Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 6

Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 6
6 MO GVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. fcbr. 1954 Gjöf fi! Haihreigar- siaða Vinsælar dægurlagasö ur koma hinaað í næ HINAR heimskunnu söngkonur „Tanner-systur“ eru væntanleg- ar hingað eftir nokkra daga og munu þær koma fram á hljóm- leikum, er haldnir verða í Aust- Urbæjarbíói. „Tanner-systurnar“ eru raun- verðulega systur og hafa þær hlotið mikla frægð í Englandi, en þær eru enskar. Hafa þær komið fram á hliómleikum, kabarettum, variety-skemmtunum, nætur- klúbbum og einnig mjög oft í útvarpi og sjónvarpi. M. a. hafa þær ennfremur komið fram í út- varpi frá Hollandi og París Þær voru fengnar til að koma fram á skemmtunum, sem Danhy Kaye hélt í Englandi síðastliðið sumar og sögðu þá sum blöðin að önn- ur þeirra, Stella, væri mesta gamansöngkona Englands, hefði hún lítið gefið sjálfum Danny Kaye eftir. fslenzkf réftarfjón í Bandaríkjunum SVO sem kunnugt er njóta hug- verk Bandaríkjanna fullrar verndar á íslandi, ef þau eru að- eins gefin út fyrst í einhverju landi Bernarsambandsins, en þannig er gengið tia vjö llt"á u flestra eða allra amerískra verka, sem talin eru einhvers virði. Njóta verkin þannig meiri og lengri verndar í löndum Bernar- Sambandsins en í sjálfum Banda- ríkjunum, sem veita þó tr’km- Xc aða vernd að undangenginni sér- Stakri skráningu nvtis Vfcíi jvb. Lengi var mögulegt að skrá þannig verk íslenzkra höfunda til verndar í Ameríku, þar sem þeir yoru þegnar Danakonungs, — en þetta breytist, er ísland taldist sjálfstætt ríki. Á seinustu árum hefur umsóknum íslenzkra höf- Unda um verndarskráningu ein- Staka verka í Bandaríkjunum því Öllum verið hafnað, og þannig vernd þessara verka í Ameríku í tvisvar 28 þ. e. samtals 56 ár farið forgörðum, þar sem skrán- jng til vernar er aðeins leyfileg innan 6 mánaða eftir útkomu yerksins. Augijóst er af þessu að um stór 1 Jcostlegt gjaldeyristap fyrir ís- land getur verið að ræða, þó að t. d. ekki nema aðeins eitt ís-! lenzkt verk á þessum 56 árum nái útbreiðslu í Ameríku. íslenzkir höfundar hafa nú í inörg ár farið fram á það við j ríkisstjórn íslands að breyting | yrði á þessu. Málið er nú loks til afgreiðslu á yfirstandandi Al- þingi, en óafgreitt. Hve lengi eiga íslenzkir höfundar og erfingjar þeirra að bíða þessa réttar síns? Þingsályktunartillaga um þetta og þar að lútandi höfundalaga- breyting hefir enn ekki náð af- greiðslu. Reykjavík 24. febr. 1954 Jón Leifs. Tanner-systur eru sennilega allra eftirsóttustu skemmtikraft- ar, sem hingað hafa komið í langan tíma. Hljómplötur þeirra hafa selst í hundruð þúsunda ein- taka og er platan þeifra „The Creep“ sem leikin var í óskalaga- þætti sjúklinga síðastliðinn laug- ardag, metsöluplata í Englandi um þessar mundir. Þeim stendur til boða að koma fram í Banda- rikjunum, en munu ekki geta farið í bráð, þar sem þær eru þegar ráðnar til hausts í Eng- landi. Olli því einstök tilviljun, að þær gátu tekið sér ferð á hendur hingað, það féll niður nokkurra daga ráðning og ákváðu þær þá að skreppa til Islands, en Ráðningarskrifstofa Skemmti- krafta hefur milligöngu um hing- aðkomu þeirra. Hljómleikar þeirra hér verða hinir vönduðustu, hefir hið nýja munnhörputríó verið ráðið til að koma fram á hljómleikunum með Tanner-sýstrum. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar annast undirleik hjá Tanner-systrum. Sendu þær allar nótur á undan sér og æfir nú hljórpsjieitin af kappi. M. a. munu systurnar syngja eitt íslenzkt lag á hljóm- leikunum. NÝLEGA færði stjórn Thorvald- sensfélagsins f járöflunarnefnd Hallveigarstaða eitt þúsund krón ur að gjöf. Tilefni þessarar gjafar er að á fundi Bandalags kvenna í Reykja vík s. 1 haust, kom formaður fjáröflunarnefndar Hallveigar- staða, frú Guðrún Jónasson með þá uppástungu að skorað væri á allar konur landsins að lata nú eitthvað af hendi rakna til bygg- ingar Hallveigarstaða. Þótt upp- hæð hverrar gjafar væri ekki stór, þá gæti heildarupphæðin orðið það mikil að verulega mun- aði um hana fyrir byggingu Hall- veigarstaða. Mælst var til þess við kvenfélögin að þau gengjust fyrir þeirri söfnun, hvert innan síns félags. Thorvaldsensfélagið, sem er fámennt, en framúrskarandi dug andi félag, varð fyrst allra félaga til að sinna þessu kalli, og hefur með því gefið það fordæipi, sem vonandi er að öll kvenfélög lands ins taki sér til fyrirmyndar. Eins og kunnugt er hefur fjár- söfnun til Hallveigarstaða staðið yfir í nokkur ár, og er nú svo langt komið, að verið er að teikna húsið. Fjárfestingarleyfi er feng- ið og standa vonir til að hægt verði að byrja á framkvæmdum með vorinu. Vantar þó mikið íil að nóg fé sé fyrir hendi. Konur mega því enn herða róðurinn. Vitanlega vilja allar konur eign- ast myndarlegt félagshéimili, sem verði allt í senn — aðsetursstað- ur kvenfélaga, heimili fyrir ungu stúlkurnar okkar og miðstöð ýmis konar menningarstarfsemi er kvenfélögin beita sér fyrir. íslenzkxr konur geta reist þetta hús af eigin ramleik, að- eins ef nógur áhugi er með í verki. Fyrir hönd framkvæmdanefnd- ar Hallveigarstaða vil ég færa Thorvaldsensfélaginu kærar þakkir fyrir gjyfina og eins og áður er sagt, fordæmið, sem það gefur. Kristín L. Sigurðardóttir, form. framkvæmdanefndar Hallveigarstaða. Skiðaíé'ag Reykjavíkar 49 ára Fjölmenrct söngmót kirk ju kórasambands Borgar- fjarðarprófastsdæmis IÐASTL. sunnudag 21. þ. m. var efnt til söngmóts á vegum Kirkjukórasambands Borgarfjarðarprófastsdæmis að samkomu- húsinu að Brún í Bæjarsveit, fyrir fullu húsi áheyrenda. í mótinu tóku þátt sjö kirkjukórar héraðsins: Kirkjukór Bæjar-, Hólms-, Leirár-, Saurbæjar-, Hvanneyrar-, Lundar- og Reykholtssókna. — Söngstjóri mótsins var Bjarni Bjarnason frá Skáney. Mótið hófst með því að prófast- urinn séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ flutti ávarp og kveðju frá biskupi landsins. Að því búnu sungu sameiginlega kirkjukórar Bæjar-, Hólms-, Leirá- og Saur- bæjarsókna þrjú lög og síðan kirkjukórar Hvanneyrar-, Lund- ar- og Reykholtssókna þrjú lög hver. Að þvi loknu sungu allir kórarnir sameiginlega og voru þátttakendur samtals um 130 manns. — Gestur mótsins var söngmálastjóri þjóðkirkjunnar Sigurður Birkis, auk nokkurra gesta innanhéraðs. Að lokum var sameiginleg kaffidrykkja en konur úr Bæjar- sveit sáu um allar veitingar. Þar færði formaður kirkjukórasam- bands Borgarfjarðarprófasts- dæmis, Finnur Árnason á Akra- nesi, Kjartani Jóhanressyni organista frá Stóra-Núpi, vand- aða skjalatösku að gjöf frá sam- bandinu, en Kjartan hefir undan- farnar sjö vikur æft kirkjukór- ana í héraðinu. Auk þess voru ávörp og kvæði 'lutt undlr borð- um. Þótti þetta söngmót mikill viðburður í söngmálum héraðs- ins og til mikils sóma öllum þeim er að því stóðu. —Á. S. Skíðafélag Keykjavíkur verður 40 ára í dag, eins og skýrt var frá í hlaðinu í gær. Minnist félagið afmælisins með hófi í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld. — Myndin hér að ofan er af núverandi stjórn félagsins. Á henni eru, sitjandi (talið frá vinstri): Stefán G. Björns- son og Lárus G. Jónsson; standandi: Sveina Ólafsson, Jóhannes Kolbeinsson og Leifur Miiller. r iippskipun á báfum í Olafsvfik óþérf og kosfsiateðiii 1 OLAFSVÍK, 24. febr. — V.s. Bláfell lagðist hér að bryggju í gær- kvöldi, til þess að taka beinamjöl. Skipið var fermt 40 smá- lestum af mjöli. Pappírsskcrtur enn LONDON 22. febr. — Einn af þingmönnum brezka íhaldsflokks ins hefur lagt fram tillögur um að aukin dollaraleyfi verði veitt til innflutnings á pappír frá Kan- ada. Sagði hann að Kanadamenn væru reiðubúnir að auka pappírs- sölu til Bretlands. Enn væri og pappírsskortur í Bretlandi. Derrick Heathcoat varavið- skiptamálaráðherra sagði að doll- araleyfi fyrir pappír hefðu stöð- ugt verið aukin síðan 1951 og í ár er leyfður innflutningur á 200 þúsund smálestum af kanadísk- um pappír. Þetta er ekki meir en fyrir brýnustu þörfum dagblað- anna, en ef þetta magn væri auk- ið um þriðjung mætti afnema pappírsskömmtun í landinu. — Reuter, Það má telja til nýjunga hér, að svo stórt skip sem Bláfell, sem er 730 brúttó lestir, leggist hér að hafnargarðinum, en hann var eins og kunnugt er, endurbættur í fyrrasumar. DPPSKIPUN á bátum Venjulega þegar stór skip koma hingað, hafa þau ekki lagzt að hafnargarðinum, og hef- ur þá öll ferming þeirra orðið að fara frafn á bátum. Við Ólafsvík- ingar teljum, að hér sé aðeins um ókunnugleika að ræða, þar sem sýnt er að stór skip eins og Biá- fell geta lagzt að hafnargarðin- um og hefur það tekizt prýðilega. T.d. hefur Vatnajökull og Foldin komið hér upp að og hafa skip- stjórar þessara skipa rómað mjög, hve hafnargarðurinn væri traust- ur og gott fyrir skip að athafna sig þar. 90 KR. MISMUNUR Á HVERJA SMÁLEST Eins og skiljanlegt er, er það miklum erfið'eikum bundið á allan hátt að flytja vörurnar á bátum milli skips og lands. — Flutningurinn verður á allan hátt erfiðari og miklum mun dýrari. Það þarf miklu meiri mannskap heldur en annars mundi vera og tekur lengri tíma. Mismunurinn verður kr. 90 á hverja smálest, sem flutt er í skipið eða úr því. VERÐUR AÐ SÆTA SJÁVARFÖLLUM Við Ólafsvíkingar teljum það höfuðnauðsyn, að ferming skip- anna geti farið sem fljótast og sem kostnaðarminnst fram. Það gerir auðvitað erfiðara fyrir, að skip, sem leggjast að hafnargarð- inum, verða að sæta sjávarföll- um og verða þá oft að bíða nokkra klukkutíma. En þrátt fyr- ir það, fer afgreiðslan fljótara fram allt að einu, en þegar bátar eru notaðir. Skipin geta ekki lagzt að hafnargarðinum fyrr en hálffallið er að og geta þá legið þar í 6 klukkustundir. — Þegar Bláfell kom hingað í gær, var háflæði og lá skipið við hafnar- garðinn í 3 klukkustundir. Á þess um tíma var fermt þar 40 smálest um af mjöli. Ef fermingin hefði farið fram í bátum hefði það tekið minnst 7 klukkustundir. Af þessu má sjá, hve mikið það flýtir fyrir afgreiðslunni og er ódýrara á allan hátt að skipin leggist að hafnargarðinum. — Einar Bergmann. Kaupstefnaa í París hálfrar aldar gömul FRÁ 22. maí til 7. júní 1954, minnist Kaupstefnan í París þess hátíðlega, að fimmtíu ár eru nú liðin frá stofnun hennar. Fjöldi sýnendanna, sem sífellt eykst, hefur gert það nauðsyn- legt að reistir yrðu 4.000 ferm. skáiar en svæðið nær yfir 160.000 fermetra, þar sem pallar undir beru lofti taka yfir 125.000 ferm. Svo stór er þessi útflutnings- markaður, að Kaupstefnan í ' París telur meir en 12.000 sýn- ! endur, en af þeim éru hér um | bil 2.000 frá 35 mismunandi 1 löndum. 1.988 sýnendur hafa tekið bátt í að minnsta kosti 10 sýningum í röð; 533 í 25 sýningum í röð og tugir fyrirtækja hafa aldrei fcllt niður þátttöku sína síðan 1904. Þessi tryggð sýnendanna er meg- inþáttur þess góða árangurs, sem náðst hefur nú að hálfri öld lið- inni á þessu verzlunarstefnumóti, Kaupstefnunni í París. JEROME hines I IILUTVERKI BORIS GUDUNOV NEW YORK, 22. febrúar—Metro politan óperan frumsýndi „Boris Godunov“ eftir Mussorgsky. í aðalhlutverki var ameríski söngv arinn Jerome Hines og hlýtur hann nú mikið lof fyrir frammi- stöðu sína. *AGNAR JONSSON haantaréttarlögiiiaður, Þóyfríeðistörf og eignatimsýsla. Laugaveg 8. Sími 7752.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.