Morgunblaðið - 25.03.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1954, Blaðsíða 16
Skattafrumvarpið rætt á Varðarfundi í kvold Gísli Jónsson forseti Ed. frummælandi 1f ANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður efnir til fundar í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld um skattafrumvarpið nýja. Frummælandi verður < lísli Jónsson, forseti Efri deildar Alþingis, en hann átti sæti í »>efnd þeirri er ríkisstjórnin skipaði til þess að vinna að samningu ÍVumvarpsins. Aðrir Sjálfstæðismenn í nefndinni voru Sigurbjörn l’orbjörnsson og Tómas Jónsson, borgarritari, en vegna anna gat l>ann ekki starfað í henni til enda. IFranskur togari fær fiskiski pst jóra GJALDGÆFT er orðið að er- Sendir togarar fái sér fiskiskip- í tjóra hér er þeir koma til veiða >iér við land. I dag er von á ein- \jm frönskum hingað til Reykja- víkur, til að sækja fiskiskipstjóra. Hefur Guðmundur Helgi Guð- rnundsson, skipstjóri, verið ráð- iun á togarann, sem hér mun ciga að stunda saltfiskveiðar. , Endurskoðun skattalaganna var eitt af stefnuskrármálum ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðis menn höfðu krafizt þess á Al- þingi áður að skattalögin yrðu endurskoðuð. » ' ) Foreldraíundur rnn skólamál í iaugarnesskóla LÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt Éoreldrafélag Laugarnesskólans iræðslufund. Milli 70—80 manns . átu fundinn, en flutt voru tvö crindi. Hjörtur Kristmundsson 4alaði um aðbú-ð barna í skólan- trm. Hitt erindið fjallaði um i kólabyggingar. Jónas B. Jónsson, fræðslufull- trúi, var á fundinum og svaraði >>ann fyrirspurnum, sem spunn- ust út af erindunum. Á fundinum var gerð samþykkt 4it Alþingismanna um að fella fengislagaf rumvarpið, sem nú >iggur fyrir Alþingi, þar eð frum varpið miði ekki að úrbótum í :< fengismálunum. Gísli Jónsson Frumvarp þetta er fyrst: ávöxt ur þeirrar baráttu, en þó aðeins áfangi á leiðinni til einfaldara skattgreiðslufyrirkomulags og lægri skatta. Er enginn vafi á því að Varðar félagar og aðrir Sjálfstæðismenn fjölmenna á fundinn í kvöld, þar sem Gísli Jónsson gerir ítarlega grein fyrir nýmælum frumvarps- ins. Fundurinn hefst kl. 8,30 e. h. Hlikið tjón í fuglakymhóta Ibúi vegna rafmagnsbilana Reykjum, Mos., 24. marz: EÐRIÐ í nótt sem leið olli miklum rafmagnstruflunum í ?fosfellssveit. — Háspennulínan )»afið slitnað á móts við Grafar- )«olt, en auk þess var vitað um Lilanir á fimm stöðum í Reykja- Kverfi. Voru það aðallega heim- laugar. Orsök þess að línur slitnuðu ■'rar að óhemju snjór hlóðst á þær. Óþægindi fólks af þessum sökum voru mikil, einkum vegna þess ■að hitavatnsleiðslur eru víðast J*var háðar rafmagni og sigldi )>ví kuldinn og vatnsleysi í kjöl- >ar myrkursins að ógleymdu því .ið mjaltavélar verða allar óvirk- cr og veldur það vandræðum, )>ví að víðast er fátt um fólk á kúabúum. Þó er beinn skaði ekki svo mikill nema í hænsnabúum. Vitað er um að fuglakynbóta- . búið Hreiður varð fyrir stór- felldu tjóni, aðallega á eggj- um og ungum í hinum stóru vélum búsins, en einnig á ungum í uppeldi, sem eru ald- ir upp í rafkynntum fóstrum. Starfsmenn Rafmagnsveitunn- «u komu hér strax í birtingu og bafa unnið ósleitilega að viðgerð- um í dag. Vonir stóðu til þess að Sogsrafmagn kæmist á síðari hluta dags. — J. Útigengin glmbur vigfar 24 kg. SKRIÐUKLAUSTRI, 20. marz: — Nú síðustu daga hefir verið suð- vestan hláka og leysir ört. Lög- urinn er enn að mestu auður. 17. marz s.l. fann Þorfinnur bóndi á Kfeif í Norðurdal gimbr- arlamb inn í svonefndu Víðinesi inn með Jökulsá í Fljótsdal all- langt fyrir utan Laugará. Hann handsamaði gimbrina og fór með heim til sín. Ekki varð hann var annrra kinda, og hefir gimbrin að líkindum verið einsömul á þessum slóðum í vetur. Gimbrin var frá Skriðuklaustri og er nú komin heim til sín. Hún vigtaði í dag 24 kíló og er þó enn með sæmilegum holdum. Ætla má, þar sem þetta er einlembings- gimbur, að hún hafi vegið um 40 kg í haust. — J.P. áffakaveðiar í Árnsssýslu Selfossi, 24. marz. INÓTT var hér aftaka veður, suð-austan stormur með snjókomu og slyddu. Var veðrið svo mikið að 12 simastaurar brotnuðu á Stokkseyrar- og Eyrarbakkalínunni. Lisfasafn ríkisins opnar affur í dag LISTASAFN ríkisins er opnað aftur í dag, eftir að gerðar hafa verið á því gagngerar breytingar, myndir fluttar til Kaupmanna- hafnar á sýninguna sem haldin verður þar í tilefni af komu for- setans. Þá er mikið af nýjum myndum komið á safnið Ahnenn ingur er hvattur til þess að hein> sækja safnið, sem er opið á þriðju dögum, fimmtudögum og laugar- dögum frá kl. 1—3 síðdegis og á sunnudögum frá kl. 1—4 síðd. 10 Færeyingar á Agli rauða NESKAUPSTAÐ, 24. marz: — F.gill rauði landaði í gær og dag rúmum 280 tonnum af fiski í frystihús og til herzlu. Skipið fer á saltfiskveiðar í kvöld. Alls eru nú um 10 Færeyingar á skipinu. — Fréttaritari. Voru aPir staurarnir i Sand- víkurhreppi fyrir neðan Selfoss, brotnir á tveggja kílómetra löngu svæði. Lítur út fyrir að svo mik- ill snjór og ísing hafi hlaðizt á símalínuna að staurarnir hafi ekki þolað þungann í slíku of- viðri sem var í gær. SÍMASAMBAND ROFIÐ Símalínan við Eyrarbakka og Stokkseyri slitnaði á mörgum stöðum og hefur verið símasam- bandslaust þangað í allan dag. Verður viðgerðum ekki lokið á símalínunni fyrr en á morgun. Einnig slitnaði símalínan fyrir austan Hvolsvoll í Rangárvalla- sýslu í nót.t og var ekki komin í lag í kvöld. ÆGIF. SLITNAÐI UPP Mikið fárviðri og brim var í Þorlákshöfn í nótt, og slitnaðl einn bátanna, Ægir, upp þar sem hann lá á höfninni og rak upp I sandfjöru fyrir neðan beinamjöls verksmiðjuna. Furðulega litlar skemmdir urðu á bátnum. Þó laskaðist „hællinn“ eitthvað, en er ekki talin mjög alvarleg skcmmd. TEKINN Á FLOT í NÓTT Unnið verður að því að koma bátnum á flot í nótt, og verður hann síðan sendur til Vestmanna- eyja í viðgerð. Stólpabrim er i Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og ekkert viðlit fyrir bátana að fara á sjó. Afli hefur verið tregur undanfarið. — Kolbeinn. Sérstæð starfsemi Slysavarna- deildarinnar Oræðrabandsins Allir félagar, sem lil Reyfcjavíkar koma færa Blóðbankanum blóðgjöf ARIÐ 1952 stofnaði slysavarnadeildin Bræðrabandið í Rauða- sandshreppi svonefnda blóðgjafasveit. Var ákveðið að þegar meðlimir þessarar sveitar kæmu til Reykjavikur skyldu þeir gefa sig fram við Blóðbankann þar og gefa blóð. Ekki hefur orðið af framkvæmdum í þessu efni fyrr en nú. En í gær heimsótti fyrsti maður þessarar blóðgjafasveitar Blóðbankann og gaf blóð. Var það formaður Bræðrabandsins, Þórður Jónsson bóndi að Hvallátr- um í Rauðasandshreppi. FAGURT FORDÆMI Bræðrabandið mun vera fyrsta slysavarnadeild landsins, sem haf izt hefur handa um blóðgjafir, og er það vel til fallið að meðlim- ir þessa félagsskapar hvetji fólk til blóðgjafa, þar sem þær má kalla veigamikinn lið í slysa- vörnum. Hafa skátar aðallega haldið uppi blóðgjöfum hér á landi enn sem komið er og einnig hefur fólk frá ýmsum fyrirtækjum tekið sig saman um að gefa blóð. MANNSLÍF í VI Hl Ekki er ólíklegt að fleiri slysa- varnadeildir á landinu feti í fót- spor Bræðrabandsins og gæfu sig fram við Blóðbankann í þeim til- gangi. Eins og lcunnugt er fer blóðtakan bæði fljótt og sársauka laust fram. Ætti hverjum og ein- um að vera það ljúft að gefa blóð. Með því er hann ef til vill að bjarga mannslífi. Tröllafoss tefst í New York VERKFALL verkamanna í New York höfn hefur valdið því að Tröllafoss hefur orðið fyrir all- miklum töfum. Á aðra viku er nú liðið frá því byrjað var að losa vörur úr skipinu, sem það flutti vestur héðan, en verkafallið skall á. — Var þá ekki að fullu lokið við losun varanna. Óvíst er nær verkfall þetta mun leysast, af því hafa litlar fregnir borizt hingað til lands, en ætla má að ekki muni geta dregizt mjög á langinn verkfall í slíkri stórhöfn sem New York er. — Tæplega 860 Akur- eyringar vilja bjór- Inn í frarnvarpið AKUREYRI, 24. marz: — Tæp- lega 800 Akureyringar, allir á kosningaaldri, hafa undirritað áskorunarskjal til ND Alþingis, um það áð deildin samþykki áfengislagafrumvarpið eins og það kom frá efri deildinni. — Vignir. Silja æskulýðsmét í Vínarborg GUNNAR HELGASON, varafor- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, fór í morgun áleið- is til Vínar, en þar mun hann sitja æskulýðsmót, er haldið er á vegum Evrópubandalagsins. Tveir aðrir fulltrúar héðan verða á mótinu, Valter Antons- son frá SUF og Sigurður Guð- mundsson frá SUJ, en þeir eru farnir utan fyrir nokkru. MÁNUÐUR TIL STEFNU LUNDÚNUM — Rússar hafa fall izt á, að koma til Genfarráðstefn- unnar 26. apríl. Verður hún háð í sömu höll og Þjóðabandalagið var háð I. Hefur veríð á veiðum SIBS afhentar yfir 40 þús. kr. frá jjví verkfallið Var ágóði a? hljcmieikahaldi bandaríska fiughersins hófsf FÆREYSKI togarinn Stella Argus, sem er gamalt skip, hefur allt frá því sjómannaverkfallið skall á í Færeyjum, verið hér við land. I gær kom togarinn hingað inn til að taka salt og vistir, en hann er á saltfiskveiðum og var búinn að fá allgóðan afla. Tafir höfðu orðið hjá honum fyrir nokkru er hann leitaði hér hafnar vegna bilunar. t GÆR var Sambandi íslenzkra berklasjúklinga afhentar kr. 40.840, A. sem var hreinn ágóði af fjórum tónleikum, sem hljómsveit bandaríska flughersins hélt hér í Þjóðleikhúsinu í síðastliðnum mánuði. En eins og getið hefur verið um, var ákveðið, að allur ágóði af hljómleikunum skyldi renna til SÍBS. Var fjárhæðin afhent á heimili þakkaði fyrir hönd sambandsins sendiherra Bandaríkjanna hér á öllum þeim, sem stuðlað hefðu landi, Edwards B Lawsoni. Gerði að því, að bandaríska hljomsveit- það Björn Jónsson fyrir hönd in kom hingað. Sérstaklega þakk- Tónlistarfélagsins, sem sá um aði hann sendiherra Bandaríkj- hljómleikahaldið. anna, yfirmönnum varnarliðsins Maríus Helgason, forseti Sam- og stjórn Tónlistarfélagsins. bands ísienzkra berklasjúklinga,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.