Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 9 FerrctircgarEiöm á Akyreyri AKUREYRI, 21. apríl. — Myndin hér að ofan er Irá fermingu í Akureyrarkirkju á 2. páskadag síð- astliðinn. Er þetta fyrsta kirkjan á íslandi, sem temur sér upp kirtlum handa börnunum til þess að vera í við ferminguna. Fatavandamál fermingarbarna hefur verið mörgum foreldrum mikið áhyggju- efni, enda má segja að stundum hafi fermingin verið rð öðrum þræði fatasýning og hefur þá komið upp metningur um það hver hefur verið þar í fallegustum kjól eða fötum. Hér á Akureyri er nú þetta vandamál úr sögunni og munu allir á einu máli um það að þessir hvítu kirtlar, sem jafnt drengir sem stúlkur klæðast, bafi verið hinir smekklegustu og hafi sett fallegan hátíðasvip á ferminguna. Kven- félag kirkjunnar hafði framkvæmd í þessari nýbreytni, en frk. Margrét Steingrímsdóttir saumaði kirtlana. Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup fermdi börnin. —Vignir. Einrómn ioí um ísL sýninguna Málararnir Jón Þorleifsson og Svavar Guðnason segja frá Hafnarför sinni nýi menntaskólinn Eftir Lúðvig Guðmundsson, skélastjóra FYRIR nokkru komu málararnir tveir, Jón Þorleifsson og Svavar Guðnason heim frá Kaupmanna- höfn, en þangað fóru þeir til að undirbúa hina íslenzku listsýn- ingu, er haldin var í Ráðhúsinu þar dagana 1.—15. apríl. Morgunblaðið hefur haft tal af þeim og var frásögn þeirra í að- alatriðum á þessa leið: Það var sendiherra Dana á ís- landi frú Bodil Begtrup, er átti hugmyndina að þvi, að þessi list- sýning yrði haldin í sama mund og íslenzku forsetahjónin komu í opinbera heimsókn til Dan- merkur. Frú Bodil Begtrup er sem kunnugt er mikill aðdáandi fag- urra lista, og hefur kynnt sér ís- lenzka myndlist þau ár sem hún hefur dvalið hér. Vegna þess að svo stóð á, að danska Listaaka- demíið átti 200 ára afmæli um mánaðamótin marz—apríl, voru erfiðleikar á að fullnægjandi hús- næði fengizt fyrir hina íslenzku sýningu. En úr því rættist þegar borgarstjórn Kaupmannahafnar lagði sýningunni til húsnæði í Ráðhúsinu. n í aðalframkvæmdanefnd sýn- ingarinnar frá hálfu Dana, voru þeir Erick Struckmann, listmál- ari, formaður, Erling Frederik- sen, myndhöggvari, Helgi Ernst, listmálari, og Erik Tjavle, full- trúi í mennamálaráðuneytinu, er var r'itari nefndarinnar. Danska menntamálaráðuneytið bauð tveimur íslenzkum lista- mönnum til 8 daga dvalar í Kaup mannahöfn er annast skyldu frá- gang sýningarinnar, og lagði Menntamálaráð til að formenn myndlistafélaganna tveggja, þeir Jón Þorleifsson og Svavar Guðnason, tækjust bessa ferð á hendur. Sagðist þeim svo frá: Við fórum flugleiðis til Dan- merkur h. 24. marz. En vegna vélabilana og óhagstæðs veðurs tók flugferðin alls um 24 klukku- stundir, enda urðum við að leggja lykkju á leið okkar, og koma við í Hamborg. Okkur var búinn dvalarstaður á Hotel Kong Frederik við Ráð- húsplássið. Þar nutum við ágæts viðurgernings frá hendi hins prúða starfsliðs og kom það sér vel að hafa samastað náiægt Ráð- húsinu. Opna skyldi sýnnguna h. 1. apríl. En allt þurfti ag vera kom- ið á sinn stað á sýningunni, að kvöldi hins 30. marz, því blaða- mesn og gagnrýnendur þurftu að hafa tækifæri til að virða sýning- una fyrir sér daginn fyrir opn- unina. Ráðhússalurinn er 50x35 m á stærð. Þó þar sé ofan-ljós er sal- urinn ekki sem ákjósanlegastur fyrir sýningar, þótt hann hafi verið notaður fyrir þær. Geta myndir ekki fyiliiega notið sín nema þær séu hengdar á lausa veggi um miðbik salarins. lVieð því að setja upp hina lausu veggi í Ráðhússalnum, fengum við alls veggpláss er sam anlagt varð um 150 m á iengd. Svo rýmilegt var að koma öllum myndunum er héðan voru sendar, svo og þeim myndum er bættust við í Kaupmannahöfn frá þeim Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttir fyrir, á sýningunni. I einu orði sagt var þessari ís- lenzku listsýningu forkunnar vel tekið, bæði frá hendi gagnrýn- enda og almennings, eins og greinilega kom fram í Hafnar- blöðunum. Var ekki annað á þeim að heyra, en gagnrýnendur skipi íslenzkri myndlist og lista- mönnum á bekk með þeim er fremstir standa á Norðurlöndum. Sýningin var mjög vel sótt og var fjölmenni þar jafnan alla sýningardagana. Á sunnudaginn eftir að hún var opnuð mátti heita að þar væri húsfyllir. Þá var upphaflega áformað, að hafa sýninguna opna aðeins frá kl. 10 f. h. til 4 e. h. En þegar það kom í ljós hve mikil aðsókn var, var sýningartíminn framlengdur til kl. 8 að kvöldi og er það mjög fátítt í Kaupmannahöfn, að sýn- ingum sé haldið opnum fram á kvöld. □—'★—□ Á meðan á Hafnarvist okkar stóð nutum við hinnar beztu gest risni og vorum í ágætum fagn- aði hvað eftir annað. M.a. í ár- degisveizlu er menntamálaráð- herra Bombolt hélt í einu af veit ingahúsum borgarinnar daginn sem sýningin var opnuð Einnig þágum við gestaboð hjá for- manni framkvæmdanefndarinn- ar, Erick Struckmann og frú hans, Ingrid, í glæsilegum húsa- kynnum þeirra, enda var þar margt manna samankomið. Voru þar haldnar margar ræður til að hylla íslenzka myndlist og yrði of langt mál að gera grein fyrir því öllu. En þau Struckmanns- hjónin eru afburða skemmtilegir og glæsilegir gestgjafar. Einnig vorum við í Ráðhús- veizlunni þegar hinum íslenzku forsetahjónum var fagnað og konungshjónum Dana h. 7. apríl. Við það tækifæri var listsýning- in grandskoðuð. Ennfremur sátum við 200 ára afmælisveiziu Listaakademísins. Við flugum heimleiðis h. 9. apríl að morgni. Erick Struck- mann kom til að kveðja okkur, og færðu okkur fagrar minningar gjafir báðum, með áletrun sinni og þökk. Var það minningarrit, um hina „Fríu sýningu" 50 ára, frá árinu 1942. — Sjálfur hefUr Struckmann verið þátttakandi í því sýnir.garfélagi frá þvi árið 1903. Erick Struckmann er fæddur 15 .ágúst 1875. Hann er af ís- lenzkum ættum, rekur ætt sína til Sigurðar Jónssonar Arasonar. Hefur hann um 30 ára skeið veitt opinberum sýningum Dana for- stöðu, er haldnar hafa verið utan lands og innan. Tvisvar hefur hann komið til Islands í þeim erindagerðum, méð hinni dönsku listsýningu er hér var haldin árið 1924 í Mið- bæjarskólanum, og með samnor- rænu sýningunni er haldin var hér í Listamannaskálanum árið 1948. □—'★—□ Islenzka sýningin verður flutt frá Kaupmannahöfn til Árósa og sýnd í Ráðhúsinu þar. Pupont- Nielsen, aðalskrifstofustjóri póst- og símamála og formaður fyrir listamannafélagi Árósa, kom til Kaupmanhahafnar til að kynna sér sýninguna þar, og uppsetn- ingu hennar. Því enginn kostur er á, að nokkur Islendingur fari til Árósa áður en sýningin verður opnuð þar. Skipasióll heims 93 millj. smáksta LUNDÚNUM, 13. apríl: — Árið 1953 jókst skipastóll heimsins um 3 miiljónir smálesta; er hann nú röskar 93 milljónir smálesta. Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland, Japan og Líbería juku við skipa- stól sinn á árinu, en aftur á móti minnkaði skipastóll Bretlands, Bandaríkjanna og Grikklands. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti skipaeigandinn með rúm- lega 27 millj. smálesta; Bretar eiga 18 milljónir smál., en Norð- menn eru þriðju í röðinni með yfir 6 millj. smálesta. — Reuter-NTB I GREIN í „Vísi“ 12. þ. m. ritar Hörður Bjarnason arkitekt um fund Stúdentafélags Reykjavík- ur, sem haldinn var 4. þ. m. Á fundi þessum var rætt um opin- berar byggingar og fegrun höfuð- staðarins. — í framsöguræðu minni á.fundinum ræddi ég eink- um um fyrirhugaða Hallgrírfís- kirkju á Skólavörðuholti og hin nýju húsakynni Menntaskólans, sem nú er. áformað að reisa. I © (T'—5 c ® ---------® Fyrri grein © c——® CL.—Í c: ® grein sinni segir H. Bj , að ég hafi skorið „upp herör gegn báð- um þessum byggingum, vegna stærðar þeirra fyrst og fremst." Þetta er rétt, svo langt sem það nær. En ekki er hér nema hálf- sögð sagan, og ekki það. Marga aðra þætti og önnur viðhorf ræddi ég. Skal hér nokkurra get- ið. En innan skamms mun ég þó gera þessum málum, — og fleiri þeim skyldum, — fyllri skil i opinberu erindi. í dag læt ég þetta nægja, serh hér fer á eftir: IIALLGRIMSKIRKJA í ræðu minni fullyrti ég, — og studdi sterkum rökum, — að ekkert væri það til, er réttlætti byggingu Hallgrímskirkju skv. uppdráttum og líkani próf. Guð- jóns heitins Samúelssonar. Siðan G. Sam. teiknaði fyrstu drög að Hallgrímskirkju hefur mjög ver- ið skert um byggir.garsvæði á Skólavörðuholtinu. Þar hafa síð- an risið tvö stórhýsi, Gagnfræða- skóli Austurbæjar og hið mikla Iðnskólahús. Slíkt stórhýsi sem Hallgrimskirkju er ætlað að verða, mundi engan veginn njóta sín í þrengslunum þar. — Gerð kirkjunnar hið ytra er fráleitur bræðingur óskyldra stílgerða, — Turninn (75 m hár) er tilgerðar- legur „óskapnaður. . . . líkastur skyggniturni, studdur tveimur skíða-stökkbrautum,“ eins og kunnur ísl. arkitekt komst nýlega að orði. Miðskip kirkjunnar ér gotneskt að nokkru, kórinn í rómönskum stíl en kúppull hans býsantiskur! Allt flug, að og frá og yfir bænum, yrði stórum torveldað með byggingu hins háreista furns á hábungu Skóiavörðuholts. Ör- yggi það, er vannst við brott- flutning loftskeytastanganna á Melunum, mundi nú glatast aft- ur og mikiu meira en það. I dimmviðri yrði turninn sífelld ógnun við hundruð, ef ekki þús- undir mannslífa, ekki aðeins far- þega og áhafna flugvéla, heldur og þeirra, er búa eða dvelja í nærliggjandi húsum, en í næstu nágrenni eru þrír fjölmennir skólar með yfir 2000 nemendur. Stórlega vítavert er athæfi og ábyrðarleysi þeirra manna, sem nú vilja teyma Hallgrímssöfnuð, — og helzt þjóðina alla, — út í vanhugsað, óraunhæft ævintýri. Um innri gerð kirkjunnar er fátt eitt vitað, enda skortir þar teikn- ingar frá hendi höfundarins. Eng- ar sundurliðaðar kostnaðaráætl- anir eru til. Ævintýramennirnir,- sem að kirkjumálinu standa, hafa haft við orð, að allur byggingar- kostnaðúrinn muni verða nál. 10 —12 millj. kr. Samkv. rúmmáli kirkjunnar mun sönnu nær að áætla kostnaðinn nái. 30 millj. kr. Með brauki sínu og brambolti hafa þessir menn nú þegar valdið því, að Hailgrimssöfnuður, sem mun telja yfir 11 þús. manns, enn hefur enga kirkju eignazt, er við- hlítandi sé. Ef fram verður haldið þessu máli, svo sem hingað til, er líklegast, að þessi stærsti söfnuð- ur landsins verði enn um langt árabil að láta sét nægja „folald- ið“, sem reist var þarna á holtinu. fyrir nokkrum árum, — þ. e. kjallarann undir kórnum. . Skuggi þes^a kirkjubákns hvíJ- ir sem farg á kirkjulífi höfuð- staðarins og lamar vilja og áhuga fjölmargra til að !eysa‘aðkallandi vandamál annarra safnaða borg- arinnar, sem enn Skortir kirkjur, eða verða að lifa á bónbjörgum í •þeim efnum. Um það þykist ég einnig fullviss, að hinn ofstækis- fullí og ofbeldiskenndi áróður og athafnir þessara sömu manna- í ki-rkjumáliiíu, — fyrr og sí§ar, — muni hafa hruritiið mörgum mæt- um karli og koriu •frá kirkju og kristni. Og loks, — minningu hins ást- sæla sálmaskálds, Hallgríms Pét- úrssonar, scm af öllu hjarta hát- aðist við fordild -og prjál, yrði hín, mesta háðung gerð með því að reisa honum slíkan bautastein, sem aðallega eða eingöngu virðisi} ætlað það hlutverk að sýnast en ekki að vera. Þetta læt ég nægja um Hall- grímskirkju i dag. Skipulags- stjóri ríkisins, Hörður Bjarnason, mun lita málefni Hallgríms- kirkju svipuðum, ef ekki sörhu augum og ég. Hér er því ekkert tilefni ágreinings með okkur, enda eru þessi orð f. o. fr. rituð til að fylla upp eyðurnar í fund- arskýrslu hans. Ferming í Fríkirkj- unnií Haínarfirði sumardaginn fyrsta, kl. 2. Stúlkur: Ástrún Jónsdóttir, Hlíðarbraut lð Fanney Haraldsdóttir, Hverfis- götu 54 Halldóra Guðjóhsdóttir, Suður- gÖtuylO Hulda K. Finnbogádóttir, Hraun- stíg 6 Ingibjörg Sigurðardóttir, Fögru- kinn 16 Kristín Einarsdóttir, Setbergi, Qarðahreppi María G Marínósdóttir, Lækjar- götu 10 B Valgerður Óladóttir, Skúlaskeiði 26 Þórunn Christiapsen, Ásbergi, Garðahreppi. Piltar: Ásgeir Árnason, Vitastíg 5 Birgir Brynjólfsson, Álfaskeiði 74 Birgir V. Dagbjartsson, Gunnars- Suritii 9 Birgir Jónsson, Lækjargötu 6 Björgvin Jóhannsson, Nprður- braút 24 Guðjón Rúnar Guðjónsson, Öldu- slóð 6 Hafsteinn Guðmundsson, Austur- götu-29 Kristinn Jónssori, Mjósundi 13 Kristinn Jóel Magnússon, Skúla- skeiði 34 Sigurður I. Ólafsson, Kirkju- vegi 9 Skúli Ólafsson, Vifilsstöðum, Garðahreppi. m Fermingarskeyta-afgreiðsla KFUM cig K í Hafnarfirði verð ur í dag i húsi félagsins, Hverfis- götu 15. Hún er opin- frá kl. 10 til 7 e. h. — Einnig má panta skeytin í síma 9530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.