Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. febr. 1954 Hljomlcikar khn. Jónssonar 1>AÐ er gaman að fylgjast með liinni yngstu kynslóð íslenzkra píanóleikara, sem nú er að vaxa wr grasi á landi hér. Öll þekkjum við undrabarnið Þórunni Jóhanns •dóttur. En til þessara yngstu kyn .slóðar teljast m. a. þeir Gísli Magnússon, Jón Nordal og Guð- •nundur Jónsson, sem allir hafa «ýnt og sannað sína miklu hæfi- leika sem píanóleikarar með opin t>e rum tónleikum, sem þeir hafa lialdið. Allir hafa þessir ungu menn fyrst lokið burtfararprófi \mdir handleiðslu okkar beztu píanókennara við Tónlistarskól- ann með ágætis vitnisburði, og |>ar með lagt grundvöllinn að iramhaldsnámi erlendis. Guðm. Jonsson hefur dvalið nokkflr ár < París við nám við hinn fræga *tónlistaskóla þar. Og nú er hann Ikominn heim og hélt fyrstu opin- 1>eru tónleika sína siðastl. föstu- »dagskvöld í Austurbæjarbíói. Lék liann verk eftir Bach (Overture ■úr kantötu), Beethoven (sónötu •op. 27, nr. 1), Mendelssohn (Varia "tions serieuse), Debussy (Reflets •dans l’eau og Jardins sous la. pluie), Ravel (Jeux d’lau) og ■Chopin (fjórar etydur og Polo- jiase í As-dúr). Var efnisskráin þannig ágætlega samsett og vel 'til þess fallin að sýna alhliða Jrunnáttu og túlkunargáfur píanó leikarans. Ouverture Bachs var þarna éins og nokkurskonar hlið inn á tónheima, og með Bach og Beethoven birti hinn ungi lista- maður sína músikölsku trúarjátn ingu sem á skal byggja framtíð- ina, strax í upphafi tónleikanna. Það yrði of langt mál að gera hvert hinna mörgu viðfangsefna að umtalsefni. Frammistaða Guð- mundar var í heild mjög glæsi- leg. Og honum óx ásmegin með hverju verki. Hann hefur þegar náð miklum tónlistarþroska og tækni hans er geysi mikil og vel unnin. Öll framkoma Guðmund- ar er látlaus og geðfeld og vand- virkni og alvara einkenna leik hans. Hæst náði list hans að mínu áliti í verkum - frönsku meistaranna Debussy og Ravel og svo í verkum Chopins. Eftir framkomu Guðmundar á þessum fyrstu tónleikum hans að dæma, má vænta mjög mikils af honum sem píanóleikara í fram- tíðinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum á listsmanns brautinni og skal hann boðinn velkominn í hóp íslenzkra tón- lístarman'na. Húsið var þéttskipað og fögn- uðu áheyrendur Guðmundi ákaft. Að lokum spilaði hann nokkur aukalög. P. í. Raforkumál Vesffjarða: Sérvirkjixnum sem þær hnfn Heildarvirkjun Iramkvæmd eins iljéi! og itosfur er á að lokinni fullnaððrrannsékn verði verið undirhúnnr Ur ræög Siguröar Bjarnasonar á Aiþingi í gær F RUMVARP þingmanna Vest- fjarða um virkjun Dynjanda í Arnarfirði kom til fyrstu um- ræðu í neðri deild Alþingis í gær. Gerðu flutningsmenn við það tækifæri grein fyrir efni málsins og röktu sögu raforkumála Vest- firðinga. Sigurður Bjarnason vakti í upp hafi máls síns athygli á því, við hve fráléitt ástand Vestfirðingar ættu að búa í raforkumálum. — Flest byggðarlög þar yrðu að notast við rándýra raforku frá dieselrafstöðvum til heimilisnota og atvinnureksturs. Stæði þetta framleiðslunni við sjávarsíðuna mjög fyrir þrifum, en auk þess ættu óþægindin sem slíkt ástand bakaði almenningi ríkan þátt í * Afengisfrumvarpið verður tekið fyrir á þingi í dag ’A 57 breytingartillögur við það hafa verið bornar fram DAGSKRA efri deildar Alþingis í dag er frumvarp til laga um áfengismál. Eins og lesendum mun kunnugt var frumvarp l>etta samið af nefnd, sem dómsmálaráðherra skipaði á árinu 1951 ~til þess að endurskoða áfengislöggjöf landsins. Var frumvarpið lagt íyrir Alþingi 1952 og fylgdi því ýtarleg greinargerð um störf nefnd- •arinnar og niðurstöður. Frumvarpinu var vísað frá með rökstuddri «Jagskrá eftir nokkrar umræður í efri deild. Það ákvæði frum- "varpsins, sem mestri gagnrýni hefur mætt, var heimildin um brugg- nn áfengs öls að undangenginni samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu. Þessi heimild hefur nú verið felld niður. Að öðru leyti er írumvarpið óbreytt, og er þess að vænta að það fái nú efnislega ^fgreiðslu á Alþingi. XFNÍ FRUMVARPSINS Frumvarpið er mikill lagabálk- vr. Hann er í 9 köflum, samtals 53 greinar. í fyrsta kaflanum eru elmenn ákvæði, í 2. kaflanum er fjaliað um innflutning áfengis, sá Jriðji er um tilbúning áfengis, liinn 4. um sölu og veitingu áfeng is, 5. kaflinn um meðferð áfengis í landinu, 6. kaflinn um ölvun, *7. kaflinn er um áfengisvarnir, 5. um refsiákvæði og í hinum 9. -eru ýmis ákvæði. - Tilgangur frumvarpsins er að ®tuðla að hóflegri meðfcrð áfeng- is og vinna gegn misnotkun þess. Samkvæmt því telst áfengi hver «á vökvi sem meira er í en 214 % af vínanda að rúmmáli. Sterkir <lrykkir teljast þau vín, sem meira er í en 21% af vínanda að rúmmáli, en létt vín sem í er xninna en 21% af vínanda. Ríkisstjórninni er einni heimilt Jið flytja hingað til lands áfenga ■drykki og eru ströng ákvæði gegn J>ví að skip er til landsins koma hafi áfengi meðferðis. Bruggun «r bönnuð á íslandi, en heimilt er .að leyfa tilbúning áfengs öls lianda varnarliðinu, enda séu skattar og tollar greiddir af því Æem innfluttu öli. Heimilt er að setja á stofn útsölustaði áfengis, þó aðeins i í kaupstöðum. Skal fyrst meiri Li hluti íbúa samþykkja að svo -•! verði. Og einfaldur meirihluti 1 íbúa getur ákveðið að útsölu- stað skuli lokað. Tvö ár verða , að líða á milli atkvæðagreiðslu um opnun og lokun útsölu- staðar. Heimild til áfengissölu hafa lyfsalar og læknar, sem rétt hafa til lyfjasölu, þó aðeins vín sem teljast til lyfja. í öðru lagi veit- ingastaðir þeir sem rétt hafa til veitingar áfengra drykkja. Setur dómsmálaráðherra reglugerð um þessi atriði. í kaupstöðum þar sem áfeng isútsölur eru getur dómsmála- ráðherra veitt veitingahúsum einu eða fleiri, leyfi til veit- inga gegn eftirtöldum skilyrð- um. 1. Að veitingahúsið hafi á boðstólum mat og fjölbreytta óáfenga drykki. 2. Að veitinga húsið sé að dómi stjórnar Sam- bands gistihúsa- og veitinga- húsaeigenda fyrsta flokks. 3. að eigi sé greitt þjórfé. — Áð- ur en leyfi er veitt skal leita umsagnar áfengisvarnarráðs, bæjarstjórnar og áfengisvarn- arnefndar í þeim kaupstað sem í hlut á. Utan kaupstaða er ráðherra heimilt að upp- fylltum áðurtöldum skilyrð- um að veita veitingahúsum leyfi til vínveitinga ef telja má að veitingahúsreksturinn sé aðallega fyrir erlenda ferða menn, cnda mæli áfengisvarn- arráð með leyfisveitingunni. Nú er bannað að senda áfehgi í póstkröfu. Aðeins má selja gegn staðgreiðslu. Engum ölvuðum má veita áfengi og engum, sem ekki hefur náð 21 árs aldri. Áfengis- auglýsingar eru bannaðar. Félög geta fengið leyfi til áfengisveit- inga í félagsherbergjum eða veit- ingahúsum, ef sýnt er, að félágs- skapurinn í heild eða einstakir félagsmenn hafi ekki hagnað af. Embættismenn og starfsmenn rikisins skulu sæta refsingu séu þeir ölvaðir að starfi. Sé læknir ölvaður af störfum missir hann lækningaleyfi. Sömu ákvæði eru um lyfsala og þjóna þeirra. Um áfengisvarnir segir að rík- isstjórnir skuli skipa sér til að- stoðar áfengisvarnarráðunaut. — Áfengisvarnarráð skal skipað 5 mönnum og er ráðunauturinn sjálfkjörinn formaður þess. Ráðið fer með yfirstjórn allra áfengis- varna í landinu og skal stuðla að bindindissemi og vinna gegn of- nautn áfengra drykkja. Áfengis- varnarnefndir skulu vera í öllum hreppum og kaupstöðum landsins og í öllum skólum er opinbers styrks njóta skal fara fram fræðsla um skaðleg áhrif áfengis- nautnar. — Áfengisvarnarsjóður skal stofnaður og fá 3% af hagn- aði Áfengisverzlunar ríkisins. — Skal hann standa straum af kostn aði við áfengisvarnir. — Til hlið- ar skal leggja næstu 5 ár 6% af hagnaði Áfengisverzlunarinnar. Helmingi þeirrar upphæðar skal varið til byggingar drykkju- mannahæla. Hinum helmingnum skal varið til að veita félagsheim- ilum og hótelum vaxtalaus lán og gangi þau hótel fyrir, sem ekki hafa áfengisleyfi. SKIPTAR SKOÐANIR I NEFND I nefndarálitinu um frumvarp- ið segir að skoðanir nefndar- manna séu mjög skiptar um frumvarpið. Flytur nefndin sam- eiginlega breytingartillögur í 10 liðum. Nokkrir aðrir þingmenn flytja ýmsar breytingartillögur, svo að samtals eru breytingartil- lögurnar við frumvarpið 57 tals- ins. BREYTINGARTILLÖGUR Þeir sem breytingartillögur flytja leggja allir til að ákvæði um innflutning nái jafnt til flug- véla sem skipa er til landsins koma. Skulu tollverðir eða lög- reglustjórar láta innsigla áfengis- forða þeirra. Frh. á bls. 11. fólksflutningum frá þessum byggðarlögum, sem þó hefðu jafnan tekið mikilsverðan þátt í útflutningsframleiðslu þjóðarinn- ar. — RAUNASAGA DYNJANDA- VIRKTUNARINNAR Sigurður Bjarnason kvað það skoðun sína að nauðsyn bæri til þess að reisa sameig- inlegt raforkuver fyrir mikinn hluta Vestfjarða. Þess vegna væri hann meðflutningsmaður að þessu frumvarpi. En undir- búningi að virkjun í Arnar- firði hefði að mörgu Ieyti ver- ið mjög áfátt. í 40 ár hefði verig rætt um að virkja Dynj- andisá og fleiri fallvötn í Arn- arfirði. Miklum tíma og tölu- verðu fjármagni hefði verið varið t41 rannsókna á virkjun- arskilyrðum þar. Jafnan þeg- ar til hefði átt að taka og hefja framkvæmdir hefðu þær strandað, ýmist á fjármagns- skorti eða óvissu sérfræðinga um það, hvort það borgaði sig yfirleitt að ráðast í heildar- virkjun á þessum stað fyrir meginhluta Vestfjarða. Þannig hefðu sveitarfélögin á VestfjörSum fengið einn færasta verkfræðing landsins, Finnboga 1 Rút Þorvaldsson prófessor, til þess að rannsaka virkjunarskil- yrðin á árunum 1942—44. Niður- staðan af þeirri rannsókn hefði orðið sú að um skeið var hætt að hugsa um samvirkjun. Þá var einstökum byggðarlögum ráðlagt að hefjast handa um undirbúning dieselrafstöðva eða sérvirkjana. En nokkrum árum síðar hófust nýjar bollaleggingar um virkjun Dynjanda. Gekk svo um hríð, að ekki fékkst úr því skorið, hvort þar skyldi virkja eða horfið að að sérvirkjunum. RANNSÓKN Á VIRKJUNARSKILYRÐUM Vegna þessarar óvissu flutti ég, sagði Sigurður Bjarnason, á Alþingi, haustið 1951, ásamt öðrum þingmönnum Vestfjarða, þingsályktunartillögu um rann- sókn virkjunarskilyrða í þessum landshluta. Tilgangur hennar var að fá endanlega úr því skorið hvort heildarvirkjun í Arnarfirði kæmi til greina, og skapa jafn- framt grundvöll að raunhæfum aðgerðum í þessum málum. Til- laga þessi var samþykkt í árs- byrjun 1952. Var hún svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara ýtarlega rannsókn á því, hvaða fallvatn eða fallvötn séu vænlegust til raforkufram leiðslu fyrir Vestfirði, þannig að fullnægt geti orðið raforku- þörfum þessa landshluta. Skal leitt í ljós með rannsókninni svo sem auðið er, hvaða mögu- leikar eru til raforkufram- leiðslu á þessu svæði. Rann- ísalög Framh. af bls. 1. ir að taka skip í drátt vegna þess að annars leggur vökina jafnóðum. Kostnaður hins op- inbera við að halda samgöng- um opnum mun nema milljón um króna. sókn þessari sé hraðað eftir föngum og að því stefnt, að rökstuddar tillögur og áætl- anir um, hvar og hvernig sé haganlegast að virkja, liggi fyrir haustið 1952“. Hinn 14. janúar árið 1953 flutti ég svo fyrirspurn til raforkumála ráðherra, ásamt Eiríki Þorsteins- syni um það, hver árangur hefði orðið af fyrrgreindri rannsókn, Svaraði ráðherrann, Hermann Jónasson, henni 21. janúar. Aðal- efni svars hans var það að raf- orkumálastjórnin teldi heildar- virkjun fyrir Vestfirði ekki heppí lega. Las ráðherrann bréf raf- orkumálastjóra um málið. Var þar m.a. komizt að orði á þessa leið: ,.Afl ánna í botni Arnarfjarðar er t.alið vera allt að 20 þús. hest- öfl, en Vestfirðingar þurfa ekki á að halda nema í kringum 7 þús. hestöflum. Aflið er því nægilegt, en það er mjög hætt við að niður- staða þessara heildar úrslitarann- sókna verði sú, að sameiginleg virkjun á þessum stað og veitur út frá henni um Vestfirði, muni verða svo kostnaðarsöm, að ekki komi til mála að ráð- ast í framkvæmd hennar S fyrirsjáanlegri framtíð“. Þetta sagði þá raforkumála- stjóri um möguleika á samvirkj- un fyrir Vestfirði fyrir rúmlega ári síðan. Jafnframt ræddi hann um í sama bréfi að einstök byggð arlög leystu raforkuþörf síno með dieselstöðvum eða sérvirkjvnum. ÓÞOLANDI VINNUBRÖGÐ En nú skilst mér, sagði Sigurð- ur Bjarnason, að þessi embættis- maður sé kominn á allt aðra skoð un. Nú er það aftur heildarvirkj- un í Arnarfirði, sem helzt kemur til greina. Á sérvirkjanir er ekki minnzt! Ég fagna því að sjálfsögðu ef útlitið hefur batnað fyrii? samvirkjun í Dynjanda. En ég kæri mig ekki um að þau byg.garlög á Vestfjörðum, sem ráðlagt hefur verið að hefja undirbúning að sérvirkjunumt verði nú á ný látin bíða í ár eða áratugi eftir því að heildar virkjun verði hafin. — Slík vinnubrögð væru gjörsamlega óþolandi. VIRKJUN FYRIR BOLUNGARVÍK I þessu sambandi vil ég minna á það að 12. febr. árið 1951 samþ. Alþingi lög um vatnsaflsvirkjun fyrir Bolungarvík. Þetta byggð- arlag hefur í nær 30 ár unnið að rannsóknum og undirbúningi sér- virkjunar. En hún hefur sífellt tafizt, bæði vegna skorts á fjár- magni og bollalegginganna um heildarvirkjun fyrir alla Vest- firði. Það er skoðun mín að þau byggðarlög, sem þannig hafa undirbúið sérvirkjanir sínar eigi fyrst og fremst að fá að ljúka þeim. Það komi ekki til mála áð drepa slíkum framkvæmdum nú með öllu á dreif að nýju eins og gert hefur verið meðan bolla- leggingarnar um heildarvirkjun hafa staðið yfir. í öðru lagi tel ég sjálfsagt að haldið verði áfram og lokið rann- sóknum á virkjunarskilyrðum I Arnafirði og á fleiri stöðum þar sem samvirkjanir koma til greina. Síðan verði ráðist í heild- arvirkjun fyrir Vestfirði. Ég vil að lokum taka það fram að Vestfirðingar byggja miklar jonir á þeim fyrirheitum, sem nú verandi hæstvirt ríkisstjórn hef- ur gefið um framkvæmdir í raf- orkumálunum. Þær vonir mega ekki bresta, sagði Sigurðpr Bjarnason í lok ræðu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.