Morgunblaðið - 26.02.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. febr. 1954 Læknisráð vlkunnar: Um hendur 02 vasaklúta r> OLL erum við sammála um það, að sjálfsagt er að forðast í lengstu lög að smita náungann af J>eím sjúkdómi, sem maður sjálf- ■ur hefur verið svo óheppinn að dá. En hins vegar vita ekki allir, Kvort sjúkdómurinn sem þeir ganga með, er smitandi eða hvern ig hann er smittandi. Menn fá þó vitneskju um þetta ámátt óg smátt eftir því sem 3>eir komast tii vits og ára. Flest- um hlýtur t. d. að vera það Ijóst •að bæði kvef og hálsbólga er smittandi. En hvernig berast þessir sjúk- <iómar frá manni til manns? Það er ekki nema eðlilegt, að jnenn hugsi sér, að þessir tveir sjúkdómar fari á milli manna með því að sjúklingurinn annað livort með hósta eða hnerra dreifi sýklunum yfir nærstadda. Þessi skýring er líka viðurkennd. Þess- ■vegna á að forðast að hósta eða Imerra framan í fólk, og sé mað- ■ur kvefaður eða með særindi í Kálsi, þá að tala ekki upp í and- lit fólks. Auk þess er rétt, þegar anaður kvefast illa, að halda sér lieima tveggja daga skeið. Hins vegar er líka önnur leið ■opin og hún ekki síður hættuleg. JÞar á vasaklúturinn sinn virka l>átt. Langoftast eru sóttkveikjur, sem kallaðar eru Streptococcar, ■valdir að hálsbólgu, en menn geta ^engi með þær í slímhúðinni í hálsi og nefi án þess að kenna sér nokkurs meins. Gerð var tilraun með 30 skóla- «lrengi. Þeir voru látnir koma ^yngjandi fullum hálsi inn í Ikennslustofuna og síðan var mælt á sniðugan hátt hve mikið af jstreptococcum þeir hefðu dreift um þar. Það var þó smávægilegt íiamanborið við það sem kom í loftið af steptokokkum, þegar «drengirnir höfðu veifað vasaklút- tinum sínum í eina mínútu í lcennslustofunni. Aðrar tilraunir hafa sýnt, að ^itreptokokkar — og auðvitað íleiri tegundir sýkla — geta bor- izt manna á milli af höndum manna, séu þessir sýklar í slím- húðinni í nefi eða munni, er ekki ■vandi fyrir þær að komast á Kendur fólks, og þegar sami mað- •ur 'tekur í höndina á kunningja áiínum, fast og innilega, þá þarf íiýkillinn varla markar króka- leiðir til að komast í nefið á honum. Það er ekki hægt að dauð- . hreinsa menn, dýr og innan- stokksmuni fyrir bakteríum. Ekki frekar en hægt er að nema -allar bifreiðar brott af götum liorganna, en bifreiðar eru að ■verða mönnum lífshættulegri en allar sóttkveikjur. Það er líka <>mögulegt að standa við handa- J>vott allan liðlangan daginn. En menn geta gert það svo oft að 2>ær séu nokkurn veginn hreinar. Kað er líka lítið gagn í því að Kalda hendinni fyrir munninum á meðan hóstað er, ef maður á jiæsta augnabliki tekur svo hönd- ána á kunningja sínum í kveðju- jskyni. Sá siður er ákaflega algengur 3iér á landi að menn heilsast með handabandi og útlendingum kem- rr það oft einkennilega fyrir .sjónir. Heppilegra væri að vera ögn sparsamari á þessháttar. Menn eiga líka að forðast að "taka upp vasaklút sinn beint fyr- ir framan nefið á öðrum. f heima áiúsum ættu menn líka að venja á að nota bréfþurrkur sem íleygja má eftir notkun. Og af því ég hef minnst á liendurna, þá skaðar ekki að «geta þess að óþægilegar bakteríur «iga heimkynni sín á fleiri stöð- "uni en í nefi og hálsi. Þær eru díka í þörmunum. Brýnið það því •umfram allt fyrir börnum yðar <pg heimilisfólki að þvo sér um hendurnar, þegar það hefur geng- ið erinda sinna og áður en það sezt að snæðingi. Enda þótt bakteríur í þörmun- um geri ekki þeim sem hefur þær neitt ógagn, þá geta þær verið skaðlegar fyrir aðra. Væri ekki líka hentugra að nota handþurrkur úr bréfi, sem fleygja má eftir notkun, á sal- ernum í skólum. Sama gildir um almenningssalerni. Handklæðin, sem þar sjást, eru óhugnanlegri en nokkur drauga- saga. Keldhverfingar sýna „Rinnahvolssyshir" á Húsavík HÚSAVÍK, 25. febrúar. — Leik- flokkur úr Kelduhverfi hefur sýnt hér tvö undanfarin kvöld sjónleikinn Kinnahvolssystur við ágæta aðsókn, fullt hús bæði kvöldin. Þetta er ævintýraleikur í þrem þáttum, eftir C. Hauch. — Aðalhlutverkin, systurnar Ul- rikku og Jóhönnu leika þær Guð- rún Jakobsdóttir frá Víkinga- vatni og Ásdís Einarsdóttir frá Lóni. Aðrir leikarar eru Stefán Björnsson, Víkingavatni, Björn Guðmundsson, Lóni, Jóhannes Þórarinsson, Krossdal, Sigurður Þórarinsson, Laufási, Gunnlaugur Indriðason, Lindarbrekku, Guð- rún Guðmundsdóttir, Lóni og Björn Þórarinsson, Kílakoti, sem jafnframt er leikstjóri. — Leik- tjöld málaði Sveinn Þórarinsson. Með augum leiklistargagnrýn- anda má auðvitað ýmislegt sjá, sem betur gæti farið og finna má að ýmsu, en sumt er vel gert og bera þær Guðrún og Ásdís þó sérstaklega leikinn alveg uppi. En með það í huga að þetta er flokkur úr aðeins 247 íbúa hreppi, sem mjög er strjálbyggður og íólk, sem aldrei hefur áður á leik- svið komið en fæst aðeins við þetta til að halda uppi félags- og menningarlífi sveitarinnar til þess að afla fjár til byggingar félagsheimilis verður að dást að dugnaði þess. í kvöld sýnir flokkurinn að Breiðumýri en áformar heimferð á morgun. — Fréttaritari. Umhleypingasöm tíð BORG í Miklaholtshreppi, 20. febr.: — Það sem af er vetrinum hafa ekki verið frost eða fannir, en eigi að síður mjög úrkomu- samt og umhleýpingar, oft blásið af öllum áttum sama sólarhring- inn. Þótt snjóað hafi svolítið, hefir það óðara horfið aftur, í dag er t. d. þó nokkur snjóföl jafnfallin yfir. — Heilsufar fólks hefir ekki verið sem bezt. Kíghósti og slæmt kvef hafa verið að ganga hér undan- farið. Tíðar læknisvitjanir hafa verið samfara þessum kvillum. — P. P. AðaHtmdur Ptpu- lagningameisiara AÐALFUNDUR Félags pípulagn- ingameistara var haldinn s.l. sunnudag í Tjarnarkaffi. Ríkti mikil eining að vinna að hags- munamálum stéttarinnar. Fund- urinn var vel sóttur. í stjórn voru kosnir Grímur Bjarnason íormaður, Runólfur Jónsson varaformaður, Jóhann Pálsson ritari, Helgi Guðmunds- son gjaldkeri. — Meðstjórnandi Sigurður J. Jónasson. — Áíengisf rv. Framh. af bls. 1. Áfengisvarnarnefndir á hverj- Um stað skulu kostaðar af við- komandi bæjar- eða sveitar- sjóði, en ekki úr áfengisvarn- arsjóði eins og ákveðið er í frumvarpinu, enda verði sá sjóður ekki stofnaður. TILLÖGUR EINSTAKRA MANNA Þessar urðu meginbreytingarn- ar sem á frumvarpinu voru gerð- ar. Það varð því ekki fyrir stór- breytingum, eins og ef til vill hefði mátt búast við, eftir þá af- greiðslu sem það fékk í fyrra á þinginu. Eins og áður hefur verið skýrt frá lágu fyrir við frumvarpið 57 breytingartillögur. Páll Zophon- íasson bar fram breytingartillög- ur í 19 liðum og voru þær allar felldar. Gísli Jónsson bar fram breyt- ingartillögur í 23 liðum. Af til- lögum hans voru samþykktar nokkrar en nokkrar tók hann aft- ur til 3. umræðu. Samþykkt var tillaga hans um tilgang laganna svo og um það að óheimill skuli innflutningur öls, svo og um að haldið skuli uppi í skólum fræðslu um áhrif áfengisnautnar. STERKARI PILSNER Af tillögum Lárusar Jóhannes- sonar o. fl. voru samþykktar: til- laga um að áfengi skuli teljast sá vökvi sem innihaldi 314% vín- anda að þunga í stað þess að áfengi hefur verið talinn sá vökvi sem inniheldur 214% vínanda að rúmmáli. — Af þeirri samþykkt kann að leiða að pilsnerinn okk- ar verði pínulítið sterkari en hann hefur verið til þessa. Tillaga hans og félaga hans um sð bæjarstjórnir eða hreppsnefnd ir geti með einföldum meirihluta ákveðið hvort útsölustaður áfeng- us skuli opnaður eða lokaður á yfirráðasvæði þeirra var felld með jöfnum atkvæðum að við- höfðu nafnakalli. Þannig —- með jöfnum atkvæðum — var og felld tillaga hans og félaga hans um að dómsmálaráðherra einn gæti veitt veitingahúsum leyfi til vín- veítinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Tillögur allsherjarnefndar Voru allar samþykktar að einni undan- tekinni, en hún var um að fella niður fyrstu grein frumvarpsins, sem kveður á um tilgang laganna. Tillögur nefndarinnar gengu að öðru leyti út á það að hvorki skyldi stofnað áfengisvarnarráð, r.é áfengisvarnarsjóður, né heldur að 6% af hreinum tekjum Áfeng- isverzlunarinnar næstu 5 ár skuli lögð til hliðar til byggingar örykkjumannahæla, eða lána fé- lagsheimila og hótela. — Nagíb Framh. at bls. 1. því að steypa Farúk konungi af stóli. — Nagíb er 53 ára. Hann hefur verið forsætisráðherrá síð- an haustið 1952 og í júnímánuði lýsti Byltingarráðið því yfir að Egyptaland væri lýðveldi og að Nagíb væri forseti þess. AFLEIÐINGARNAR Víða í Evrópu eru menn í vafa um ennþá hvaða afleiðingu stjórn arskiptin í Egyptalandi kunni að hafa í för með sér. Þó telja flest- ir að þetta séu innanlandserjur, sem ekki muni hafa afleiðingar út á við, svo að nokkru nemi. í Lundúnum benda stjórnmála- menn á, að byltingin í Kairo Og Sýrlandi sýni skort á stjórnmála- legu öryggi í þessum löndum og að vegur þeirra sem leiðandi ríkja innan Arababandalagsins sé úr sögun.ni, Byltingprnar. komu á þeim tíma er löndin stóðu á vegamótum þess að velja á milli samstarfs við aðrar þjóðir eða algjörs hlutleysis — en nú, eftir byltingarnar horfi þau mál allt öðru vísi við. Ljósmyndari blaðsins átti leið um Leifsgötuna fyrir skömmu og tók þessa mynd, þar sem nokkur börn voru að Ijúka við að búa til snjckarl og kerlingu. — Brunatryggmgiir Framh. af bls. 1. við og fer bærinn þannig ekki inn á svið tryggingaíyrirtækj- anna í bænum. Það er afgreiðsla trygginganna meðal annars innheimta iðgjald- anna og það sem henni fylgir, sem er all veigamikill þáttur þeirrar starfsemi, er bærinn tek- ur að sér, og þann þátt er tilætl- unin að sameina annarri sams- konar starfsemi bæjarins, þ.e. út- skrift og innheimtu fasteigna- gjalda. Kostnaðarauki af þeirri sameiningu ætti að vera hverf- andi lítill, en yrði hins vegar til hagræðisauka fyrir húseigendur, er þá geta greitt þessi gjöld á sama stað. Þess má geta, sagði borgar- stjóri, að þau störf, sem hér er gert ráð fyrir að bærinn taki að sér, voru ailt frá árinu 1874 til 1939 í höndum sérstakrar stofn- unar, brunamálastjóra, sem starf- aði samkvæmt opinberum regl- um. Um skeið, þ.e. árin 1920— 1924, annaðist bæjargjaldkeri innheimtu iðgjaldanna. Bruna- málastjóri skilaði annars bæjar- sjóði iðgjöldunum, sem annaðist greiðslu brunatjóna og annarra skuldbindinga félags þess er tryggingarnar tók að sér. BÆRINN BER ENGA ÁHÆTTU í útboðinu er gert ráð fyrir tilboðum um fleiri en einn mögu- leika. Annars vegar er gert ráð fýrir því að bærinn beri sjálfur enga áhættu, en hins veg- ar að hann taki á sig áhættu að vissu marki, en endurtryggi fyrir öllum tjónum er kynnu að fara yfir það mark. Hér er ekki ástæða til að ræða um það hvora leiðina skuli fara. Það er naum- ast tímabært fyrr en tilboð liggja fyrir. Útboðið hefur verið haft mjög einfalt og óbrotið, bæði til að spara þeim er vilja gera tilboð, fyrirhöfn og eins til þess að auðvelda samanburð til- boðanna, sagði borgarstjóri að lokum. FRÁ UMRÆÐUNUM Nokkrar umræður urðu um málið. Magnús Ástmarsson flutti tillögu um að því yrði frestað og þremur tryggingarfróðum mönn- um falin athugun þess. Guðm. Vigfússon og Magnús Ástmars- son báru fram aðra tillögu um almennt útboð á brunatrygging- um húseigna í Reykjavík, með þeim fyrirvara að bænum sé heimilt að hafna öllum tilboðum og taka brunatryggingarnar í eigin hendur, ef það y^ði, ^aljið jafn hagkvæmt eða hágkvæmafa en að semja við það brunatrýg^- ingaféag, sem lægst tilboð kynni að gera. Þórður Björnsson f)utt| sém aðaltillögú tillögu um að gefa tryggingarnar algjörlega frjálsar, þ.e. að hver húseigandi réði hjá hvaða félagi hann tryggði húseign sína. SPOR AFTUR Á BAK Borgarstjóri kvað það vera spor aftur á bak að gefa bruna- tryggingarnar algjörlega frjálsar, eins og Þórður Björnsson vildi. Ólíklegt væri að iðgjöldin yrðu við það lægri en þegar trygging- arfélögin í bænum byðu í allar tryggingarnar í einu lagi. Alvar- legasta afleiðing þess yrði þá sú, að fátækasta fólkið myndi hliðra sér hjá að tryggja hús- eignir sínar. Það tjón, sem það síðar yrði fyrir gæti lent á bæn- um í vaxandi fátækraframfæri. Borgarstjóri kvað samtryggingar eldri hér en víðast annars staðar. Það væri skoðun sín að við ætt- um ekki að hverfa frá þeim. Þórður Björnsson kvað of stutt an tíma til stefnu með útboðið. En borgarstjóri benti á það, að öll tryggingarfélögin hefðu fylgzt með því, sem gerzt hefði í málinu s.l. ár og hefðu búið sig undir að bjóða í tryggingarnar. Guðmundur Vigfússon kvaðst sammála borgarstjóranum að til- laga Þórðar Björnssonar um frjálsar tryggingar yrði ekki hagkvæm fyrir húseigendur. Hún mundi ekki hafa í för með sér lægri útgjöld. ATK VÆÐ AGREIÐ SL AN Atkvæðagreiðsla um málið fór þannig að tillaga borgarstjóra um útboð brunatrygginganna á grundvelli athugunar hagfræð- ings bæjarins, var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum. Aðrar tillögur fengu ekki stuðning. —. Fellt var með 8 atkvæðum gegn 5 að fresta afgreiðslu málsir.s. Meiri sam- vinna í kjarnorku- LUNDÚNUM, 17. febr. — í boð- skap Eisenhowers fer hann þess á leit við þjóðþingið, að það gang ist fyrir aukinni samvinnu Banda ríkjanna og vinaþjóða þeirra um hagnýtingu kjarnorku. — Stend- ur til að breytt verði lögum um kjarnorkuvopn frá 1946. Segir forsetinn, a?5 gersamlega sé út í bláinn að halda við ýmpum þeim hömlúm, sem lagðar voru á kjarnorkumál fyrir átta árum. Væru ýmsar þeirra auk þess þánnigj: að 'þ«r ynnu úandaríkj- unum og vínum þeirra ótvírætt tjón. „jj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.