Morgunblaðið - 25.04.1954, Page 9
Sunnudagur 25. april 1954
MORGVNBLAÐIÐ
I
Reykjavíkurbréf: ,j f Laugardagur 24. apHÍ
Hinn mildi vetur verður eftirminnilegur ef engin koma vor-
harðindin — Framsýni Jóns Þorlákssonar og Jóns á Reyni-
stað — Jafnvægið í byggð landsins — Mannfjöldi þjóðar-
innar eykst ört — Mannsæfin lengist — Trú unga fólksins
á framtíðina — Landið má ekki minnka — Allmargir bændur
untanvið ræktunarölduna — Aðvörun Páls Zóphóníassonar
YETURINN sem nýl-iSinn er
reyndist okkur ísiendingum
hinn mildasti. Ekki sízt. verður
hann eftirminnilegur eí hon-
um fylgja engin aivarleg vorhret.
Þó hin milda veðrátta hafi Jöng-
um verið almennt umræðuefni
iandsmanna, þá hefir sjaldan
fylgt þeim frásögnum ákveðnar
veðurfarstölur.
Veðurstofan okkar safnar þeim
fróðleik, svo samanburður fáist í
framtíðinni um veðráttuna nú og
siðar meir. En meðan veðurfars-
fregnirnar styðjast við aimennar
frásagnir einar, verður Jítig úr
hinum nauðsynlega samanburði
á veðurfari mismunandi ára.
Síðan hlýviðrisskeíðið hófst hér
á norðurhvelinu, hafa menn að
sjálfsögðu brotið heilann ■ um,
hvort hér væri um að ræða
skammvinn veðurfarstilbrigði,
ellegar við gætum vænzt þess
með nokkrum rökum. að hér yrði
um varanlega breytingu að ræða,
er við myndum geta haft gagn af
um langt skeið.
Frásagnir frá fyrri öldum um
tíðarfarið gefa okkur takmarkað-
ar bendingar, til samanburðar á
veðurfarinu nú og þá. í>ví aðal-
lega er þar stuðzt við hvaða áhrif
harðærið hafði á afkomu þjóðar-
innar, og líðan manna í landinu.
Eins og gefur að skilja koma
þar einkum til greina hin þjóð-
félagslegu vandamál, er reyndust
þjóðinni meira og minna óleysan-
leg, og stöfuðu af þáverandi
stjórnarfari og viðskipfaháttum.
Ekki er liðin nema rúm öld
síðan varanlegar veðurathuganir
hófust hér á landi. Menn líta nú
svo á að fyrri hluta 19. aldar
hafi enn gætt þess harðindatíma-
bils, er var hér á norðurhvelinu
um alllangt skeið a. m. k. á 18.
öldinni og lengur.
Veðráttan í töium
ER ÉG spurði Veðurstofuna
hvaða yfirlitstölur um veðráttuna
í vetur væru nú þegar fyrir
hendi, skýrði hún svo frá, að
meðalhitinn í Reykjavík mánuð-
ina október til marz hafi verið
sem hér segir Eftir meðalhíta-
tölunum þessa 6 mánuði er til-
greint meðalhiti hvers mánaðar
á undanförnum árum. Tölurnar
eru svohljóðandi:
október 4,2 gráður <4,3)
nóvember 2,0 gráður (1,4)
desember 2,5 gráður (0,0)
janúar 2,0 gráður (-^0,6)
febrúar 0,1 gráða (-í-0,2)
marz 1,6 gráður (0,5)
Þessar tölur sýna að allir vetr-
armánuðirnir síðan í nóvember
hafa verið mun hlýrri en meðal-
lag tilsvarandi mánaða á undan-
förnum árum. Október var ná-
lægt allsherjarmeðaltalinu þar
sem hann var aðeins kaldari en
meðaltal fyrri ára.
Síðan kemur nóvember 0,6
gráðu hlýrri en meðallagið, des-
ember 2,5 gráðum hlýrri og janú-
ar 2,6 gráðum hlýrri en meðal-
iagið. En minnstur er mismunur-
inn i febrúar þar sem aðeins mun
ar 0,3 gráðu í þeim mánuði j vet-
ur á meðallagi fyrri ára. Úrkom-
an í Reykjavík á þessam vetri
hefur ekki verið verulega meiri
en meðalúrkoman vetrarmánuð-
ina, nema í desember, þá var hún
171,1 mm, en meðalúrkoman í
þeim mánuði hér í Reykjavík er
97,6 mm. í marz er meðalúrkom-
an hér 75,4 mm, en var í ár að-
eins 47,9 mm, enda var só’.skin
hér að meira eða minna leyti í
23 daga mánaðarins,
Raforkuinál
sveitanna
NÚVERANDI landbúnaðarráð-
herra Steingrímur Steinþórsson,
„fagnaði sumri“ í útvarpinu á
sumardagin fyrsta. Taldi hann
það vera meginfagnaðarefni þjóð
arinnar og því vel við eigandi að
gera að sérstöku umræðuefni,
samþykkt þá, sem Albingi nýver-
ið gerði, um rafvæðing sveitanna.
Hann minntist á að Alþingi
ákvað, að gerð skyldi heildaráætl
un_ yfir framkvæmd í raforku-
málum utan við raforkusvæði
Sogs og Larár. En til þeirra fram
kvæmda skyldi á næstu 10 árum
varið 250 milljónum króna. Bank-
arnir hér innanlands hefðu lofað
að leggja þetta fé fram, að svo
miklu leyti, sem þess yrði ekki
aflað með erlendum lántökum.
Er hér um að ræða mikið átak
fyrir ekki fjölmennari þjóð, en
jafnframt nauðsynlegt. Því að
öðrum kosti mun stefna í full-
komna tvísýnu hvort takast má
að halda nauðsynlegu jafnvægi
milli dreifbýlisins og kaupstað-
anna, svo að byggð haldist í öll-
um héruðum landsins. En það
taldi hann, að sé þjóðinni nauð-
synlegt, að öll héruð haldist í
byggð sem nú eru.
Raddir hafa heyrzt um það
áður fyrr, að hætta væri á, að ef
þjóðin tæki upp ófrávíkjanlega
þessa stefnu, myndi hún svo fá-
menn sem hún er reisa sér hurð-
arás um öxl, ekki rísa undir þeim
kostnaði, að umbæta allar sveit-
irnar.
Menn, sem þannig hugsa, telja,
að svo harðbýlt sé í ýmsum út-
kjálkasveitum landsins, að vafa-
söm eftirsjá sé í byggðinni þar
meðan ekki er hér þröngbýlla í
landi.. Landsfólkinu sé ekki of
gott að sitja að þeim lífsskilyrð-
um, sem bezt eru i landi voru.
Reynslan sker úr því, hvaða
stefna verður ofan á í fram-
kvæmd.
En eitt er víst, nð fólkinu hefur
fjölgað svo ört á síðustu áratug-
um, að tími er kominn til að
hugsa mannfólkinu fyrir stór-
auknum og bættum atvinnuskil-
yrðum og lífsmöguleikum. Allt
útlit er fyrir, að fólkinu fjölgi á
næsta mannsaldri svo að veru-
lega muni um. — Vissulega er
gott að búa svo í haginn fyrir
framtíðina, sem gert er með raf-
væðingu sveitanna.
Framsýni Jóns
Þorlákssonar og
Jóns á Reynistað
ÞEGAR Jón Þorláksson og Jón
á Reynistað lögðu; frám fyrstu
tillögurnar á Alþíngr um raf-
væ'ðingu sveitaiúia vaf þáð ein-
mitt það að samrætna lífskjör
fólksins í strjálbýlinu og þétt-
býlinu, sem fyrir þéim vaktl.
Þeim var það ljóst þá þegar, að
ef sveitafólkið byggi til lengdar
við minni lífsþægindi og erfið-
ari aSstöðu en kaupstaðafólkið
hlyti sveitafólkið að leita til
þéttbýlisins, sem betri aðstöðu
byði.
Þessir tveir mikilhæfu forýstu-
menn Sjálfstæðisflokksins höfðu
rétt fyrir sér. Það hefur reynslan
greinilega sannað. Vegna þess að
hinni fyrstu raforkutillögu Sjálf-
stæðismanna var tekið af þröng-
sýni og skilningsleysi af þáver-
andi valdhöfum hefjast slíkar
framkvæmdir miklu seinna í
þágu sveitanna, en ella hefði
orðið. Afleiðing þess er stórfelld-
ur fólksstraumur til kaupstað-
anna.
En nú hefur merkið að nýju
verið tekið upp. Rafvæðingar-
áætlun Jóns Þorlákssonar og Jóns
á Reynistað er að nálgast fram-
kvæmd. Er því ekki aðeins fagn-
að aí íbúum sveitanna heldur og
öllum hugsandi íslendingum, sem
líta raunsæjum augum á þörf
þjóðarheildarinnar.
Tvöfaldast
á hálfri öld
LANDSFÓLKIÐ hefur tvö-
faldast að tölu á fyrri helming
20. aldarinnar. Er þetta að sjálf-
sögðu fullkomið einsdæmi í þjóð-
arævinni. Renna hér margar
stoðir undir.
Að sjálfsögðu vonast maður
eftir því, að slík mannfjölgun í
landinu geti haldið áfram. Staf-
ar hún að sjálfsögðu að miklu
leyti af bættum lífsskilyrðum al-
mennt og bættu heilsufari, svo
og af því, að þjóðinni hefur tek-
izt að útrýma ýmsum sjúkdóm-
um, er áður voru skæðir Jafnvel
sjá menn nú hjdla undir, að þjóð-
inni takist að vinna bug á berkla-
veikinni, en t. d. sullaveiki og
taugaveiki m. fl. er nú útrýmt að
kalla.
Vísindastarf læknanna og bætt
húsakynni eiga að sjálfsögðu sinn
þátt í þessum umbótum. Kemur
og til greina í þessu sambandi,
hve meðalaldur landsmanna er
hærri en hann áður var.
Meðalaldurinn
mun hærri
Á ÁRUNUM 1931—40 var meðal-
aldur karla hér á landi 60,9 ár,
en kvenna 65,6 ár. En á næstu
10 ára tímabila telja kunnugustu
menn, að meðalaldurinn hafi
lengzt um nálægt því 5 ár. Ætti
meðalaldur karla.því að vera orð-
inn tæplega 65 ár, en kvenna tæp
lega 70 ár.
Þegar meðalaldurinn lengist
svo sem hér hefur átt sér stað,
verða sífellt færri þeir þjóðfé-
lagsþegnar tiltölulega, sem eru á
því aldursskeiði, er menn hingað
til hafa talið hæfilegan starfs-
aldur, borið saman við tölu
gamla fólksins.
Áður fyrr var það talinn sjálf-
sagður hlutur, að hver maður
ynni svo lengi,. sem kraftar fhek-
ast entust. En nú hefur orðið vart
breytinga á þessum hugsunar-
hætti. Eru mörg dæmi: til þess,
að tnönnum sé ýtt frá störfum
meðan þeir eru í fullu fjöri, til
tjóns fyrir þjóðfélagið og til ang-
urs og óþæginda fyrir þá, sem
sæta slíkri meðferð, þegar menn :
eru rifnir frá störfum, sem þeir '
hafa hina beztu h^fileika til að
vinna.
Trúin á framtíðina
EN ÞÓ mannsævin hér á landi
hafi lengzt að mun, er þetta ekki
meginorsök fólksfjölgunarinnar,
fremur hitt, að hin almennu lífs-
skilyrði í landinu hafa batnað það
mikið, að ungt fólk telur. sér hag-
kvæmt að eignast marga afkom-
endur. Hin uppvaxandi kynslóð
treystir því að þjóðinni vegni vel
í landi sínu.
Er nú af sem áður var, með
hinni fátæku og fámennu þjóð,
þegar foreldrarnir töldu það eins
konar lán eða huggun að sjá á
bak afkomendum sínum, svo þeir
væru lausir við að lifa lífinu í
þeim ,,táradal“ sem íslenzku
þjóðinni væri búinn.
Við manntalið 1952 var íbúa-
tala landsins 149 þúsund. Er sá
fólksfjöldi tvöfalt meiri en fólkið
í landinu var um aldamótin, þeg-
ar fltótinn til Vesturheims var
nokkurnveginn liðinn hjá. En á
áratugunum þar áður höfðum við
misst af fólksfjölguninni vestur.
Samkvæmt tölum, er ég hef
fengið frá Hagstofunni var hin
árlega mannfjölgun á árunum
1931—1950, sem hér segir:
1931—35 varð hún að meðal-
tali á ári 1,38%. Á árunum
1936—40 nam hún 0,96%, 1941—
45 var hún 1,40% til þess svo að
hækka verulega á árunum 1946
—50 upp í 2,03%.
Árið 1951 nam mannfjölgunin
1,55% og árið 1952 nam hún
1,63%.
Ef fjölgunin
heldur áfram
AÐ SJÁLFSÖGÐU er ekkert
hægt um það að fjölyrða, hvort
velsæld þjóðarinnar, sú er veldur
mannfjölguninni, breytist á
næstu áratugum.
En ef svo verður ekki, þá
ætti að vera varlega áætlað
að mannfjölgunin geti árlega
ekki orðið minni en 1,5%.
Héldist hún til næstu alda-
móta, þá verða íslendingar
orðnir 304,300.
Ef íslendingum heldur
áfram að fjölga á 21. öldinni
að sama skapi og nú, þá verða
þeir að öld liðinni 640 þúsund.
Og haldi þeir enn áfram á
sömu braut, verður fólksfjöld-
inn á íslandi að 150 árum liðn
um, árið 2100, orðinn 1.349,000.
Svo ekki er úr vegi, að menn
hugsi til þess með fullkominni
alvöru, hvernig við eigum að sjá
mun fleiri Islendingum fyrir
sómasamlegri lífsafkomu, en því
fáa fólki, sem nú lifir í landinu.
Landið má ekki
minnka
AÐ SJÁLFSÖGÐU er margs að
gæta þegar alvarlega er hugsað
um framtíðarmál þjóðarinnar,
hvernig bezt verði búið í haginn
fyrir þann mikla mánnfjölda,
sem menn verða að gera ráð
fyrir:, að eigi að ala aldur sinn á
Islandi.
Eitt fyrir sig er það, að menn
verða að gera sér ljóst, að viiý
getum ekki lengi horft á það að-
gerðalausir að kalla, að landið
okkar „minnki" ár frá ári. Hið-
gróna land gangi saman vegna
uppblásturs og ýmiskonar land-
eyðingar. Að jarðvegur þess og
frjómold fjúki út í veður og vind,
gróðurmold á stórum svæðurn
eyðist allt niður í hraun og grjót.
Á þessu hefur gengið á undan-
förnum öldum og lítið sem ekk«
ert að gert til varnar, þó blóm-
legar sveitir hafi breytzt á til-
t.ölulega skömmum tímá fyrir
augum þjóðarinnar, í gróðurvana
hrjóstur og jafnvel fullkomna
auðn.
Gróðurverndin verður að ger-
ast markvissari og öflugri én
áður, svo við með því móti verð-
um betur undirbúnir undir vænt-
anlega fjölgun komandi kyn-
slóða.
„Starfið er margt“, kvað
Hannes Hafstein í Aldamóta-
kvæði sínu. Hefur þetta sem bet-
ur fer reynzt sannmæli, sem
margt annað, er hann gat um í
hinni glæsilegu spásögn sinni,
Starfið hefur reynzt svo marg-
víslegt og margt kallað að í einu^
að óneitanlega hefur sumt af
starfi því sem ráðgert hefir verið
í góðum tilgangi lent í fumi og
handaskolum.
Á
Aðvörun Páls j
Zophóníassonar
EF VEL væri, þyrftum við að
skapa okkur meiri festu í fram-
faramálum okkar svo markvisst
yrði unnið að þeim málum, er
taka lengstan tíma og eru vanda-
sömust.
Þegar ég minnist á vonbrigði
manna, dettur mér fyrst í hug
fyrirlestur sa, sem núverandi
búnaðarmálastjóri Páll Zophoní-
asson flutti . á Búnaðarþingi í
fyrra mánuði.
Hann ræddi þar um jarðabætur
og nýrækt og hvað áunnizt hefui'
í þeim efnum þau 30 ár sem liðin
eru síðan jarðræktarlögin voril
sett hér fyrst.
í skjóli þeirra laga hafa menn
verið styrktir til túnræktar og
annarra jarðabóta er koma skyldi
sveitunum að varanlegum notum.
Fyrirlestur Páls Zophoníassonar
hefur enn ekki verið birtur í
heild sinni, en von er á, að hann
birtist í Frey.
Búnaðarmálastjórinn fer ekkx
í launkofa með að honum þykir
árangurinn mun minni, en menn
gerðu sér vonir um.
I fyrirlestri sínum gerði hann
ekki nákvæmlega grein fyrir því,
hve miklu nýræktin hefur numið
alls eða hve túnstærðin saman-
lögð er mikil. Hann skiptir jörð-
unum í hverri sýslu í fimm flokka
þar sem í lægsta flokki eru þær
jarðir, þar sem nýræktin nemur
samanlagt allt að 2 hekturum.
í 3.—5 flokki eru jarðir sem hafa
nýrækt frá 2—5 ha, frá 5—9 ha,
frá 9-—13 ha og að síðustu í efsta
flokki eru þær. jarðir sem hafa
nýrækt yfir 13 ha.
Skýrsla P. Z. nær ekki yfir
Gullbringu- og Kjósarsýslu. Eh
útkoman í hinum sýslunum sam-
anlögðum er sú að 35,2% jarð-
Framh. á bls, 12