Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 8
8 ilr n K n V * 9 L 4 Ð I Ð Þriðjudagar 23. febr. 1954 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU M ®c.. Að loknum tvennum knsninyum ÁRIÐ 1953 var óróaár í íslenzk- um stjórnmálum. Alþingiskosn- ingar fóru fram, ný ríkisstjórn var mynduð og bæjar- og sveit- | arstjórnarkosningar stóðu fyrir dyrum. Hér á landi eins og ann- 1 ars staðar, er stjórnmálaástandið ( jafnan loskenndara á kosninga- árum en endra nær. Sætir það engri furðu. Óvissa ríkir um það, hvað við tekur að kosningum loknum. Allt vald er á kjördegi í höndum kjósendanna, sem neyta atkvæðisréttar síns í ein- rúmi kjörklefans. En nú liggja tvennar kosn- ingar að baki. Stjórn með sterkan þingmeirihluta situr við völd í landinu. Hún hefur markað sér frjálslynda stefnu- skrá, þar sem heitið er mikl- um framkvæmdum í mestu hagsmunamálum þjóðarinnar.1 Eðli málsins samkvæmt hljóta stjórnmálin nú og á næstu ár- | um að snúast um framkvæmd þessara fyrirheita. Tími víg- orða og hávaðasamrar baráttu er í bili liðinn hjá. Framundan er sjálft starfið að umbótamál- unum og rekstri þjóðarbúsins og stofnana þess. Við íslendingar verðum að kunna okkur hóf í pólitískum deilum. Hörð átök og vopnabrak j er eðlilegt um kosningar, þegar barizt er um menn og málefni. En sífeíldur gauragangur, æsingar og uppnám í stjórnmálum landsins er hættulegt og sízt til þess fallið að rótfesta lýðræðislegan þroska Og viðhalda áhuga almennings fyr ir þátttöku í stjórnmálum. Stjórn málaflokkarnir og málgögn þeirra verða að gera sér þetta Ijóst. Ef þau ekki gera það, er hætt við, að stjórnmálaleiði geri vart við sig meðal þjóðarnnar. Fólkið verður þá leitt á hinu sffellda vopnabraki og hjaðn- ingavígum milli flokka. Að lok- um kynni svo að fara, að áhugi þess fyrir stjórnmálum væri fok- inn út í veður og vind þegar að kosningum kæmi. Væri það að sjálfsögðu engan veginn til þess fallið, að bæta stjórnarfarið í landinu eða að treysta grund- völl .lýðræðis og þingræðis. Auðvitað er sjálfsagt og eðli- legt að stjórnarandstaðan haldi á hverjum tíma uppi gagnrýni á gerðir þeirra, sem með völdin fara. En sú gagn- rýni verður að vera ábyrg og rökstudd. Sú gagnrýni, sem eingöngu er neikvæð og miðar að því að rífa niður en bendir ekki á nýjar leiðir, er lítils eða einskis virði. Kjarni málsins er sá, að nú, að tvennum kosningum liðnum, Verður þjóðin undir forustu rík- isstjórnar sinnar, að einbeita kröftunum að þeim miklu við- fangsefnum, sem að er unnið. — Þeir flokkar, sem gert hafa með sér málefnasamning, þar sem heitið er miklum umbótum; verða að vinna saman af fullum heil- indum að framkvæmd þeirra. Það er áreiðanlega krafa yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar, ekki aðeins þess fólks, sem Styður Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokksins, heldur mikils fjölda fólks í öðrum flokk- 1 um. Þjóðin vill að stjórnmála- menn hennar starfi af festu og I ábyrgðartilfinningu að hagsmuna j málum hennar. Aðeins örlítið brot kjósenda, hefur ánægju af stöðugum illindum og særingum milli flokka. Þess vegna ætlast þjóðin til þess að nokkuð hlé verði á pólitískum vígaferlum milli kosninga. Því miður brestur suma stjórn- málaleiðtoga okkar skilning á þetta. Þeir vilja helzt alltáf vera í herklæðum og eru sífellt í víga- hug. En þessir menn verða að skilja það, að þátttaka í stjórn- málum á ekki fyrst og fremst að vera fólgin í því, að æpa sig í tíma og ótíma hásan af ádeilum 1 og stóryrðum. Hún krefst þess þvert á móti, að stjórnmálamenn- ' irnir vinni af samvizkusemi og1 ötulleik að framkvæmdum hags- I munamála þess fólks, sem hefur j sýnt þeim trúnað og fengið þeim völd og áhrif. Stærstu málin, sem núverandi ríkisstjórn vinnur nú að, eru raforkumálin, umbætur á hús- næðismálum og endurskoðun skattalaga. Framkvæmdir í öll um þessum málum krefjast mikillar vinnu, öflun mikils fjármagns og víðtæks undir- búnings. Ríkisstjórnin hefur ennþá aðeins setið rúma 5 mánuði að völdum. Engu að síður hefur hún efnt nokkur af fyrirheitum málefnasamn- ings síns. En hin eru eðlilega miklu fleiri, sem að er unnið. Að þeim verður að einbeita kröftunum, ekki aðeins stjórn arflokkanna, sem samtökum hafa bundist um framkvæmd þeirra, heldur þjóðarinnar í heild. Kosningarbaráttan og deilur hennar liggja að baki. Framundan er sjálf starfið, sem öllu mali skiptir. ALMAR skrifar: Óánægjuraddir. AÐ UNDANFÖRNU hafa mér borizt bréf úr ýmsum áttum þar sem menn láta í ljós óánægju sína yfir dagskrám útvarpsins. lFestir kvarta um það, að skemmtiatrið- in séu færri miklu og lélegri en áður var og sakna þátta þeirra Gröndals og Sveins Ásgeirssonar. sem verið hafi skemmtilegir .og fróðlegir í senn, einkum þáttur- inn „Veiztu þetta“, er Sveinn sá um. Tveir bréfritarar sakna þátt- arins: Þetta vil ég heyra, sem þeir segjast alitaf hafa hlustað á sér til mikillar ánægju og sömu menn telja þáttinn: Náttúrlegir hlutir að vísu fróðlegan en þurr- an og tilbreytingarlítinn. Þá eru margir sáróánægðir með tímann sem leikritin eru fiutt á, ekki aðeins þeir, sem hafa skrifað mér, heldur einnig fjöldi manna, ZJrá útuan rpmu L óí&uótu vilm sem ég hef átt tal við um það atriði. Rök flestra gegn þessurn tíma eru þau, að á laugardags- kvöldum leiti fólk helzt heiman frá sér á ýmsa skemmtistaði bæj- arins og þá heimsæki fólk hvort annað til þess að rabba saman yfir kaffibolla eða „taka slag“. Öllum, sem um þetta hafa rætt við mig, ber saman um að sunnu- dagskvöldin mundu hentugust til flutnings leikritanna. Ég held að þessir óánægðu hlustendur hafi mikið til síns máls. Skemmtiatriðin í útvarpinu eru of fá og oft ekki nógu vel til þeirra vandað. Og ekki er minnsti vafi á því, að fólk leitar meira VeLaL aruli ihriLar • Iðnaðarmáia- stcfnunln NOKKRAR deilur hafa undan- farið staðið yfir meðal iðnaðar- manna um hina nýju iðnaðar- málastofnun. Munu þær þó ekki spretta af því, að iðnaðgrmenn telji slíka stofnun ekki nauðsyn- lega fyrir atvinnugrein sína. Hitt mun sanni nær, að þeir telji hana ekki hafa verið byggða upp á réttum grundvelli og nægilegt samráð ekki höfð við samtök iðn- aðarins um undirbúning hennar. En nú hefur Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra, skipað nefnd manna til þess að undirbúa lög og reglur um þessa stofnun. Er hún skipuð mörgum af for- vígismönnum iðnaðarmanna. — Ætti því að mega treysta því, að upp af starfi hennar spretti lög- gjöf, sem fullnægi þeim kröfum, sem iðnaðurinn gerir. Kjarni málsins er að íslenzk ur iðnaður, sem er orðinn þróttmikil og fjölþætt atvinnu grein þarf að eiga stofnun hlið stæða þeim, sem sjávarútveg- ur og landbúnaður hafa fyrir löngu eignast. Við þurfum að hagnýta okkur hverskonar tæknilegar nýungar í iðju og iðnaði. Við þurfum að veita hinum uppvaxandi iðnaði í landinu margvíslegar upplýs- ingar og fyrirgreiðslu. Þess vegna er vel rekin og vel upp byggð iðnaðarmálastofnun nauðsynleg. Lélegt útvarpsleikrit. IBRÉFI frá hlustanda segir: „Laugardaginn 13. febrúar var í Ríkisútvarpinu flutt leikritið „Feigðarflugan" eftir dr. phil. Svein Bergsveinsson. Leikstjóri var Þorsteinn Ö. Stephensen, leik listarráðunautur. Islenzkum útvarpshlustendum hefir verið boðið upp á ýmislegt misjafnt á undanförnum árum og hrökkva því ekki alltaf við, þótt lélegt sé á borð borið. Mönnum féll þó allur ketill í eld eftir að hafa hlýtt á fyrr- nefnt leikrit á laugardagskvöldið. Ég minnist þess ekki, að hafa nokkurn tíma heyrt slíkri smekk- leysu útvarpað í leikritsformi. Ekki veit ég, hvað fyrir höfund- inum hefir vakað við samningu þessa leikrits — og er hitt þó öllu óskiljanlegra, hvað valdið hefir því, að leiklistarráðunautur Ríkisútvarpsins gat látið sér detta í hug að velja þessa smekkleysu til flutnings. Maður skyldi ætla, að lítið væri orðið um góð leik- rit, ef ekki hefir verið völ á betra stykki. íslenzk leikritastefna? EF TIL vill var hér verið að kynna nýja íslenzka leikrita- stefnu? — Við hlustendur eigum von á góðu í framtíðinni, ef sú væri raunin! Það er annars ekki ómaksins vert að fara mörgum orðum um þennan leikritsflutning. í stuttu máli er hann Ríkisútvarpinu, og þá sérstaklega leiklistarráðunauti þess, til lítils sóma, að ekki sé meira sagt. Ef leikritið „Feigðar- flugan“ hefir haf-t nokkurn til- gang, þá hefir hann helzt verið sá að ýfa upp gömul sár hjá ætt- ingjum og vinum þeirra, sem far- izt hafa í flugslysum. Þegar hlust- endum er misboðið með slíkri dagskrá og þeirri, sem minnzt er á hér að framan eiga þeir rétt- mæta kröfu um, að yfirstjórn á leikritavali Ríkisútvarpsins verði tekin til alvariegrar yfirvegunar. — Hlustandi." Fjölprentunarstofnun verði komið upp. Eo SKRIFAR: . íl. „í sambandi við hina þörfu og tímabæru tillögu, sem nýlega er komin fram á Alþingi, um að hefja nú þegar gerð hag- rænna landabréfa í þágu atvinnu- veganna o. f 1., vaknar sú spurn- ing, hvort ekki sé tímabært að komið verði á stofn fullkominni fjölprentunarstofnun (Reprodukt ionsanstalt) fyrir allskonar upp- drætti. Væri ekki heppilegt, að ríki og bær sameinuðust um slíka stofnun? — E. H.“ Um snjó, skíðaferðir og bílkeðjur. EG ÁTTI leið um Hafnarstrætið um kl. 6 á laugardagskvöldið og sá þar saman kominn hóp af skíðaklæddu fólki, sem augsýni- lega var á leið út úr bænum, í þeirri von, að snjórinn yrði slydd unni yfirsterkari, þó að útlit væri fyrir, þá stundina, að brugðið gæti til beggja vona. Og fólkinu varð að von sinni, þetta mun vera snjómesta helgin, sem komið hefir á vetrinum og þeir eru margir, sem vilja gjarnan að skíðasnjórinn haldizt, við erum búin að fá alveg nóg af rigning- um og umhleypingum, og það er alitaf dásamleg tilbreyting og hressing í að fara út úr bænum upp til fjalla á skíði. G SVO er það þetta með bíl- keðjurnar. Það er vítavert skeytingarleysi að aka á keðju- lausum bílum í snjó og ófærð. Sem betur fer eru það ekki marg- ir, sem gera sig seka um slíkt,' þvi að augljóst er hve mikla slysa hættu það hefir í för með sér. Á sunnudaginn var ég í strætis- vagni á leið um miðbæinn. Á vegi okkar varð keðjulaus bíll, sem komst engan veginn leiðar sinn- ar, þar eð dálítill bratti var fyrir og hálka, fyrr en eftir mikil átök, rykki og hnykki aftur og fram og til beggja hliða. Auðvitað olli þetta leiðinlegri og óþægilegri töf á umferðinni, óþægindum, sem stofnað var til algerlega að óþörfu, einungis fyrir hirðuleysi og ókærni. Margur grær sem grenitrén gusti vetrar strokinn, starir í botnlaus fúafen fólks um andann lokin. Kjálkagulur yfir er oddborgara hrokinn. (Stephan G. Stephansson) Bið ekkiannan um það, sem þú mundir neita sjálfur, ef beðinn værir. út af heimilum sínum á laugar- dagskvöldum en önnur kvöld og fara af þeim orsökum á mis við leikritin, sem þeir mundu hlusta á sér til ánægju, ef þau væru flutt á öðrum tíma. Sálgæzla og andleg heilsuvernd. SÉRA ÞORSTEINN L. Jónsson flutti sunnuaaginn 14. þ.m. ýtar- legt erindi, er hann nefndi: Samtök lækna og presta. Fjall aði erindið að mestu um nauð syn þess að prestar lands- ins og læknar tækju höndum saman um sál- gæzlustarf og andlega heilsu- vernd manna hér, eins og tíðkast víða er- lendis. — Benti presturinn á það og færði fyrir því veigamikil rök, hversu mikils virði það gæti verið mönnum, sefasjúkum af ýmsum örðugleikum lífsins, sem þó verða ekki taldir geðbilaðir, að geta leitað með hugarangur sitt til læknis síns eða prests, eða beggja, og rætt við þá í fullum trúnaði um vandamál sín og and- legar veilur. Ég man ekki hvort presturinn lét þess getið, að sam- tök lækna og presta um slíkt starf væri í undirbúningi, en vissulega væri æskilegt að það mætti tak- ast sem fyrst. Erindi prestsins var vel samið og ágætlega flutt. Bandaríska hljómsveitin. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT banda- ríska flughersins (The U.S. Air Force Symphony Orchestra) hélt í vikunni, sem leið, f jóra tónleika í Þjóðleikhúsinu á vegum Tón- listarfélagsins,’ jafnan fyrir fullu húsi og við mikla hrifningu áheyr enda, Stjórnandi var George S. Howara oífursti. Þriðjudagstónleikunum var út- varpað. Flutti hljómsveitin þá Mignon-forleikinn eftir Thomas, Straussvalsa, Capriccio Espagnol eftir Rimsky-Korsakow og aðra létta og dillandi klassiska tónlist. Tenórsöngvarinn William du Pree, sem kunnur er hér frá fyrri heimsókn hljómsveitarinnar, og barytonsöngvarinn okkar Guð- mundur Jónsson sungu sína arí- una hvor, sá fyrrnefndi úr „Turandot" eftir Puccini, en hinn siðarnefndi úr „Rigoletto“ eftir Verdi. Var söngur þeirra mjög áhrifamikill. Þess gerist ekki þörf að fara mörgum orðum um leik hljóm- sveitarinnar, því að tónlistagagn- rýnendur blaðanna hafa gert það rækilega. Hljómsveitin hefir rúm lega 80 hljóðfæraleikurum á að skipa og er talinn með beztu hljómsveitum í Bandaríkjunum og er þá mikið sagt, því að þar í landi eru beztu hljómsveitirnar í heiminum, eftir því sem haft er eftir Gossen hljómsveitarstjóra, sem hér var á dögunum, en hann er manna færastur til að kveða upp dóm um það. Þetta er í annað sinn, sem hljómsveit þessi heimsækir okk- ur, dg verður hún minnisstæð öll- um fyrir afburðasnjallan leik. Og sérstaklega verður hún hugþekk öllum góðum mönnum fyrir það, að allur ágóðinn rann til bygg- ingarstarfsemi Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga að Reykjalundi. Með kvöldkaffinu. EKKI var leikþátturinn hans Hreiðars heimska, er nefndist Heiðursdagur, burðugur fremur en aðrir þeir leikþættir sem við höfum fengið með kvöldkaffinu Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.