Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. marz 1954 MORGVNBLAÐIÐ 7 ALÞINGI OG AFENGISMALIN ÞAÐ HEFUR mikið verið rætt og ritað um áfengisfrumvarp það, sem dórhsmálaráðherra lagði fyr- ir Alþingi haustið 1952 og milli- þinganefndin í áfengismálum hafði samið. Það sætti nokkurri gagnrýni, bæði utan þings og inn- an, en frumvarp það, sem Ed. Alþingis hefir nú afgfeitt, eftir þrjár umr., til neðri deildar, er með þeim hætti, að ýmsir þeir, er hvað mest gagnrýndu frum- varp milliþinganefndarinnar, óska þess nú eindregið, að það hefði verið afgreitt, einkum eins og frá því var gengið s.l. haust, ex dómsmálaráðherra lagði það á ný fyrir þingið, í stað þess, er efri deild sendi frá sér 2. þ. m. Svo mikill munur er á þessum frumvörpum. Þar er skemmst frá að segja, að allsherjarnefnd efri deildar bar fram nokkrar breytingartil- lögur við frv. dómsmálaráðherra. Það sem einkenndi þær tillögur var andstaða við framlög til áfengisvarna og bindindisstarf- semi og enn fremur við afskipti og áhrif áfengisvarnanefnda af veitingamálum. — Nefndin fékk ekki unað því, að lögð yrði telj- andi fjárupphæð til bindinöis- málanna, né heldur að áhrif og kjör þeirra, er að þessum málum vinna, yrði rýmkuð frá því, sem nú er. Ekki stóð nefnd þessi saman um það að fylgja þessum brtill. og engum öðrum, því -að stórum lakari tillögur, frá sjónarmiði bindindissinnaðra manna, voru nú fluttar af hendi tveggja nefnd- armanna og annarra tveggja þing deildarmanna, og eru það tillög- ur þessara fjögurra þingmanna (þm. Seyðf., 1. þm. Eyf., þm. Mýr. og 2. þm. Árn.), sem vakið hafa mikla furðu meðal manna um land allt. — Það er kunnugt áður, að 1. þm. Eyf. og þm. Seyðf. eiga hjartfólgið áhugamál, þar sem er bruggun og sala á sterku öli í landinu, og er skemmst frá að segja, að þeir gengu nú fram fyr- ir skjöldu í deiidinni með þm. Mýr., sem líka er mikill áhuga- maður um sterkt öl, og 2. þm. Árn., sem ráðið hefur sig í þetta skiprúm með hinum þremur. Nú hugsuðu þessir háttvirtu al- þingismenn sitt ráð: Við skulum ekki gera tillögur um öl með nær - fellt 4%% af vínanda að rúm- máli, heldur með 3¥2% að þyngd. Þeim hefur líkiega fundizt það líta betur út, og þeir hafa hugsað sér, að auðveldara yrði að vinna málinu fylgi með þessum hætti, er sumir kalla lævíslegan. Það kom á daginn, að í byrjun vissu margir ekki sitt rjúkandi ráð og héldu, að hér væri um lítilsháttar tilhliðrunarsemi að ræða við háttv. þm. Seyðfirðinga og aðra slíka áhugamenn, en því minnist ég á hann sérstaklega, að hann mun hafa túlkað málið þann veg, að með þessu yrði komið í veg fyrir að ölið súrnaði! Og í blaði einu hér í bænum var sagt, að ölið okkar yrði aðeins „pínu-lítið sterkara" en nú. Reyndar er það öl, sem nú er leyfilegt, aðeins með 2V4,% af vínanda að rúm- máli (eða 1.8% að þyngd), en öl fjórmenninganna með 4%% að rúmmáli eða því sem næst (3 ¥2% að þyngd). Það sem umrætt blað kallar „pinu-lítið sterkara“ er raunverulega nærfellt helmingi sterkara. En er ekki x-éttara að segja satt? Þegar talað er um styrkleika áfengis í drykk og sagt er, hve margir hundraðshlutar af vin- anda séu í drykk að rúmmáli, þá er átt við, hve margir rúmsentí- metrar af áfengi séu í 100 rúm- sentímetrum drykkjar, og þegar talað er um Jhundraðshluta að þyngd, þá er átt við, hve mörg grömm af vínanda eru í 100 grömmum drykkjar. — 10 af hundraði að rúmmáli samsvara, einkum á lægri vínanda-gráðun- um, 8 af hundraði að þyngd. í íslenzkum lögum hefur alltaf verið miðað við vínanda-innihald drykkja að rúmmáli. Hver til- gangur fjórmenninganna er með því að breyta þessu í vínanda- Eftlr Brynleif Tobiasson yfirkennara innihald að þyngd veit ég ekki, 1 nema hann sé sá að rugla menn í ríminu og fá þá til að trúa því, 1 að hér sé „aðeins um pínu-lítið sterkara“ öl að ræða en nú er.1 Ég skal ekkert um þetta fullyrða,1 en eðlilegt að mörgum detti þetta í hug, án þess að mig langi til að gera þessum þingmönnum rangt til. — En allra óviðkunnanlegast virðist mér það hjá þeim, að telja | svona sterkt öl óáfengan drykk.1 — í lagafrv. þeirra stendur: „Áfengi telst samkvæmt lögum' þessum hver sá vökvi, sem meira * er í en 3%% af vínanda að þunga.“ E. t. v. hafa flutnings- menn hugsað sem svo: Þingið getur sett sig á háan hest og skil- greint áfengan drykk að vilja sínum, hvað sem staðreyndum j líður, sbr. latnesku regluna: Sicl volo, sic jubeo, stat pro ratione; voluntas! eða þannig vil ég hafa það, þannig skipa ég fyrir. Vilji minn stendur fyrir ástæðu! Skilgreining á því, hvað sé áfengur drykkur, er með svipuð- um hætti, þar sem ég þekki til út um heiminn, og nú er hér í gildandi áfengislögum, og er því skilgreiningin í tillögu fjórmenn- inganna í efri deild að endemum, í þess orðs eiginlegu merkingu. Við myndum verða að athlægi annars staðar í heiminum, ef þessi fáránlega skilgreining fengi sess í íslenzkum lögum, en annað verra er þó fram undan, ef þetta verður að lögum. Þá myndi þetta óáfenga(!)öl væntanlega verða á boðstólum í hverri búð og í hverju veitingahúsi, eins og ið núverandi lögleyfða öl er. Mörg- um unglingnum yrði hált á inum görótta miði, og því hálla, sem ýmsir ábyrgðarlitlir menn kynni að eiga það til að gylla slíkt öl fyrir saklausum og ótortryggum unglingum og segja þeim, að öllu væri óhætt, þar sem hér væri um óáfengan drykk að ræða. Því væri vissulega trcystandi, sem stæði í landslögum. Eru flytjend- ur þessarar eindæma tillögu menn til að standa undir þeirri ábyrgð, sem því er samfara að villa um fyrir löndum sínum í þessu efni? Þeir eru áreiðanlega ekki ábyrgðarmenn fyrir þvi. Það segi ég blátt áfram. Það er nauð- synlegt að segja skýrt og skorin- ort, hvað hér er á ferðinni. Svo kemur fleira til. — Nú handtekur lögreglan ölvaðan bíl- stjóra við akstur. Hann segist að- eins hafa drukkið þann drykk, sem að íslenzkum lögum sé ekki talinn áfengur. Blóðrannsókn myndi skera úr, og kæmi þá bezt í Ijós, hve röng skilgreining lag- anna væri. En svona skilgrein- ingu hefur íslenzka senatið, að vísu með litlum meirihluta, látið frá sér fara. Það er sorgleg stað- reynd. En háttvirtri efri deild Alþingis nægir ekki að setja öl- tunnurnar með þessu dæmalausa óáfenga öli á stokkana í hverja veitingakrá og búð í landinu svo sem eins og afmælisgjöf til ís- lenzka lýðveldisins á 10 ára af- mæli þess. „Hver er sínum gjöf- um líkastur.“ Þetta nægir ekki. — Flestöll ákvæði stjórnarfrumvarpsins, sem horfa til vænlegra áfengis- varna og bindindisstarfsemi eru vendilega felld úr frumvarpinu, eins og fyrr er á vikið. — En stafar þessi afstaða deildarinnar e. t. v. af þvi, að kjósendur í land- inu hafi lagt rikt á við þingmenn að koma sterku öli sem fyrst á markaðinn og að skera sem mest við nögl fjárframlög til bindindis- mála o. s. frv.? Ekki er oss kunn- ugt um það, en þvert á móti hefir þinginu borizt fjöldi áskorana um íð gagnstæða. Og skulum vér at- huga þær lítið eitt. Fyrst er þar til að taka, að milliþinganefndin í áfengismál- um sendi fyrirspurnir á sínum tíma til margra félaga, félaga- sambanda og margra trúnaðar- manna í þjóðfélaginu um áfengis- málin. Rétt er að minna á, að eindreginn meirihluti þeirra, sem; svöruðu spurningum nefndarinn- ar, voru andstæðir því, að leyfa bæri bruggun áfengs öls til neyzlu hér, þ. e. 33, en 11 þvú fylgjandi og 6 svöruðu óákveðið. Þá var spurt, hvort þeir teldu; sölu á áfengu öli munu verða til, þess að auka drykkjuskap meðal almennings. Því svöruðu 27 ját-! cndi, en 8 neitandi. 14 svara ekki, en sumir þeirra vegna þess, að þeir telja nóg að svara aðalspurn- ingunni, þeirri er fyrst var nefnd, og 5 svara óákveðið. Næst var spurt um, hvort hætt væri við, að sala á áfengu öli myndi verða til þess að auka drykkjuskap meðal unglinga. 33 svöruðu játandi, 7 neitandi, 10 svara ekki og 4 óákveðið. Læt ég þetta nægja, en svörin eru, sem menn sjá, engan veginn í samræmi við frumvarp fjór- menninganna, heldur þvert á móti. — Rétt er að geta þess, að áfengt öl þýðir hér öl, sem hefur inni að halda meira en 214% af vínanda að rúmmáli. Til viðbótar við þetta vil ég geta þess, að á fundi skólastjóra menntaskóla, gagnfræða- og hér- aðsskóla í síðastliðnum septem- bermánuði í Reykjavík var sam- þykkt með samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: „Fundurinn lýsir sig andvígan bruggun og sölu áfengs öls i landinu og skor- ar á Alþingi að fella tillögur, sem um það kynnu að verða bornar fram, þar sem reynslan annars staðar leiðir í ljós, að áfengt öl dregur ekki úr neyzlu sterkra drykkja né heldur afbrotum sam- fara drykkjuskap. Telur fundur- inn, að öldrykkja myndi hafa í för með sér mikla hættu fyrir æskulýðinn. — Enn fremur lýsir fundurinn sig mótfallinn rýmkun á veitingum áfengis." í þriðja lagi leyfi ég mér að vekja athygli á svörum áfengis- varnarnefnda við eftirfarandi spurningu, einni meðal annarra, sem ég beindi til nefndanna í umburðarbréfi mínu til þeirra árið 1953: Hver er afstaða nefnd- arinnar til sterka ölsins (þar að sjálfsögðu átt við öí með meira en 214% af vínanda að rúmmáli) og rýmkunar á veitingum á- fengis? Þessi svör hafa verið send Alþingi. Niðurstaðan af svörunum er sú, að af svörum, sem bárust frá 84 nefndum, lýsa 78 sig andvíga bruggun á sterku öli, 4 taka enga afstöðu, 1 telur hættulítið, þó að bruggað væri og selt áfengt öl, og 1 — segi og skrifa ein — nefnd er fylgj- andi bruggun og sölu á sterku öli, en til skýringar fyrir les- endur blaðsins skal þess getið, að formenn áfengisvarnarnefnda eru skipaðir af dómsmálaráðu- neytinu, en aðrir nefndarmenn kosnir af bæjarstjórnum og hreppsnefndum. Af þessum 84 nefndum eru 58 andvígir rýmkunum á veitingum áfengra drykkja, en 26 taka ekki afstöðu til þess liða spurningar- innar. Aðrir munu gera grein fyrir öðrum þeim mótmælum, er bor- izt hafa Alþingi gegn áfenga ölinu. Ég tel víst, að alþingismenn hafi kynnt sér þessi mótmæli, svo lýðræðissinnaðir sem þeir eiga að vera. — Þegar ég af- greiddi svör áfengisvarnarnefnd- anna til AJþingis, gat þingmaður einn þess við mig, að slík plögg sem þetta læsu þingmenn ekki. — Ef svo er, þá er lýðræðis- andinn þar ekki svo vakandi, sem menn skyldu ætla í inu lýð- frjálsa landi á 10 ára afmæli ins íslenzka lýðveldis. — Nú eru alþingismenn að vísu, samkvæmt stjórnarskránni, einungis bundn- ir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum, en það hlýtur að liggja í hlutarins eðli, að í lýðræðis- landi láti þingmenn svo lítið, að Gamle Carlsberg haíði verið b3 verki í 35 ár, hafði brennivíns- drykjan á þessu tímabili fariff vaxandi og svo bættist ölið við". Segir svo í skýrslu frá dönsku hagstofunni á þeim tíma til fjármálaráðherra, að nú sé öl- drykkja almenn orðin, þar sem, líka konur og unglingar neyti öls. Annað, sem Adolph Hanseu tók fram, á og sannarlega er- indi til vor í dag. Það eru nú 28 lækningastöðvar í Danmörku fyrir þá, sem illilega hafa orðiff fyrir barðinu á áfengum drykkj- um. Um þá, sem þangað sækja. ±il hjálpar, segir fyrirlesarinn: „Þegar vér tölum við þá og að- standendur þeirra, hvað hafi bak- að þeim böl, þá er það að lang- mestu leyti ölið,“ eða á dönsk- unni „---- sá er det í langt det overvejende antal tilfælde öllet^, „bajeren“, det stærke öl.“ Svo» heldur hann áfram: „Það er ekki svo óalgengt að heyra frá- sagnir um, að verkamaður drekki 25—30 ölflöskur (bajara) á kaupgreiðsludaginn á veitinga- stað nálægt þeirri verksmiðju eða þeim vinnustað, þar sem hann. starfar. Og misskilinn lagsbróð- urandi hefir oft í för með sér meiri háttar drykkjuslark á kaupgreiðsludaginn“. — Enn. segir Adolph Hansen: „Mjög otfc er það öldrykkja, sem velduir umferðaslysum. Ritstjóri kvenna- síðunnar í einu höfuðstaðar blaða vorra (það er Kaupmannahöfn) skrifaði nýlega grein með tveggja dálka yfirskrift: En mand drikk- er öl — alt for meget öl. Hanifc sezt í bílinn sinn og ekur fyrst yfir tvö ungmenni, sem bæði lemstrast. Hann heldur áfran% ekur yfir tvo enn. Annar þeirra er 19 áxa gömul stúlka, og hún. bíður bana. — Maðurinn (bíl- stjórinn) er auðvitað tekinn. höndum. Dómurinn er kveðinn. upp: Fjögurra mánaða fangelsi, missir ökuskírteinis í • fimm ár. Þar með er öllu lokið“. „Svona atburðir gerast nærri daglega“, bætir fyrirlesarinn við. Ætli óáfenga(!) ölið efri deildar fjór- menni'nganna myndi ekki, ef til kæmi, eiga ríflegan þátt í vax- andi umferðaslysum hér og ann- ars staðar? Ég læt lesendur þess.- arar greinar um að svara þeirri spurningu. — Engum dönskum löggjafa hefir dottið í hug að' hja Þvi, að mmmhlutmn umr reyna að blekkja þjóð sína meff endur bera fram við þá, og taki tillit til þeirra eftrr því, sem þeir frekast sjá sér fært, sann- færingar sinnar vegna, en fyrir- líti þær ekki með öllu. — Al- þingismenn mega vita, að það er stór flokkur landsmanna, sem er bindindissinnaður. Hvað eftir annað hefir almenningsálitið í landinu hrundið áhlaupi þeirra löggjafa, sem gerst hafa til þess að reyna að steypa flóði áfengs öls yfir þjóðina, og ég er þess fullviss, að það er enn vakandi. Þykist ég hér að frafnan hafa leitt nokkur rök að því. — Góð- templarar hafa fengið að kenna á árásum nokkurra blaðamanna útaf afstöðunni til ölmálsins o. ±1., en það mega bæði alþingis- menn og blaðamenn vita, að Góð- templarar eru ekki nema lítill pai'tur þeirra landsmanna, sem eru andhverfir sterka ölinu og þeirri stefnu, sem vill skammta bindindishreyfingunni í landinu svo naumt lög og rétt og fé, sem nízk og lítt góðviljuð stjúpmóð- ir skammtar stjúpbarni sínu. ís- lendingar eru, þrátt fyrir tals- verðan drykkjuskap, andvígir þeirri stefnu, sem sigraði í áfeng- ismálunum í efri deild Alþingis 2. marz 1954. Það er oft talað um það meðal menntaðra manna, sem unna lýð- ræðisháttum, að lýðræðinu stafi mest hætta af óbilgirni meiri- hlutans á hverjum tima á þjóð- þingum og öðrum vettvangi i þjóðfélaginu. Þykir miklu varða, að meirihlutinn unni minnihlut- anum nokkurs réttar, mæti hon- um að einhverju leyti, en traðki hann ekki algerlega undir fótum. Efa ég ekki, að þetta muni vera laukrétt. — Ég held, að meðferð efrideildar á áfengislagafrum- varpinu hafi engan veginn verið innblásin af þeim sanngirnis- og lýðræðisanda, sem einn er lík- legur til að varðveita frið og réttlæti í mannlegu félagi. Inn naumi meirihluti í áfengismál- unum í efri deild neytti valdsins til fullrar hlítar, létti ekki fyrr en hann steig á háls minnihlut- anum, vildi ekki unna honum neins réttar. Þegar svona bar- daga-aðferðum er beitt, fer ekki hlut sínum ið versta og fyllist gremju og sársauka. Þar af þró- ast fjandskapur, af honum leiðir harðræði og grimmd, og er þá opin leið til þeirra sambúðar- hátta, er margir óttast. Ég efast um, að ýmsir þeir al- þingismenn, sem virtu vettugi tillögur í bindindisátt, hafi gætt þess vel, hvaða leið þeir voru að fara. Hvers vegna létu þeir sér t. d. ekki nægja að skera niður 6% framlagið, en mæta oss að litlu leyti og samþykkja 3% framlagið, að ég nú ekki tali um þá tillögu í ölmálinu, sem lengst gengur allra tillagna, er fluttar hafa verið í því máli á Alþingi. „Sá, sem þykist standa, gæti að sér, að hann ekki falli.“ Það er valt að treysta því, að sá, sem er i meirihluta þetta misserið, verði það ið næsta. Þess skyldu menn minnast. Það eiga allir íslendingar mik- ið á hættu, ef sterka ölið kemur í veitingahúsin og búðirnar, en engir þó meira en æskulýður- inn. Hvað segja prestarnir, kenn- ararnir, verklýðsforingjarnir, for- ráðamenn bæjarféJaga, og síð- ast en ekki sízt feður og mæður? Ætli það sé ekki eitthvað annað en áfengir drykkir á hverju götu- horni, sem oss vantar í þessu landi? Hamingjan hjálpi þeim löggjöfum, sem styðja að því að leggja freistinganet um þjóð- braut þvera. Á norræna bindindisþinginu hér í bænum s. 1. sumar flutti inn merki framkvæmdarstjóri Landssambands dapskra bindind- isfélaga erindi um ölið og bind- indissemi þjóðanna. Vakti það sérlega athygli. Skýrði hann m. skilgreiningu eins og þeirri, sem er í áfengislagafrv., eins og þaff kom frá efri deild. — Skilgrein- ing sænskra laga um það, hvaff er áfengur drykkur er in sama og í gildandi áfengislögum ís- lenzkum og eins og er í frv_ dómsmálaráðherra. Alþingi íslendinga getur ekki verið þeim heillum horfið, aff það lögfesti skilgreiningu þessa, eins og efri deild gekk frá hennL Vér væntum þess, að löggjafar- þing vort beri gæfu til að ganga frá áfengislöggjöf, sem sýnir a. m. k. jafn mikinn félagsmála- þroska og kemur fram í þeim. tillögum, er milliþinganefndin i áfengismálum var sammála um. Lægri kröfur til Alþingis eru því ekki samboðnar. Brynleifur Tobiasson. kynna sér óskir þær, sem kjós- a. frá því, að þegar ölbruggið Kinberg verSur látinn laus STOKKHÓLMI 3. marz: — Við umræðu um utanríkismál í sænska binginu skýrði U'nden ut- ánríkisráðherra svo frá, aff sænski forstjórinn Kinberg, seim situr í fangelsi í Austur-Þýzka- landi muni verða látinn laus inn- an skamms og „verða afhentur í Svíþjóð“. Kinberg var handtekinn eftir að hann hafði slegist við noklcra austur-þýzka lögreglumenn sem ætluðu að hindra hann í því að ná fundi Molotovs er hann var í Berlín. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.