Morgunblaðið - 25.03.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. marz 1954
MORGUKBLAÐIÐ
7
■— ,.Kónafi áfbragð’ annará
kvenna bæði að vitsmunum og
mannkostum".
Andvari XLV árg.
ÞANNIG farast Sigurði Lýðs-
syni orð um frú Theódóru í æfi-
ágripi um mann hennar, er hann
reit í Andvara 1920. Hann hafði
dvalið langdvölum á heimili
þeirra hjóna á Bessastöðum. Hefi
ég engan mann vandalausan
þekkt óljúgfróðari og betur þess
umkominn að kveða upp þenna
dóm um frú Theódóru.
Ég vil láta þess getið, að frú
Theódóru verður ekki minnzt til
nokkurrar hlítar nema í langri
ritgerð, og mundi ekki skorta á
efni í heila bók, svo mikil urðu
örlög þessarar konu. Verður hér
því aðeins stiklað á fáum æfiat-
riðum hennar.
Frú Theódóra andaðist á heim-
ili sínu í Reykjavík 23. í. m. á
91. aldursári. Hún var fædd að
Kvennabrekku í Dalasýslu 1. júlí
1863. Var hún yngst barna prests-
hjónanna þar, síra Guðmundar
Einarssonar alþingismanns og
síðar prófasts að Breiðabólsstað
á Skógarströnd og Katrínar Ól-
afsdóttur Sívertsen prófasts í
Flatey. Voru þeir síra Guðmund-
ur og síra Ólafur báðir búhöldar
miklir, fræðimenn og skáldmælt-
ir og létu mikið til sín taka þjóð-
mál sinnar aldar. En kunnugt er
að frú Katrín móðir frú Theódóru
var væn kona og vitur og hinn
mesti skörungur, enda mjög dáð
af síra Guðmundi manni sínum.
Frú Theódóra ólst upp í for-
eldrahúsum til 16 ára aldurs, en
þá fór hún til náms í kvenna-
skólann í Reykjavík. Prestsdótt-
irin unga hafði notið hins bezta
uppeldis á þjíáðlegu menningar-
heimili foreldra sinna. En er
hún kom til Reykjavíkur átti hún
því láni að fagna að verða þar
viðloðandi á heimifi fræðimanns-
ins Jóns Árnasonar þjóðsagnasafn
ara og konu hans Katrínar Þor-
valdsdóttur Sivertsen frá Hrapps-
ey. Má -nærri geta að á þessu
ágæta fræðaheimili, fékk hún
mörg tækifæri til að nema margt
þjóðlegra fræða. Hygg ég að hún
hafi búið að því alla æfi og huldu
heimur þjóðsagna vorra þá lokizc
upp fyrir henni. En í þeim heimi
dvaldi hinn listauðgi andi hennar
ávallt ag öðrum þræði, alla æfi,
þrátt fyrir óvenju miklar annir
og umsvif hins daglega lífs.
Árið 1884 'gekk hún að eiga
Skúla Thoroddsen, son Jóns Thor-
oddsens sýslunjanns og skálds og
konu hans Kristínar Ólínu Þor-
valdsdóttur Sívertsen frá Hrapps-
ey. Voru þau ungu hjónin nánir
ættingjar. Skúli hafði 19. jan. s.
á. lokið ágætu prófi í lögum við
Kaupmannahafnarháskóla og var
þá um haustið settur sýslumaður
í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti
á ísafirði, en veitingu fékk hann
fyrir embættinu 6. des. 1885.
Hjónaband þeirra varð glæsileg
fyrirmynd. Unnust þau hugástum
alla æfi og bar hvergi skugga á
samvistir þeirra.
Ekki er mér með nokkru móti
auðið að minnast frú Theódóru
svo að gengið sé alveg fram hjá
því, sem nú dreif á dagj þeirra
hjóna á ísafirði, því svo mikill
styrkur og stoð reyndist hún
manni sírium, að allra dómi
þeirra, er bezt til þekkja, í ofsókn
um þeim, sem biðu hans þar.
Þegar hin ungu sýslumanns-
hjón — hann aðeins 25 ára en
hún 21 árs, — komu til ísafjarð-
ar, beið þeirra þar mikið og
merkilegt starf. Skúli var hinn
afkastamesti elju- og gáfumaður.
Fýsti hann nú að taka þátt í þjóð-
frelsisbaráttunni og öðrum lands-
málum. Tók hann því höndum
saman við forustumenn ísfirðinga
um að koma upp prentsmiðju og
gefa út blað á ísafirði, Tókst það
með stofnun Prentfélags ísfirð*
inga 1886 og útgáfu Þjóðviljans,
am$
en 1. tölubl. hans kom út 30. okt.fjárskaða af málinu. Hafði lands-
1886. Varð Skúli ritstjóri blaðsins
og siðan eigandi. Leið nú brátt
að því, að hann var kosinn á þing,
fyrst fyrir Eyfirðinga 1890 og
því næst, í næstu alþingiskosn-
ingum þingmaður ísafjarðar-
sýslu. Hélt hann því þingsæti til
dauðadags. Gerðist hann rú brátt
umsvifamikill baráttumaður í
þjóðmálum vorum, harðsnúinn í
sóknum og nokkuð tannhvass í
viðureigninni við kyrrstöðuöfl
hinnar erlendu landsstjórnar.
Leiddi þetta brátt til pess, að
landshöfðinginn, fulltrúi stjórn-
arinnar í Kaupmannahöín, fékk
illan bifur á bersögli hans og
umbótabaráttu. Kom svo, að eftir
tillögum landshöfðingja, var haf-
in sakamálarannsákn gegn Skúla
sýslumanni og það haft að átyllu
að hann hefði beitt gæzlufanga,
sem grunaður var um manndráp,
þeirri „harðýðgi“, að úrskurða
honum vatn og brauð. Með rann
sókn þessari var hafið hið svo
nefnda Skúlamál. í rannsókn-
inni var allt týnt til, sem þykja
kynni tortryggilegt viðvíkjandi
embættisrekstri sýslumanns.
Leiddi hún til málshöfðunar og
var málið dæmt í héraði 1893 á
þá leið að Skúli sýslumaður
skyldi hafa fyrirgert embætti
sínu. Landsvfirdómurinn færði
refsingu hans niður í 600 kr. sekt.
stjórnin skömmu en landssjóður
skaða af allri þessari ofsókn og
rekistefnu.
Það er auðsætt, hve þungbær
lifsreynsla mál þetta hefir verið
frú Theódóru, engu síður en
manni hennar. En því hefi ég
dvalið nokkuð við þessa frásögn,
að ég hefi skoðað Skúiamálið
sem einskonar eldskírn þessarar
hugumstóru og þrekmikiu konu.
Þau hjónin höfðu, áður en mál
þetta hófst, öðlast mikla hylli ís-
firðinga, en meðan á málinu stóð,
jókst hún óðum, og að fengnum
málalokum hrepptu þau hjónin
hina mestu ástsæld ísfirðinga.
Entist sú tryggð, sem þt?ir tóku
við Skúla honum til æfiloka. Fór
það heldur ekki leynt, að frú
Theódóra var mjÖg dáð fyrir þrek
lyndi sitt, því það orð fór víða
um byg'gðir vestra, að hún hefði
stöðugt talið kjark í mann sinn
og svo að segja ekki vikið frá
honum á meðan á ósköpunum
stóð.
Við, sem dvöldum langdvölum
á Bessastöðum og handgengnir
voru þeim hjónunum, frú Theó-
dóru og Skúla Thoroddsen, kom-
umst fljótt að því, að frúin fylgd-
ist daglega með störfum manns
hennar -múri 'jafnan minnzt sem
eins hins mesta viðburðar i stjórn
málasögu vorri.
Skúli Thoroddsen var mikil-
menni, sem aldrei kvikaðc í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðar sinnar. En
ekki minkar hann fyrir það, að
hann var svo hamingjudrjúgur
að eiga að sálufélaga afbragðs-
konu að þreki og vitsmunum, sem
stóð við hlið hans í hverri raun.
En það er vitanlegt, að frú Theó-
dóra hvatti hann mjög til að
i hafna Sambandslagafrumvarpi
meirihlutans.
Mega íslendingar geyma í
; þakklátum huga þann hiut, sem
frú Theódóra átti hér að máli í
sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar.
Mér hefur þótt skylt að eyða
nokkrum orðum um baráttu
þeirra hjónanna Skúla og Theó-!
dóru í Skúlamálinu og drepa
einnig á sigursæla baráttu hans
í Sambandslagamálinu, til þess
að með sanni verði séð hvilíkur
styrkur og stoð frú Theódóra
reyndist jafnan manni sínum í
hretviðrum lífsins og þegar hann
stóð í stórræðum. Hefur mér
gengjð það til, að ég ann henni
þeirrar sæmdar, sem jafnan hefir
verið metin dýrasta hiutskipti
kvenna í íslendingasögum.
En með dómi hæstaréttar 15. febr.. síns. Mun það ekki ofmælt, að
1895, lyktaði máli þessu á þá leið, Skúli hafi leitað álits konu sinn-
„Norsk æfíritýri óg sögur" og „12.
norsk æfintýri“ og loks með
Pálma Hannessyni „Færeyskar
sagnir og æfintýri". — „Islansk
folketru“ (Kristiania 1924) þýddi
prófessor Fredrik Paasehe, eftir
handriti hennar. — Þulurnar
hennar hafa farið sigurför um
landið og ég hygg að ritum henn-
ar hafi öllum verið vel tekið. En.
því fer fjarri að þau lýsi ölluDBL
þeim firnum af þjóðlegum fróð-
leik, sem hún bió yfir, sögum,
kvæðum, kviðlingum og lausavís-
um, ýmislegs eðlis.
*
Frú Theódóra missti mann sinnt
21. maí 1915. Hafði hann þá verifr
vanheill um alllangt skéið.-Þeim
hjónum varð 13 barna auðið og~
komust 12 þeirra á fullorðnis.-
aldur, 7 synir og 5 dætur. En.
hún varð fyrir þeirri sorg, a<f
missa tvo sonu sína eftir lát
manns síns, — Skúla lögfræðing
og alþingismann 1917 og Jón lög-
fræðing og upprennandi skáld
1924. Báðir voru þeir bræður flug:
gáfaðir menn og hinirbeztu dreng
ir. Er 'mér syo markaður bás, atf
ég verð að fella niður að nafn-
greina þau börn þeirra hjóna, sem
nú lifa báða foreldra sína, enda
er þess ekki þörf, því þau erw
allflest þjóðkunnir menn. En.
hin mikla kynsæld frú Theódóru
og manns hennar má marka af
því, að nú við andlát hennar eru
84 niðjar hennar ó lífi.
Frú Theódóra var frið sýnum
og tilkomumikil. Hún var frekar
há vexti en grannvaxin alla æfi.
Ellina bar hún forkunnar vel
fram á efstu ár, enda naut hún
lengst af góðrar heilsu. Skap-
gerð hennar var hvorttveggja
glæsileg og vegsamleg. Hún var
rólynd og ljúflynd, glaðlynd, en
vel stillt og hófsöm í hvívetna,
hvort heldur að höndum bar sorg-
eða gleði Ég minnist þess ekki,
að hafa nokkurn tíma orðið þess-
var, að hún missti af jafnvægi
skapsmuna sinna. Trygglynd var
hún og vinföst og get ég bezt um
það borið af eigin raun. Frjáls-
lyndi hennar og umburðarlyndi
vakti aðdáun allra, sem veruleg
kynni höfðu af henni. Aldrei lét
hún á sér standa að taka svari
lítilmagnans og olnbogabarnanna,
er henni þótti óréttilega á þau
hallað. Öll fordild var henni
andstyggileg. Hún var lastvör svo
af bar, — eins og maður hennar.
En ef hún lenti í deilu, gætti
mjög hreinskilni hennar og ein-
urðar. Sagði hún þá hispurslaust
kost og löst á mönnum og mál-
Skömmu fyrir aldamótin keypti
Skúli Thoroddsen Bessastaði á
Álftanesi. Fluttu þau hjónin
þangað búferlum frá ísafirði 1901
og bjuggu þar til 1908, en þá
fluttu þau til Reykjavíkur.
Skúli hafði ásamt nokkrum
forustumönnum ísfirðinga geng-
izt fyrir stofnun kaupfélags, sem
hann veitti forstöðu, en síðan rak
hann sjólfur verzlun á ísafirði.
Má með sanni segja að heimili
þeirra frú Theódóru yrði þá mið-
stöð ísfirðinga er sækja þurftu
til k lupstaðarins.Ráku þau verzl-
unina áfram eftir að þau fluttu
að Bessastöðum. En prentsmiðj-
una fluttu þau með sér til Bessa-
staða og var Þjóðviljinn gefinn
þar út unz þau fluttust til
Reykjavíkur.
Ég, sem þetta rita, átti því láni
að fagna, að dvelja nokkuð
á fimmta vetur á heimili þeirra
hjóna á Bessastöðum, en síðan
var ég stöðugt viðloðandi á heim-
ili þeirra í Reykjavík, á háskóla
árum mínum.
í tíð þeirra hjóna voru Bessa-
staðir menntasetur. Þar var lat-
ínuskóli og í honum stundaði ég
skólanám mitt með börnum hús-
bændanna. Hygg ég, að á þessum j efnum hver sem átti í hlut.
að Skúli var sýknaður af öllum
kærum réttvísinr.ar.
Skúlamálið vakti fádæma
gremju og úlfúð hvarvetna í um-
dæmi hans, og um alla Vestfirði.
Er ekki ofsagt, að ísfirðingar litu
á málaferli þessi frá upphafi sem
pólitíska ofsókn á sýslumann
sinn. Er mér sérstaklega minnis-
stætt að faðir minn og fleiri vinir
Skúla höfðu orð á því, að aldrei
myndu sögur hafa farið af meiri
kaldhæðni forlaganna en því, að
Skúli Thoroddsen skyldi verða
fyrir áfellisdómi vegna harð-
ýðgi við gæzlufanga. Hann, sem
kunnur var að einstakri rrildi við
ar um flest eða allt, sem honum
þótti miklu máli skipta í barátt-
unni um þjóðfrelsismálin. Sat
hún jafnan inni á skrifstofu hans
með vinnu sina, ef hún gat því
við komið fyrir öðrum störfum.
Og svo voru þau hjónin sam-
rýmd, að oftast fylgdi hún manni
sínum, ef hann tókst ferð á hend-
ur, hvort heldur var innanlands
eða utan. Því var það, að hún fór
utan með honum, er hann tók
sæti í Sambandslaganefndinni,
sem sat á rökstólum í Kaupmanna
höfn fyrri hluta ársins 1908. Skúli andlegrar viðleitni okkar ung-
árum hafi Bessastaðaneimilið
verið stærsta menningar- og
menntaheimili á landi hér. Verð
ég rúmsins vegna að láta hjá líða
að gera grein fyrir þeirri skoð-
un minni, en bendi jafníramt á
útvarpserindi Guðm. Thoroddsen
prófessors, sem birt er í Erinda-
safni útvarpsins 1943: „Bernsku-
minningar frá Bessastöðum". Er
þar greinargóð lýsing 'aí þessu
fagra og elskulega æskuheimili
okkar, þar sem bjóðleg menning,
lærdómsiðkanir og listræn við-
leitni skipuðu öndvegið. Frú
Theódóra var mestur hvatamaður
var þá veikur og oft sárþjáður.
Varð hann að leggjast inn á
linganna. Hún — listamaðurinn
— stóð bak við okkur og rétti
öll olnbogabörn þjóðfélagsins og sjúkrahús undir.eins að loknum] okkur sína örfandi hönd. Hefi eg
ávallt var á varðbergi fynr smæl-
ingjana og hina umkomulausu, —
að rétti þeirra væri ekki hallað.
Landsstjórnin leysti Skúla frá
embætti með eftirlaunum, eftir
að hafa boðið honum Rangárvalla
sýslu. Því boði svaraði Skúli svo:
„Ég læt ekki setja mig niður eins
og hreppsómaga". En eftirhreyt-
um Skúlamálsins var ekki lokið
með þessu. Málið hafði vakið
feikna ef.tirtekt um land allt, og
jafnvel um gjörvöll Norðurlönd.
Það vakti^ina mestu ólgu á Al-
þingi og endaði þar með harðri
ádeilu á landsstjórnina og vítum
á landshöfðingjann. Veitti Ál-
þingi Skúla bæ.ur fyrir hlotinn
nefndarstörfum. Áttu íslending-! áður drepið á þetta i greinar-
arnir í nefndinni í löngu og korni, er birtist í Morgunblaðinu
þungu þófi við Danina um mál-
siáo sinn. Skal hér ekki fjölyrt
am það þóf. En sem kunnugt er,
sá Skúli sér ekki fært að ganga
að samkomulagi því, sem loksins
varð ofan á í nefndinni. Áskildi
hann sér ágreiningsatkvæði og
tilkynnti að hann feæri fram
breytingartillögur við Sambands-
lagafrumvarpið. Stóð hann einn,
fárveikur gegn öllum hinum
nefndarmönnunum og sýndi
með því fádæma þrek sitt. —
Varð stefna hans í nefndinni sig-
iarsæl hjá þjóð og þingi og svo
“frlagarík fyrir oss íslendinga, að
á áttræðisafmæli hennar 1. júlí
1943.
Fræðimennsku og skáldskap
frú Theódóru er ekki auðið að
gera hér nokkur skil. Það er fyrst
eftir að hún er komin af léttasta
skeiði æfinnar, að ritgerðri- henn-
ar og bækur birtast almenningi.
í Sk rni birtust eftir hana þessar
ritgerðir: ,ÞuIur“ 1914, „Draum-
ljóð“ 1916 og 1938 og smásagan
„Rauða kýrin“ 1921. Önnur rit
hennar, sem ég minnist eru: „Þul-
ur“ 1. útg. 1916, 2. útg. 1938 og
smásögurnar: „Eins og gengur“
1920. Ennfremur þýddi hún
Gneistaði þá oft af gáfum hennar
og orðíimi.
Líf frú Theódóru var svo auð-
ugt að á fátt eitt er hér drepið
af öllu því, sem frásagnar er vert.
Sorg og gleði skiptust mjög á um
að verða hlutskipti hennar á
óvenju langri og viðburðaríkri
æfi. En lífsgleði hennar og frá-
bært þrek höfðu ávallt yxirhönd-
ina. Að mínum dómi er hún einn.
hinn mesti hamingjumaður, sem
ég hefi kynnzt. Sjálf leit hún svo-
á og hafði oft orð á þyb
Það hefur ávallt bjarmað í
huga mér af minningunum um
frú Theódóru Thoroddsen.
Heiður og þökk krýni jafnan
minningu hennar.
Sauðárkróki, 19. marz 1954.
Sigurður Sigurðsson
frá Vigur.
íbúð tiS lekgu
í þorpi nálægt Reykjavík,;3
herbergi, eldhús, þvottaluis
og geymslur. Rafmagn,
sími og önnur þægindi. Til-
boð, merkt: „888 — 116“,
sendist afgr. Mbl. fyrir há-
degi á laugard.
BF.ZT 4Ð AVGLfSA
I MORGVl\BL4ÐVSU