Morgunblaðið - 17.03.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudagnr 17. marz 1954 IMORGVNBLAÐIÐ 9 Zahedi slyrkir aðstöðn síno Hefur nú vikið fíf híiðar jsrem öflugum andsfæðingum NÚ, er stjórn Zahedis hershöfð- ingja hefur setið að vöidum í rúmlega hálft ár, virðist svo sem sættir muni nást í olíudeil- unni við Breta. Einnig hefur stjórnin náð góðum árangri og styrkt aðstöðu sína í deilum við ýms sundrungaöfl ínnanlands, og hefur hún aðallega átt í deilum við Kashani, leiðtoga ofsatrúar- flokks, og einnig Tudeh-flokk- inn, sem stjórnað er af komm- únistum. BARÁTTA VID SUNDRUNGARÖFli Er Zahedi myndaði stjorn sína í ágúst-mánuði s. 1., var dr. Mousadeq og helztu fylgiliskum hans varpað í fangelsi, en nokkr- ir komust undan. Er dr. Mossadeq sat að völdum, hafði komið upp deila milli hans annars vegar og þriggja flokksmanna haris hins vegar. Voru það þeir Kashani, Hussein Makki og Mosafar Baqai, en þeir höfðu verið því andvígir, að dr. Moussadeq fengi einræðis- vald í eitt ár, og að vald keisara yrði skert. Nokkrum vikum fyr- ir fall dr. Moussadeq úr valda- stóli, sátu þessir þrír fyrrver- andi flokksmenn hans á stöðug- um ráðstefnum með Zahedi, sem hafði leitað hælis í þinghúsinu vegna ofsókna frá hendi dr. Moussadeqs, en hann svipti hina fyrrverandi flokksbræðui sína öllum virðingarstöðum, og þeir voru stimplaðir sem pólitísk viðrini. Þeir reyndu að verja sig sem bezt, kváðu sig vera vernd- ara frelsisins og skylda þeirra væri að gæta þess, að stjórnar- skrá landsins væri eigi svívirt. Þrátt fyrir andstöðu þeirra gegn dr. Moussadeq var Zahedi, er hann myndaði stjórn sína, in ógurlega vofi iauiinn ú vegunum Zahedi hershöfðingi virðist nú all styrkur í sessi í Persíu, enda nýt- ur hann trausts keisarans. því yfir, að Kashani og hans lík- ar „væru svikarar, sem berðust gegn lausn olíudeilunnar aðeins vegna persónulegra hagsmuna“. Það virðist svo sem að Kashani og félagar hans hafi misst alla tiltrú almennings og áhrifa þeirra mun vafalaust lítið gæta, svo lengi sem Zahedi er við völd. TUDEH -FLOKKURINN SIGRAÐUR Stjórnin hefur einnig unnið nokkurn sigur á Tudeh-flokkn- um, sem stjórnað er af kommún- istum, en þrátt fyrir að blað þeirra hafi verið bannað og til- raunir þeirra til að skapa glundroða hafi gjörsamlega farið út um þúfur, er langt frá því, að flokkurinn sé húínn að vera. Leyniblað þeirra er enn gefið út, og aðalforingjarnir ganga enn lausir, þótt margir af óbreyttum flokksmönnum hafi verið teknir og þeim sleppt aftur. S»jórnin veit að raunhæfar endurbætur eru eina meðalið, sem dugar gegn Tudeh-flokknum. Allt virðist benda til þess, að stjórn Zahedis muni verða lang- líf, en það er mjög óvenjulegt í Persiu, síðan stríðinu lauk. Sam- komulagið milli keisarans og forsætisráðherrans er hið bezta, því að Zahedi ráðfærir sig stöð- ugt við hann um öll mikilvæg utanríkis- sem innanríkismál. í Persíu er samvinna keisarans og forsætisráðherrans mjög mikil- væg, því að keisarinn er yfir- maður alls herafla landsins og meirihluti þingmannanna tekur einnig við skipunum hans. KJÖR ALMENNINGS FARA BATNANDI Þeir vita því báðir, að ósam- komulag milli stjórnarinnar og keisarans mundi styrkja aðstöðu andstæðinganna í þinginu. Þeir vita einnig, að hvorki Bretar né Bandaríkjamenn gætu né vildu veita hjálp sína undir slíkum kringumstæðum. Það virðist því mega spá því, að hin vinsamlega samvinna milli keisarans og Zahedis muni hald- ast og efla stjórnina í viðleitni hennar til að bæta kjör almenn- ings í landinu. Fyrsta sporið er lausn olíudeilunnar, en í kjörfar hennar mun fylgja víðtæk endur- reisn og umbætur. Observer — Öll réttindi áskilin. IMý fiskimjölsverksmiðja tekur ftil sftarfa í Eyjum Mullah Kashani var hættulegur andstæðingur en hefur nú verið gcrður nær algerlega áhrifalaus. ófáanlegur til þess að veita þeim nokkrar stöður, og allra sízt í stjórn sinni. Þá rnynduðu þeir samband sín á milli, endurreistu hinn gamla flokk dr. Moussadeqs <og bjuggu til slagorðið: „Flokk- urinn skal lifa, hvort sem dr. Moussadeq er lífs eða iiðinn“. Makki skrifaði opið bréf til Zahedis, þar sem hann varaði hann við öllu makki við Breta. Seinna lýsti hann vantrausti á Zahedi og stjórn hans. ZAHEDI HEFST HANDA Fram að þessu hafði Zahedi látið sem ekkert væri, en er Baqai kom af stað „herferð gegn stjórn Zahedis**, hófst hann handa. Hann bannaði útkomu blaðs þeirra og varpaði nokkr- um fylgjendum þeirra í fangelsi, er þeir höfðu reynt að koma af stað óeirðum. Þeir Makki og Baqai höfðu áður tapað tiltrú almennings að mestu, er þeir af- neituðu dr. Moussadeq, og misstu hana nú alveg, er stjórn Zahedis gat neytt þá til að þagna. Kashani var síðastur. Nokkru eftir miðjan febrúar ásakaði hann Breta um, að blanda sér í írönsk innanríkismál, og stjórn- ina um, að siðustu kosningar hefðu verið ólöglegar. Þó lýsti opinber talsmaður stjórnarinnar Vestmannaeyjum, 12. marz. NÝLEGA er tekin til starfa hér í Eyjum ný fiskimjölsverk- smiðja. Er verksmiðja þessi eign Einars Sigurðssonar og er rekin í sambandi við hraðfrystihús Einars, Hraðfrystistöð Vestmanna eyja, en það frystihús er hið stærsta hér í bæ. Fréttaritari Mbl. hitti snöggv- ast að máli Jóhannes Zöega verk- fræðing, forstjóra Landssmiðj- unnar, en það fyrirtæki hefur smíðað og séð um uppsetningu á vélum verksmiðjunnar og bað hann að skýra nokkuð fró þessu nýja fyrirtæki. R YR JUN ARFRAMKVÆMDIR HÓFUST í SEPTEMBER Sagði Jóhannes að byrjunar- framkvæmdir i sambandi við smíði, hefðu hafizt í september s.l. og hefði uppsetning vélanna verið að mestu lokið laust eftir síðustu áramót. Nokkur tími hefði hins vegar farið í að reyna vélarnar, en verksmiðjan hefði nú starfað í nokkra daga og reynzt ágætlega og afköstin í reyndinni orðið miklum mun meiri en gert hafði verið ráð fyr- ir í upphafi. AUKIN AFKÖST Þakkaði Jóhannes þessi auknu afköst þeim endurbótum, sem Landssmiðjan hefði framkvæmt á þeim fiskimjölsverksmiðjum, sem hún hefði smíðað. Verksmiðjan getur unnið úr um 120 smálestum af hráefni, en það mun sem næst nema 25 til 28 smálestum á sólarhring af full- unnu fiskimjöli. Með þessum af- köstum mun verksmiðjan geta annað öllu því hráefni jafnóðum, sem henni berst frá hraðfrysti- stöðinni, jafnvel í mestu afla- hrotum. BIFREIÐUM fer nú fjölg- andi um allan heim og er bifreiðakostur jarðarbúa þeg- ar orðinn margfalt meiri en fyrir síðustu styrjöld. En borgirnar hafa ekki verið skipulagðar til að anna allri þeirra umferð, svo afleiðingin verður að bifreiðaslysum fjölgar gílurlega hvarvetna. Er þetta nú alhcimsvanda- mál. Eftirfarandi grein, sem lýsir ástandinu í Þýzkalandi, bregður góðu ljósi yfir vanda- málið. Fyrir nokkru var stofnað i Múnchen „Félag til verndar fót- gangendum“, eins og það nefnir sig. í félagaskrá borgarinnar er greint frá tilgangi þessara sam- taka. Hann er að skapa vernd fyrir fótgangendur og hjólreiða- menn gegn hinni sívaxandi hættu af bifreiðaumferð á torgum og götum borgarinnar. Menn hafa brosað í kampinn, er þeir heyrðu fregnirnar af stofnun félagsskaparins, því að mönnum finnst slíkur félags- skapur sérvizkulegur og ein- kennilegur. En á bak við þetta býr mjög alvarleg staðreynd. Það er sú mikla vofa, að æ fleiri bíða bana í umferðarslysum með hverju ári sem líður. 10 ÞÚSUND BIÐU BANA Þa& sló óhug á menn, þegar samgöngumálaráðherra Þýzka- lands, dr. Seebohn, skýrði frá því að á s. 1. ári hefði bifreiða- slysum enn fjölgað að miklum mun. Hann skýrði svo frá: — Árið 1953 urðu 450 þúsund bifreiðaslys í Vestur Þýzkalandi. í þessum slysum létu 10 þúsund manns lífið og 300 þúsund slös- uðust, sumir þeirra svo illa að þeir bíða þess aldrei bætur. EKKI VERULEGUR KOSTNAÐARAUKI í sambandi við þær endurbæt- ur, sem Landssmiðjan hefur gert á vinnslukerfi verksmiðjunnar, þá sagði Jóhannes að þær væru gerðar án verulegs kostnaðar- auka. Verksmiðja þessi mun mjög hagkvæm í rekstri. Fyrir það fyrsta þarf ekki nema 4 menn til vinnu í verksmiðjunni og þar að auki er verksmiðju- húsið staðsett við hliðina á vinnu sal Hraðfrystihússins svo hægt er að flytja allt hráefnið á færi böndum beint úr flökunarsal í tætara og kvarnir fiskimjölsverk- smiðjunnar. Sparast með þessu fyrirkomulagi -allur sá mikli kostnaður, sem er því samfara að aka hráefninu á bifreiðum til verksmiðjunnar, en sá háttur mun víðast vera á um hráefna- aðdrætti fiskimjölsverksmiðja hér á landi. IIRAÐFRYSTISTÖÐIN ENDURBÆTT Undanfarin ár hafa farið fram miklar endurbætur á Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja, bæði hvað snertir aðbúnað allan, aukningu frystitækja og fleira í því sam- bandi og er bygging þessarar fiskimjölsverksmiðju liður í þeim eridurbótum og frekari gjörnýtingu hráefnis, er þar hafa verið í undirbúningi og fram- kvæmd ati undanförnu, eins og fyrr er sagt. — Bj. Guðm. VARUÐARORÐ GAGNA LÍTIÐ Þannig er útkoman, þrátt fyrir það að slysavarnafélög og opin- berar samgöngumálaskrifstofur linni aldrei látum í að vara menn við hættunni. Þó að bifreiða- stjórar hafi alltaf í eyrum í út- varpi og lesi á spjöldum varúð- arorð um að nauðsynlegt sé að fara gætilega. Um alla þjóðvegi Þýzkalands hafa tugþúsundir auglýsingjaspjalda verið festar upp, þar sem bifreiðastjórar eru beðnir um að aka varlega, um að dauðinn sé jafnan á næstu grösum, ef fullkomin athygli er ekki höfð á. 41/2 MILLJÓN BIFREIÐA Á VEGUNUM Það er enginn efi á því að bifreiðaslys í Þýzkalandi hafa aukizt fyrst og fremst vegna þess að bifreiðafjöldinn er nú orðinn miklu meiri í landinu en nokkru sinni fyrr. Fyrir styrjöldina var 1,8 milljón bifreiða á því svæði sem nú nefnist Vestur Þýzkaland. Nú eru bifreiðarnar orðnar 4 V2 \ milljón. Vegir og stræti landsins eru alls ekki til þess hæfar að bera svo mikla umferð. Bifreiðamergðin er svo mikil að nær því ómögulegt er að hafa nægileg bílastæði fyrir allan þann fjölda. Bílastæðaskorturinn er eitt mesta vandamál hverrar borgar Vestur Þýzkalands. Við- skiptahverfi borganna, hafa ekki verið byggð upphaflega með það fyrir augum, að hægt væri að geyma tugþúsundir bifreiða í þeim. Þessvegna stilla bifreiða- eigendur bílum sínum upp í enda lausum röðum meðfram hverju einasta stræti og er það ljóst að mikill fjöldi bifreiðaslýsa verð- ur einmitt í sambandi víð það að bifreiðar eru geyindar á miklum umferðagötum. En sú lausn er ekki fær, að banna allar slíkar bifreiðastöður, einhversstaðar ' verða vondir að vera. TILLOGUR TIL ÚRBÓTA Þetta vandamál er í stöðugii rannsókn, bæði hjá borgarstjórm um, héraðsstjórnum og ríkis- stjórn. Margar tillögur eru born- ar fram og skal hér skýrt írá nokkrum þeirra: Að skerpa eftirlitið með því að umferðarreglur séu ekki brotnar. Eins og allir vita, eru umferðarreglur hvarvetna meira og minna brotnar en lögreglu- mennirnir á götum úti, sjá oftast í gegnum fingur sér, þegar slíkS gerist jafnvel beint fyrir framan þá. Lögreglan skiptir sér sjaldn- ast af umferðarbrotum, nema þegar slys verða af þeim. Nú hef- ur sú regla verið tekin upp i nokkrum borgum Þýzkalands a<5 lögreglan gerir útrás og klófest- ir hvern þann mann, sem ekki blýðir umferðarreglum. — Þegaf þetta gerist eru fótgangandi menn handteknir fyrir að ganga yfir götu móti rauðu ljósi, þótt engin hætta sé sýnileg. Bifreiða- stjórar eru handteknir, sem leggja bifreiðum ólöglega o. s. frv. En þetta hefur vakið upp mikil mótmæli. Fólk getur ekki fallizt á að það sé handtekið og því refsað fyrir smáyfirsjónir, sem engin hætta stafaði af í það sinnið. Það er einnig svo tilvilj- anakennt, hver verður fyrir barð inu á lögreglunni. — Þá hefur verið talað um það að setja aftur á hámarks- hraða, en hann var afnuminn fyrir einu ári. Slíkt mætir þó mikilli mótspyrnu, því að menn álíta að umferðin verði að geta gengið eins greitt og hægt er, ekki megi setja hömlur á hrað- ann, því að í víðlendum héruð- um er það stórlega mikilvægt að flutningar gangi greiðlega. Enn hefur komið fram tillaga um að herða mjög á skilyrðum til þess að fá bifreiðapróf. Hef- ur verið lagt til að sérstakir skól- ar séu stofnaðir til að kenna og veita bifreiðapróf. Skilyrði séir ströng og sérstök áherzla sé lögð á varúð í akstri. SÖK ÞJÓÐFÉLAGSINS Annars eru menn sammála um það að í felstum bifreiðaslysum sé það ekki ökumaður einn sem sökina á. Þegar yfir heildina er litið feést að á sumum stöðum þar sem sérstaklega hagar til eru umferðaslys sérlega algeng. Þarna á umhverfið mikinn þátt í að illa tekst til. Út um allt landið eru hundruð og þúsund hættulegra horna .og umferða- móta, sem stofna lífi borgaranna í hættu. Þýðingarmest til að draga úr umferðaslyspnum er að bæta vegina, breikka þá og gera þá færa um að flytja hættulaust þær hundruð þúsunda og millj- ónir bifreiða, sem mannfólkið notar til að ferðast á og flytja r.auðsynjar sínar með. Það verð- ur að brjóta niður gamlar þröng- ar brýr og byggja aðrar stærri og rúmbetri. Það verður að mola niður heilar byggingar og breikka strætin. Gera algerlega nýja vegi, til að sljákka á um- ferðinni um miðhverfi borganna og koma upp auðum svæðum, jafnvel á dýrustu borgarlóðum til að hafa á bifreiðastæði. Mú\ fcrselann — er nú handfekinn ISTAMBUL, 16. marz. — Frændi tyrkneska forsætisráðherrans, Menderes, var í dag handtekinn af tyrknesku lögreglunni fyrir móðganir og jafnvel samsæri gegn Celal Bayar forseta. Mað- ur þessi heitir Ozddemir Evliy- asade og hefur hann birt opin- berlega greinar um forsetann, þar sem hann segir að hann sé ánetjaður hring gróðabralls- manna. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.