Morgunblaðið - 26.02.1954, Síða 14
14
MORGUNBLA&ÍB
Föstudagut' 26. febr. 1954
r-c:
SM€Æ FOBSYTÆNNÆ
, - RÍKI MAÐURINN -
Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði
. i
Framhaldssagan 63
Soames stóð grafkyrr. Hvað
aftraði honum frá því að fara á
eftir henni?
Var það máske það, að hann
í huganum sæi Bosinney stara út
urn gluggann hátt uppi í Sloane
Street til þess að reyna að sjá
lienu bregða fyrir í mannþyrp-
ingunni, og til þess að kæla
brennheitt andlitið, dreymandi
iiin þá stund, þegar hún varpaði
sér í faðm hans. — Ilmurinn frá
íienni angaði enn í loftinu um-
hverfis hann og ómurinn af hlátr
inum, sem hljómaði eins og grát-
ur.
ÞRIDJI ÞÁTTUR
FYRSTI KAFLI
Það sem frú Mac Ander vissi
Sennilega munu margir líta svo
á, að Soames hafi sýnt af sér
litla karlmennsku, er hann braut
ekki upp dyrnar að herbergi
konu sinnar, og eftir að hafa
slrýkt hana eftirminnilega kraf-
ist þess réttar, sem honum bar.
En Forsytarnir eru ekki
hneygðir fyrir það að beita hrotta
skap — þeir eru alltof varkárir
og hjartagóðir til þess. Og So-
ames var sá þótti í blóð borinn,
að hann hafðist aldrei neitt ó-
drengilegt að, nema ef reiðin
svipti hann sjálfstjórninni, enda
þótt þessi þótti væri ekki nægur
til þess, að knýja hann til stórra
verka og göfugra. En framar öllu
cskaði þessi ósvikni Forsyte ekki
að gera sig hlægilegan. Og þar
sem hann gat ekki fengið sig til
þess að berja konu sína, þá vissi
hann ekki hvað til bragðs skyldi
taka, og lét því kyrrt liggja og
hafðist ekkert að.
Allt sumarið og haustið sinnti
hann skrifstofustörfum sínum,
dundaði við málverkin sín og
bauð vinum sínum til miðdegis-
verðar.,
Hann fór ekki úr London. Irena
neitaði að fara þaðan. Húsið á
Robin Hill var tilbúið, en stóð
autt. Soames var búinn að höfða
mái gegn sjóræningjanum, og
krafðist að sér yrði endurgreidd
þrjú hundruð og fimmtíu pund.
Lögfræðingafirmað Freak og
Able hafði tekið að sér vörnina
fyrir Bosinney. Lögfræðingarnir
neituðu ekki staðreyndum, en
byggðu vörn sína á orðunum
„frjálsar hendur“, en þetta hug-
tak væri ekki samrýmanlegt
þeim skilyrðum sem Soames
hefði sett og því væru þau mark
leysa ein. Tilviljunin hagaði því
svo til, að Sóames varð áskynja
um það, hvernig andstæðingur-
inn ætlaði að haga vörn sinni.
Þetta bar þannig til, að Bustard,
félagi Soames, sem fáum var
kunnur, var boðinn í miðdegis-
verð hjá Walmisley skattstjóra
og sat hjá Chankery, ungum og
efnilegum lögfræðingi.
Sá er háttur lögfræðinga að
láta sér verða mjög tíðrætt um
starf sitt, þegar konur þeirra eru
ekki við. Og nú sneri Chankery
sér að Bustard sessunaut sínum,
sem hann vissi ekki, að var fé-
lagi Soames, og fór að segja hon-
um af miklum ákafa frá mjög
nýstárlegu máli, sem nú væri á
uppsiglingu. Að vísu snerist það
ekki um mikla fjárhæð, en þó
nægilega háa til þess, að skjól-
stæðingi sínum yrði hún þung í
skauti, en það væri hin lögfræðis-
lega hlið málsins ,sem skipti öllu
máli. Hann sagðist mundi leggja
allt kapp á að skjólstæðingur sinn
ynni málið, en sér iéki mikil for-
vitni á að vita, hvernig sessu-
naut sínum litist á það.
IBustard kunni vel þá list að
þegja, og lét ekki uppi álit sitt.
En þegar heim kom sagði hann
Soames frá öllu saman með dá-
lítilli meinfýsni og hann lauk frá-
sögn sinni með því að segja, að
hann liti svo á, að torsýnt væri,
hver málalokin yrðu.
Soames hafði haldið sér við þá
ákvörðun sína, að fela Jobling
og Baulter málið. En jafnframt
| og hann hafði gert það, sá hann
' eftir því að hafa ekki flutt það
sjálfur. Þegar hann fekk afritið
af vörn Bosinneys, fór hann þeg-
ar á fund þeirra.
Baulter, sem fór einn með mál-
ið vegna þess að Jobling hafði
legið nokkur ár í gröf sinni, sagði
honum, að nokkur tvísýna gæti
verið á því, hvernig dómur félli,
og sér þætti gott að geta ráðgast
við einhvern um málið.
Soames sagðist vita af góðum
manni og þeir fóru báðir til
Waterbuchs hæstaréttarmála-
flutningsmanns. Hann hélt skjöl-
um málsins hjá sér í sex vikur
og lét svo fylgja með þeim eftir-
farandi álit sitt:
„Mín skoðun er sú, að túlkun-
in á þessum bréfaskriftum velti
aðallega á því, hver tilgangur
aðiljanna hafi verið, og fari því
eftir framkvæmd þeirra, þegar
málið verður tekið fyrir. Mér
sýnist, að það ætti að gera tilraun
til þess að fá verðreikninga frá
byggingameistaranum, sem fæli
það í sér, að honum hefði verið
það ljóst, að hann mætti ekki
fara fram úr þessum tólf þúsund
og fimmtíu pundum. Um þessi
orð sem ég hefi sérstaklega veitt
athygli: „þér hafið frjálsar hend-
ur“ með þeim skilyrðum, sem
nefnd hafa verið í bréfum okkar“,
er það að segja, að mjög vafa-
samt er, hvernig þau verða túlk-
uð, en ég hygg, að því fordæmi
sem gefið er í málinu: „Boileua
gegn The Blasted Cement Co. Ltd
muni verða fylgt hér.“
Þeir fylgdu þessu ráði og lögðu
ýmis konar spurningar fyrir mál-
flutningsmann Bosinneys, en
þeim til mikiliar gremju voru
svörin frá Freak og Able svo
gætilega orðuð, að á þeim var
ekkert að græða.
Það var fyrsta október, sem
Soames las bréf Waterbuchs í
borðstofunni áður en hann
snæddi miðdegisverð. Það gerði
hann órólegan, ekki sérstaklega
það, að vikið var að því, að fylgt
mundi fordæmi því sem málið
Boileua gegn The Blasted Cement
Co. Ltd. gaf heldur hinu, að hon-
um fannst sjálfum, að brugðist
gæti til beggja vona um úrslitin.
Það var þessi þægilegi hártog-
unarilmur af málinu, sem hinum
skarpari lögfræðingum fellur svo
vel. Og svo mundi hver sem var
hafa kennt nokkurs beigs, þegar
álit hans sjálfs var staðfest af
Waterbuch.
Hann velti málinu fyrir sér og
starði á tóman arininn, því að
þótt haust væri komið var veðrið
jafnblítt og það hafði verið í
ágúst. Það var bölvað að vera í
þessari óvissu nú, þegar honum I
lék svo innilega hugur á því a"ð J
þjarma að Bosinney.
Þótt hann hefði ekki séð bygg- J
ingarmeistarann frá því að þeir i
fundust á Robin Hill, þá fannst r
honum samt, að hann væri alltaf 1
í návist sinni, og honum stóð !
alltaf fyrir hugskotssjónum hið j
tærða andlit hans, há kinnbeinin
og æðisleg augun. Það mundi
ekki ofmælt, að hann hefði aldrei,
losnað við þessa kennd síðan (
hann heyrði garg páfuglsins í
döguninni — þessa kennd, að
Bosinney væri á ferli heima hjá
honum. Og þegar hann sá mann
á gangi fyrir utan húsið í kveld
húminu, þá líktist hann alltaf
manninum, sem Georg hafði svo
hnittilega gefið nafnið: „Sjóræn-
inginn“.
Hann var sannfærður um, að
enn bæri fundum þeirra Irenu
og hans saman. En hann vissi
ekki hvar þau fundust eða hvað
þeim fór á milli, enda spurði
hann einskis. Oljós, dulinn ótti
aftraði honum frá því. Allt var
orðið svo ömurlega dularfullt og
óhugnanlegt. Stundum, er hann
spurði konu sína, hvar hún hefði
verið, því að það lét hann aldrei
I SIMOTRA
Þ E S S er getið, að eitt sinn í fyrndinni kom að Nesi í Borg-
| arfirði austur kona ein tíguleg mjög, sem enginn vissi deili
á. Hún settist þar að, og þótti æ meira til hennar koma, því.
betur, sem menn fengu að þekkja hana.
Hún náði þar fljótt búráðum, og varð eigandi Ness, en
ekki er getið, hvernig á stóð í Nesi, er hún kom þar. Hún
fékk sér ráðsmann með sér yfir búið, og setti á við hann,1
að hann segði sér, hvar hún yrði næstu jól, því að hún
kvaðst fara að heiman og verða burtu um jólin.
Maðurinn kvaðst ekki mundu geta það. Hún sagði það
riði á lífi hans, gæti hann ekki sagt sér þetta. En gæti hann
það, þá mundi hún góðu launa honum.
Leið nú fram að jólum. En á aðfangadagskvöld bjóst
Snotra að heiman, en enginn vissi, hvert hún fór.
Að liðnum jólunum kom hún aftur, gekk til ráðsmanns
síns og spurði hann, hvort hann gæti nú sagt sér, hvar hún
hefði verið um jólin. .
Eftir það hvarf hann, og vissi enginn, hvað af honum varð.
Svona gekk fyrir öðrum og hinum þriðja, sem til hennar
fóru.
Hún hafði sömu skilmála við alla ráðsmenn sína. — Það
var vani hennar, að hún hvarf burtu um jól, og spurði alls
hins sama, en enginn þeirra gat sagt henni þetta. Hurfu þeir
svo allir.
Seinast fór énu«æinn til hennar. Hún setti sama upp við
hann. Hann sagðist skyldu segja henni það, ef hann gæti.
Nú leið að jólum, — og aðfangadagskvöld undir dagset-
NýkomiÖ
Sundbolir
^~^e(iliir h.í.
Austurstræti 6
Húseigiendur alhugið! i
Pípulagningameistari getur bætt við sig húsi, nú þegar »
eða á næstu dögum. Fljót og örugg vinna. ■
m
Þeir, sem þyrftu á þessu að halda, leggi nafn og heim- 5
■j
ilisfang með upplýsingum um húsið, í lokuðu umslagi S
til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 6. marz n. k.
merkt: „Vatns- og hitalagnir —146“. ;
Stórt veitinguhús í
■
■
á allra bezta stað í nágrenni bæjarins er af sérstökum ;
■
■
ástæðum til sölu, ef samið er strax. — Þeir, sem kynnu ;
m
að vilja gera slík kaup, sendi nöfn sín í lokuðu umslagi ;
■
á afgr. Mbl. fyrir 1. marz n. k. merkt: „Framtíð —145“. ;
HVOR TVIBURINN .NOTAR TONI?
HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ?
(Sjá svar að neðan)
'om
^erir
hdri^
mjdlt o(fi e
Fleiri nota TONI en nokkurt
annað permanent.
Þér munuð sannfærast um, að
TONI gerir hár yðar silkimjúkt.
Hárliðunin verður fallig og end-
ist eins lengi og notað væri dýr-
asta permanent, en verður mörg-
um sinnum ódýrara.
Engin sérstök þekking nauð-
synleg. Fylgið aðeins myndaleið-
beiningunum.
Permanent án spólu kr. 23.00.
Spólur............kr. 32,25.
Munið að biðja um
Með hinum einu réttu TONI
spólum er bæði auðveldara og
fljótlegra að vinda upp hárið,
Komið lokknum á spóluna, vind-
ið og smellið síðan. Þetta er allt
og sumt.
Þér getið notað spólurnar aft-
ur og aftur, og næsta hárliðun
verður ennþá ódýrari. Þá þarl
aðeins að kaupa hárliðunarvökv-
ann.
Jafnvel fagmenn geta ekki séS
mismuninn. Pamela Smith, sú til
vinstri, notar Toni.
Heima permanenf
með hinum einu réttu spólum
og gerið hárið sem sjálfliðað.
H E K L A H.F. Austurstræti 14 — Sími 1687