Morgunblaðið - 13.03.1954, Side 14

Morgunblaðið - 13.03.1954, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. marz 1954 < SAGR FGRSYTRNNR - RÍKI MAÐURINN - > Eftir John Galsworthy — Magnús Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 76 ur um, að hans hávelborinheit myndi ekki láta það viðgangast að tilraun, svo að hann kvæði •ekki fastara að, væri gerð til þess að skjóta sér undan lög- jnætri ábyrgð.“ Svo las hann upp nokkra kafla úr bréfum Soames og skýrði ná- kyæmlega orðatiitækið „frjálsar íiehdur“ og kvaðst fullyrða, að orðalag herra Forsyte fæli í sér jnótsagnir. Skjólstæðingur sinn væri eignalaus og því skifti þetta hann mjög miklu máli. Hann lauk máli sínu með því að hann treysti dómaranum til þess að vernda listina fyrir hinum of hörðu og köldu greipum, sem auð valdið spennti stundum — hann .sagði stundum. — Hvernig færi um þessa listgrein, ef auðmenn eins og þessi Forsyte neituðu — og liðist það — að standa við þær skuldbindingar, sem þeir með fyrirskipunum sínum hefðu bakað sér Hann bað um að kallað væri á skjólstæðing sinn, ef vera mætti að hann hefði komið á síð- ustu stundu. Nafnið Philip Baynes Bosinney var kallað þrisvar af réttarþjón- unum. Hrópin bergmáluðu dapur- lega í salnum og á svölunum. Köllin á þennnan mann, sem gaf ekkert svar frá sér, orkuðu ein- kennilega á James. Þau létu í eyrum hans eins og þegar kallað er á hund, sem orðið hefur við- .skila við húsbónda sinn á göt- unni. Honum leið illa án þess að geta gert sér grein fyrir af hverju það stafaði. Hann leit á úrið. Klukkuna vantaði stundarfjórðung í þrjú. Innan fimmtán mínútna myndi öllu lokið. Hvar gat ungi mað- urinn haldið sig. Hann jafnaði sig ekki til fulls fyrr en Bentham dómari kvað upp dóminn. Hinn lærði dómari stóð dálítið álútur fyrir innan grindurnar, sem skildu hann frá þeim, sem orðaða tillögu og við orðalag hennar verður að álíta, að hann sé bundinn.“ James dró létt andann. Hann greiddi úr fótaf lækjunni og flýtti sér út úr réttarsalnum. Hann beið ekki eftir syni sínum, en tók vagn og ók út til Timothys, þar sem hann hitti Swithin, írú Septimus Small og Hester frænku. Hann sagði þeim frá því sem við hafði borið á meðan hann át tvær smér kökur. „Soames stóð sig prýðilega. Vitið vantar hann ekki. Þetta er leiðinlegt íyrir Jolyon og Bos- inney unga kemur það illa. Mér kæmi það enganveginn á óvart þótt hann yrði gjaldþrota.“ • Hann þagði lengi, starði í eld- inn, áhyggjusamlega, og bætti svo við: „Hann var þar ekki. Hvernig ætli að standi á því.“ Fótatak heyrðist. Þrekvaxinn maður, rjóður og hraustlegur birt ist í dagstofunni. Upplyftur vísi- fingurinn bar við svartan lafa- frakkann Hann sagði ólundar- lega: „Jæja, er það James, ég get ekki — ég get ekki komið.“ Þetta var Timothy. James stóð upp. „Og ég bjóst við þessu“, sagði hann, og bætti svo við: „Ég vissi, að það var eitthvað rangsnú — —Hann þagnaði og starði út í oftið, eins og hann hefði séð illan fyrirboða. SJÖTTI KAFLI Soames segir fréttir Soames fór ekki rakleitt heim til sín, þegar hann gekk út úr réttarsalnum. Hann fýsti ekki að fara til City, vildi njóta sigurs- ins með einhverjum og gekk því Bayswater Road. Faðir hans var nýfarinn, þegar hann kom. Frú Small og Hester frænka, sem vissu um málalokin, fögnuðu honum hjartanlega. Þær sögðu, að hann hlyti að vera svangur eftir alla þessa vitna- leiðslu, cg nú skyldi Smither steikja nokkrar brauðsneiðar handa honum, því að faðir hans hefði lokið því, sem til var. Svo yrði hann að hvíla fæturnar á sófanum og drekka glas af koní- aki — það væri svo hressandi. Swithin var þar enn. Honum hafði dvalizt lengur en hann ætl- aði. Hann varð fár við, þegar hann heyrði þessa tillögu. Skárri voru það nú lætin með unga fólkið. Maginn var í ólagi og því var honum meinilla við, að aðrir væru að svelgja í sig koníak. Hann sneri sér að Soames og sagði umbúðalaust: „Hvernig líð- ur konunni þinni?. Segðu henni, að ef henni leiðist geti hún komið til mín og snætt hjá mér mið- degisverð. Hún skal fá kampavín sem er betra en það, sem hún á kost á venjulega.“ Hár og gildur stóð hann fyrir framan Soames og leit niður á hann. Hann kreppti feita gula hendina eins og hann væri að kremja smáseiði, þandi út brjóst- ið og gekk vaggandi út. Frú Small og Hester frænka sátu furðulostnar. „Alltaf var Swithin sjálfum sér líkur.“ Þær brunnu í skinninu eftir að spyrja Soames, hvernig hann héldi að Irena mundi taka þess- um málalokum, en vissu, að það var ekki viðeigandi. En vera mátti, að hann segði eitthvað ó- tilkvaddur, sem varpaði ljósi á þetta viðfangsefni, sem nú skifti mestu máli, og kvaldi þær svo hræðilega, af því að ekki mátti ræða það. Timothy hafði nú feng ið vitneskju um það, og við það hafði heilsu hans hrakað svo, að ískyggilega horfði. Og hvað myndi nú June taka til bragðs? Allt var þetta mjög æsandi, en jafnframt hættulegt að láta hug ann dvelja við það. Þær höfðu ekki gleymt heim- sókn Jolyons gamla. Eftir hana höfðu þær aldrei losnað við þá hugsun, ?.ð ættin væri nú ekki lengur hin sama og hún hafði minna mega sín gegn dauðanum. Rafmagnsljósið lék um andlit hans og brá á það föJleitum blæ undir snjóhvítri hárkollunni. Káp an hans var tilkomumeiri í aug- um áhorfendanna. Það ljómaði af honum öllum eins og af heil- agri hátignarfullri veru. Hann ræksti sig, saup á vatni, braut odd af gæsarpenna á skrifborðinu krosslagði beinaberar hendurnar á brjóstinu og tók til máls. í augum James varð Bentham stærri en hann hafði nokkrum sinnum getað gert sér í hugar- lund. Þetta var konungur lag- anna. Er dómarinn hafði rakið efni málsins og lesið það sem máli skifti úr bréfunum, kvað hann upp svohljóðandi dóm: , Það sem ég á að skera úr er það, hvort stefndum beri að greiða þá upphæð, sem er fram yfir tólf þúsund og fimmtíu pund. Ég tel að svo sé og að stefnandi eigi því rétt á því að fá sér dæmda þessa upphæð. Verjandi stefnda hefur reynt að færa sönnur á það, að engin takmörk hafi verið sett fyrir út- gjöldunum, og það hafi ekki verið ætlunin með þessum bréfavið- skiftum. Ef svo hefði verið, þá sé ég ekki, að nein ástæða hafi verið fyrir hendi hjá stefnanda til þess ;'ð nefna upphæðina tólf þúsund pund, og síðar fimmtíu pund í bréfum sínum. Verjandinn hefur haldið því fram, að þessar tölur skifti engu. En mér er þa^ Ijóst, að með bréfi sínu hinn 20. maí samþykkti hann mjög skýrt f • • ™-•—™ UTILEGUMAÐURINN 2. Þegar Bergur er farinn spyr hún piltinn að heiti. Segist hann heita Haki. „Og hvar ertu fæddur, og hvers son ertu?“ segir konan. Þá segir pilturinn: „Mér var sagt, að faðir minn héti Sjávarauður og að ég væri borinn í bekrakró einni. Fóstri minn heitir Bjarni. Hann býr við Grenivík á Hornströndum. Nú á seinni árum sagði hann mér að fara eitthvað og leita mér atvinnu. Móður mína hefi ég aldrei séð og aldrei heyrt neinn minn- ast á hana.“ Þá stendur huldukonan upp og gengur að litlum kistli og tekur upp úr honum mynd af stúlku. Hún fær Haka mynd- [ina og segir: „Hvernig lízt þér á þessa stúlku?“ Hann skoðar myndina um stund og segir síðan: „Svona íailega stúlku hef ég aldrei séð fyrr.“ „Og af hverjum heldur þú að myndin sé?“ segir konan. , „Ég hugsa að hún sé af þér,“ segir hinn ungi maður. „Og ræð það af augnatilliti og fegurðareinkennum á andliti þínu, sem virðast þó vera að líða undir lok. En því ertu ein hér?“ | „Ég skal bráðum segja þér það,“ segir hún. „En fyrst ætla ég að segja þér, að ég er móðir þín. Ég var fædd við Grenivík á Norðurlandi. Faðir minn heitir Bjarni. Hann er hægur 1 lund, en þykir þungur og langrækinn, ef honum mislíkar. Ég ólzt upp hjá foreldrum mínum í eftirlæti og vissi ekki af neinu mótlæti. — Þar var piltur á næsta bæ. Hann hét jBjörn, og var á sama aldri og ég. Við lékum okkur saman til fermingaraldurs. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS M.s. „GULLFOSS46 fer frá Reykjavík laugardaginn 13. marz kl. 10 e. h. til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar komi um borð kl. 9— 9!4 e. h. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS TILKYNNING ■ um grciðslu almcnnra tryggingasjóðsgjatda o. fl. ■ • ■ Almennt tryggingasjóðsgjald hefur nú verið ákveðið ; fyrir árið 1954 svo sem hér segir: ■ Fyrir kvænta karla.......... Kr. 718,00 Fyrir ókvænta karla ......... — 647,00 Fyrir ógiftar konur.......... — 481,00 ; Hjá þeim, sem greiða í sérsjóði, eru samsvarandi upp- | hæðir kr. 238.00, kr. 203.00 og kr. 147.00. * Hluti gjaldsins féll í gjalddaga í janúar s. 1., en hjá : þeim, sem ekki hafa greitt þann hluta, er upphæðin öll ■ I gjaldfallin. Gjaldendur eru minntir á að greiða gjaldið ■ hið fyrsta. • Skrifstofan veitir einnig móttöku fyrirframgreiðslum ■ : upp í önnur gjöld ársins 1954. : Reykjavík, 12. marz 1954. ■ : Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Jörh tií sölu m m Jörðin Tröð í Bessastaðahreppi er til sölu. Tilboð óskast • í jörðina, í því ástandi, sem hún er í. Jörðin er iaus til ■ ábúðar 1. maí n. k. — Á jörðinni er járnvarið timburhús, ; með steyptum kjallara og risi. Staðurinn er heppilegur til m • sumardvalar. Nánari upplýsingar veita Halldóra Sæ- • mundsdóttir, Hverfisgötu 6, Hafnarfirði, sími 9724 og Jó- : hann Kristjánsson, Miklubraut 9, Rvík eftir kl. 7 á kvöld- ■ | in. — Tilboð óskast send afgr. Morgunblaðsins fyrir 31. ; marz, merkt: „Tröð —341“. Jp. .......................................... • 9 Oryggisgler í bifreiðar — frani og hliðarrúður. Einnig 3, 4 og 5 mm. rúðugler fyrirliggjandi. Pétur Pétursson Hafnarstræti 7. — Sími 1219. íbúðir til sölu . j Tveggja hæða hús í Hveragerði (tvær íbúðir), ásamt • geymslum og þvottahúsi. 1350 fermetra lóð, með aðstöðu : til gróðurhúsa- og útiræktunar. Tryggur ódýr hiti íbúð- . I imar seljast saman eða sín í hvoru lagi. Skipti á húseign • í Reykjavík koma til greina. Upplýsingar í síma. 11 og ; 76, í Hveragerði. ■ Húsakaup . H ; Vil kaupa tvær 3ja—4ra herbergja íbúðir i sama húsi. — 3 ; Tilboð merkt: „Milliliðalaust hús — 350“, sendis: afgr. I j Mbl. fyrir 20. marz. — Öllum tilboðum svarað. ........................................ wkv.i■■ ■ ■■■■■■■■■ ■■■■■■>■■■ ■■ ■■■■■ rtn■■■ iii■ nmii i % nnnmrrn■ int■ ■ ■ nnmtimarri■«nnmn■■■■•■n.n•• ■ ■ ■■■■■■■■ ■■•■••■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ * ■ ■■ ■■■ ■■■■ ■■■■■■■■ ■ iYinrmrnvirrnn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.