Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1954, Blaðsíða 1
41. árgangur. 64. tbl. — Fimmtudagur 18. marz 1954 Prentsmiðjft Mergunblaðsina Rússneskur floti lætur áólgslep við Færeyjur SíldveiSifloii þeirra komlnn á kreik. KAUPMANNAHÖFN, 17. marz frá Páli Jónssyni. SÍÐDEGISBLÖÐIN í Kauprnannahöfn skýra frá stórum rúss- neskum skipaflota við Færeyjar, sem liggi fyrir á daginn en sé með ýmiskonar æfingar og hagi sér í hæsta máta undarlega að næturlagi í danskri landhelgi, hvar þau ekkert erindi eiga. , Á VÍKINGAMÍÐUM « £ Meginhluti rússneska skipaflotans sem síldveið ar stunda á Norður-At-! lantshafi, er staddur á Víkingamiðunum milli Shetlandseyja og Noregs.! En 3 stærstu móðurskip flotans eru enn í fær- eyskri landhelgi. Og af og til er sem skipshöfn- ina grípi eitthvert æði og flotinn siglir fram og aft- ur um landhelgina, inn á firði og flóa og út aftur. Q í fyrrnótt sigldu 10 rúss- ^ neskir togarar á fullri ferð inn og út Molsöfjörð utan við Þórshófn. — Beindu þeir ljósköstur- ( um á land upp og skutu flugeldum án afláts. — Samt er Þórsöfn ekki meðal þeirra hafna, sem | Rússar hafa fengið leyfi til að leita inn á með viðgerðir o. fl. FÓLKIB UNDRANDI 0 Færeyskt fólk er að von- um undrandi yfir slíkum látum, og svo er um fleiri því varla myndi öðrum líðast slík hegðun í rúss- neskri landhelgi — þótt stærri sé, en smaþjóðir verða að láta sér nægja. Eisenliower treystir Stevens WASHINGTON 17. marz: — Eisenhower forseti átti fund með blaðamönnum í dag. Ræddi hann mikið um skyldur forseta Banda- ríkjanna ef til árásar á Bandarík- in kæmi. Þá drap hann og á deiluna milli Stevens hermálaráðherra og Mac Carthy. Kvaðst hann bera fyllsta traust til Stevens, enda myndi Stevens ekki lengi vera í ráð- herrastóli ef svo væri ekki. — eRuter-NTB. 4800téiiu sáðustu 48 stundirnar SAIGON, 17. marz. — Frönsku sveitirnar, sem varið hafa borg- ina Lien-Bien Phu í Vietnam ríki í lndó-Kína búa sig nú undir ann an og sennilegra úrslitaþátt or- u.stunnar um borgina. Munu þeir nú reyna að ryðja sér leið — komast út úr umsátri uppreisn- prmanna og til franska hersins í norðurhluta Laos ríkis. Sóknarlotur uppreisnar- manna að borginni verða heiftarlegri með hverjum deginum. í morgun gerðu þeir harðvítuga árás á Frakka — og má segja að þeir uppreisn- armenn er síðast hörfuðu hafi drukknað í blóði félaga sinna er framar voru í sóknaröld- unni. Franska stjórnin telur að 4800 uppreisnarmenn hafi verið felldir á síðustu 48 klukkutímunum. — Reuter-NTB íslendingnr teljn sig eign hnnd- ritin eins og fegurð londs síns ~ * Stutt samtal við Olaf Iliors, for- sætisráðherra um ummæli Hans Hedtofts forsætisráðherra í gær IGÆR BARST utanríkisráðherra fslands skeyti frá sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, þar sem skýrt var frá ummælum forsætisráðherra Dana um handritamálið á fundi í utanríkisnefnd danska þingsins. Skeyti þetta var svohljóðandi: „Á fundi utanríkismálanefndar í dag fráskýrði forsætisráð- herra ályktun íslendinga í handritamálinu og sagði síðan: Að ríkisstjórnin líti svo á, á grundvelli hinnar íslenzku afstöðu, að spurningin um afhendingu hinna íslenzku handrita sé ekki lengur á dagskrá. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna yfirlýstu, sammála forsætisráðherra." Comet-vél á fliogtí á ný LUNDÚNUM 17. marz: — Fyrsta brezka Comet-vélin sem flýgur landa á milli síðan að Comet- vélin fórst við Ítalíu og 34 fór- ust, lagði í dag á stað frá Lund- únum áleiðis til Jóhannesborgar. Með í förinni var enginn far- þegi — en tvöföld áhöfn. — Reuter. Konungsheimsóknin. MELBOURNE — Elisabet Eng- landsdrottning og Filipus maður hennar hafa lokið heimsókn sinni til Queensland í Ástralíu. Sat hún þar boð félagssamtaka og fylkisstjórnar. Njóta hjónin nú hvíldar í tvo daga. INIaglb fær bænaskrá frá kvercréttindakonaim Kairó 17. marz — frá Reuter. NAGÍB, sem er hinn sterki maður Egyptalands þessa dagana, fékk í dag opinbera bænaskrá frá egypzku kvenrétt indakonunum 10, sem nú liggja á gólfi blaðamannaklúbbs- ins í Kairo og neyta að borða þar til ríkis- stjórnin ,hefur lýst yfir því að konur hafi kosningarétt og kjörgengi. Bænaskráin var undirrituð af frú Boris Shfikk, for- ingja egypzku kven- réttindakvenna, en afhent Nagíb af bandarískri blaða- konu. Lögreglan í Kairó hefur sent konunum 10, bréf og beðið þær að hverfa úr blaða- mannaklúbbnum. Frú Shfikk las bréf- ið, reif það síðan í tætlur með hægð og sagði að hún og stöll- ur hennar færu úr klúbbnum þegar egypzka ríkisstjórnin hefði látið að kröfum kvenna — og enn eru þær í klúbbnum og hafa nú búið um sig á miðju gólfi. Olafur Thors, forsætisráðherra Islands: „íslendingar telja sig eiga handritin með sama réttinum og þeir eiga tign og fegurð Fjallkonunnar og Danir eiga „et yndigt Land“.“ Hans Hedtoft, forsætisráðherra Banmerkur: „— — Afhending hinna íslenzku handrita er ekki lengur á dagskrá." Vísindameim höggdofa NEW YORK 17. marz. Viku- blaðið Time segir í nýútkomnu hefti, að spemgjan, sem sprengd var í tilraunaskyni við Marshalleyjar 1. marz s.l. haíi verið 500 sinnum kraft- meiri en sú, sem kastað var á Hirosima 1945. Blaðið segir, nð vísinda- mennirnir séu sjálfir forviða yfir mætti sprengjunnar. Jafn framt mun atómnefndin lýsa sprengjutilraunina 1. nóv. 1952 sem misheppnaða — því hún var helmingi kraftminni en þessi sem nú sprakk. —Reuter—NTB SAMTAL VIÐ OLAF THORS FORSÆTISRÁÐHERRA Af tilefni þessara ummæla hins danska forsætisráðherra sneri Mbl. sér til Ólafs Thors forsætis- j ráðherra og spurði hann um álit hans á þeim. Þegar blaðið náði , símtali við forsætisráðherrann I komst hann þannig að orði, að hann væri nýbúinn að fá vitneskju um þau. Þau hefðu komið sér á óvart og um þau hefði hann aðeins þetta að segja á þessu stigi málsins: — Ég skal forðast ,að reyna að rökstyðja lagalegan eða siðferðilegan rétt íslendinga til handritanna. Það kynni að vekja sársauka. Ég minni að- eins á, að handritin eru skrif- uð á íslandi, af íslenzkum mönnum og mörg um íslenzk efni. Varðandi þau, sem eru um samnorræn efni er réttur íslendinga e. t. v. ennþá ó- tvíræðari, a. m. k. á hendur þeim, sem þangað sækja mik- inn fróðleik um fortíð sína og sögu, sem ella hefði glatazt. | íslendingar telja sig eiga handritin með sama réttinum og þeir eiga tign og fegurð Fjall- konunnar og Danir eiga „et yndigt Land“, og er þó hægt að halda réttinum fyrir báðum, eins og reynslan bezt sannar. En þetta eru víst rök, sem Danir því miður virðast ekki skilja. FYRIRHEIT TVEGGJA RÍKISSTJÓRNA Ég læt því nægja að minna á, hélt Ólafur Thors áfram: • 1. Að stjórn Erik Erikssens hét því í hásætisræðu í október 1952 að leysa handritamálið. • 2. Að stjórn Hans Hedtoft endurtók þetta loforð í há- sætisræðu árið 1953. • 3. Að þegar þessi loforð voru gefin þekktu Danir kröfur íslendinga í handritamál- inu. • 4. Að flokkar þessara ríkis- stjórna hafa í dag um 6/7 hluta fulltrúa í danska þinginu. SKRÍNLAGNING HANDRITAMÁLSINS — Finnist Dönum auðið að leysa sig frá slíkum loforðum, sem auðvitað eru fyrst og fremst gefin íslendingum, með því að bera fram tillögur um, að ís- i lendingar skuli ekkert handrit eignast einir og kalla slíkar til- lögur tákn göfgi norræns anda og samstarfs, er óhætt að staðhæfa að íslendingum gengur ennþá verr að skilja Dani í þessu máli en Dönum nokkru sinni íslend- inga, og var þó vart á bætandi. Forsætisráðherra lauk ummæl- um sínum með þessum orðum: — Ætli Danir sér að skrín- leggja handritamálið á. þenn- an hátt, er þeim áreiðanlega óhætt að láta fleira íslenzkt en handritin í það skrín. Mokafli í Ólafsvík - V erkaf ólk vantar ÓLAFSVÍK, 17 marz: — Afli hinna 8 Ólafsvíkurbáta sem reru í gær var samtals 110 tonn. Afla- hæstur var m.b. Glaður og aflaði hann 1814 tonn, sem er bezti afli sem nokkur bátur hefur fengið á vertíðinni. Tilfinnanlegur skortur er á verkafólki til fiskverkunarstarfa og hafa verkamenn verið sóttir til nærliggjandi sveita til ýmissa starfa. Einmuna veðurblíða er um þessar mundir hér á Ólafsvík. — Fréttaritari. ÞAÐ MINNSTA SEM HANN GÆTI GERT BOMBAY 17. marz: —Lengi hef- ur verið vitað að Rússar leita mjög á Indverja til að fylgja dæmi Kínverja um blóðuga bylt- ingu. Hafa þeir á lævísan hátt og af allri þeirri fólsku og undirferli sem þeim einum er lagið reynt að eitra þjóðfélagslíf Indlands. Nú er svo komið að óánægju- raddir eru farnar að heyrast út fyfir landsteinana um áróðurs- starfsemi Rússa. Indverskt blað komst í gær svo að orði: A „Indverska þjóðin sem eins W og aðrar Asíuþjóðir hefur barizt um langt árabil fyrir frelsi sínu, æskir ekki að skipta um stjórnskipulag. Malenkov ætti því ekki að verða fyrir vonbrigð- um, þó Indverjar fari ekki að dæmi Kínverja. Það minnsta sem hann gæti gert, væri að sýna þeim sama frelsisstig í Kreml og hann æskir að þessar bjóðir krefj ist af Vesturveidunum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.