hægra megin á myndinni koma að farmskipi, sem liafði verið fast marga daga í ísnum og mun ís- brjóturinn draga það til næstu hafnar. Isirin lokar siglingaleiðum i sundunum við Danmörku r í. . Isbriótarhafaekkiviðbótt Ismn ú loka r Oslófírði OSLÓ, 22. febrúar — Síðustu fregnir herma að í suðaustan átt- inni reki æ meiri ís inn á Osló- fjörð, svo að samgöngur um fjörðinn eru að stöðvast nema fyrir stærstu og sterkustu skipin. í dag fór þyrilfluga með vistir til skipa sem föst eru í ísnum á Oslófirði skammt frá Mandal. Dráttarbátur er á leiðinni til skipanna til að draga þau gegn- um ísinn. — Strandferðir á vest- urströnd fjarðarins hafa stöðv- azt. Hið stóra farþegaskip „Kron- prins 01av“ mun gera tilraun iil í nótt að sigla gegnum ísinn til Oslóar. •—NTB. Neliru stin«ur upp á vopnahléi NÝJA DELHI 22. febr. — Jawarlal Nehru forsætisráð- herra Indlands gerði það í dag að tillögu sinni að styrjaldar- aðiljar í Indó-Kína semdu vopnahlé með þeim hætti að báðir héldu núverandi hern- aðarstöðu sinni. Hann tók það fram að Indland vildi ekki hlutast til um mál Indó-Kína. Hér væri aðeins um hlutlausa ábendingu að ræða. — NTB-AFP. FORSETI NAÐAR SEOUL, 22. febrúar — Syogman Rhee náðaði í dag tvo menn, cem dæmdir höfðu verið til dauða vegna morðtilraunar við hann. Kaupmannahöfn 22. febrúar. Frá NTB. ISALÖGIN á Eyrarsundi eru nú að stöðva allar siglingar. Frost og staðviðri haldast stöðugt og nú er svo komið að ísbrjótar sem starfa allan sólarhringinn eiga nú erfitt með að opna skipum leið um aðalsiglingaleiðirnar. Áætlunar- ferðir ferjanna yfir Eyrarsund milli Danmerkur og Svíþjóðar hafa ruglazt, enda seinkar ferjunum um klukkustund eða meira. Eru ferjurnar þó mjög kraftmiklar. Erfiðleikar eru einnig með siglingar á öðrum sundum við dönsku eyjarnar. KAUPMANNAHOFN AD LOKAST I Ríkisjárnbrautirnar hafa orð ið að stöðva flutninga járn-j hrautalesta með ferjum yfir | Eyrarsund og á Stórabelti hef- ur orðið að leggja hinni stóru bílaferju „Heimdal“ vegna þess að hún er ekki nógu kraft mikil til að ráða við ísalögin. Á laugardag urðu mörg skip fös* í ísnum á Eyrarsundi rétt við Kaupmannahöfn og er ekki enn búið að bjarga þeim öllum til hafnar, en ísbrjót- ar eru sendir á staðinn eftir Sænskt gufuskip er fast í ísnum í Eyrarsundi við Hellerup rétt norðan við innsiglinguna til Kaupmannahafnar. ísinn þarna er orðinn svo þykkur að litlar vonir eru til að ísbrjótar geti bjargað skipinu fyrst um sinn. Fólk getur gengið á ísnum umhverfis skipið. því sem tsmi gefst. Eru þeir lengi að hrjóta ísinn, því að íshellan er orðin þétt og all- þykk. LITLABELTI FULLT AF REKÍS Litlabeltið sem er á milli Fjóns og Jótlands var lengst án ísa- laga, en nú í hvassri suðaustan- átt hefur sundið fyllt af rekís. En yfir Litlabeltið er brú svo að þetta sakar ekki mikið þar. FLUGSAMGÖNGUR TEKNAR UPP Áætiunarskipið, sem fer milli bæjanna Fredericia og Koldmg fer þá leið venjulega á li/2 klst. en vegna ísalaganna tafðist það svo mjög nú að ferð- in tók nærri 5 klst. Örðugast er með samgöngur milli Sjálands og Fjóns og er í ráði að taka upp flugsamgöngur milli Kaupmanna hafnar og Óðinsvéa til að leysa úr verstu samgönguörðugleikun- um. MILLJÓNAKOSTNAÐUR Allar minni hafnir á dönsku eyjunum hafa lokazt, og er ekki talið viðlit að láta ísbr jót ana starfa nema á aðalsiglinga leiðunum og til þess að bjarga skipum, sem stödd eru í ís- nauð. Víða verða ísbrjótarn- Framh. á bls. 2. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.