Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 7

Morgunblaðið - 26.02.1954, Side 7
Föstudagur 26. febr. 1954 MORGUNBLÁÐlb 7 SKÁLHOLT OG ÞJÓÐIIM SKALHOLTSVANDAMALIÐ er öðru hvoru að skjóta upp koll- inum í blöðum landsins, en það er einkennandi, hvað tillögur íuanna haía verið í hálfum svör- um og málið í heild vafið ein- kennilegri holtaþoku. Þó má í gegnum hana grilla ýmislegt það, sem hér verður tekið til athug- unar. Eitt kemur öllum saman um, Sð þetta forna höfuðból, sem er í órofasambandi við sögu þjóðar- innar, sé í þeirri niðurníðslu, að ekki verið við unað. Fn þetta ástand Skálholts er í rauninni engum að kenna. Rás viðburðanna hefir aðeins hagað þessu svona. Öll verk, sem þarna hafa verið reist, hafa verið gerð úr forgengilegu efni, svo tím- ans tönn hefir nagað þetta forna höfuðból. — Oftlega, en þó með Jítilli sanngirni, hefir hnútum verið kastað að manni þeim, sem í rauninni síðastur hefir setið þenna stað, en ekki verið að því gáð, að hann tók við jörð- inni með hrörlegum húsakosti. Hann sat þar alla sína búskapar- tíð sem leiguliði. Þar við bættist að hann varð að dvelja nær tvo þriðjunga ársins fjarri heimili sínu að störfum fyrir þjóðfé- lagið. Því var spáð í Krukkspá, að Skálholt ætti eftir að verða beit- arhús, og eitthvað hafði hann Sveinn spaki orð á þessu líka. Þessi spá rifjaðist upp, er tveir menn, annar kirkjunnar þjónn, óku þar í hlað á sólbjörtum sum- ardegi. Hið forna biskupssetur er algerlega mannlaust, en tveir fallegir hvolpar ýla þar inni í hlöðu. — Og hvernig er svo á- Stand staðarins? Hinar fornu traðir eru svað eitt. Kirkjan, sem þó um alla tíð var þungamiðja Skálholts, er í því ástandi, að manni koma í hug hin syndsam- legu orð Jakobs skálds: „Glugga- laus grýta, guði til meins.“ Leg- steinar hinna fornu biskupa eru horfnir og leiðin týnd. Um síð- Wstu aldamót vann góður prest- ttr það verk, að vísu í góðum tilgangi, að rífa þá aila upp og dyngja þeim undir kirkju\ilfið. Við viljum forvitnast um þessa steina og lyftum upp hlera á gólfinu. Efst liggur legsteinn Jóns Vídalíns, úr marmara með latínskri áletrun. Uffl leið og hleranum er lokið upp, stekkur stóreflis rotta yfir minnisvarð- ann. — Þetta er Skálholt í dag. Nokkrar athugasemdir og tillögur Uppi hafa verið raddir um það, að Skálholt ætti aftur að verða setur fyrir biskup landsins. Embættið væri þá í öllu falli komi£S í sveit. En þegar sú hug- mynd hefir ekki fengið hljóm- grunn, þá hefir sú varatillaga verið nefnd, að Skálholt gæti þó a. m. k. orðið vígslubiskups- setur. Slíkt embætti mundi auð- vitað punta upp á staðinn, en hitt er jafnljóst, að sú staða get- ur ekki orðið embætti út af fyrir sig, með því verkefni einu að vígja á tíu eða tuttugu ára fresti einn biskup, og svo komi sá mað- ur auk þess ekki þar að notum, ef hann yrði sjálfur fyrir bisk- upskjöri. Þess má um leið geta, að núverandi vígslubiskup Suð- urlands hefir á sinni embættis- tíð jafnframt unnið fleiri em- bættisverk, en nokkur annar kirkjunnar þjónn fyrr eða siðar. -----------------o----- Þeim falsrökum hefir verið haldið að þjóðinni, að hún á 11. öld hafi gefið út víxil, sem löngu sé fallinn og kominn í hreinustu vanskil. Skálholt átti í gjafa- bréfinu að vera „ævarandi bisk- upssetur“. Þessu ákvæði var þó haldið í heiðri í 840 ár. En ef við miðum við okkar ágæta móral í dag, ætli hver stofnandi sjóðs mætti ekki teljast sæ)l og heppinn, ef stofnskrá hans ‘ yrði haldið í jafnmiklum heiðri til ársin^'j SkátholtsvbiJirtjUni verður því tæplega héðan af jneð réttu , prótesterað. Ætli , sá gux ísleifur biskpp,, væri - minnsta kosti fús til að falla frá afsögn? Þó með ólíkindum sé, þá hafa birzt tiilögur frá kirkjunnar mönnum um það, að hið forn- helga biskupsembætti, sem mæt- ur maður hefir nýlega verið kjörinn til, verði hlutað í sund- ur til útbýtingar, í þrjá parta til að byrja með, og að einn biskupinn ætti að ráða ríkjum austanfjalls. Til þess má auðvit- að vitna, að fyrr á öldum hafi tveir biskupar verið hér á landi. En hvernig eru samgöngur nú á móti því sem áður var, á landi, sjó og í lofti, auk útvarps og símakerfis til allra sveita lands- ins? Ætli allt þetta geti ekki breytt viðhorfinu ofurlítið? — Þess má og auk þess minnast, að Island er enn í dag eitthvert hið fámennasta biskupsdæmi í hinni lúthersku kirkju, og sem dæmi má nefna það, að hver biskup í Danmörku hefir undir hálfa milljón manna í sínu biskups- dæmi. Næst er að athuga tillögurnar um skólamál Skálholts, og þær eru nú ekkert smásmíði. Ekkert tillit er til þess tekið, að fimmti hver íslendingur, sem nú er uppi í landinu, stundar nám einhvers- staðar í hinu mikla skólakerfi landsins. Fyrst skal frægan telja, Háskólann. Þjóðin hefir nýlega reist þann skóla í Reykjavík, fyr- ir 800 stúdenta, með tilheyrandi bókasafni, rannsóknarstofum, atvinnudeild, íþróttahúsi og stúd- entagörðum. Samt er þetta ekki nægilegt. Enn kemur fram tillaga um það, að kljúfa skuli guðfræði- deild Háskólans og flytja hluta hennar austur að Skálholti. Þetta á á latínsku máli að heita semin- arium. En hitt er jafn ljóst, að ekki einum einasta alþýðumanni verður talin trú um, að hægra yrði að kenna nein guðfræðivís- indi í Skálholti fremur en hér í Reykjavík, með öllum þeim hjálpargögnum sem hér eru fyr- ir hendi. — Þetta fyrirkomulag kvað þó tíðkast í Noregi, en þó hefir það hvergi komið fram, að þessi hugmynd væri, að neinu leyti, sprottin frá prófessor Hallesby. — En væri ekki þægi- legast fyrir alla að breyta þess- ari hugmynd svolítið, sem auk þess yrði ódýrara fyrir ríkissjóð, að kennarar guðfræðideildarinn- ar og aðrir kirkjunnar menn gætu átt athvarf í Skálholti, til þess að njóta þar sumarleyfis síns með fjölskyldum sínum, og að konur þeirra og börn gætu velt sér þar í sólskininu og tínt fífla og sóleyjar? Ein hugmyndin er sú, að í Skálholti eigi snarlega að reisa mikinn búnaðarskóla, en ekkert er á það minnst, hvort þeir ágætu skólar á Hólum og Hvanneyri séu fullsetnir, eða verði of þrönt> ir í náinni framtíð. — Skálholt er auðvitað tilvalinn staður fyr- ir slíkan skóla, þó ekki eigi hann tengsl við helgiminningar staðar- ins. Þar eru nógar þúfur til að slétta, þúfur, sem búið er að þrælast á í þúsund ár. Þar má kenna ungum mönnum að rista fram land, rækta sáðsléttur, mjólka kýr og slátra nautum. Þetta allt væri aftur á móti öllu öndverðara að kenna í Reykja- vík. Doktor við háskólann, sem þó þykir hagari á mál en málm, hef- ir lagt það til, að Skálholt verði miðstöð fyrir iðnað og iðju, senni lega í minningu um Illuga smið. En hvað á svo að smíða? Hefði Þjóðvarnarflokkurinn fengið þessa hugmynd í tæka tíð, þá hefði bæjarstjórnarkosningarnar kannske farið á aðra leið. í Skál- holji mætti t,, 4.., smíða nýsköp-, Uhcji'togarapa ;qg. jfleyta þeim.svo niðtU', Hvítá. rilv-.'i Iknl; \)Æjnpfren^r, á; ajS, stpjtna, „gegku- lýðiskplgú i e,n epginn Syeii epnþá ,hy;??;pig,j hanji á $$ verá. ,, j sljj Ein stórmerkílegJ tillága hefír enn komið fram, og það frá út lendum kirkjuhöfðingja, að Skál- holt ætti að verða „kirkjuleg miðstöð fyrir löndin við norðan- vert Atlantshaf." Þess mun verða getið í annálum, að hún hafi kom- ið fram á sama árinu og hug- mynd sú, að hinar sameinuðu þjóðir skyldu reisa alþjóðlega út- varpsstöð á hábungu Vatna- jökuls. Einn greinarhöfundurinn hefir getið þess, að mikill fögnuður mundi ríkja í hjörtum þeirra manna, sem Guð gæfi tækifæri til að koma öllu þessu upp í Skál- holti og græða hin fornu sár. Væri svo sem við öðru að búast? En hætt er við, að sendimenn þessarar háborgar í Skálholti þyrftu að koma við hjá ríkis- féhirði um mánaðamót. Og ætli fögnuðurinn yrði jafn mikill í hjörtum þeirra vinnandi manna, sem bera byrðarnar á herðum sér. — Hér er ekki aðeins um sérmál kirkjunnar að ræða, held- ur mál hvers vinnandi manns, mál hvers sjómanns, sem rís úr rekkju um miðja nótt og fer í róður til að vinna fyrir þjóðfé- laginu. Þótt kirkjan í heild geti ekki heitið dýr í rekstri og þjóðin sé henni trygg, þá verður Alþingi þó að gæta meira hófs hér eftir en hingað til í stofnun nýrra embætta. Það hefir sýnt sig, að það er hægra að koma þeim á, en að losna Við þau aftur. Allir skyni gæddir menn sjá og vita, að útgjöld ríkisins eru þegar orð- in geigvænlega há. EN HVAÐ Á SVO AÐ GERA í SKÁLHOLTI? Þar á að ganga til starfs með raunsæi og ráðdeild, og þetta þarf að framkvæma: 1. Nokkurt fé sé veitt, í eitt skifti fyrir öll, til rannsókna á fornminjum staðarins. 2. Oll hús, sem þar uppi standa sé afmáð. 3. Legsteinn sá, sem ekki alls fyrir löngu var reistur á leg- stað Brynjólfs biskups, skyldi dreginn út á ís og sökkt í Hvítá. 4. Fagra sóknarkirkju á að reisa í Skálholti, ekki til að rúma norrænt kirkjuþing einn dag, eða forvitna Reyk- víkinga á vígsludaginn, heldur hæfilega stóra og þó vel við vöxt til að rúma sókn- arbörnin. 5. Veglegt minnismerki sé reist yfir hina fornu frægð Skál holtsstaðar, sem ef til vill mætti vera sambyggt kirkj- unni. 6. Kirkjugarðinn skal hlaða upp sómasamlega og malbika traðir heim að bænum. 7. Skálholt skal húsað að nýju og þar komið upp sómasam legu prestssetri, þó um leið verði að afskrifa um 400 þús. króna byggingarkostnað á Torfastöðum. 8. Skógrækt ríkisins skal fela það verk, að koma upp gróðrarstöð í Skálholti í lík- ingu við garðinn í Múlakoti, og setja Skálholtsstað i kaf í þann fegursta skóg, sem þar getur vaxið. 9. Tryggja þarf að sómasamleg risna sé þar til boða yfir sumarmánuðina. 10. Myndskreytt minningarrit á íslenzku og þrem til fjórum öðrum málum þarf að vfera til á staðnum, og svo verði fyrir séð, að ókunnugir gest- ir, innlendir sem erlendir, eigi þar kost á góðri greinar- gerð um Skálholt að fornu og nýju og alla hina merkustu sögustaði í landi jarðarinnar. Þegar svo væri komið þyrfti enginn Islendingur að bera kinn- roða fyrir hið forna höfuðból. K. S. PÁRÍSARBRÉF Dularfull spnenging — Afrek ráðherra — Húsnæðisvandamál — Skriffinska og póstmannaverkfall * BEZT AÐ AUGLÝSA í MORGUmLAÐUW DENNIS BLOODWORTH. Hvað sem árið 1954 mun færa Frakklandi, þá er það víst, að það byrjaði á eftirminnilegan hátt. Margar getgátur eru uppi um það, hvað hafi valdið hinni miklu sprengingu nótt eina í fyrstu viku hins nýbyrjaða árs. HIN ÆILEGA SPRENGING Fólk í Dieppe, á skipum á hafi úti og í borgum allt að því 80 km inni í landi, ber öllum sam- an um atburðinn. Skyndilega varð bjart sem um miðjan dag og rauðglóandi eldstólpi þaut með geysilegum hraða yfir næt- urhimininn. Þetta varaði í tvær sekúndur. Næstu fjórar mínútur dauðakyrrð og myrkur yfir öllu, en þá kom hin gífurlega spreng- ing. Það var eins og himinn og jörð hefðu rekizt á, öll jörðin virtist hristast til og húsin í Di- eppe titruðu og skulfu svo að tíg- ulsteinarnir losnuðu og ruðurnar brotnuðu og féllu niður á götu. Óttaslegnar sálir báðu um fyrir- gefningu synda sinna og lofuðu bót og betrun. Þetta hlaut að vera heimsendir — eða var þetta aðeins atómsprengja? Vísindamenn í París hafa gefið þá skýringu, að þetta muni hafa verið loftsteinn — brot úr ein- hverri stjörnu. Þegar loftsteinar komast inn fyrir gufuhvolf jarð- ar, verða þeir rauðglóandi vegna móstöðu loftsins pg bráðna o.ft- ast áður en þeir komast alla leið til jarðar. ÓSTAÐFESTAR FREGNIR Þetta fyrirbrigði orsakaði mikl ar umræður. „Fljúgandi diiskar“ eru alltaf kært umræðuefni og eftir þetta kváðust margir hafa séð þá; einn sagðist meira að segja hafa horft á „disk“ lenda ( en sú fregn, að lágvaxnir menn, vopnaðir 1000-franka-spilapen- ingum, hafi stigið út úr „disk- inum“, er enn óstaðfest). HRAÐAR EN HLJÓÐIÐ Enginn hefur enn sett spreng- inguna í Dieppe í samband við M. Christiaens, flúgmálaráðherra Frakka, en hann vann það afrek nýlega að flúga hraðar en hljóðið. Hann er nú 63 ára að aldri, og er fyrsti flugmálaráðherrann, er hefur unnið það afrek. Hann náði 1250 km hraða á klst. í franskri „Vautour" orrustu flugvél, og hann hefur tilkynnt, að hann ætli að reyna að setja heimsmet í hraðflugi og þolflugi fyrir þrýstiloftsflugvélar. M. Christianns er sannfærður M- Christiaens er sannfærður meðal þeirra beztu, sem smíðaðar séu i heiminum. „Það er starf mitt að selja flugvélar okkar“, sagði hann eftir að hann hafði logið flugi sínu, „og svona ætla ég að fara að því“. Hann vonar, að þetta tiltæki sitt verði til þess að eftirspurn eftir frönskum flug vélum aukist á erlendum mörk- uðum. HÚSNÆÐISSKORTUR M. Christiaens er ekki eini franski ráðherrann, sem vakið hefur á sér athygli síðustu daga. í þorpinu Neuilly-Plaisance var verið að bera til moldar þriggja mánaða gamalt barn. Fylgjend- urnir voru fátæklega klæddir verkamenn, en hávaxinn ókunn- ur maður, vel kíæddur, bættist svo lítið bar á í líkfýlgdina; Baarnið, sem verið var að fylgja, hafði frosið Í hel 5 fýrstu viku janýar á heimili forelöra sinna — gömlum, hálfónýtum járn- brautarvagni. Ókunni maðuríhn var M. Lemaire ráðherra, sem fer með öll mál, er varða end- urreisn Frakklands, og þar meðl húsnæðismál. Að því er varðar byggingtt íbúðarhúsa, er endurreisnaráætí- unin mjög ófullkomin, svo ófull- nægjandi, að húsnæðisleysingjar hafa bundist samtökum um a® klambra saman kofahreysum til þess að fá þak yfir höfuðið. —- Heimili litla barnsins var einmitt í einu slíku breysi. Allt bafði verið notað til að búa til veggk til skjóls og hverju hrúgað ofarfc á annað, gömlum olíutunnum, járnrusli og viðarkubbum. Pierre ábóti hefur fengið að- stoð „Emmaus" félagsskaparinai til að hjálpa þessu bágstadda fólki og nú þegar verið hefur byggt heilt þorp ódýrra en nokk- uð þægilegra húsa handa því. —- Hinir húsnæðishröktu verka- menn greiða mánaðarlega upp b framtíðarheimili sín, en ráðut- neyti M. Lemaire’s hefur hingaðt til leitað um lán, og ber þaíf fyrir sig, að engir peningar séw, til. Pierre ábóti skrifaði þá mjög- harðort bréf til M. Lemaire, sem. svaraði með því að vara sjálfur- viðstaddur jarðarför litla barns— ins, eins húsnæðisleysingjans. —- Eftir jarðarförina lýsti hann yfir- því, að hann myndi styðja aP fremsta megni allt, er verða mætti hinu húsnæðislausa fólki til hjálpar. ÖLLU SNÚIÐ VIÐ Húsnæðisvandamálið hefur þó> sínar björtu hliðar. Maður nokk- ur, sem býr í sögufrægu hverfi í París, fékk í dag einn heim- sókn sendimanns frá einu ráðu- neytinu. Hann skýrði svo frá, atF íráði væri að rífa gamalt hús; þar í grendinni og byggja ný- tízku tilraunastöð í staðinn. Sum- ir héldu því þó fram, að varð- veita bæri húsið sem sögulegan. minnisvarða, og erindi mannsins. var að grennslast eftir vilja íbú- anna í þessu efni. Sá, er spurðui var, sagðist fremur óska eftir því, að húsið yrði varðveitt eins og- það væri og bauðst til að sýna sendimanninum húsið. Er þeir komust þangað, sem húsið átti að vera, brá þeim heldur en ekki k brún, því a ðhúsið var ekki ein- ungis gjörsamlega horfið, heldur- voru verkamenn einnig byrjaðir að vinna að byggingu hins nýjæ húss. Á meðan eitt ráðuneytiff var að reyna að ákveða, hvafF gera skyldi í rnálinu, hafði ann- a ðráðuneyti tekið skarið af og" ekki látið sitt eftir liggja. SEINT KOMA SUMIR .... Parísarbúir eru orðnir ýmsu vanir. Meðan verkfall póstmanna í París stóð yfir, höfðu safnast fyrir í póststofunum ógrynnin öll af bréfum, viðsvegar að úr heim- inum. Er vekfallinu lauk voru. um 700.000 bréf, sem biðu þess að vera borin út til viðtakenda. Kona nokkur fékk bréf frá Bom- bay, er hafði ver.ið sent af stað fyrir þremur vikum. Næsta dag fékk hún bréf, sem hafði verið póstlagt þremur dögum fyrr en bréfið frá Bombay, en þetta bréf var ekki þaðan, heldur frá kunn- ingjafólki hennar, sem býr fjór- um húsum neðan í sömu götu og hún sjálf. Dennis Bloodworth.. (Observer. Öll réttindi áskilin) EGYFTI FELLDUR TEL AVIV, 22. febrúar — Egypzk ur hérmaður var felldur í landæ mæraskæru. ísraelskir landa- mætaverðir fundu manninn inn- an landamæra ísraels skammt frá bænum Gaza. Skoruðu þeir á hánn að gefast upp, en er hann neitaði, skutu þeir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.