Morgunblaðið - 24.04.1954, Side 7

Morgunblaðið - 24.04.1954, Side 7
Laugardagur 24. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ K Frú Sigríður Á SKÍRDAG, 15. aþríl >síoastl.,' andaðist á heimili sínu, hér í bænum, fru Sigríður Helgadótt- ir. Hafði hún, marga undanfarna mánuði þjáðst af kvalafullum og óviðráðanlegum sjúkdómi. Vissi hún sjálf og allir, sem til þekktu að hverju stefndi. Frú Sigríður var fædd 8. marz 1903 í Keflavík, en lifði æskuárin á ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Eiríksson bakara- meistari frá Karlsskála við Revð- arfjörð og Sesselja Árnadóttir, prests á Kálfatjörn. Var heimili þeirra mjög rómað, enda til fyr- irmyndar sökum reglusemi, alúð- arfullrar glaðværðar og rausnar. Fjölskyldan óvenjulega samhent og samtengd í blíðu og stríðu. Voru hin efnilegu systkini sjö og öll uppkomin er Helgi Eiríksson féll frá, á bezta aldri, árið 1940. Árið 1928 giftist Sigríður Helgadóttir Hjálmi Konráðssyni, kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyj- um. Hjálmur var sonur Konráðs bónda á Syðra-Vatni í Skaga- firði, hinn ágætasti maður og mesta valmenni. En sambúð þeirra varð, því miður, stutt, að- eins um fjögur ár. Hjálmur dó árið 1933 og öllum harmdauði, er hann þekktu. Má nærri geta bvílíkt reiðarslag þetta varð hinni ungu ekkju með tvo unga syni. Vafalaust hefur hin þunga gorg orðið Sigríði dýpri og var- anlegri en hún lét á sjá er frá Jeið. Að skapferli var hún dul ©g ákaflega stefnuföst. Langt var þó frá því að hún væri skapköld, en hún hafði mikla stjórn á Skapsmununum og leit heilbrigð- um augum á það sem að höndum fcar og duldi harma sína og til- finningar er þyngst blés á móti. Hún hafði líka mikið að lifa fyr- ir, hina ungu föðurlausu syni. Hún tók upp hið mikla og veg- lega starf, að koma þeim til manns. Yngri systir hennar, Klara, varð um likt leyti einnig að sjá á bak eiginmanni sínum, Kristjáni Magnússyni listmálara. Fyrir nokkrum árum dó Klara. Öll fjölskyldan og fjöldi vina harmar þessi elskulegu, ungu hjón, systurnar tvær og menn þeirra, sem nú eru öll horfin héð- an af heimi. Sigríður lifði lengst og gat, ásamt systkinum sínum og móður gengið syni Klöru í móður stað. Nú hefur þessi ungi maður, Magnús Kristjánsson, sem er við nám erlendis, einnig misst hana. Eftir lát Hjálms Konráðssonar reyndi verulega á dugnað, skap- festu og þrek Sigríðar. Hún lagði ekki árar í bát. Hóf hún verzlun hér í bænum, fyrst hatta- verzlun, síðar hljóðfæraverzlun, sem henni tókst að gera vinsæla og vel metna. Sigríður var ágæt- lega menntuð kona, hafði dvalið í Bretlandi á unga aldri, talaði og kunni ensku prýðilega, svo og norðurlandamálin. Kaupmað- ur var hún góður, bæði hagsýn og dugmikil. Kom það sér vel, því hún varð að stjórna verzl- uninni á erfiðum tímum, og í harðri samkeppni. Meðan heils- an entist, og raunar lengur, var hún stöðugt sjálf við verzlun- ina og mun hið alúðlega og kurteisa viðmót hennar ekki að litlu leyti hafa aukið vinsældir hljóðfæraverzlunarinnar í Lækj- argötu. Sjá-lf fór hún oft utan, stundum á hættulegum stríðs- tímum, enda lét hún ekkert fyr- ir brjósti brenna. Ég held að henni hafi aldrei orðið kjarkfátt svo að á bæri, svo var stilling hennar mikil. Hún var alvörugefin, einkum eft- ir að maður hennar féll frá, en gat þó vel tekið þátt í gleði með vinum sínum. Enda var lánið henni svo hagstætt að synir hennar, Helgi, háskólastúdent í viðskiftafræði og Pétur landbún- aðarkandidat og ráðunautur, eru efnilegir og vinsælir menn, henni til mestu gleði og sæmdar. Fjölskylda Sigríðar og vinir sakna hennar sárt. Fyrst og fremst synir hennar og tengda- dætur, systkini, mágar og mág- kona, en, ekki sízt, öldruð móð- Helnedóltir Hinningarorð ir, sem ekki vék frá henni hina siðustu og erfiðustu mánuði. Því þótt Sigríður sýndi mikið þrek og kjark duldist þó ekki hversu mikið hún leið. — Það þarf eng- in orð til að lýsa því sem móð- uraugun sjá og móðurhjartað geymir, bæði gleði og sorg, það er hafið yfir öll orð. — Þær mæðgur, Sesselja og Sigríður, hafa sýnt hetjuskap, í þessum heljarátökum, sem gott er að minnast, þrátt fyrir allt. Slíkt er ekki öllum gefið að geta horft á móti kvölum og dauða, að láta sér hvergi bregða við sár né bana. — Margt fer öðru vísi en æski- legt væri, frá mannlegu sjónar- miði. Hversu oft verða foreldr- ar að fylgja börnum sínum til grafar í stað þess að eðlilegt virðist að börnin veiti foreldr- unum hina hinztu þjónustu. En, eins og Hallgrímur segjr, „inn- sigli engir fengu, upp á lífs stund- arbið“. Drenglyndi'og velvild er var- anlegt og gengur frá kynslóð til kynslóðar. Hvortveggja hafði frú Sigríður Helgadóttir í rikum mæli. Og auk þess dásamlegt þrek og sterkan vilja, þrek stælt með sigri á raunum og miklu starfi og göfugu. Það er gott að geta sagt þetta með sanni um látna vini. Gott þsgar ekkert skyggir á fagrar minningar og hægt er að segja með einlægum huga: Hjartans þakkir og far þú vel í Guðs friði. Þorsteinn Jónsson. „Þrír skálkar" frum- sýndur í Keflavík á moraun KEFLAVÍK, 23. apríl — Á morg- un, sunnudag, verður söngleik- urinn „Þrír ská'.t.ar“, eftir Gandrup í þýðingu Þorsteins Ö. Stefánssonar, frumsýndur í Ung- mennafélagshúsinu. Er það Ung- mennafélag Keflavíkur, sem s'tendur fyrir þessari leiksýn- ingu, en það hefir verið einn þáttur í starfsemi félagsins að færa upp einn leik á hverju starfs ári. í fyrra sýndi það Spansk- fluguna við mikla hrifningu áhorfenda. Leikstjóri félagsins að þessu -sinni er frú Ingibjörg Steinsdóttir leikkona. Leikendur eru margir, og má segja að þeir séu frá flestum landshornum, og eru margir þeirra bekktir leikar- ar frá sinni heimabyggð. Hafa þeir allir sýnt mikla fórnfýsi og áhuga, enda er þetta algert frí- stundastarf manna, sem eiga langan starfsdag. — Með aðal- hlutverkin fara þeir Elías Jóns- son, Herbert Jónsson, Hörður Guðmundsson, Sveinn V. Stefáns- son, Þórður Jónsson og Alda Bjarnadóttir. — Undirleik allan annast frú Gauja G. Magnúsdótt- ir. Leiktjöld hefir Helgi S. Jóns- son málað, og sönginn hefir Guð- mundur Nordal söngstjóri æft. —Ingvar. Happdrættislán ríkissjéðs 250.90 krónur: 55 62 169 845 1015 1735 2972 3089 3238 4619 4630 4775 4875 5128 5789 6074 6327 7996 8297 8329 10216 10556 11607 11977 12033 12053 12201 12264 12625 12675 12687 13389 13908 14584 15649 15909 16125 16794 17543 17561 18114 20407 20616 21824 21864 22345 22921 23212 24015 24410 25516 25547 26071 26753 28047 28400 28676 30086 30315 31233 31680 32330 32560 33257 33489 34339 35012 35251 35388 36450 36898 37313 37724 38777 39184 40105 40125 40608 40802 41053 42225 42330 43987 44398 45156 45262 45657 46260 46291 46856 47002 47282 49629 49634 49825 50179 50942 50965 51109 51140 51345 52064 52162 53141 53724 54186 54709 54718 54779 54794 54833 55649 56576 57042 57069 57454 57564 58514 58689 59434 59461 60234 60323 60533 61031 61807 63600 64297 64793 65317 65358 65429 66493 68145 68544 69069 69580 69700 69756 70850 71333 71700 72004 72197 72508 72729 74840 74872 75707 75818 76601 76964 76980 77813 78915 79025 79750 80717 80945 83134 82275 83439 83681 83742 84090 84505 86258 88111 88114 89729 89937 90284 90333 90717 91618 92522 94201 94624 95981 96259 96368 96875 97117 98081 93588 98824 99092 100186 100503 100942 101091 101147 103836 104777 104813 104523 105370 105519 106931 107500 108066 110564 111769 111958 112663 112764 114201 114632 114840 114923 114964 115010 115124 115495 115863 116218 117024 117575 117634 118804 119684 120396 121487 122158 122800 123760 124470 125202 125925 126078 126487 126568 126792 127115 127286 127410 127589 127710 127929 128346 128800 128868 129654 131052 132256 132663 133104 133134 134451 135205 135813 136591 136744 137516 137800 137836 138865 139855 140158 140233 140520 140544 141409 141848 141855 142185 142659 143507 143754 144103 144371 144876 145575 145644 146236 147231 148368 147364 149502 149771. (Birt án ábyrgðar). Fyrstð ærin var þrílembd HOFI í VATNSDAL, 19. apríl. —- Venjulega hefst sauðburður hér um 20. maí. Þó kemur oft fyrir að nýfætt lamb finnist í fjárhús- unum einhvern morguninn, þeg- ar vetri fer að halla. Þegar Reynir Steingrímsson í Hvammi í Vatnsdal kom í fjár- húsin 16. þ. m. hafði ein ærin hans fætt 3 lömb um nóttina. Eigi gat hún gætt þeirra allra í stór- um ærhóp, svo að eitt var orðið viðskila frá mömmunni, en með hjálp fjármannsins greiddist fljótt úr þeim nauðum. Öll voru lömbin stór, þroskamikil og jöfn á vöxt, og mjólkar ærin þeim nægilega. Eigi hafði verið vitað um að fjölgunarvon væri fyrr en rétt áður, svo að ærin hafði haft sama fóður og aðrar ær til þess tima. Ær þessi er mjo'g táþrnikil ög falleg kind. Óvenjulegt er að ær séu þrílembdar hér í sveit og aldrei vitað um fyrirmálsær áð- ur, svo að þetta þykir nýstárlegt fyrirbæri hjá sauðfénu okkar. — Ágúst. ingar fengir iunnur af kartöflimt í W |iis. fyrraliaust Byggja nú iirugga geymslu fyrir 7500 funnur í ÞYKKVABÆNUM nam kart- öfluuppskeran í fyrrahaust um 20 þúsund tunnum. Af þessari uppskeru tók græn- metisverzlunin til sölu 2 þúsund tunnur til manneldis fyrir venju- legt verð. En mikil vandræði hafa verið að koma þessum kartöflu- birgðum í verð að öðru leyti. Um þriðjungur af þessari miklu uppskeru ónýttist vegna myglu. Ert með því að hreinsa myglaðar kartöflur úr birgðunum hvað eft- ir annað, hefur tekizt að tak- marka skemmdirnar. Er fréttaritari blaðsins var að því spurður, hvort Þykkbæingar mýndu halda áfram kartöflurækt á þessu sumri í sama mæli og áður, sagði hann að þetta áfall í ræktuninni virtist ætla að hafa litlar afleiðingar. í fyrravor voru þar settar niður um 1200 tunnur í görðum þykkbæinga sem alls eru að viðáttu um 76 hektarar, víðsvegar um byggðina, en stærsta samfellt kartöfluland þeirra er vestan við þorpsbyggð- ina um 30 ha. NÝ GEYSLA Nú hafa Þykkbæingar í smíð- um nýtt hús sem þeir nota til kartöflugeymslu. Er það útbúið með nýtízku útbúnaði svo geymsla geti þar verið trygg. Þar búast þeir við að fá í einu lagi geymslu fyrir 7500 tunnur af kartöflum Verður geymslunni að sjálfsögðu skipt í hólf. MEST AF KARTÖFLUM Þykkbæingar hafa ekki gefið sig mikið að ræktun annarra mat- jurta þó einstakir bændur rækti nokkuð af þeim fyrir heimili sín. En siðan kálflugan kom til sögunnar, hafa þeir gersamlega horfið frá rófnarækt, enda eru garðlönd þeirra sandgarðar og því ekki vel falJnir til rófnarækt- ar. Nú eru þeir að undirbúa að setja niður í garða sína því svo vel vorar. Tún eru t. d. farin að grænka þar álíka mikið, eins og venja er til í maílok, i venjulegu árferði. ÞÍÐ JÖRÐ Jörð hefur verið klakalaus þar í allan vetur. Ekkert hefur þó verulega verið unnið að jarða- bótum nema skurðgrafa hefur verið að verki vig að ræsa fram allmikið mýrlendi vestan við þorpsbyggðina. Sú vinna hefir gengið tafarlaust í alaln vetur. Þó illa hafi tekizt til með sölu á kartöflunum að þessu sinni, gera Þykkbæingar sér von um að þeir geti komið kartöflunum í betra verð þegar örugg geymsla er fengin Yfirleitt er hér enginn uppgjafatónn í bændum, sagði fréttaritarinn. Til marks um það er m. a„ að Þykkbæingar hafa fest kaup á jarðýtu við nýræktar störfin, er mun kosta þá 260 þús. krónur. Unnið er að því að koina rúm- lega 20 heimilum í Þykkvabæ i símasamband. Verður það ekki „sveitasími“, þannig að mörg' heimili noti sömu línuna, heldur eiga heimilin hvert fyrir sig að hafa beint samband við miðstöð. FRAMHALDSBORUN FYRIR NEYZLUVATN Er það barst í tal, hvað liðk borununum fyrir neyzluvatn á Þykkvabæ sagði fréttaritarinn, aðf forgöngumenn þesSa fyrirtækis. gætu ekki í bili lagt fram meira fé til þeirra. Borun þessi er framkvæmd var í hitteðfyrra bar ekki árangur, vegna þess að vatnið í borholunni var svo saltmengað, að það var óhæft til neyzlu. En verkfræð- ingar er hafa fjallað um þetta mál telja að reynandi væri, a<£ dýpka enn borholuna og fóðra hana innsn með pípu í því dýpi þar sem saltvatnið er, ef takasfc megi að ná ósöltu drykkjarvatni dýpra úr jörð. Þessi tilraun til að afla Þykk- bæingum drykkjarvatns úr jöríT hefur kostað um 100 þúsund kr. Nú hafa þeir ekki annað vatn til drykkjar, en rigningarvatn af þökum sínum, er þeir safna i þrær. Sendilierra Rássa kvaddur lieim MOSKVA, 23. apríl — Generalov sendiherra Rússa í Canberra * Ástralíu hefur verið kallaðui* heim. Sömuleiðis hafa allir aðrtar starfsmenn rússneska sendiráðs- ins í Ástraiíu fengið fyrirmætt um að snúa heim á leið. —Reuter. ★—O—★ CANBERRA, 23. apríl — Rúss- neska sendiráðið hér í borg hef- ur ekki svarað tilboði áströisku stjórnarinnar um það að það megm senda fulltrúa fyrir Petrov- rannsóknanefndina, sem getí gert nánar grein fyrir ásökunum sendiráðsins um að Petrov hafi dregið sér miklar fjárupphæðir í sendiráðinu. Hinsvegar berasfc fréttir um að allt starfsfólk sendi- ráðsins sé á heimleið og virðisk því sem þeir ætli sér ekki aðT rökstyðja þessar ásakanir frekar. Keflavíkurbélaf öflufe vel KEFLAVÍK, 23. apríl— Afli línu bátanna var með ágætum í dag- eða frá 10—16 tonn. Aflahæstir voru Guðm. Þórðarson með lð lestir, Sævaldur var með 15. — Bátarnir sækja yfirleitt grunnt. Togarinn Keflvikingur er nýkom inn af veiðum með 160—170 tonn af saltfiskí. —Ingvar. Htorðtilraim mótmælt Frankfurt am Main 23. apríl. Einkaskeyti frá Reuter. BANDARÍSKA hernámsstjórnin í Þýzkalandi hefur sent rúss- nesku hernámsstjórninni mótmæli vegna morðtilraunarinnar,. sem opinber rússnesk yfirvöld stofnuðu til og sem fjöldi rússnéskra lögreglumanna lagði hönd að verki við, þótt svo færi að samvizk.i hins útnefnda launmorðingja segði til sín og hann gæfi sig fram_ Jafnframt mótmælti bandaríska hernámsstjórnin því að rússnesk lögregluyfirvöld skipulögðu einnig og stóðu að baki óluignanlegu mannráni í Vestur-Berlín fyrir nokkru. í mótmælaorðsendingunni segir að framkoma Rússa, er þeir skipuleggja mannrán eg morð á fólki þúsettu í vestrænum löndunt sé gersamlega ósamboðiit siðmenntuðu þjóðfélagi, sem Rússar vilji þó telja sig. Er þess krafizt að Rússar láti af slíkri óhugnanlegrt glæpastarfsemi í vestrænum löndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.