Morgunblaðið - 24.03.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MiÖvikudagur 24. marz ] 954 Framh'aldssagan 85 gat stuðst við son sinn. Því ekki að senda boð eftir Jo? Hann tók upp miða og skrifaði á hann með blýant: „Komdu tafarlaust. Vagninn biður eftir þér“. Er hann steig út úr vagninum, fékk hann ökumanninum mið- ann og sagði honum að aka svo hart sem hann gæti til Katch Patch klúbbsins og fá herra Jolyon Forsyte miðann, ef hann vaári þar, og aka honum svo til likhússins. Og ef hann væri þar ekki, skyldi hann bíða eftir hon- um. Hann gekk hægt upp tröppurn- ar, studdi sig við regnhlífina og iiam staðar andartak til að blása mæðinni. Lögregluþjónninn sagði: „Hérna er nú líkhúsið, en herrann þarf ekkert að hraða sér.“ í auðu, hvítmáluðu herberg- inp með örlitla sólskinsrák á h^einu gljáandi gólfinu, lá líkið uádir hvítu línlaki. Lögreglu- þ|ónninn tók með stórri og sWrkri hendi í annan endann og siifti því af. Andlit með augu, er ekkert sáu, blasti við þeim, og lilður að þessu blinda og þver- nióðskulega andliti lutu Forsyt- arnir þrír og störðu á það Og í þeim öllum hrærðust duldar geðs hræringar, ótti og meðaumkvun, risu og hnigu eins og öldur lífs- ins hefjast og falla. Lögregluþjónninn spurði stilli- lega: „Þekkið þið hann, herrar mínir?“ Jolyon gamli hóf upp höfuðið að kinkaði kolli. Hann leit á James, sem laut yfir líkið, dökk- i^uður í framan og ákefð í aug- u£um. Við hlið hans stóð Soames íqlur og stillilegur. Öll þykkja hðns við þessa tvo gufaði nú upp i návist dauðans. Hvaðan og iiVernig kemur þessi dauði? Sjálf u| endi á öllu því liðna. Ráf í inyrkri eftir vegi, sem liggur — hvert? Hin harða raun, sem allir jnenn verða að þola, öll þessi lílilmótiegu smádýr. Soames hvíslaði einhverju að lögregluþjóninum og gekk út. Allt í einu leit James upp. Það var eitthvað auðmjúkt og biðj- andi í hinu raunalega og tor- t yggnislega augnaráði hans. „Ég v :it, að ég er ekki eins sterkur o ; þú“„ virtiát það segja Hann tí k upp vasaklút og strauk hon- U n yfir ennið Svo laut hann aft- yfir þann látna, hryggur og latinn, sneri sér við og gekk út. Jolyon gamii stóð grafkyrr og s arði á líkið. Hver er sá, sem \ :it, hvað hann hugsaði Um sig s álfan, þegar hár hans var dökkt é ns og mannsins unga, sem nú 1; dauður fyrir framan hann? Um S g sjálfan, þegar lífsbarátta hans ij jfst, hin langa barátta, sem ^nn elskaði? Þeirri baráttu var lokið hjá þessum unga manni, hafði lokið þvínær áður en hún hófst. Hugsaði hann um sonar- dóttur sína og hennar brostnu vjanir? Um hina konuna? Ó, hversu óskiljanlegt og hörmulegt Var þetta allt. Hugsaði hann um Sfefessi hryggilegu, kaldhæðnu ^ndalok? Réttlæti! Það var aldrei um neitt réttlæti að ræða. Mann- anna börn ráfuðu alltaf í myrkri. Eða hugsaði hann heimspeki- lega. Bezt að vera laus við þetta allt saman. Hafa lokið öllu eins Og þessi vesalings ungi maður. ’j Einhver kom við handlegg Ifans. Tár vættu augu hans „Já“, í&gði hann, „hér hefi ég ekkert áfe gera. Það er bezt að ég hypji ajig burt. Þú kemur til mín eins fljótt og þú getur, Jo“. Hann gekk álútur út. Nú var komið að Jolyon unga að standa hjá hinum látna. Hon- um fannst hann sjá alla Forsyt- ana liggja í kring um líkið, dauða og andvana. Þau öfl, sem valda hverjum sorgarleik — öfl, sem láta ekkert aftra sér að ná sínu kaldhæðna lokamarki, höfðu sam einast, slegið bráð sína í hel og varpað öllum til jarðar, sem um- hverfis hana stóðu. Eða svo fannst Jolyon unga. Hann sá þá alla liggja umhverfis lík Bosinneys. Hann bað lögregluþjóninn að segja sér frá, hvernig þetta hefði atvikast, og maðurinn greindi frá öllu nákvæmlega. „En, herra, það er eitthvað meira en augun fá litið“, sagði hann. „Ég held, að það sé ekki um sjálfsmorð að ræða, og heldur ekki um slys. Ég held, að það líklegasta sé, að hann hafi verið sorgmæddur og utan við sig, og ekki tekið eftir því, sem fram fór í kringum hann. Máske gæti herrann gefið einhverja skýr- ingu.“ Hann tók lítinn böggul upp úr vasa sínum, lagði hann á borðið og opnaði hann gætilega. í hon- um var ísaumaður vasaklútur með nál úr venetiönsku gulli, steinninn hafði dottið úr umgerð inni. Ilmur af þurrkuðum fjólum lagði fyrir vit Jolyons unga. „Fannst í brjóstvasa hans“, sagði lögregluþjónninn. „Nafnið hefur verið skorið úr“. Jolyon ungi svaraði og var tregt um tungutakið. „Ég held, að ég geti enga skýringu gefið.“ En í huga hans birtist ljóslifandi mynd af andliti, sem hafði ljóm- að af gleði og eftirvæntingu, þeg- ar Bosinney nálgaðist. Hugur hans dvaldi meira hjá henni en sinni eigin dóttur, meira en við alla hina — dvaldi við hana kon- una hlédrægu með dökku, blíðu augun og fagra andlitið, sem beið eftir honum, sem nú var dáinn, og beið ef til viil eftir honum nú, hljóð og þolinmóð í glaða sól- skininu. Hryggur gekk hann út úr sjúkrahúsinu heim til föður síns og hugur hans dvaldi við það, ! hversu örlagaríkt þetta lát myndi verða fyrir Forsyte-ættina Hún mundi tvístrast. Höggið hafði sært sjálfan kjarna stofnsins. Máske mundi tréð blómgvast sem fyrr í augum manna, en stofninn var dauður, lostinn af sömu eld- ingunni sem hafði ljóstað Bos- inney. Og nú mundu ungu trén koma í stað þess, og sérhvert þeirra verða traustur vörður „þessa heims gæða“. Gildir Forsyte stofnar, hugs- aði Jolyon ungi, bezti efniviður landsins. Forsytarnir myndu vafa laust gera allt sem þeir máttu til þess að eyða gruninum um sjálfs morð, sem var hættulegur áliti, þeirra. Þeir myndu segja, að það væri slys, högg örlaganna. Sjálfir myndu þeir telja, að forsjónin hefði verið hér að verki, þetta væri endurgjald, hefnd — Bos- inney hafði ógnað því, sem þeim var dýrmætara en allt annað, fjármunum þeirra og heimilis- arni. Þeir myndu tala um þetta „hörmulega slys“, eða máske segðu þeir ekkert — þögnin var ef til vill hyggilegust! Sjálfur lagði hann lítinn trún- að á frásögn ökumannsins um slysið. Enginn, sem var vitstola af ást framdi sjálfsmorð vegna fátæktar. Bosinney var ekki heldur þannig gerður, að hann tæki sér mjög nærri örðugur fjár hagur. Hann hafnaði því alger- lega tilgátunni um sjálfsmorð. Hörmulegast fannst Jolyon unga, að þessi ungi maður skyldi hrif- inn burt á hádegi lífs síns. þegar eldur ástríðunnar brann heitast. Og svo sá hann í huganum heimili Soames eins og það var nú og myndi æ verða. Eldingin hafði numið allt holdið burtu, LTILEGUMAÐURIIMN 10. Þeir sögðu fátt við því, og hjálpuðu honum síðan heim. — Morguninn eftir fóru þeir að vita hvernig honum liði. En þá var Tani farinn og fannst hvergi. Töldu menn það víst, að hann hefði lagzt út. Tani fór snemma um morguninn burtu frá bænum. Hann gekk til fjalla. Hann kom í dal einn um miðnætti, og sér að dalur þessi er lítill, en við hinn endann hamraveggur all- hár og hellir inn í miðjan hamarinn. Hellirinn var fjögra faðma langur og allur svo hár, að hann var vel manngeng- ur, og rúmur faðmur á breidd. Nú fór Tani að rífa og skera gras með vasahníf sínum, og bjó sér til rúm úr því. Síðan svaf hann af um nóttina. Daginn eftir gerði hann hlóð í hellinum, og ætlaði siðan að elda á þeim. * Nóttina eftir komst hann til bæja og tók þar hurð og dyraumbúnað, pott og eldfæri og margt fleira. Hann setti hurðina fyrir helhnn og bjó um sig sem bezt hann gat. Einn góðan veðurdag, er hann vissi að allir höfðu róið, fór hann heim að Hvaleyri og sótti sængurföt sín og margt fleira smádót, sem hann gat borið með sér, er hann hafði átt áður en hann lagðist út. Þegar han var búinn að vera nokkra daga í hellinum, tók hann að svengja, en hvergi hægt að ná í mat. Ekki þorði hann að fara heim að Hvaleyri, því að allir elskuðu og virtu Haka, en hötuðu hann. Það vissi Tani vel. Hann vissi einnig, að ef hann kæmi að Hvaleyri myndi Bergur taka sig fastan og láta sig taka út þunga reísingu. Þá vildi hann heldur vera svangur í hellinum, en lenda í höndunum á Bergi. AVEXTIR PERDR PLÓMDR FERSKJDR APRIKOSDR JARÐARBER Fyrirliggjandi J. (Uryjnjól^iion & JL .varan ÞVÆR OG SÓTT- HREINSAR HÖRTVINNI hvítur — svartur Fyrirliggjandi. J.K LjLljOi LÓÓOft & J(v varcm 8DNBEAM HRÆRIVÉEIN fæst hjá okkur með afborgunarskilmáíum Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10 — Sími 2852 • 4 STDLKA vön karlmannajakka- eða dragtasaum óskast strax. Guðmundur ísfjörð, klæSskeri. Kirkjuhvoli Sími 6002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.