Morgunblaðið - 25.03.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. marz 1954 1 SHGH FORSYTANNR - RÍKI MAÐURINN - t Eftir John Galsworthy — Magnús Magnusson Isienzkaði ÍW ^ ^ X ^ ^ Framhaldssagan 86 beinagrindin ein gapti við.--- Jolyon gamli sat einmana í borðstofunni, þegar sonur hans kom inn. Hann var mjög lotlegur og augu hans sem flögruðu um myndirnar á veggjunum, virtust vera að líta yfir farinn veg, minn ingu lífs hans, vonir og athafnir. ,.Ó, Jó, ert það þú? Ég hefi talað um þetta við June litlu. En þar með er ekki öllu lokið. Viltu fara til Soames? Hún á sjálf sök- ina á þessu, hugsa ég. En hvernig sem því er háttað, þá er mér það ofraun að hugsa um hana lokaða inni — og algerlega einmana.“ Og hann lyfti upp magurri, œðaberri hendinni og kreppti hnefann. NÍUNDI KAFLI Irena kemur heim. Er Soames fór frá James og Jolyon gamla, æddi hann um göt urnar án þess að gera sér grein fyrir hvert halda skyldi. Hinn hörmulegi dauðdagi Bos- inneys hafði gerbreytt öllu Nú skifti ekki hver mínúta eins miklu máli fyrir hann og áður, og hann þurfti ekki að segja nein um frá flótta Irenu fyrr en lokið var rannsókninni á slysinu. Hann hafði farið snemma á fætur þenna morgun, áður en pósturinn kom, tekið sjálfur bréf in úr kassanum, og þótt ekkert þeirra væri frá Irenu, greip hann 1 tækifærið og sagði Bilson, að húsmóðir hennar hefð farig til slrandarinnar, og sennilega myndi hann sjálfur fara þangað og vera þar frá laugardegi til mánudags. Þetta gaf honum næði til þess að íhuga, hvað hægt væri að gera til þess að hafa upp á henni. En nú þegar dauði Bosinneys hafði aftrað honum frá því að hafast nokkuð að, vissi hann ekki hvernig hann átti að eyða tím- anum. Þessi einkennilegi dauði! Þegar hugurinn hvarflaði að hon um var eins og glóandi járni væri lagt í hjarta hans, en jafn- ícamt var miklum þunga lyft frá brjósti hans. Og eirðarlaus og kvíðafullur ráfaði hann um göt- urnar og glápti á alla sem hann mætti. Og hugur hans dvaldi hjá hon- um, sem nú hafði lokið göngu sinni og aldrei framar mundi valda reimleikum á heimili hans. Síðar um daginn gekk hann fram hjá auglýsingablöðunum, sem sögðu frá því, hver sá dauði væri, og hann keypti blöðin til þess að sjá, hvað þau segðu. Hann ætlaði að þagga niður i þeim, ef hann gæti, og hann fór til City og sat lengi fyrir luktum dyrum 'hjá Boulter. A heimleiðinni, um hálffimm, leytið gekk hann fram hjá Job- .sons, og rakst þá á Georg For- .syte, sem rétti kveldblað að hon- um og sagði: „Heyrðu! Hefurðu lesið þetta um vesalings „Ræningjann“.“ Soames svaraði ískalt: „Já“. Georg starði á hann. Honum hafði aldrei geðjast að Soames, og hann taldi, að hann bæri ábyrgðina á dauða Bosinneys. „Vesalings maðurinn“, hugsaði hann, „hefur verið utan við sig af afbrýðissemi og hefndarþorsta og hefur ekki heyrt í vagninum í bölvaðri þokunni.“ Soames hafði valdið dauða hans og þennan dóm mátti lesa í augum Georgs. I „Það er kvis um sjálfsmorð", eagði hann. Soames hrissti höfuðið „Slys“, tautaði hann. Georg kreppti hendina um blaðið og stakk því í vasa sinn. Hann gat ekki stillt sig um að erta hann dálítið að skilnaði. „Umm Líður öllu vel heima? Bólar nokkuð á litla Soames?“ Andlitið á Soames varð eins hvítt og marmaratröppur Job- sons og neðri vörin hófst upp eins og hann ætlaði að glepsa. Hann æddi fram hjá Georg og hvarf. Er hann kom heim og hafði lokag forstofudyrunum, var það regnhlíf konu hans með gullhand fanginu, það fyrsta, sem hann sá. Hún lá á eikarkistunni. Hann smeygði sér úr loðfrakkanum og flýtti sér inn í dagstofuna. Gluggatjöldin voru dregin fyr- ir. Eldur brann á arninum og í bjarmanum frá honum sá hann að Irena sat á sínum venjulega stað í sófahorninu. Hann lokaði dyrunum hljóðlega og gekk til hennar. Hún hreyfði sig ekki. Það var eins og hún yrði ekki vör návistar hans. „Jæja, þú ert þá komin heim“, sagði hann, „hversvegna siturðu í myrkrinu?“ Þá sá hann andlit hennar. Það var fölt og stirnað, eins og blóðið hefði storknað í æðum hennar. Dökku augun hennar voru stór og uppglennt eins og augu í uglu. I Og þarna sem hún sat milli sessanna, dúðuð í gráu loðkápuna sína líktist hún einkennilega mik j ið uglu í búri, sem hniprar sig . saman út við búrgrindina. Hin stolta reisn hennar var horfin, það var eins og hún væri ör- magna eftir erfiða vinnu, og hirti nú ekkert um að vera fögur, mjúk og tíguleg. „Jæja, þú ert komin heim“, endurtók hann. Hún leit ekki upp, sagði ekk- ert, bjarminn lék um hana þar sem hún sat grafkyrr. . Allt í einu reyndi hún að standa upp, en hann aftraði henni frá því. Og þá var það, sem hann skildi allt. Hún hafði horfið heim eins og dauðasært dýr, án þess að vita, hvert hún átti að snúa sér, án þess að vita, hvað hún gerði. Nú hafði hann fengið vissuna fyrir því, að Bosinney hefði verið elskhugi hennar, vissi, að hún hafði séð frásögnina um dauða hans, máske keypt blaðið eins og hann sjálfur á götuhorni og lesið hana. Hún hafði af eigin hvötum horfig aftur heim til hússins, sem ÚTILEGLMAÐURIIMIM 11. Hann vissi, að í hverri veiðistöð var einn prangari sem seldi ýmislegt smávegis, svo sem tóbak, sykur, brennivín, skotfæri, korn og fleira. Nú hugsar hann sér að fara til Grindavíkur og kaupa þar korn um miðjan dag. — Hann kom til Grindavíkur og j hitti kaupmanninn, sem alltaf var kallaður „prangarinn.“ Hann keypti sitt af hverju af prangaranpm. Tani sá þar byssu og falaði hana, en prangarinn var tregur til að selja! byssuna, en lét þó um síðir tilleiðast og setti upp á hana tvöfalt verð. Tani var ekki að horfa í það þó að hún væri dýr, heldur keypti hana tafarlaust. — Hún var ein af þessum gömlu forhlaðningum, sem menn kölluðu soldátabyssur. Öðru vísi byssur voru ekki til í þá daga. Þegar Tani kom heim í hellinn, fór hann að reyna byss- una. Hann sá rjúpnahóp og skaut í hópinn, og lágu fjórar j eftir. Hann var allan daginn að skjóta rjúpu og spóa. Eftir nokkra daga fór hann að leita að öðrum fuglum. Loks kom hann að vatni. Þar var mikið af álftum og öðr- um fuglum. Hann var allan daginn að skjóta kringum vatn- ið, og fór seint um kvöldið heim með þunga birði af fugli. Nú reitti hann allan fuglinn og hengdi hann upp í eldhúsið eða sem næst hlóðunum. Síðan tók hann greinar úr skóg- inum og hafði þær fyrir rár. Nú hafði hann nóg af öllu, einkum fuglaketi. Sumarið leið fram að réttum og bar fátt til tíðinda. Einu sinni var Tani á gangi langt austur á fjalli. Svo langt hafði hann aldrei komið áður. Þegar hann hafði geng- ið um hríð, sér hann mann ganga beint á móti sér. Biðjið kaupmann yðar um Spánskar MÓMPPELSÍIR Ljúffengar — Ódýrar — Safamiklar Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Húsgögn Renuzit Hreinsiefnið er komið aftur, einnig lyktarlaust (odorless) Aklæði jþegar þvo skal eða hreir sa fatnað, gólf- teppi, áklæði eða gluggatjöld, má ekki láta vatn í RENUZIT, en þvo úr því eins og það er, enda er þá öruggt að efnið hieypur ekki. En til þess að þvo glugga er gott að ICjólar ejnn þolla af RENUZIT í eina fötu af vatni. — Kemisk hreinsið föt yðar heima á fljótan og ódýran máta úr RENUZIT hreinsiefni. — Allir sem reyna það eru ánægðir. KRISTJAIMSSOIM h.f. Borgartúni 8 — Reykjavík — Sínii 2800 Gluggatjöld ■■••••■•••••! ■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a Réttingnmenn Getum bætt við nokkrum réttingamönnum. Uppl. hjá verkstjóra. i^iirei^averlótœ&L J). Hringbraut 119.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.