Morgunblaðið - 26.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1954, Blaðsíða 9
Fðstudagur 26. febr. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 ' Hagskýrslur Rúss á sama fari Þrátt fyrir það að æðstu valdamenn viðurkenndu að þær ) væm rangar er þeim ekiki breytt til batnaðar ‘Á Þegar Malenkov komst til valda í fyrra, gaf hann og landbúnaðarráSherra hans, Khruschev, skýrsla um efna- hag Ráðstjórnarríkjanna. — Skýrsla þessi þótti bera vott' um fr jálslyndi og hreinskilni, sem áður var óþekkt hjá j Stalín. En nú hafa Malen-1 kov og kumpánar hans tekið upp þá fyrri venjn, að rang- færa hagfræðilegar stað- reyndir og bregða upp óraun ‘ særri mynd af ástandinu í efnahagsmálum þjóðar sinn- ■ ar í áróðursskyni. SÆKIR í SAMA HORFI8 Þegar Khruschev í fyrrasumar upplýsti hreinskilnislega, hve landbúnaður Rússa væri í slæmu ásigkomulagi, þótti líklegt, að rússneskir hagfræðingar hefðu tekið þann kostinn að segja satt og rétt frá öllu. En ekki hefur reynzt svo upp á síðkastið. Hin nýútkomna skýrsla Ráðstjórnar- innar um framkvæmd „áætlun- ar“ ársins 1953, er eins óskýr og villandi sem slíkar skýrslur voru vanar að vera undir stjórn Stalíns sáluga. HVERNIG ER ÁÆTI.UNIN? Eins og oft hefur brunnið við hjá Sovétstjórninni, eru engar raunverulegar tölur í skýrslunni heldur hefur hagfræðingum Mal- enkovs tekizt vel upp í sinni gömlu tækni í að mæla fram- leiðsluna með tilliti til hlutfalls- legrar aukningar frá fyrra ári. Fyrraársframleiðslan var mæld á sama hátt og þannig koll af kolli. Þungaiðnaðurinn er sagður hafa staðizt áætlun. En þar sem áætl- unin er ókunn, kemur fróðleikur þessi okkur að engu gagni. Fram- leiðsla neyzluvara og smávarn- ings hefur farið fram úr áætlun, en eins og áður eru engar upp- lýsingar gefnar um áætlunina. KHRUSCHEV JÁTAÐI FÆKKUN NAUTGRIPA Athyglisvert er það, hvað. Khruschev, landbúnaðarráðherra, ’ <og hagfræðingunum ber mikið á t milli, er þeir ræða um fjölda ( húsdýra í Rússlandi. Fyrir hálfu ári gaf Khruschev það skýrt í. Ijós, að Ráðstjórnarríkin hefðu 3,5 milljónum færri nautgripi í byrjun ársins 1953, en 1941 í upp hafi orustunnar um Rússland og , 3,9 milljónum færri en 1928, er j samyrkjubúskapurinn hófst. •— Þetta hefur átt sér stað þrátt fyr- ír stórfellda fjölgun íbúanna, geysilega stækkun ræktaðs lands <og öflugan áróður fyrir aukinni kvikfjárrækt. Landbúnaðarráðu- ueytið gerir nú allt, sem í þess ■valdi stendur til að auka bústofn- inn og heitir búandlýð alls kyns verðlaunum og medalíum, að sov- jeskum sið, til handa þeim, er vel standa sig á því sviði. EN HVAÐ SEGJA SVO HAGFRÆÐINGARNIR? IÞegar litið er á tötur hinna, vísu hagfræðinga Ráðstjómar ínnar, verður annað uppi á teningnum en hjá Khruschev. J>eir gefa landbúnaðarráðu- neytinu lítinn gaum, því að þeirra verk er ekki að segja frá staðreyndum, heldur að gefa upp laglegar tölur handa kommúnistablöðum út um heim í áróðursskyni til að sýna auðvaldsríkjum hins vest ræna heims hvers hið algóða skipulag alþýðuríkisins í sé megnugt. (K Út úr nautgripadæminu fyrr téða fá hagfræðispekingar Kremlins 1.7 milljón kúa aukn ingu frá janúar til október Bæði Malenkov og Kruschev hafa lýst því yfir að hagskýrslur Ráðstjórnarríkjanna séu falsaðar. Bjuggust menn við að ávítum þeirra myndu fylgja Isiðréttingar á skýrslunum, en svo er ekki. Þar situr enn við hið sama. Myndin sýnir fólk við kornuppskeru í Ukrainu, en í ljós hefur komið að kornuppskera Rússa hefur minnkað. 1953, og að tzla alls nautpen- ings hafi hækkað úr 56.6 mill- jónum í 63 milljónir. Einhver hefur fjölgunin hjá svinunum verið! Þeim kvað hafa fjölgað, að sögn hagfræðinganna úr 28.5 milljónum í 47.6 milljónir á þessum fáu mánuðum, þrátt fyrir ummæli Khruschev takmarkið væri að koma tölu svína upp í 34.5 milljónir. KHRUSCHEV OG MALfNKOV GAGNRÝNA! í ræðu sinni í sumar áfelldist Khruschev bændur harðlega fyr- Eflir Edward Crankshaw ir að draga á langinn að slátra afsláttargripum sínum fram yfir hina árlegu „eigna“ talningu, svo að þeir sýndu sem mesta fram- leiðslu. Kvað hann markaðinn fullan af kjöti af gripum, sem óhæfir væru til slátrunar. Hann bannfæri slíkt og bauð að binda endi á það. En sjá, nýjar tölur sýna hið gagnstæða. Orð spá- mannsins féllu í grýttan jarð- veg. Malenkov gagnrýndi í ágúst- ræðu sinni í Æðsta Ráðinu þá aðferð, sem höfð væri á mati korníramleiðslunnar. Hann kvað það vera hlægilegt að byggja tölur um framleiðslu korns á áætluðu framboði í stað þess að miða þær við magn þreskjaðs korns. Byrjað var á þessum hætti laust eftir 1930 til að fela hina geysilegu framleiðslurýrn- un, sem fylgdi í kjölfar samyrkju búskaparins. Erlendum sérfræð- ingum hefur talizt að áætlað framboð sé 20 % meira en raun- veruleg framleiðsla þreskjaðs korns. SKEKKTURNAR EKKI LAGFÆRÐAR Við þessa hvassyrtu ræðu Malenkovs var húizt við, að rússneskir hagfræðingar yrðu látnir hætta þessum undarlega feluleik við staðreyndirnar. En svo varð ekki. Líklega hef- ur Malenkov verið hlýtt í fyrstu, en stjórninni hefur ekki þótt framleiðsjijitöiúrnar nógu fallegar né stórar, svo að þær voru ekki gefnar upp. Hið eina, sem látið var uppi, yar þetta: „Þrátt fyrir óhagstæða veðráttu á sumum svæðum, var kornframleiðslan 1953 NÆRRI ÞVÍ eins mikil og 1952.“ FRAMLEIÐSLAN EYKST EKKI. Vitað er, að kornuppskeran 1952, var jafnmikil og þrjú und- anfarandi ár, þrátt fyrir loforð um framleiðsluaukningu. Þetta sýnir að uppskeran 1953 er langt- um minni en áætlað var. (Observer. Öll réttindi áskilin). Skýrt frá þýzku kynningarvikunni í þýzkum blöðum ÞÝZK blöð hafa skýrt all ýtar- lega frá kynningarviku þýzkra lista, sem haldin var hér á landi fyrr í vetur. Telja þau að kynn- ingin hafi tekizt mjög vei Minn- ast þau á svartlistarsýninguna, sem 2000 sýningargestir komu á og 40 myndir seldust. Það voru einkum myndir eftir Max Sle- vogt, Káthe Kollwitz og Lovis Corinth, sem seldust, en myndir eftir Marcks og Barlach fundu einnig náð fyrir augum íslend- inga. Á það er minnzt í greinunum, að ísland sé á þjóðleið milli Evrópu og Ameríku. Þótt íslend- ingar séu smáþjóð, sé það algengt að stærstu listamenn heimsins komi einmitt þangað í heimsókn á leið sinni milli heimsálfa. Er þess og getið, að þjóðin hafi mjög þroskaðan listasmekk, einkum í tónlist. Kírkjuritið verð- ur íiiánaðarrit í SEINASTA Kirkjuriti, skýrir ritstjórinn, herra Ásmundur Guð- mundsson, biskup, frá breyting- um sem gerðar hafa verið á út- gáfu ritsins. Er þess þá fyrst að geta, að próf. Magnús Jónsson, hefur gerzt meðritstjóri biskups, en hann hafði meðritstjórn á hendi hér áður fyrr. Þá verður ritið stækkað og kemur út mán- aðarlega í stað ársfjórðungslega áður. Er ætlunin að Kirkjuritið komi þannig í stað Kirkjublaðs- ins, sem hinn látni biskup, herra Sigurgeir Sigurðsson, var rit- stjóri að. NYR FLOTAFORINGI PARÍS — Atlantshafsráðið hefir 1 skipað Jerauld Wright, yfirfloía- I fóringja Atlantshafsríkjanna á ; Atlantshafi. Tekur hann við af McCormick. Stækkun eðu flutning- nr ReykjfKvíkurilugv* TILLÖGUR þær um stækkun Reykjavíkurflugvallar, sem við og við koma fram, samrímast illa stórhug forustumanna ís- lenzkrá flugmáia. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að styrjaldarnauðsvn hafi ráðið úr- slitum, þegar Bretar á styrjaldar- árunum tóku ákvörðun um stað- arval Reykjavíkurfiugvallar. En það ber vott um fullmikla skamm sýni af þeirra háifu, að í byrjun var talið, eða a.m.k. látið í veðri vaka, að flugvöllurinn þyrfti ekki að vera stærri en svo, að ekki þuríti að skerða byggðina nema mjög óverulega. Brátt kom í ljós, að hin upprunalega áætl- aða stærð nægði ekki, og varð þá að rífa hús svo tugum skipti til þess að koma flugvellinum fyrir. o—//—o Fyrir nokkrum mánuðum var frá því skýrt í einu dagblaði Reykjavíkur, að til þess kæmi ó- hjákvæmilega áður langt um liði, að íslendingar þyrftu að kaupa stærri flugvélar en þær sem við nú eigum. Þessar stóru flugvélar krefjast lengri flugbrauta en Reykjavíkurflugvöllur hefur, og yrði því um tvennt að velja, þeg- ar að því kæmi, að Islendingar eignuðust stærri flugvélar: annað hvort yrðu íslenzku flugfélögin að „flýja Reykjavíkurflugvöll“, eða það yrði að stækka hann. Að ,,flýja“ suður á Keflavíkurflug- völl væri að sjálfsögðu óæskilegt fyrir íslenzka flugmenn og ís- lenzk flugfélög, en auk þess væri, samkvæmt umsögn flugfróðra manna, Reykjavík á öðru veðr- áttusvæði en Keflavík, og kæmi oft fyrir, að hægt væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli þegar ó- lendandi væri á Keflavíkurflug- velli vegna veðurs, og gilti það vitanlega bæði um íslenzkar flug- vélar og erlendar, Til þess að ráða bót á þessu þyrfti nú að lengja flugbrautir Reykjavíkurflugvallar — út í Skerjafjörð. o—//—o En væri nú ekki tímabært að hefja sig til flugs örlítið upp úr lægðinni „fyrir sunnan Fríkirkj- una“, og horfa fram í tímann, ekki 5—10 ár, heldur 50—100 ár? Annað er í rauninni alls ekki sæmandi í þessu máli. Fljótt á litið virðist vera völ á a.m.k. tveimur flugvallarstæð- um í nánd við Reykjavík: 1) á Hólmsheiðinni eða þar í grennd og 2) í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð, nálægt Krýsuvíkur- veginum. Frá hvorum staðnum sem væri er um 15—20 mínútna akstur til Reykjavíkur. Flugvellir eru að vísu mikil mannvirki, en fiugvallargerð er auðveldari nú en fyrir 10—12 ár- um, sökum aukinna nota stór- virkra véla og flutningatækja við slik mannvirki. Þá hefur það sýnt sig, að stórar jarðýtur vinna auðveldlega á hrauni, mylja það og jafna fljótt og vel. Hér skal ekki farið frekar út í að ræða auðveldleika eða erfið- leika á flugvallargerð í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík, en aðeins bent á, að í tilefni af tiltölulega bráðri þörf fyrir lengri flugbraut ir en Reykjavíkurflugvöllur hef- ur nú, ætti vissulega að athuga rækilega möguleika á gerð nýs flugvallar nálægt Reykjavik, og gera samanburð á þeirri leið og hinni, að lengja flugbrautir Reykjavíkurflugvallar út í sjó. Það mætti e.t.v. benda á í þessu sambandi, að stækkun Keflavíkurflugvallar stendur nú yfir, og það kynni að gefast sér- stakt tækifæri til þess að ná hag- kvæmum samningum um notkun véla og áhalda til flugvallargerð- ar í námunda við Reykjavík, að lokinni þeirri stækkun. Og þó að flugvallargerð sé kostnaðarsamt fyrirtæki, þá er aðgætandi, að mikill hluti kostn- aðarins yrði fólginn í kaup- greiðslum til íslenzkra verka- manna og annarra, sem að verk- inu störfuðu. Og Reykjavík yrði leyst úr á- lögum, og öðlaðist aftur eðlilega vaxtarmöguleika í nánd við Mið- bæinn — bæði á vídd og hæð. Guðmundur Marteinsson. Gjafir og áhcH ti! KáHatjarnarkirfcju árið 1953 MINNINGARGJÖF frá hjónun- um Erlendsínu Helgadóttur og Magnúsi Jónssyni frá Sjónarhól á Vatnsleysuströnd um börn þeirra þrjú sem dáin eru kr. 1500.00. Minningargjöf frá Elínu Þorláks- dóttur frá Bræðraparti í Vogum um mann hennar Guðmund Bjarnason og son þeirra Bjarna Guðmundsson kr. 1000.00. Áheit frá N. N. 50.00, Eiríki Kristjánss. 50.00, Jóhanni Ól. Jónss. 50.00, Eggert Kristmundss. 50.00, Ó. Á. M. 100.00. Árið 1953 varð Kálfatjarnar- kirkja 60 ára og var þess mínnst með messugjörð hinn 13. sept. Viðstaddur var biskupinn yfir íslandi hr. Sigurgeir Sigurðsson, sem þá um leið vísiteraði kirkj- una. Flutti sóknarpresturinn séra Garðar Þorsteinsson stólræðu, en biskupinn ræðu frá altari kirkj- unnar og þjónuðu báðir fyrir alt- ari. Þá var vígður af biskupi kaleikur og patína, er gefið er til minningar um Höllu Matthías- dóttur frá Norðurkoti á Vatns- leystuströnd og menn hennar Ei- rík Eiríksson og Björn Jónsson, gefið af börnum þeirra Maríu Eiríksdóttur, Guðrúnu Eiríksdótt ir, Margréti Björnsdóttir, Eiríki Björnssyni og Jóni Björnssyni. Eru gripir þessir fagrir og mjög vel gerðir. Var öll kirkjuathöfn- in mjög tilkomumikil og hátíðleg. Um leið og við minnumst þessa þökkum við fyrir hönd kirkju og safnaðar, gjafir og áheit s.l. ár. Þökkum af alhug bæði þær gjafir og allar gjafir undanfarinna ára, og hinn mikla hlýhug, vinsemd og velvilja til Kálfatjarnarkirkju, yngri og eldri sóknarbarna, heima og burtu fluttra, óskum þeim gleðilegs árs og allrar guðs blessunar um ókomna tíð. I janúar 1954 Kolsýrueitrun í dönskum gap- træðaskcla FYRIR nokkrum dögum vildi það til í dönskum gagnfræða- skóla, að 270 nemendur veiktust af kolsýrueitrun. — Kennarinn veitti því athygli, að allir nem- endurnir voru hálfsofandi í sæt- um sínum og datt strax í hug að um kolsýrueitrun væri að ræða. Eitrunin var þó ekki orðin alvar- legri en svo, að kennaranum tókst að koma unglingunum út undir “bert loft og jöfnuðu all- flestir sig mjög bráðlega. Fjórtán af nemendunum voru þó svb illa haldnir; að það varð að flvtja þá á sjúkrahús. Enginn af þeim var þó lífsættulega veikur: •— Kol- sýrueitrunin hafði átt sér stað í miðstöðvarkerfi skólans og breiddist úr miðstöðvarherberg- inu inn í kennslustofurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.