Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 14
, 14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 22. apríl 1954 Framhaldssagan 19 •undrunarsvip. „Það voru margir innlendir menn, sem börðust á móti pví með oddi og egg, að við lconan mín og ég settum á stofn Jiönnan skóla. Okkur var sagt að Ííér væru nógu margir skólar ítwg-ekki þýddi að gera hér neinar liý jar tilraunir — það hentar ekki ítugarfari eyjarskeggja" Hann 'veifaði bréfinu. „Þetta sýnir mér Jþ- aó þessir menn hafa haft á ^öngu að standa, því sá, sem þetta ~Bréf skrifar, hefði sannarlega mátt læra betri réttritun“. Douglas skildi ekki vel þessa niðurstöðu hans. Honum fannst, ag sá, sem hafði skrifað þetta bréf, hefði aldrei kostað upp á sig löngu bóknámi. Honum fannst j>að heldur ekki skipta máli. — Hann vildi bara vita, hvað Paw- ley hafði hugsað sér að gera. „Það er aðeins til einn staður fyrir nafnlaus bréf og það er bréfakarfan". Hann var dálítið gramur við Pawley fyrir að hafa gert allan þennan usla út af þessu •émerkilega bréfi. Ekki gat hann verið viss um að hann Douglas færi ekki með söguna í Morgan •og Morgan héldi svo áfram þang- að til það væri á allra vitorði, hvað staðið hafði í þessu bréfi. Og það var einmitt það, sem bréf ritarinn hafði óskað. „Einmitt“, sagði Pawley. „En þó getum við ekki látið eins og ' ckkert sé“. „Við gætum sent bréfið til lög- reglunnar", sagði Douglas, „en ég etast um að lögreglan finni nokk- urn tímann sendandann — og rannsóknir kæmu strax af stað umtali“. „Ég er alveg sammála yður“, ' sagði Pawley. „Það væri mjög i anglega gert að blanda lögregl- unni inn í málið að svo stöddu, ren vegna hinna barnanna held ég að réttast væri að gera einhverj- ar ráðstafanir". „Ég skil ekki í því að það skipti okkur nokkru máli þó öll spánska holdsveikisnýlendan sé samansétt af frændum og frænk- um Johns. Við vitum að hvorki j fingur né tær detta af John þeg- ar hann fer í bað.“ Pawley deplaði augunum á ibak við gleraugun. \ „Sem betur fer, kemst sjúk- dómurinn seint á svo hátt stig. 1 'Barnið gæti verið með veikina án ! tþess nokkuð væri hægt að sjá sá honum“. „En þá væri hún heldur ekki »smitandi,“ sagði Douglas. „Veikin er miklu minna smit- fandi en fólk álítur almennt," fsagði Pawley. „Þessi almenna fhræðsla á meira rætur sínar að fiekja til hjátrúar en að hún eigi Siokkurn rétt á sér.“ Douglas annst á orðum hans að hann !!iværi nýbúinn að fletta upp í al- fræðiorðabókinni og hefði lesið fallt um holdsveiki. En Pawley jsetti upp lítilmótlegt bros og >sagði: „Þér sjáið það Lockwood, |*að ég hef lært svolítið þessi tvö | ár hér á Jamaica.“ |„Mér datt það líka í hug, Ég hef 'þegar gert boð eftir Knowles |lækni og hann ætlar að koma liingað upp eftir í kvöld. Það er ■ bezt að þér segið John frá því að hann eigi að koma til rann- „Og hvað ætlið þér þá að gera?“ spurði Dougias. „Mér væri nær að spyrja, hvað þér ætlið að gera? Eins og þér vitið hef ég það fyrir reglu að |láta einstaka kennara ráða eins Imiklu sjálfstætt og mögulegt er. í Eg vil ekki að þeir líti á mig sem fsinn yfirmann heldur sem leið- í sögumann.“ I „Þá held ég að réttast væri að láta lækninn gefa John vottorð." „Einmitt.“ Pawley vár auðsjá- anlega ánægður með þá lausn. sóknar um sexleytið." I „John verður undrandi á því,“ sagði Douglas. | „Það er ekkert við því að gera.“ , „Það væri hægt að rannsaka einhverja fleiri um leið,“ sagði Ðouglas. „Annars fara öll börnin að reyna að gera sér í hugarlund hvag sé að John.... og ef eitt- hvert þeirra hefur heyrt sögur af því að holdsveiki sé í ættinni hans, þá er allt komið í óefni. Við gætum beðið Knowles að rannsaka alla sem eru í sama svefnsal og hann.“ j Pawley leizt vel á þá hug- mynd. „Það hef ég alltaf sagt, að beztur árangur náist ef maður leggur á ráðin.“ Hann brosti breitt. „Hvað sem hægt er að finna mér til foráttu, Lockwood, þá er ekki hægt að segja að ég geti "ekki fallizt á ráð, þó að þau komi frá öðrum en sjálfum mér.“ o----O-----o John hafði auðvitað enga holds veiki.... að minnsta kosti ekki að því að séð væri. Læknirinn kom hálftíma fyrr en ætlað var og því þurfti að smala drengjun- um saman hvaðanæfa að, þar sem þeir voru að leik. Þeim var safnað saman á læknastofuna. Eini vandinn var að gefa frú Morgan einhverja fullgilda skýr- ingu til þess að henni væri ekki misboðið, þar sem hún var nokk- urs konar umsjónarmaður með almennu heilsufari hjá drengjun- um. Douglas vissi, að ef hann segði henni frá bréfinu, þá mundi sagan berast til Morgans og það minnsta sem hægt væri að gera ráð fyrir eftir það voru enda- laúsar langlokur um eðli og hegðun holdsveiki ásamt sögu hennar, orsökum og lækningum og hagfræðilegum upptalningum á tilfellum í hinum ýmsu lönd- um. Douglas ráðfærði sig við Knowles lækni. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Ég segi henni að ég sé að gera skýrslu um bætt heilsufar barn- anna sem eru á skólum uppi í hæðunum og ég taki þessa drengi sem dæmi.“ Hann deplaði öðru auganu. Hann var kúmpánlegur náungi, dökkur á hörund, en grá- hærður. Hann var vanur viðskipt um við frú Morgan. Hálfri stundu síðar kom hann niður aftur. Douglas gekk út í garðinn með honum. „Tóm vitleysa,“ sagði hann. „Drengurinn er eins heilbrigður og þú og ég.“ „Guði sé lof fyrir það “ „Þér segið Pawley það fyrir mig. Ég er á hraðri ferð.“ Douglas hitti Pawley heima í húsi hans og sagði honum frétt- irnar. „Mér þykir vænt um að heyra það, Lockwood,“ sagði hann eins og hann hefði verið hræddur um að heyra hið gagnstæða. „Ég vona að við höfum þar með afgreitt þag mál.“ Pawley brosti undirfurðulega. „Ég vona það, en illmælgi er erfið viðureignar. Ég held að hún sýni það lægsta og auðvirðileg- asta í manninum.“ Þessi orð hans minntu að vísu dálítið á gamla upptuggu þar sem þau ltomu frá manni sem var eins kaldgeðja og Pawley. En Pawley var ekki svo stoltur að hann neitaði sér um að nota hugmyndir annarra.... og þetta var sennile^a alveg satt sem hann sagði. 5. kafli. Flugslysið hafði viljað til á mánudegi og næsta fimmtudag átti Douglas frí. Það var ákveðið að hann færi með Taylor á hress- ingarheimili niðri í Kingston í skólabílnum. Taylor hafði ekki meiðzt alvarlega líkamlega, en missir konu hans og dóttur hafði orðið honum mikið áfall. Hann hafði legið næstum hreyfingar- laus í rúminu og horft í gaupnir sér. Auðséð var að hann þurfti á betri hjúkrun að halda en þeirri sem hægt var að láta honum í té í skólahúsinu. Judy hafði hins vegar batnað með degi hverjum. Það var tilgangslaust að senda hana á sjúkrahús og læknirinn KÖTLt-DRAIJIVILR 5. Segja þá sumar sagnir, að hún flytti Kötlu á bátnum yfir sama vatnið og fylgdi henni svo heim að hlaðgarði, og tæki svo aftur glófa sína úr sætinu. Sagði hún þá við Kötlu að skilnaði: „Farðu heil, Katla, þótt ekki hafi ég af syni mínum nema sorgir einar, og njóttu vel gersema þinna.“ „Er nú draumur minn á enda,“ segir Katla, „og vænti ég, Már, þess af drengskap þínum, að þú teljir mér vorkunn, er ég var alls ósjálfráð.“ Már bað hana sýna sér gersemarnar, og gerði hún svo. Litlu fyrir sumar veturinn eftir fæddi Katla sveinbarn, einkarfrítt, og þótti Már sveinninn giftusamlegur. Var hann kallaður Kári, sem faðir hans hafði fyrir mælt, — og lét Már kalla sig föður sveinsins. Og reyndist hann honum í öllu betur en móðir hans, er jafnan var fá við hann. Var nú fluttur bústaður þeirra Márs, þangað sem Katla sagði fyrir, og bjuggu þau hjón þar sam- an, og unnu hvort öðru mikið og áttu mikið auðnulag saman. Hin lengri handritin af Kötludraum segja svo frá, að þeg- ar þær Alvör og Katla voru komnar yfir vatnið, tók Alvör á henni með báðum höndum, en við það hvarf Kötlu ást hennar til Márs. Leiddi Alvör hana svo í herbergi sitt, sem fyrr segir. Voru *. ■ er sápan, sem hreinsar og mýkir húðina. Biðjið ávallí um Savon de Paris handsápu. sápa hi istima. VA.isrrnjÁ.Ttr j^EÐ ÞESSARI KODAK MYNDAVÉL geta allir tekið góðar myndir fyrirhafnarlaust. Þrýstið á hnappinn .. og myndin er komin. Tveir stórir leitarar. Tekur átta 6x9 myndir á 620 „Kodak“ filmu — vinsælu stærðina. Skoðið hana í ljósmyndaverzlun yðar. KODAK framleiðir „BROWIMIE“ m ynda vélina *>•■■■■■■•«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■«■•■■■•■■■■■•■■■■■■4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.