Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaguí 6. marz 1954 j Búnaðarfræðslan og fullyrð- ingar Gísla Krisljánssonar RHgerðarsamkeppni Samein. jijóðanna UPPLÝSINGADEILD Samein- uðu" þjóðanna efnir til ritgerða- samkeppni í vor, og má veíja um Jtelta tvennt: 1) Hvert er gildi menntunar 411 að glæða samúð og skilning Jtjóða í milli? (The role of ■education in developing inter- íiational understanding). 2) Efnahagsþróunin og friður- inn (Economic development and world peace). Ritgerðin má ekki vera lengri en 2500 orð, og þátttakendur ekulu vera á aldrinum 20 til 35 «ra. Dómnefnd í hverju landi •velur tvær ritgerðir úr hópi Jteirra, sem berast, og eru þær síðan sendar til upplýsingadeild- ar Sameinuðu þjóðanna, og al- Jtjóðleg dómnefnd dæmir þar um Jtær. Veitt verða sjö fyrstu verð- laun, en þau eru fjögra vikna_ •dvöl í aðalstöðvum Sameinuðu }>jóðanna í New York. Þeir, sem verðlaunin hljóta fá ókeypis ferð íram og aftur og 12'/2 dollara á ■dag í dvalarkostnað. Miðað er við það, að verðlaunahafar komi ■til New York um miðjan septem- "ber n.k., svo að þeir geti fylgzt með störfum 9. allsherjarþings- ins. Enn fremur verða veitt 6—10 ■önnur verðlaun, en þau eru •tveggja vikna dvöl í einhverri starfsmiðstöð SÞ, svo sem Genf, Santiago eða Bangkok. Ferðir })eirra, sem hljóta önnur verð- 3aun, verða einnig greiddar og ákveðin upphæð á dag í dvalar- kostnað. Dómnefndina hér skipa þeir Glafur Jóhannesson prófessor, Oylfi Þ. Gíslason prófessor og Jón Magnússon fréttastjóri. Ritgerðir skal senda Ólafi Jó- hannessyni prófessor fyrir 1. jnaí n.k. Þær skulu skrifaðar á «nsku eða ensk þýðing fylgja. Aðalfundur Félags veggfóðrara ADALFUNDUR Félags vegg- íóðrara í Reykjavík var haldinn 25. febrúar s.l. Flutti formaður ítarlega skýrslu yfir starfsemi fé- lagsins á liðnu ári. Fundurinn var vel sóttur og voru fjölmörg áhugamál stéttarinnar rædd. í stjórn voru kosnir: Ólafur Guðmundsson formaður, Guðm. J. Kristjánsson varaformaður, Þorbergur Guðlaugsson ritari, Einar Þorvarðarson gjaldkeri og Friðrik Sigurðsson meðstjórn- andi. Yarastjórn: Valur Einars- son og Guðm. Helgason Endur- skoðendur: Hallgr. Finnsson og Sveinbjörn Kr. Stefánsson. Éftirfarandi samþykktir voru gerðar: Fundurinn harmar þau mis- tök, sem orðið hafa við stofnun Iðnmálastofnunar íslands, þar sem algjörlega hefur verið geng- ið hjá samtökum iðnaðarmanna, og þeim engin ítök tryggð um rekstur stofnunarinnar. Fundurinn lýsir sig efnislega samþykkan framkomnum tillög- tim Landssambands iðnaðar- inanna um breytingu á Iðnaðar- málastofnuninni og skorar á L.í. og Iðnsveinaráð A.S.Í. að hafa náið samstarf um, að þessar breytingar nái fram að ganga, svo og önnur sameiginleg hags- munamál iðnaðarmanna. Ennfremur voru samþykkt mót mæli gagnvart innflutningi á svo nefndum Schocbeton-húsa, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur kröftuglega mótmælt, enda nm það, að slíkar byggingar Jlggur fyrir álit sérfróðra manna standast ekkí samanburð við inn- lenda húsagerð. í MORGUNBLAÐINU 24. febr. var vikið að því nokkrum orðum, að í tíð núverandi búnaðarmála- stjóra vildi bóla á því, að því er virtist um fram það sem áður var, að verulegum búnaðarmál- um væri ráðið til lykta án þess að Búnaðarþingi gæfist kostur á að fjalla um þau, jafnvel þótt þingið komi nú saman árlega. í því sambandi var bent á hið mikla mál, sem nú er á döfinni, og til framkvæmda, hina auknu búnaðarfræðslu, sem að nokkru leyti er borin uppi af amerísku fé. En hún tók svo sem kunnugt er til starfa skömmu áður en Búnaðarþing kom saman þessu sinni. Formaður Búnaðarfélags ís- lands hefur nú rætt þetta mál í útvarpsþætti, og hinn nýráðni forstjóri ,,Búnaðarfræðslunnar“ hjá Búnaðarfélagi íslands, Gísli Kristjánsson ritstjóri, ritar um það í Tímann á sunnudaginn var, 28. febrúar, og fékk hina sömu grein birta í Morgunblaðinu í gær. Forstjórinn telur, að útilokað hafi verið að láta tilboð Banda- ríkjanna, um fé til fræðslustarf- semi, koma til kasta Búnaðar- þings, tilboð um þetta hafi kom- ið „á árinu 1953“ og samningar um þetta hafi verið undirritaðir 11. jan. 1954. í því sambandi kemst Gísli forstjóri svo að orði: „— eigi kom til greina að kalla Búnaðarþing saman til þess eins að svara já eða nei við tilboði þessu, en um annað var ekki að ræða. Hér lá fyrir ákveðið tilboð til ákveðinna hlutverka sem af- neita skyldi eða samþykkja.“ — (Leturbr. Mbl.) Hér dýfir Gísli áreiðanlega „árinni fulldjúpt í“, og ber hlut- aðeigandi fulltrúum Bandaríkj- anna vafalaust óþarflega illa sög- una. Hann lýsir tilboði þeirra sem svo einræðiskenndu og fyrirskip- unarformuðu, að það eitt hafi verið að gera að segja já eða nei. Því verður ekki trúað nema að frekar sönnuðu máli, að hið um- rædda tilboð Bandaríkjanna hafi verið svona sjálfbirgingslegt, það er ólíkt framkomu þeirra á mörg- um öðrum sviðum, þegar um mál- efni vor er að ræða. Gísli afsannar þessi ákveðnu ummæli sín líka beinlínis á öðr- um stað í grein sinni. Hann segir 'sem sé, að umboðsmaður F.O.A. stofnunarinnar Mr. King, sem gekk frá samningunum fyrir hönd Bandaríkjanna hafi fallizt „á vissar breytingar“, á áætlun- um, er fylgdu tilboðinu „vegna sérstakra staðhátta hér“ o. s. frv. Og í því sambandi upplýsir for- stjórinn að „á undirbúningsskeiði var leitað álits vissra ráðunauta Búnaðarfélags íslands urn nokkur atriði.“ — Mikið var. Hér er komið að megin atriði. Var' ekki hægt að aka svo segl- um í þessu máli, að starfsemin hæfist fyrir vorið, t. d. í marz, apríl í stað 1. febr. Þá* gat Bún- aðarþing fjallað um málið á eðli- legan hátt. — En að þessu frá- gengnu verður að spyrja: Hverju sætir að það eru vissir menn — „vissir ráðunautar“, sem leitað var álits hjá, og voru það þeir menn, sem mest og bezt hafa unnið að tilraunum, fræðslu og leiðbeiningum á sviði búnaðar hér á landi síðustu áratugina? Hverjir voru tilkallaðir, að leggja á ráðin, um þessa afar þýðingar- miklu hluti, þegar ekki mátti bíða Búnaðarþings? Voru þeir tilkall- aðir tilraunastjórarnir Klemens Kristjánsson og Ólafur Jónsson, skólastjórarnir Guðmundur Jóns- son og Kristján Karlsson, land- námssljórinn Pálmi Einarsson formaður tilraunaráðs jarðræktar frá upphafi þess ráðs, og um mörg ár aðalráðunautur Búnaoarfélags íslands og Árni G. Eylands full- trúi í landbúnaðarráðuneytinu? svo nöfn séu nefnd. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur getað aflað, var enginn þessara reyndu manna tilkallað- ur, það er víst sannleikanum sam- kvæmt, að það voru „vissir ráðu- nautar“ og „vissir“ menn sem lögðu 4 ráðin og réðu. Þetta er nú afgert og komið sem komið er, en vel mega þeir vita það Gísli Kristjánsson fræðslumálastjóri Búnaðarfélags- ins, sem nú er orðinn, og hinir „vissu ráðunautar“ sem mest hafa um þetta mál fjallað fyrir stjórn Búnaðarfélags Islands, að mörgum þykir hér nokkuð ein- ræðislega að unnið og umfram þarfir. Sú skoðun mun einnig eiga formælendur á Búnaðar- þingi, og að „vissum“ mönnum hafi verið selt fullmikið sjálfs- dæmi í málinu. Þetta álit á ein- faldlega rót sína að rekja til þess, að menn eru ekki svo ánægðir með hina nýbyrjuðu fræðslustarf- semi og hið boðaða framhald hennar, að þeir getj ekki látið sér til hugar koma, að betur hefði mátt stefna um þessa hluti, ef yfirsýnar hollráðna og reyndra manna hefði verið leitað. Og það þýðir ekkert að telja Búnaðarþingi né bændum al- mennt trú um það að Bandaríkja- menn hafi skipað hér svo fyrir verkum, að skynsamlegar við- ræður við þá hafi ekki komizt að, hér hafi ekki verið um neitt að ræða né velja nema að „afneita eða samþykkja". Allir skilja hví- lík fjarstæða slíkt er. Það væri blátt áfram ekki vansalaust að þiggja boð, sem svo einstreng- ingslega væri fram borið. Það er ómaklegt með öllu að gefa í skyn, að umboðsmenn Bandaríkjastjórn af hér á landi vinni þannig að málum. Sinfáníuhljómsveitin í Þjóðleikhúsinu SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ríkis- útvarpsins hélt enn tónleika 2. marz í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Roberts A. Ottóssonar. Ein leikari var Rögnvaldur _ Sigur- jónsson píanóleikari. I stað „Fídelíó“- forleiksins eftir Beet- hoven, sem leikinn var á tónleik- unum næst á undan, var „Leon- ora“-forleikurinn nr. 3 eftir Beet- hoven leikinn í byrjun þessara tónleika. Þessi forleikur er ris- mikið og stórbrotið dramatískt verk. Það gerir miklar kröfur til hljómsveitarinnar og stjórnand- ans. Gegndi furðu hversu allt gekk vel, því æfingar munu hér hafa verið takmarkaðar. Yfirleitt naut þettu mikla merk sín vel, en þó var trompet-sólóin að tjaldabaki of dauf, — en þó einn- ig full hröð. Var verkið í heild annars vel byggt upp. Rögnvaldur Sigurjónsson lék einleikshlutverkið í þriðja píanó- konsert Beethovens, í c-moll, op. 37. Leikur hans var persónulegur og lifandi og mjög glæsilegur. En hljóðfærið er af hljómlítið og óhugsandi að ná úr því þeim þunga og krafti, sem felst í 1. þætti þessa verks; gætti þess og víðar þar, sem mikilla átaka þurfti við. Stjórn Robert Ottos- sonar var hér yfirleitt góð. Var einleikara og stjórnanda mjög vel fagnað í lok verksins. — Eftir hléið var fyrsta sinfónía Schu- manns leikin aftur. Hún var gerð að umtalsefni hér áður í blaðinu, svo óþarft er að fjölyrða um hana hér. Þó má geta þess, að hún naut sín ekki eins vel nú og í fyrra skiftið, en þá vakti flutn- ingur hennar hina mestu athygli áheyrenda. Hljómsveitin og Ro- bert A. Ottósson hafa unnið hér mikið og gott verk með þessum tveim síðustu tónleikum. Aðsókn var góð að þessum síðustu tón- leikum og undirtektir hinar beztu. P.í. Framh. af bls. 1. ar eru ánægðir með tilboðið. Það var leitt að tillögurnar voru birtar áður en ríkisstjórn irnar hafa rætt það að fullu. FLEIRI VILDU EKKI TALA AFTENBERLINGSKE segir að tillögurnar veki mikla at- hygli jafnvel meðal manna sem viðriðnir hafa verið mál- ið. Linvald ríkisskjalavörður segir í viðtali við blaðið: „Til- lögurnar virðast fela í sér möguleika á viðunandi lausn fyrir báða aðila“.. Blaðið segist árangurslaust hafa reynt að ná í ummæli annara manna um málið og blaðið segir að andstæðingar málsins muni innan skamms láta til sín heyra. Loks óttast blaðið að lagalegir erfiðleikar í sambandi við tillöguna kunni ’að leiða til þess að afhenda verði íslendingum handrit sem þeir eiga ekki — t. d. norsk handrit. — Páll. Fræðslukvikmyndir um hafís HENRY Kaminsky starfsmaður Bandaríkjaflota sýndi í gær- kvöldi tvær stuttar kvikmyndir á fundi Jöklarannsóknafélagsins í 1. kennslustofu Háskólans. Onn- ur þessara kvikmynda sýndi ferð ísbrjóts um ísbreiður Berings- sunds til Nome, sem er nyrzti bær Ameríku. Hin var fræðslumynd sem sýndi myndun og mismun- andi tegundir rekíss. Er hún all- merkileg og er gerð til að kynna hin misrnunandi hugtök, sem bandaríski flotinn hefur sett upp um mismunandi gerðir hafíss. Hafa hugtök í hafísfræðinni ver- ið mjög á reiki, þannig að þeir sem þurfa að sigla um íssvæði hafa ekki getað treyst lýsingúm. Nú er ætlunin að gera þetta glöggvara, setja upp samskonar merki og hugtök eins og þau er tíðkazt hafa lengi í veðurfræði. Enda er að því stefnt að reyna að semja ísspár með sama hætti og veðurspár eru nú samdar. Myndirnar voru heldur stuttar, svo margt sem kemur hafís við var ekki nægilega útskýrt. Er hætt við því að flotastjórnin í Washington, sem ræður samningu myndanna hafi valdið spjöllum á þeim með því að klippa þær alltof mikið niður. Stefán Sfeinþérsson, Akureyri, sexfugur STEFÁN STEINÞÓRSSON, póst- ur, Brekkugötu 12, á Akureyri, verður sextugur í dag. Stefán hef- ir jafnan verið kenndur við fæð- ingarheimili sitt, Hamra við Ak- ureyri, en þar ólzt hann upp til fullorðinsaldurs. Stefán hefir ætíð verið hinn mesti röskleikamaður. Hann hef- ir haft mikið yndi af skepnum og þá sérstaklega hestum, enda verið um langt skeið einn aðal- tamningamaðurinn í Eyjafirði. Margan trylltan folann hefir Stefán gert að góðhesti og góða hesta hefir hann sjálfur alla tíð átt. Stefán var ekki gamall, er hann tókst fyrst á hendur ferða- lög um landið sem fylgdarmað- ur. Var hann oft leiðsögumað- ur fyrir erlenda ferðamenn. Rækti hann það starf af hendi af mestu kostgæfni, eins og allt annað, sem hann hefir tekið að sér. Hann hefir nú verið póstur á leiðinni frá Akureyri til Ein- arsstaða í S.-Þingeyjarsýslu í mörg ár. Það væri unnt að skrifa langa grein um Stefán Steinþórsson sextugan svo margt hefir hann vel gert á lífsleiðinni. Hinir mörgu vinir hans senda honum beztu óskir á þessum merkisdegi og vona, að honum endist þrek- ið og kjarkurinn mörg ár enn. Kunnugur. Stormasöm vika í Mikíalioltshreppí BORG, Miklaholtshreppi, 5. mara — I síðustu viku voru stormar, tíðir hér um slóðir og stórviðri suma daga. Ekki er þó kunnugt um skemmdir af völdum veður- ofsans. Hér er komin talsverð fönn og illt til jarðar. Þungfært er orðið á þjóðveginum, en mjólk urflutningar hafa þó getað hald- izt til þessa. Um Kerlingarskarð og Fróðárheiði er ófært en nú er von á snjóýtu til þess að ryðja leiðina og aðstoða bílana. — Páll. - Mc (arlhy Framh. af bls. 1. AÐRAR VÍGSTÖÐVAR Wilson landvarnaráðherra kom heim úr leyfi í dág. Hann sagði við blaðamenn að ásakanir Mc Carthys á hendur herforingjum væru hlægilegar. Allir vissu þó að herinn hefði nú nýlega lokið við að hrinda árás kommúnista í Kóreu. McCarthy sagði í fyrstu, að hann myndi ekki svara þessari ásökun Wilsons. Síðan breytti hann um skoðun. Hann kvað engan ásaka herinn um heild um kommúnisma, en innan hans væru til menn sem vitað væri að gengdu köllum kommúnista. ÞRIÐJU VÍGSTÖÐVARNAR í dag dró McCarthy til baka bótakröfu að upphæð 2 millj. dollara á hendur Benton öldunga- deildarþingmanni. Benton réðist af hörku á McCarthy og starfsemi hans á nefndarfundi í öldunga- deildinni 1952 — og tók þsð fram að hann myndi afsala sér þing- helgi svo McCarthy gæti stefnt honum. - Olíuskip Framh. af bls. 1. greiða fyrir því, að íslendingar geti sjálfir eignazt skip til að bæta úr þessari brýnu þörf, og fer því fram á heimild Alþingis til þess að mega veita ríkisábyrgð fyrir lánum til kaupa á tveimur olíuflutningaskipum, svo sem nánar greinir í frumvarpinu sjálfu. Um þag getur ekki orðið deilt, að áhættulaust mun verða fyrir ríkissjóð að ábyrgjast lán þau tii skipakaupa, sem frumvarpið fjall ar um. Þar eiga þeir hlut að, sem fyllilega eru færir um að standa við skuldbindingar sínar. STÆRRI KAUPSKIPASTÓLL Raddir hafa heyrst um það, að óþarfi mundi og jafnvel rangt að gefa kost á ábyrgð til kaupa á tveimur olíuflutningaskipum, þar sem eitt skip mundi geta flutt mikinn hluta þeirrar olíu, er land ið þarfnast nú. Það er rétt, að þessi tvö skip mundu geta annast mun meiri flutninga en þá, sem landsmenn þarfnast nú fyrir sjálfa sig. íslendingar verða að stefna að því að koma upp stærri kaup- skipaflota en aðeins fyrir eigin flutninga. Stefna ber hiklaust að því, að íslendingar hafi atvinnu af siglingum fyrir aðrar þjóðir. Það mundu þessi olíuskip gera jöfnum höndum, og væri þá merkilegt spor stigið í siglinga- sögu landsins. Sumir mundu ef til vill vilja spyrja, hvort stórlán til skipa- kaupa mundu ekki draga úr möguleikum til útvegunar þeirra lána í öðru skyni, sem þegar hef- ur verið ákveðið að leita eftir og láta sitja fyrir öðru. Lán til kau.pa á slcipum og flug vélum eru sér í flokki í þessu til- liti og ekki litið á þau sömu aug- um og lán til öflunar fastra verð mæta. Getur því hæglega svo á staðið, að hægt sé að fá lánsfé. til skipakaupa, sem ekki er fáan- legt til annars og án þess að slík lántaka dragi nokkuð úr mögu- leikum til fjárútvegunar vegna annarra framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.