Morgunblaðið - 24.04.1954, Side 2

Morgunblaðið - 24.04.1954, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. apríl 1954 fiæia Svíakonungs og forseta ís- Ms í konungsveizlu í Stokkhólmi Ræða konungs I»AÐ ER drottningunni og mér og allri þjóð vorri mikil ánægja a3 taka í dag á móti forseta ís- lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, •og konu hans frú Dóru Þórhalls- dóttur í höfuðstað Sviþjóðar. Ég býð þau innilega velkomin í þessa fyrstu opinberu heim- «íkn, sem íslenzkur forseti gcr- ■t. Island er í hópi þeirra ríkja, Æím venjulega eru nefnd norræn. frað tekur einnig þátt í norrænni samviimu. Þetta er önnur ástæða -til þess, að vér í Svíþjóð lítum björtum augum á þessa heimsókn Jjóðhöfðingja náskyldrar þjóð- Ógleymanleg eru mér þau á- brif, sem ég varð fyrir í heim- sókn minni til fslands árið 1930. jÞúsund ára hátíð Alþingis, sem Italdin var á hinum sögufræga S’ingvelli, var áhrifamikil þjóð- arhátíð. En fyrst og fremst hlaut Jt;ssi hátíð þýðingu sína vegna Jess, að ekkert annað þjóðar- Jing, ekkert annað þjóðkjörið íulltrúaþing, er nálægt því eins gamalt og Alþingi. Þátttaker.d- urnir, sem gestir voru á hátíð- irrni, fengu vissulega engu síð- m en ég hugmynd um aðdáan- legt samhengi sögunnar. Og þess T»er að geta, að saga og erfð er i fullu samræmi við íslenzkt nú- 'tíma þjóðlíf. Það er engin hótfyndni, að fs- laud er kallað eyjan sögum sveip- uð. Ekkert annað land í heim- inutn á svo auðugar þjóðlegar •og jafnframt framúrskarandi listrænar bókmenntir. íslend- ingasögur, sem öðrum þræði eru •ofnar úr sögulegum fróðleik frá laitdnámsöld og síðari tímum og hreinni sagnalist, eru glæsileg listaverk, sem jafnan munu Btanda framarlega í bókmennt- Tinni heimsins. Af þessu kann það að hafa leitt, «3 fslendingar hafa löngum ver- ið bókelskir mjög. Bóklestur og “bóksýslan er meiri á íslandi en í nokkru landi öðru. Það er óhætt að fullyrða, að fornbókmenntir íslands hafa þar orðið almenn- iugsetgn, svo mjög, að hvergi á s'un líka. Og samhengið í bók- menntunum er meir en orðin "tótn, því að þær hafa nú á tím- ■Jim borið greinar, sem breiðast langt út fyrir endimörk lands- ims, Framan við baksýn þúsund ára erfða byggja nútíma íslend- íugar nú upp nútíma þjóðfélag í tandi sínu. Andleg rækt og efna- leg þróun skapa þjóðinni æ betri lífskjör. Með athafnasemi og frið- samlegri keppni við aðrar þjóð- ir hefur ísland skapað sér virð- ingarsess meðal þjóða heims. Vér Svíar óskum frændum vor- nm af alhug góðs gengis í þeirra Jvjóóholla starfi og bjartrar og fcappasællar framtíðar. f þeirri von skála ég nú fyrir íorseta íslands, forsetafrúnni og iyrir íslandi og íslendingum. Ræða forsela Yðar hátignir. FiRIR hönd okkar hjónanna og ísienzku þjóðarinnar þakka ég af feeilum hug hina vinsamlegu og Iilýju ræðu Yðar Hátignar og l»ær glæsilegu viðtökur, sem við tiöfum hlotið. Oss íslendingum hefur verið kunnugt um vinarhug yðar og íróðleik um ísland, síðan hinn ligni ríkiserfingi Svíþjóðar sótti heim í tilefni af Alþingishá- •tíðúini 1930. Sú heimsókn stað- festi á fagran hátt samband og "Vináttu þjóða vorra. Af heilum *ug ber ég yður því kveðjur allra ísJendinga. _ Kunningsskapur Svía og ís- lendinga er orðinn æði gamall. >egar vér lesum sögu sænsku þjóðarinnar, verður það ljóst af kaflanum um fornsögu landsins, hversu margt er þar sótt í ís- lenzkar heimildir. Sú saga væri fátækleg, ef ekki nyti þar Snorra og annarra íslenzkra sagnaritara. Að þeim kafla loknum hefst aft- urför með íslendingum en upp- gangur Svía. En frægðarferill Svía og sænskra höfðingja á hinni síðbúnu miðöld íslendinga fullnægði að nokkru leyti þrá vorri eftir frægð og frama. Snorri segir, að „Oðinn var sótt- dauður í Svíþjóð Oft þótti Svíum hann vitnast sér, áður stórar orrustur yrði. Gaf hann þá sumum sigur, en sumum bauð hann til sín. Þótti hvortveggja kostur góður.“ Þessi orð gilda einnig um gullöld Svía. Enda þótt fjörður væri milli frænda, gerðu skáld og sögu- menn brú um þann fjörð þver- an. Tegnér kvað um efni, sótt í Friðþjófs sögu, með þeim ágæt- um, að hin íslenzka þýðing, gerð af einu stórskálda vorra, varð ís- lenzk almenningseign. Er þetta glögg merki um gagnkvæm áhrif, sem sanna það, hversu nákomn- ir vér erum að uppruna og hugs- unarhælti. Siðan þetta varð, hafa vináttuböndin orðið enn styrk- ari. Nú þekkja hundruð Islendinga Svíþjóð og mikla og fjölbreytta menningu hennar af eigin raun. Vér, sem persónuleg kynni höf- um haft af Svíþjóð, myndum eigi vilja missa þeirra. Iíynnin verða auðveldari, vegna þess að sænsk tunga minnir í hreinleik sínum, styrk og göfgi mjög á vort eig- ið mál. Nú hafa einnig fjölmargir Sví- ar öðlazt náin kynrfi af íslandi nútímans og hinni öru þróun, sem þar hefur orðið á öllum sviðum. Nútímabókmenntir íslendinga hafa einnig eignazt marga vini og aðdáendur. Vér höfum af athygli fvlgzt með þróuninni í Svíþjóð. í fé- lagsmálalöggjöf er Svíþjóð brautryðjandi innan Norðurlanda en Norðurlöndin umheiminum fagurt fordæmi. Hugsazt getur, að þessi friðsamlega þróun beri ekki út á við yfir sér þann sama glæsibrag og hersigrar stórveld- istímanna, en inn á við er hér um nýja gullöld að ræða. Snorri lofar Frey, sem „var því meir dýrkaður en önnur goðin, sem á hans dögum varð landsfólkið auðugra en fyrr að friðinum og ári.“ Allir óskum vér friðar, en vér virðum þó þær þjóðir, sem verja menningu sína og þjóðleg sér- kenni. Ég hygg, að hafi nokkrar þjóðir komizt nærri því, að leysa vandamál samtimans, þá séu það Norðurlandaþjóðirnar. Vér höf- um reynt margt og varðveitt hið bezta. Vér reyndum Kalmarsam- band — hið eina skipti, er Sví- þjóð og ísland áttu sama þjóð- höfðingja. Vér höfum reynt sam- bönd tveggja landa í senn. En að endingu höfum vér orðið fimm frjáls riki, er sín á milli hafa gert hinn mikla draum um frið að veruleika. Margt af því, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa á stefnuskrá sinni, hefur þegar ver- ið framkvæmt á Norðurlöndum, og það er engin tilviljun, að aðal- ritarar Sameinuðu þjóðanna hafa báðir verið Norðurlandamenn, hinn fyrri norskur, hinn síðari sænskur. í augum heimsins njóta Norðurlöndin virðingar fyrir að þræða inn á við hinn gullna meðalveg en leita út á við hins gullna friðar. Svíþjóð liggur í hjarta Norðurlanda og hefur tekið Norðurlöndin í þjóðsöng sir.n. Ég leyfi mér að lyfta skál minni fyrir Yðar Hátign, fyrir Hennar Hátign drottningunni, fyrir konungsættinni og fyrir sænsku þjóðinni allri. \ I Framh. af bts. 1 sænska drottningin og íslenzka forsetafrúin í öðrum vagni. Síð- ast fóru riddarar úr lífverði konungs. 1400 hermenn skipuðu sér í raðir með fram veginum og mannfjöldinn, sem var mjög mikiil á leiðinni var óspar á fagnaðarlæti sín. í KONUNGSHÖLLINNI Var nú haldið í viðhafnarsal konungshallarinnar í hátíðlegri skrúðfylkingu. — Einkennisbúið hirðfólk sænsku hirðarinnar hafði skipað sér í raðir beggja vegna inngangsins og varðmenn með brugðnum sverðum stóðu heiðursvörð. — Forsetahjónin nevttu síðan hádegisverðar með sænsku konungshjónunum en síðar um daginn veitti forsetinn viðtöku í Ulriksdals-höllinni full trúum erlendra ríkja. Á SAMKOMU ÍSLENÐINGA Síðar_ um daginn^ safnaðist margt íslendinga og íslandsvina saman á heimili Helga Briems, sendiherra. Var forseti íslands þar gerður að heiðursfélaga í Sænsk-íslenzka félaginu. í ávarpi, sem forseti flutti við þetta tækifæri, lét hann í ljós ánægju sína yfir að hitta svo marga íslendinga samankomna. Vék hann síðar að hinum ýmsu stórfelldu bre.ytingum, sem orðið hefðu á íslandi með því er hin aukna samgöngutækni hefði fært landið inn á þjóðbraut og gert vegalengdir hverfandi litl- ar. „En landið helzt óbreytt“, sagði forsetinn. „Sagan verður einnig alltaf að mestu séreign og bindur oss ættjarðarböndum. En ekkert sameinar okkur þó betur en málið, tungan, sem vér höfum varðveitt um þúsund ár, betur en nokkur germönsk þjóð“. VIRÐINGARMERKI VEITT Um kvöldið hylltu 150 söngv- arar forsetahjónin með hátíða- söngvum framan við konungs- höllina og voru þau hyllt ákaft af mannfjöldanum, er þau gengu fram á svalir hallarinnar. Síðan var gengið til veglegs hátíða- kvöldverðar í boði konungshjón- anna. _Við það tækifæri var for- seti Islands sæmdur sænsku Serafimer-orðunni, sem er hið æðsta virðingarmerki Svía, sem enginn íslendingur hefur hlotið fyrr. Þá var utanríkisráðherra íslands, dr. Kristinn Guðmunds- son sæmdur stórkrossi Vasa-orð- unnar. STOKKHÓLMS-HEIMSÓKNIN Á ENDA I gær heimsótti forsetinn í fylgd með Gústav Adolf konungi Sögusafn sænska ríkisins. Var forsetanum þar fært að gjöf hið stóra verk, „Sviþjóð í tíu þúsund ár“, bundið í skrautbandi, en höf- undar verksins eru vörður Sögu- safnsins og Sven Jansson, sem um skeið var lektor við Háskóla ís- lands í ReyLjavík. Forsetahjónin snæddu í gær hádegisverð í boði Bertels prins og síðar um daginn bjó Stokk- hólmsborg þeim veglega móttöku | í hinum glæsilega hátíðasal ráð- j húss borgarinnar. Við það tæki- [ færi var Helgi Briem Ssendi- herra sæmdur stórkrossi Norður- stjörnuorðunnar. í gærkvöldi buðu forsetahjónin sænsku konungshjónunum til j kvöldverðar í Hotel Royal, ásamt j 50 öðrum gestum. Lýkur þar með j hinni opinberu heimsókn þeirra til Stokkhólms. w Framh. af. bls. 1 ÞEKKIR VEL TIL LEYNI- LÖGREGLUNNAR Nikolai Kokhlov hefur síðustu vikur gefið vestur-þýzku lögregl- unni og lögreglumönnum Vest- urveldanna ýtarlega skýrslu um æviferil sir.n og allt sem hann veit um starfsemi rússnesku leynilögreglunnar og launmorð- ingja hennar. Er frásögn hans öil sjálfri sér samkvæm og sýnir að Kokhlov hefur verið háttsett- ur í hinni rússnesku leynilög- reglu og henni vel kunnugur. BREYTINGAR VID DAUDA BERIA Hann skýrði m. a. svo frá að eftir dauða Stalins hefðu farið að koma í ljós brestir í skipu- lagi lögreglunnar. Hefur þess sérgtaklega gætt eftir fall Berias. Var lögregluflokkur Kokhlovs þá endurskipulagður, að því er virt- ist til þess að brjóta niður klíkur innan lögreglunnar ,sem vin- veittar voru Beria. En um leið og lögregluflokkarnir voru end- urakipuiagðir bilaði samstarfs- traust lögreglumannanna og sí- felldar grunsemdir þjá þá. Jafn- framt því hverfa rússneskir lög- reglumenn og hinir sem eftir eru vita ekki hvenær röðin skyldi koma að þeim. FANYUSHKIN HÁTTSETTUR Nikolai Kokhlov skýrði frá því að yfirmaður hans hefði verið Panyushkin, fyrrum sendiherra í Bandaríkjunum, sem var bland- aður bæði í atómnjósnir og mál Kosenkinu þeirrar er kastaði sér út úr bústað rússneska ræðis- mannsins. Það var Panyushkin, sem kallaði Kokhlov á sinn fund og skipaði honum að fara til Vestur-Þýzkalands og myrða þennan ákveðna mann. Kok- hlov varð að skilja konu sína og barn eftir í Moskva, en síð- ustu orð konu hans, er hún kvaddi hann, voru að biðja hann um að framkvæma ekki morðið. Þannig talaði hún, enda þótt hún vissi, að ef Kokhlov ekki framkvæmdi fyrirskipunina væri hún dauð- ans matur. Þegar Kokhlov kom til Vestur-Þýzkalands og átti að fremja morðið á Okolovich, gekk hann beint á fund hins ætlaða fórnarlambs, sagði hon um alla söguna og bað hann um að hjálpa sér. Okolovich hringdi á lögregluna og er hún kom beiddist Kokhlov þegar hælis í Þýzkalandi sem pólitískur flóttamaður. Hafa vestræn lögregluyfirvöld rannsakað þetta mál ýtarlega síðan. Eyrbekklngar urSu | fyrlr vonbrlgðum með kartöflumarkað BLAÐIÐ átti í gær tal við Vigfús Jónsson oddvita að Garðbæ á Eyrarbakka. Var hann að því spurSur, hvernig útilitið væri með markað fyrir kartöflur Eyr- bekkinga. Skýrði hann m. a. svo frá, að hann geti búist við, að 6^-7 þús. pokar yrðu afgangs óseldir af uppskeru þeirra frá í fyrrahaust. Vigfús sagði að Eyrbekkingar hefðu í vetur lifað í þeirri von, að hægt mundi verða að .selja kartöflurnar til Grænmetisverzl- unarinnar þegar komið væri fram á útmánuði. ■— En þess- ar vonir hafa brugðist, sagði hann, því bæði Grænmetisverzl- unin, Samband ísl. samvinnu- félaga o. f 1., sem hafa ráð yfir öruggum geymslum, hafa nú á boðstólum miklar kartöflur. — Hefur ekki orðið vart við neinar skemmdir í kartöflunum. í haust og í yetur? — Við vorum alveg lausir við mygluna. En í nokkrum görðum okkar sem eru gamlir, og þar sem ræktaðar hafa verið kartöflur í áratugi, bar nokkuð á hnúðormi. Nú þegar þessi tími er kominn er ekki hægt að búast við veru- legri sölu á kartöflum, sagði Vigfús, svo við sitjum uppi með afganginn til lítilla nota. Er það áfall fyrir marga Eyrbekkinga sökum þess, að allmargir þeirra hafa á undanförnum árum haft kartöfluræktina að aðalatvinnu- grein sir.ni. bræðra hefjasl á ný FYRIR páskahátíðina efndi Karla kórinn Fóstbræður til nokkurra kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu. —• Voru þetta hinar beztu skemmt- anir, enda var uppselt í öll þauí skipti er þær fóru fram. Um hátíðarnar varð hlé á kvöldyökum kórsins, en þá not- uðu þeir tækifærið og brugðu sér til Suðurnesja og upp í Mosfells- sveit og fengu á báðum stöðun- um mjög góðar undirtektir. Nú koma þeir aftur í Sjálf- stæðishúsið á sunnudagskvöldið með kvöldvöku. Og er ekki að efa að enn verða margir er vilja lyfta sér upp við söng og dana hjá Fóstbræðrum. Heimsækir Kanada. OTTAWA, 23. apríl — Haila Selassie keisari í Abyssiniu ætl- ar að heimsækja Kanada 4. júnl næstkomandi. • - -- — Hafnarfjarðarbáfar HAFNARFIRÐI — Línubátarnir öfluðu vel í fyrradag. Voru þeir með allt upp í 20 skipd. f gær- morgun kom vélbáturinn Dóra með 30 lestir, en hún er á netja- veiðum. — Togarinn Röðull kom af veiðum í gærmorgun. —G.E. I Nokkrir fcrðalangar brugðu sér um páskana upp á Langjökul I snjóbil. Þar á jöklinum höfðust þeir við nokkra daga og var ill- veður þá flesta með mikilli fannkomu. Á þessari mynd eru fimm ferðalanganna við sjóbílinn, en þeir eru taldir frá vinstri: Lárus Jónsson verzlunarmaður, Stefán G. Björnsson, skrifsíofustjóri, Ari Einarsson loftskeytamaður, Guðmundur Hlíðdal póst- og simamála- stjóri og Guðmundur Jónasson bílstjóri eigandi snjóbílsins. — Á my tdina vantar Einar Þór Garðarsson veitingaþjón og Magnús Jó- hannsson radíóvirkja, sem tók myndina. — Frásögn af ferðinni et? á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.