Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
"Laugardagur 6 marz 1954
itstMðfrifr
Útg.: H.f. Aryakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rítstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgfSarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristlíisson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
ii
Jafnððarmenn á Morðurlöndum
og móraái sokkurinn á Islandi
í BÆJARSTJÓRNARKOSN-
INGUNUM, sem fram fóru fyrir
skömmu í Danmörku unnu jafn-
aðarmenn verulega á. Kjörsókn
var að vísu óvenjulega léleg og
mun það einkum hafa bitnað á
hægri flokkunum. En engu að
síður stendur sú staðreynd ó-
högguð að jafnaðarmenn unnu
töluvert á.
Á öllum Norðurlöndunum eru
flokkar jafnaðarmanna sterkir
stjórnmálaflokkar. í Noregi hafa
þeir hreinan þingmeirihluta og
flokksstjórn þeirra fer þar með
víld. í Svíþjóð eru þeir í sam-
steypustjórn en hafa þó sjálfir
þingmeirihluta. I Danmörku eru
þeir stærsti þingflokkurinn en
hafa þó ekki meirihluta og í
Finnlandi eru þeir annar stærsti
stjórnmálaflokkur landsins. Hér
á Islandi eru jafnaðarmenn hins
vegar minnsti stjórnmálaflokk-
urinn, þegar undan er skilið hið
nýstofnaða útibú kommúnista,
sem kallar sig „Þjóðvarnarflokk
íslands“. En með því verður
naumast reiknað sem sjálfstæð-
um flokki.
Engum, sem fylgzt hefur nokk-
uð með þróun stjórnmálanna á
Norðurlöndum getur dulizt, að í
hópi jafnaðarmanna þar eru
margir mikilhæfir og víðsýnir
menn, sem starfað hafa að hags-
munamálum þjóða sinna af á-
byrgðartilfinningu og dugnaði.
Það er líka viðurkennt, að undir
stjórn jafnaðarmanna á Norður-
löndum hafa þessi lönd tekið
miklum framförum og búa m.a.
við einhverja fullkomnustu fé-
lagsmálalöggjöf, sem nú er til í
heiminum.
Enda þótt jafnaðarmenn
hafi lengi farið með völd í
þessum löndum hafa þeir þó
ekki lagt áherzlu á að fram-
kvæma þar hreinan sósíalisma
Þeir hafa ekki talið skynsam-
legt að hefja þjóðnýtingu í
stórum stíl. í sumum Norður-
landanna eru atvinnugreinar,
sem þjóðnýttar hafa verið í
löndum, sem jafnaðarmenn
hafa aldrei stjórnað einir, alls
ekki reknar af ríkinu.
Hinir norrænu jafnaðar-
menn hafa þannig í ríkum
mæli slakað á trúnaði sínum
við hinar sósíalisku kenning-
ar.
Megineinkenni stefnu þeirra og
starfs hefur verið viðleitni til
þess að halda við öruggri félags-
málaþróun og kaupgjaldsbaráttu,
sem tryggði verkalýðnum batn-
andi lífskjör í skjóli blómlegs
atvinnulífs.
Þetta hefur jafnaðarmönnum á
Norðurlöndum tekizt svo vel, að
þeir njóta þar öflugs trausts og
fylgis. Kommúnistar hafa nær
þurkast þar út í verkalýðshreyf-
ingunni og við þá vill enginn hafa
hina minnstu samvinnu. Hefur
það sýnt styrkleika jafnaðar-
mannaforystunnar, hversu ein-
arða og hiklausa afstöðu þeir
hafa tekið gagnvart kommúnist-
um. En einmitt á þann hátt hefur
þeim tekizt að kveða þá alger-
lega í kútir,n.
■ Ef bornar eru saman starfsað-
ferðir jafnaðarmanna á Norður-
löndum og íslenzka Alþýðuflokks
ins verður sá samanburður okkar
jafnaðarmönnum mjög óhagstæð-
ur. Þá hefur brostið hæfileika
flokksbræðra sinna á Norður-
löndum til þess að vinná af festu
og ábyrgðartilfinningu að félags-
legum umbótum. Þess í stað hafa
þeir lagt áherzlu á upphlaup og
ævintýri. Frægast þeirra var
frumvarp Alþýðuflokksins árið
1937 um þjóðnýtingu togaraút-
gerðarinnar. Með því ætlaði
flokkurinn að hlaupa kommún-
ista uppi.
En árangur þessa skyndi-
upphlaups varð þveröfugur
fyrir Alþýðuflokkinn. Rúss-
neski úlfurinn gleypti Rauð-
hettu litlu. Alþýðuflokkurinn
beið mikinn ósigur en komm-
únistar fengu þrjá þingmenn
kjörna. Nokkru síðar klofnaði
Alþýðuflokkurinn. Héðinn
heitinn Valdemarsson, sem
var einn þróttmesti leiðtogi
hans en jafnframt sá, sem
mest trúði á upphlaupin, gekk
hreinlega yfir á snæri komm-
únista.
Þessara atburða hefur Alþýðu-
flokkurinn aldrei beðið bætur.
En engu að síður er hann svo lán
laus, að upphlaupa- og ævintýra-
stefnan er ennþá ríkjandi meðal
leiðtoga hans. Haustið 1952 varð
stjórnarbvlting í flokknum. Tveir
af aðalmönnum upphlaupsstefn-
unnar urðu formaður hans og
ritari.
, Það er þýðingarlítið fyrir þessa
menn að hugga sig við sigra jafn-
aðarmanna á Norðurlöndum. Þeir
eru unnir á allt öðrum grundvelli
en núverandi flokksforysta Al-
þýðuflokksins á íslandi starfar á.
Hans Hedtoft, Tage Erlander og
1 Oscar Torp fara aldrei til komm-
únista og biðja þá um stuðning
til stjórnarmyndunar eins og for-
maður Alþýðuflokksins gerði á
s.l. sumri. Enginn þeirra hefur
heldur flutt frumvarp um þjóð-
nýtingu einnar aðalatvinnugrein-
ar lands síns. Því síður hefur
nokkur þeirra haft trú á sam-
vinnu við kommúnista í verka-
lýðsfélögunum. Þeir hafa hins-
vegar barizt við kommúnista,
hvar sem þeir hafa náð til þeirra
1 og sigrað þá.
I Þessi vinnubrögð leiðtoga jafn-
aðarmanna á Norðurlöndum eru
ákaflega ólík framkomu þeirrar-
| forystu, sem Alþýðuflokkurinn á
íslandi nú nýtur.
Það er líka vitað að Alþýðu-
flokkurinn logar að innan um
þessa mundir. Ósigrar hans í
tvennum kosningum, dekrið við
kommAnista og Framsókn á víxl,
hefur skapað ríka andúð fjölda
skynsamari flokksmanna á hringl
andahætti flokksforystunnar. Þá
hefur málefnauppgjöf flokksins
á þingi ekki bætt fyrir formanni
hans og ritara.
Um allt land er „kássufrum
varpið“ og mútutillagan höfð
í flimtingum. Fólk skilur ekki,
hvaða köllun sá flokkur hef-
ur, sem gerir slík mál að
helztu „hugsjónamálum" sín-
um. En þetta eru engu að síð-
ur helztu áhugamál formanns
ins og ritarans. Og þeirra verð
ur vesalings mórauði sokkur-
inn, Alþýðuflokkurinn, að
gjalda. Með þá verður hann að
draslast enn um skeið. Þar er
hans stóri húskross.
★ UPPBOÐIÐ á listmunum og
öðrum verðmætum gripum, sem
Farúk hafði safnað að sér fer nú
fram í rómantísku umhverfi í
Kubbeh-höllinni í Kairo. Um-
hverfis höllina er 6 metra hár
steinsteyptur veggur og vopnað-
ir varðmenn standa vörð fyrir
utan. Fyrir innan vegginn eru
fagrir skrautgarðar, þar sem upp
boðskaupendur hvíla sig og ræða
saman við niðinn frá upplýstum
gosbrunnum.
Farúk hafði að vísu ekki mik-
inn áhuga á garðrækt. Hann unni
mest litlum gripum, sem hann gat
fiktað á, skoðað og leikið sér
með. Hann var í eðli sínu safnari,
sem ágirptist ekki sérlega hið
; fagra, heldur það sem var sjald-
1 gæft eða einstakt. Hann hafði t.d.
sérstaka ánægju af bandaríska
■ 10 dollara gullpeningnum frá
1 1933, sem'var tvímælalaust ein-
stæður í sinni röð. Allmargir slík
Upplofi í Löíii
mnt,
ir gulipeningar höfðu verið mynt
aðir, þegar alit í einu kom skipun
frá bandaríska fjármálaráðuneyt
inu um að eyðileggja þá aftur.
Sjö þeirra hurfu en sex náðust
aftur. Enginn hafði hugmynd um
hvað hafði orðið af þeim sjöunda,
þar til myntfróður maður sá hann
í safni Farúks.
★ í FRÍMERKJASAFNI hans
voru mörg egypzk frímerki, sem
tvímælalaust eru algerlega ein-
stæð í sinni röð. Þau eru gölluð,
enda lét Farúk prenta galla í þau
til þess eins að fá þau í frímerkja
safn sitt. Hann fékk þau ókeypis
en nú verða þau seld fyrir of
fjár og eiga eftir að renna langt
skeið og seljast fyrir geysilegar
fjárhæðir á frímerkjauppboðum
víða um heim, fyrir tug eða
hundruð þúsund krónur.
★—□—★
★ ÝMSIR af dýrgripum Farúks
eru ekki til sölu. Hann hafði t.d.
afiað sér mjög verðmætra safna
af egypskum forngripum. Talið
er að þessir forngripir hans hafi
verið meir en 50 milljón krónur
WetuaLaruli shrifar:
K
Athyglisverð grein.
ÆRI Velvakandi!
Ég las með mikilli athygli
samtal það við Axel Helgason,
sem birtist hér í blaðinu á dög-
unum. Þar var fjallað um mál,
sem varðar alla íslendinga, eitt
mesta þjóðarvandamál okkar í
dag, áfengisvandamálið. Margt
og mikið hefur verið verið rætt
um lausn þessa vandamáls, fyrr
og síðar án þess að nokkur fynd-
ist. Templarar hafa látið raust
sína þruma yfir landslýðinn, sett
hafa verið lög um höft og bönn
á sölu og veitingu áfengis, og
hrópað hefur verið á allsherjar
vínsölubann. En allt hefur komið
fyrir ekki, ástandið er afleitt —
og hefur, að allra dómi, — aldrei
verið afleitara en nú, eftir að
vínveitingabannið og héraðs-
bönnin komu til. Það hefur sann-
azt, eins og jafnan áður, að hvers
konar höft og bönn á athafna-
og ákvörðunarfrelsi fólksins eru
lítt vænleg til góðs árangurs.
Að komast fyrir
ræturnar.
ATHUGANIR og niðurstöður
Axels Helgasonar um orsak-
ir þess að unglingar byrja að
neyta áfengis virðast mér spor í
rétta átt og þess verðar, að nán- i
ari gaumur sé gefinn. Illgresið
verður ekki upprætt fyrr en við
komumst fyrir sjálfrar ræturnar
og þess vegna er það fyrir öllu,
að við komumst að hvar þær
liggja. Þarna er áreiðan-
lega fólgin einn gildur rótarangi.
Við þekkjum áreiðanlega öll
unga manninn, sem ekki þorði
fyrir sitt líf út á dansgólfið fyrr
j en hann var búinn að skvetta dá-
litlu í sig til að hressa upp á
kjarkinn. Hann fór eins að í
næsta skipti þegar eins stóð á —
og aftur í það næsta — og ógæfu
brautin var hafin.
Verður ekki
sniðgenginn.
HVÍ EKKI að leggja meiri
rækt við að kenna ungling-
unum að dansa rétt og fallega?
Dansinn er orðinn svo mikilvæg-
ur þáttur í félags- og skemmt-
analífi hvers nútíma þjóðfélags,
að ekki verður fram hjá honum
gengið, enda er hann líka víða
erlendis kenndur sem námsgrein
í skólum. Mætti ekki samræma
að nokkru leyti leikfimis- og
dansskennsluna?
Ég hirði ekki um að fara hér
um fleiri orðum, en vildi benda
þeim, sem áhuga hafa á þessu
máli, á umrædda grein Axels
Helgasonar. Þar eru mörg orð í
tíma töluð. — Ég þakka fyrir
birtinguna — Brandur".
Málverkasýning
Jóns Stefánssonar.
HANS KLAUFI skrifar eftir-
farandi:
„Um undanfarinn hálfan mán-
uð hefur staðið yfir sýning á
málverkum eftir Jón Stefánsson
i Listvinasalnum við Freyjugötu.
Þarna eru hin nýjustu málverk
listamannsins saman komin, um
25 talsins. Mér hefur alltaf þótt
gaman að horfa á myndir Jóns
Stefánssonar, en þetta er í fyrsta
skipti, sem ég hef komið á sjáif-
stæða sýningu hjá honum, hitt
hafa aðeins verið ýmsar samsýn-
ingar. Ég varð í senn heillaður
og snortinn, er ég kom inn á
ofangreinda sýningu Jóns í List-
vinasalnum nú á dögunum, mér
finnst ég aldrei hafa komið inn
á „íslenzkari" málverkasýningu.
Það var eins og veggirnir
önduðu frá sér tæru og hressandi
fjallalofti. Blái liturinn í Esj-
unni, Hrafnabjörgum og Jarl-
hettum orkuðu á mig svipað og
heiðríkur vetrardagur, skær og
fagur.
Ég vildi hvetja fólk til að láta
ekki þessa sýningu fara fram hjá
sér, en henni lýkur, er mér sagt,
á sunnudagskvöldið, svo að það
eru síðustu forvöð.
Hans Klaufi“.
Undu sólar ástbros við,
en ef nokkuð syrtir,
hafðu þreyju, þol og bið
þar til aftur birtir.
(Steingrímur Thorsteinsson).
C_________
„Þér skiljið við
hvað ég á“,
segja margir,
sem ekki skilja
sjálfa sig.
Farúk
að verðmæti. En þeir verða nú
allir settir á egypzka forngripa-
safnið í Kairo og það þótt safnið
sé fyrir löngu orðið yfirfullt af
slíkum forngripum.
Eriendir fornleifafræðingar
kvarta mjög yfir þeirri einstreng
ingslegu reglu Egypta að selja
enga forngripi úr landi. Skal nú
tilfært hér eitt dæmi. Til eru 9
næstum nákvæmlega eins eintök
af fornegypzkri smáhöggmynd.
Átta eintakanna eru í forngripa-
safninu í Kairo, en ein í safni
Farúks konungs.
Nú voru forngripasöfn í Lond-
on, New York og París óðfús að
kaupa styttuna úr safni Farúks.
En slíkt var útilokað. Styttan var
sett á egypzka forngripasafnið
og trónar þar nú á hillu við hlið-
ina á öllum hinum styttunum.
Þannig er hver einasti forn-
gripur, sem finnst í fornegypzk-
um gröfum settur á safnið í Kairo
sem nú er orðið svo yfirfullt að
stafla verður gripunum í hrúgur
í kjöllurum og allskonar komp-
um, þar sem forngripirnir verða
fyrir miklum skemmdum.
★—□—★
★ ÞAÐ er einkennilegt að hús-
gögn og málverk Farúks eru verð
lítii. Hinn fráfarni konungur
hafði ekki áhuga á söfnun dýr-
mætra málverka. Hinsvegar safn-
aði hann að sér allskonar klám-
myndum bæði olíumyndum,
vatnslitamyndum, krítarmyndum
og jafnvel úrklippumyndum úr
biöðum af nöktu kvenfólki.
Sothoby félagið enska, sem nnn-
ast uppboðið hefur algerlega
neitað að bjóða þessar myndir
upp, nema fáeinar, sem hafa list-
rænt giidi.
★—□—★
★ ÞÁ skulum við snúa okkur að
tónlistarsmekk konungs. Píanó
var nii ekki í höll hans. Hinsveg-
ar átti hann stóran, nýjan líru-
kassa og fvlgdu honum ábyrgðar-
skírteini frá ítölskum framleið-
anda um að þeir sem sþiluðu á
þennan lírukassa myndu hljóta
góðar peningagjafir frá áheyrend
um. Þá átti hann sjálfvirkt þýzkt
rafmagnsníanó og rafmagnsorgel.
Þetta verður selt, en fer senni-
iega fyrir lítinn pening.
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var samþykkt
að feia forstjóra Strætisvagna
Reykjavíkur, Eiríki Ásgeirssyni
og Sigmundi „Halldórssyni for-
stöðumanni Áhaldahússins, að
gera tillögur til bæjarráðs um
gerð og staðsetningu biðskýla
fyrir farþega strætisvagnanna.