Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. apríl 1954 Kom heim á fjórum fótum! ÍSLENZK BLÖÐ hafa áreiðan- lega metið að verðleikum hið góða boð danska og norska ut- anrikisráðuneytisins um að senda blaðamenn til Noregs og Dan- tnerkur í stutta heimsókn í sam- bandi við ferð forseta íslands til þessara landa. — Gagnkvæmar heimsóknir blaðamanna hinna norrænu frændþjóða geta átt mik inn þátt í að skapa aukinn skiln- ing meðal þeirra á viðhorfum hver annarra. En því miður hefur einn þeirra htaðamanna, sem utan fóru orðið íyrir slæmu óhappi. Það er með- zitstjóri Alþýðublaðsins, Helgi Sæmundsson. Ilann virðist hafa 'mtsskilið gestrisni Dana svo hrapalega, að hann hefur talið, ■að sér bæri að koma á fjórum áóiucn aftur heim til ættlands sfns. Þessi misskilningur Alþýðu- blaðsritstjórans birtist í hinum skriðdýrslegu skrifum í blaði bans. I gær segir hann t.d., eftir að hafa lýst heimsóknum í ráðhús nokkurra borga: „Það er sárt að hugsa heim á slíkum stöðum“!!! Svona viðkvæm er lund Al- þýðublaðsmeðritstjórans þegar hann er kominn út fyrir Pollinn. Honum finnst þá beinlínis „sárt að hugsa heim“ vegna þess að „höfuðborg án ráðhúss er eins og nakin kona“, segir hann siðar í sömu grein. En látum nú þessa ráðhúss upp hafningu mannsins liggja á milli hluta. Hitt er verra, að í forystu- grein blaðs síns í gær lætur þessi sami blaðamaður Alþýðublaðs- ins hreintega liggja að því, að Alþingi og ríkisstjórn íslands hafi tekið tilboði dönsku stjórn- arinnar í handritamálinu með „fljótfærni og þjóðernislegum •«tórbokkaskap“. Ennfremur tal- ar hann um „misskilning í sam- -bandi við afgreiðslu þess“. Þessi blaðamaður Alþýðu- blaðsins lítur m. a. svo á, að þegar ríkisstjórn íslands og Alþingis hafa einum rómi svarað hinu furðulega tilboði dönsku stjórnarinnar, um að íslendingar skuli ekkert hand- rita sinna eignast einir, af fullri einurð, drengskap og hreinskilni, þá hafi þessir málssvarar íslenzku þjóðar- innar sýnt „misskilning“, „fljótfærni og þjóðernislegan stórbokkaskap“!!! Það er aumt, að nokkur ís- lendingur skuli geta lagzt svo náhundflatur, enda þótt Danir Jiafi nýlega veitt honum vel og "tekið honum af þeirri gestrisni, sem þéssari góðu frændþjóð okk- ai er lagin. En þessa gestrisni hefur með- ritstjóri Alþýðublaðsins ekki þol- að. Þess vegna kemur hann á íjórum fótum heim og hefur -árásir á stjórn og löggjafarþing -síns eigin lands, sem haldið hef- ur á málstað þess af festu og tn einskilni. Þessi framkoma Alþýðublaðs- ins er því fráleitari sem það er í ®ötnu forystugrein að ræða um heimsókn forseta Islands til Dan- jnerkur. Það er rétt eins og blað- ið teljí sjálfsagt, að hann hafi- íarið til Danmerkur til þess að biðja afsökunar á afstöðu íslend- ■inga til hugmyndarinnar um sam >eign handritanna. En um þá hug- jnynd komst hinn ágæti danski rithðfundur, Jörgen Bukdahl, ný- lega þannig að orði í blaðagrein, að'Tiún væri „hvorki fugl né fisk- ur og leysti ekki úr neinum 'vanda". Allt sýnir þetta, að Alþýðu- blaðið hefur ekkert lært og engu gleymt. Það er alltaf á hnjánum íraynmi fyrir Dönum En því fer árqiðanlega mjög fjarri að það látbragð skapi því þá virðingu jneðal þeirra, sem að er stefnt. Dapir kunna miklu betur að meta <einurð og hreinskilni en fleðu- Jæti og skriðdýrshátt. Þeir vita líka fullvel að Islendingum eru k ekki slíkir eiginleikar í blóð bornir. Islenzka þjóðin metur dönsku þjóðina mikils og vill gott eitt við hana eiga. — En íslenzkum mönnum finnst það áreiðanlega hreint hneyksli þegar einstakir blaðamenn þeirra þola ekki góð- an viðurgerning og gestrisni í Danmörku betur en svo, að þeir koma heim þaðan á fjórum fót- um og hefja beinar árásir á for- vígismenn sinnar eigin þjóðar vegna einarðrar og drengilegrar afstöðu þeirra í einu viðkvæm- asta og mikilvægasta, menningar- máli hennar. Reykvíkingur. fComposition Þetta er eitt af málverkum Bene- dikts Gunnarssonar (Komposi- tion) en málverkasýning hans stendur nú yfir í Listamanna- skálanum. Aðsókn að sýningnnni er mjög góð og hafa 18 málverk þegar selzt. Sýningin mun stauda yfir út þcssa viku._____ — Kennsiuhestar Framh. af bls. 1 aðir klárarnir öðru hverju að hnippa hver í annan og í menn- ina tvo, sem halda um beizlis- taumana. En annars eru þeir orðnir rólegir. Innan skamms eru þeir komnir á skipsfjöl og ofan í lest á Gullfossi. Þetta er þeirra fyrsta sjóferð. Líklega verða þeir sjóveikir á leiðinni. En þeir eiga betra líf framundan en fjölda margir aðrir íslenzkir hestar, sem fluttir voru yfir hafið til þess að vinna í hinum dimmu og djúpu kolanámum Bretlands fyrr á árum. Með þá verður farið sem kjörgripi, enda eru þeir ekki rétt- ir og sléttir reiðhestar. Þeir eru kennsluhestar, sem eiga að kenna Englendingum og Skotum hinn „alþýðlega" íslenzka reiðskóla, ■eins og fararstjóri þeirra orðaði það. Eftir nokkra daga verða þeir komnir á beit í iðgrænum dölum Skotlands, þar sem vorið kemur ■fyrr en í átthögum þeirra fyrir norðan. En skyldi heimþráin ekki vakna í brjóstum þessara fallegu skepna í hinu nýja umhverfi? Það er ekki ólíklegt að hugur þeirra Grána og Blakks, Kóps, Blesa og Skugga hvarfli norður til vatna og fjalla Skagafjarðar. En örlög þeirra eru ráðin. Þeir eru á útleið og þeir koma aldrei heim aftur. Gullfoss er lagður úr höfn, það heyrist dauft hnegg niðri í lestinni. Það eru kennslu- hestarnir, sem ætla til Invernes, að kveðja. _________________S. Bj. AUGSBORG — Bandarískur liðþjálfi, Abraham Thomas, hefir verið dæmdur til dauða í Vestur- Þýzkalandi fyrir 4 morð. Hinn 22. febrúar skaut hann 2 her- menn ásamt 2 þýzkum stúlkum, en önnur þeirra hafði verið frilla hans. Sennilega hvert sæti skipa^ HINN ötuli og sístarfandi for- vígismaður Barnavinafélagsins Sumargjafar, ísak Jónsson skóla- stjóri, skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi, að Darnabókin Sól- skin hefði selzt upp í gær og einnig gekk sala Barnadagsblaðs- ins mjög vel. — Á allar barna- skemmtanirnar nema þrjár voru allir miðarnir uppseldir. — Enn voru í gærkvöldi fáanlegir mið- ar á skemmtanirnar að Háloga- landi, í Tjarnarbíói og Góð- templarahúsinu. — Þykir þessi mikla aðsókn að barnaskemmt- ununum benda til, að hvert sæti á Sllum samkomunum verði skipað. Sveií Jóns G. Haín- arfjarðarmeistari HAFNARFIRÐI — Þriðjudaginn fyrir páska lauk meistaraflokks- keppni Bridgefélags Hafnarfjarð- ar. Sveit Jóns Guðmundssonar bar sigur úr býtum og hlaut 23 stig. Auk Jóns eru í sveitinni Einar Guðnason, Gunnlaugur Guðmundsson, Eysteinn Einars- son og Björn Sveinbjörnsson. — Önnur varð sveit Ólafs Guð- mundssonar með 18 stig, þá Árna Þorvaldssonar með 16, Reynis Eyjólfssonar 14, Sigmars Björns- sonar 9, Guðm. Atlasonar 5, Pét- urs Auðunssonar 1. Á skírdag spiluðu Hafnfiðring- ar við Selfyssinga og unnu á 4 borðum en töpuðu á 1. — Nokk- ur undanfarin ár hefir farið fram keppní milli þessara aðila og hafa þeir heimsótt hvorn annan til skiptis. —G. E. Fallhlífalið loftleiðis frá Frakklandi til Indó-Kína ■ HANOI, PARÍS, 21. aptíl. H Orrustan um virkisbæin Dien Bien Phu hefur ná náð ttámarki, og þrengist hringurinn um bæ- ] inn. Yfirmaður setuliðsins hefur sent áskorun um, að liðsauki komi á vettvang umsvifalaust. | ■ Tilkynnt var í París í dag, “ að í gær hefði bandarísk farmfluga Iagt af stað frá Orly- flugvclli til Indó-Kína. Hetur, hún meðferðis 200 fallhlífarher- menn ásamt vopnabúnaði þeirra. Verður liði þessu komið til Dien Bien Phu eins fljótt og kostur er. BB Lendir vélflugan utan víg- vallanna í Indó-Kína, en franskar vélílugur sjá um flutn- ing hermannanna til Dien Bien Phu. Hugmyndin er, að áfram- hald verði á þessum flutningum. JSgS Wilson landvarnaráðlierra Bandaríkjanna gat um þessa herflutninga á fundi með frétta- mönnum í dag og sagði, að heir væru í samræmi við stefnu Eanda ríkjanna um varnir Suðaustur- Asíu. — Reuter-NTB. Lúðrosveit hólms er 10 Stykkis- Rússar aðiló IJMESCO PARÍS 21. april — í dag gerðust Rússar aðili að menningar- og vísindastofnun S. Þ. Hafa þá 70 þjóðir gerzt þátttakendur. Stjórn málamenn í París eru þeirrar skoðunar, að aðild Rússa muni stórum auka menningartengsl austurs og vesturs. M. a. þykir líklegt, að Rússar muni bjóða stórum symfóníusveit um og kunnum leikhúsfrömuðum til Moskvu og annarra borga og sjálfir senda ballettflokka og hljómlistarfólk vestur á bóginn. —Reuter-NTB. Happdrætti islenzkra gelrauna Á MÁNUDAG (2. páskadag) lauk Happdrætti íslenzkra get- rauna, en vegna vanrækslu nokkurra íþróttabandalaga og íþróttafélaga víðsvegar úti um land að senda tímanlega skila- grein, er ekki fært að skýra strax frá vinningum. Eins og kunnugt er, eru vinningar 200 talsins, hæsti vinningur 50.000.00 kr. — Vinningaskrá verður birt svo fljótt sem hægt er. Gotl úllit fyrtr afla á Slokkseyri STOKKSEYRI, 21. apríl — Útlit er fyrir að aflahrota sé í vænd- um hér. M.b. Ægir sem reri í nótt kom að landi seinnipartinn í dag; með 3200 fiska innanborðs, sem er um það vil 18 tonn af slægð- um fiski. Aðrir bátar sem reru voru aftur á móti með litinn afla, 1—300 fiska hver, en ekki er vitað hvort þeir voru á sömu slóðum og Ægir. Margir bátanna eru ekki ennþá búnir að koma netum sínum í lag, eftir að þau lágu í sjó tvær vikur í ógæfta- kaflanum um daginn. Útlit er Ifyrir að sjóveður verði í nótt. SUMARDAGINN fyrsta árið 1944 komu nokkrir menn saman í kaffistofu frystihúss K. St. og stofnuðu með sér samtök um að koma á íót Lúðrasveit. Er því sumardagurinn fyrsti stofndagur L. S. Var strax hafizt handa um öflun hljóðfæra og eins fjár til hljóðfærakaupa. — Bæjarbúar brugðust við og styrktu þessa hugmynd með fjárframlögum — Áður hafði Lúðrasveit starfað í Stykkishólmi, en var löngu liðin undir lok. Þeir lúðrar sem til voru eftir þessa sveit voru fægðir upp og byrjað að blása í þá. — Einnig varð það Lúðrasveitinni happ að hún fékk lúðra úr Borg- arnesi, sem þar höfðu verið ó- hreyfðir um nokkur ár, en voru nú til sölu. Með þessu móti var fyrsta gangan tryggð. Á stofndegi var kosin stjórn: Víkingur Jó- hannsson formaður, Benedikt Lárusson og Árni Helgason. Stofn endur voru 12 að tölu og voru þeir flestir strax starfandi félag- ar. Lög félagsins voru samin að fyrirmynd Lúðrasveitarinnar Svanur í Reykjavik og hafa ver- ið óbreytt. Voru þau samþykkt á næstu fundum sveitarinnar. — Verulegar æfingar hófust ekki fyrr en 2. sept. 1944, og höfðu Lúðrasveitinni þá enn bætzt nýir kraftar. Fyrsta des. 1944 kemur Lúðrasveitin fyrst fram opinber- lega á skemmtun Kvenfélagsins Hringurinn og lék þá nokkur al- þýðulög. SAMI STJÓRNANDI FRÁ UPPHAFI Stjórnandi hefur frá upphafi verið Víkingur Jóhannsson, verzl unarmaður. Hefur hann lagt mikla rækt og alúð við það starf, unnið það algerlega endurgjalds- laust og oft við mjög erfiðar að- stæður. Það sem hefur valdið mestum erfiðleikum er það að þegar búið hefur verið að æfa veturinn hafa svo og svo margir flutzt burt úr bænum og þá orð- ið að sefa nýja í staðinn. Samt hefur allt blessazt og gengið vonum framar fram á þenrtan dag. Lúðrasveitin hefur leikið við fjölda tækifæra í Stykkis- hólmi og annars staöar, farið hljómleikaferðir og tekið þátt í útihljómleikum með Lúðrasveit; Hafnarfjarðar bæði í Stykkis- hólmi og Hafnarfirði og Reykja- vík. Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin Svanur hafa sótt hana heim. STYRKUR FRÁ ALÞINGI Fjárhagur hefur lengst af ver- ið örðugur og nú fyrir skemmstu réðist L. S. í að afla sér nýrra hljóðfæra, sem voru mjög dýr, og stendur hún í nokkurri skuld þeirra vegna. S.l. 2 ár hefur Al- þingi sýnt henni þann sóma að> veita 5000 króna styrk á fjárlög- um til hljóðfærakaupanna. Æf- ingar hafa oítast verið í barna- skólanum í Stykkishólmi og reynt að hafa þær tvisvar í viku. Þess má geta að Lúðrasveít Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og Lúðrasveitin Svanur hafa sýnt L,. S. mikinn hlýhug og velvilja og verið reiðubúnar að rétta hjálp- arhönd þegar á hefur þurft að halda og ekki má gleyma því að einhver bezti velunnari hennar,, hr. Albert Klahn hljómsveitar- stjóri í Reykjavík, hefur reynzt okkur sérstakur í einu og öllu, hefur margsinnis komið og leið- beint okkur án endurgjalds, út- sett fjölda laga og yfir höfuð gert allt sitt Lúðrasveitinni til fram- gangs. Fyrir það ber fyrst og fremst að þakka. Stjórn L. S. skipa nú: Árni Helgason, formaður, Bjarni Lár- usson og Benedikt Lárusson. Á þessum tímamótum sendir Lúðrasveitin öllum velunnurum sínum kærar kveðjur og þakkar vinsemd liðinna ára. NÝJU-DELHI, 21. apríl — í til- kynningu indversku stjórnarinn- ar segir, að Indland muni hafns boði um aðild að væntanleguirí varnasáttmála fyrir Suðvestur- Asíu, ef til komi. Bent er á, ac9 Nehru forsætisráðherra hafi Offi látið á sér skilja, að hann vilji halda ríkinu hlutlausu með ölluj og ekki gerast þátttakandi I neinni ríkjasamsteypu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.