Morgunblaðið - 17.03.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 63. tbl. — Miðvikudagur 17. marz 1954 Prentsmiðjti Morgunblaðsina Fmmvarp um breytingu skattaíaga í næstu viku AFCNDI Nd. Aíþingis í gær, lýsti Eystcinn Jónsson fjármáíaráðherra því yfir, að ríkisst.iórnin myndi í næstu viku leggja fram frumvarp um breytingar á skatta- lögunum. Eins og kunnugt er hafa milliþinganefndir unnið að því um iangt skeið að undirbúa endurskoðun skattalöggjafar- innar. Hefur fruxnvarps um þessi efni verið beðið með mik- tlli eftirvæntingu. Þess er og að geta, að endursltoðun skattalaganna var eitt þeirra mála, sem núverandi ríkisstjórn hét að beita sér fyrir, er hún var mynduð. Skýrsla Iðnaðarmdlasíofnunjar: Islenzk bátasmíði ekki sam- keppnisfær vegna dýrtíðar Tiliöpr iil úrbófa aö fella niður folla og grciða dýrfíffarverðbæfur 1SLENZKAR skipasmíðastöðvar hafa eins og nú er ástatt ekki aðstöðu til þess að smíða fiskiskip, sem eru samkeppnishæf við erlend skip að verði. Að gæðum eru ísienzku skipin sízt lakari en þau beztu útlendu, en vegna dýrtíðarinnar og raunverulegrar „toilverndar“ útlendra skipa, getur verðið ekki orðið samkeppnisfært. íslenzkum skipasmíðastöðvum er nauðsynlegt að stunda jöfnum höndum viðgerðavinnu og nýbyggingar, til þess að hafa næg verk- efni allt árið. Aðeins ein eða tvær viðgerðarstöðvar eru þannig settar, að þær geti þrifizt á viðgerðarvinnu allt árið um kring. Þannig hljóða endanlegar niðurstöður í mjög ýtarlegri skýrslu Iðnaðarmálastofnunar íslands um athugun á samkeppnishæfni og starfsskilyrðum íslenzks tréskipaiðnaðar. Er það opinber skýrsla og athugunin gerð fyrir beiðni Fjárhagsráðs að undirlagi iðnaðar- málaráðuneytisins. Við samningu skýrslunnar hefur Iðnaðarmálastofnunin notið aðstoðar Bárðar G. Tómassonar, skipasmíðaráðunauts, Kristins Einarssonar hjá Samábyrgð íslands á Fiskiskipum, Skipaskoðun ríkisins og skipasmiðanna Þorgeirs Jósepssonar, Bjarna Einars- sonar og Sigurjóns Einarssonar. Jafnan þegar hersveitir kommúnista í Indó-Kína hafa beint árásum sínum að varnarvirkjum Frakka, hefur franska herstjórnin getað brugðið fljótt við, með því að flytja herlið til flugleiðis. Er kommúnistar hófu áhlaup sín á borgina Dien Bien Phu hófu Frakkar þegar í stað að flytja aukið txerlið, vopn og vistir til borgarinnar. Sýnir myndn liðsflutninga. En síðustu fregnir herma að báð- ir flugbrautirnar við borgina séu nú ónothæfar, iakir þess að stórskotahríð kommúnista dynur Giap hershöfðingi kommnnista segist ekki linnn lútum fyrr en Dien Bien Phu sé fnilin Brelar kunna til tneð 3000 hermenn komraúnista íallsiir. en áfram er barizt afóimprengjur LONDON, 16. marz. — Fulltrúi brezka hersins skýrði í dag frá ^EYSILEG orrahríð hefur staðið í allan dag við franska virkis- úíbúnarTl þess^S geta boríð bæinn Jien Bien Phu, sem er norðarlega í Vietnam, rétt við atómsprengjur. Bretar hafa einn- landamæri Laos-nkis. Franska herstjornm telur að minnsta kosti jg j hyggju að framleiða fall- ; 3000 hermenn kommúnista hafi verið felldir og 7000 særðir. — byssur, sem geta skotið atóm- ’ Orustan stendur enn yfir og linnir ekki áhlaupum kommúnista, sprengikúlum. — Reuter. sem hafa stefnt geysimiklu liði til borgarinnar. I -<S> 120 km frá sprengisfað SVO ILLA hefur til tekizt við síðustu atómsprengjutilraunir Bandaríkjamanna á Bikini-ey í Kyrrahafi, að nokkrir japansk- ir fiskimenn hafa orðið mjög illa úti er þeir voru á hættusvæðinu. SKAMMT FRA YZTU VARNARLÍNU I dag voru kommúnistar um kílómeter frá yztu varnarlínu borgarinnar, eftir að þeir tóku tvö útvirki skammt norður af borginni. Skýrslan er í 16 köflum, þar sem hvert vandamál skipasmíða- iðnaðarins er tekið fyrir.og rann- sakað ofan í kjölinn. Skal hér reynt í stu.ttu máli að gera grein fyrir athugunum Iðnaðarmála- stofnunarinnar. ÁRLEG RÝRNUN 800 TONN Tala ísienzkra fiskiskipa á stærð 15—100 rúmlestir er 376 skip, samtals um 15 þúsund smá- lestir. 15% þessara skipa er smíð- að á tímabiiinu 1887—1930, 18% eru frá tímabilinu 1931—1940, 35% eru frá nýsköpunartímabil- inu 1946 og 47 og 7% eru frá árunum 1948 og 1949. Alls engin skip eru til frá árunum 1950 til 1952. Samkvæmt ýtarlegri athugun Fiskifélagsins nemur árleg rýrn- un fiskiskipanna 800 rúmlestum. Af þessu er augljóst að til þess að fiskiskipaflotinn fari ekki minnkandi þarf að endurnýja hann um 1000 smálestir á ári, eða um 25 báta á ári miðað við 40 rúmlesta báta. Á árunum 1938—1953 nema við bætur bátaflotans samtals 273 : Framh. á bla. 2. «>- Taka Bretar meiri þátl í Evrópuher? Áiexander landvarnaráðherra leggur áherzlu á að samslarf sé nauðsynlegt LONDON, 16. marz frá Reuter. ALEXANDER lávarður, landvarnarráðherra Breta, lagði áherzlu á það í dag í ræðu sinni í lávarðardeildinni, að Bretar yrðu að efla hernaðarsamstarf sitt við aðrar þjóðir Vestur Evrópu, því að ella gætu þeir átt það á hættu að Rússar teygðu herveldi sitt bráðlega til Ermarsundsstrandarinnar og mætti þá vera að Bretum þætti þröngt fyrir sínum dyrum. SKIPTIR BRETA NOKKRU MÁLI Við getum ekki látið, sem það skipti okkur engu máli að banda menn okkar lifa í hættu við aust- rænt ofbeldi og geta hvenær sem er, búizt við því að Rússar sæki vestur um lönd þeirra og her- nemi þau. Slíkt myndi snerta okkur sjálfa mjög illa. herveldi Rússa myndi þýða það, að Rússar gætu komið sér upp flugbækistöðvum og stöðvum til að senda fljúgandi sprengjur á Ermarsundsströndinni. Þessi ræða Alexanders hermála ráðherra er talin sýna að brezka stjórnin hafi nú í hyggju að taka mikilvæga ákvörðun um víðtæk- ari aðstoð eða þátttöku Breta í Því að fall annarra ríkja undirEvrópuhernum. LEIT AÐ GEISLAVIRKUM FISKUM Vísindamenn vopnaðir geisla- virknimælum hópuðust í dag til bæjarins Shizuoka, sem er um 240 km suður af Tokíó. Fóru þeir um fiskimarkað borgarinnar og leituðu uppi hættulega geisla- virka fiska frá japanska veiði- skipinu Fukuryu Maru, sem kom í morgun til hafnar. Þeir sögðu frá því að sérhver fiskur frá þessu skipi sem etinn væri gæti drepið mann, því að svo mjög var afli skipsins geisla- virkur. HIN LJÓSLEITA ASKA Skipið Fulcuryu Maru var að veiðum skammt frá eynni Bikini á miðju Kyrrahafi og höfðu skips menn rétt nýlokið við að leggja i netin út um 120 km austur af eynni, þegar skyndilegur glampi ; sást í vestri og síðan var sem . björt sól risi upp fyrir sjón- [ deildarhringinn í um um það bil 10 sekúndur. Sex mínútum síð- ar fundu þeir mikinn loftþrýst- ; ing og einhver ljósleit aska lagð- I ist yfir skipið. Tveimur klukku- , stundum síðar varð húð skip- Framh. á bls. 2. LINNA EKKI LATUM Giap htrshöfðingi kommúnista hefur tilkynnt í útvarp að þetta sé öflugasta árás sem lið hans gejrir á varn- arvirki Frakka og muni her hans ekki linna látum fyrr en borgin sé fallin. Talið er að hann ráði yfir 40 þúsund manna vel æfðu og vel vopnuðu herliði. FLUGBRAUTIR I STÓRSKOTAHRÍÐ Frakkar hafa getað notazt við tvær flugbrautir við borgina til að flytja vistir og aukið herlið. En nú er flugvöllurinn í skotfæri frá fallbyssum kommúnista, svo að síðari hluta dags tilkynntu Frakkar að þeir gætu ekki leng- ur notfært sér flugbrautirnar. En vistum er varpað niður í fallhlíf- um. BIRGÐIR FRÁ KÍNA Hinsvegar munu birgðir halda áfram að berast her uppreisnar- manna, því að Dien Bien Phu liggur ekki nema 110 km frá landamærum Kína. Orustuflug- vélar og litlar sprengjuflugvélar Frakka halda uppi árásum á lið kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.