Morgunblaðið - 25.04.1954, Qupperneq 14
14
MORGIJNBLAÐ1B
Sunnudagur 25. apríl 1954
U
Skugginn og tindurinn
SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON
F ramhaldssagan 21
garðinum. Hann fór úr fötunum
í búningsherberginu, fór í bað og
kastaði sér til sunds í laugma.
Honum leið strax betur þegar
hann kom í kalt vatnið. Hann
6-ynti fram og aftur og horfði á
pálmatrén þar sem þau stóðu
hreyfingarlaus í mollunni. Svo
r r hann upp úr og settist undir
ir,< thlíf og bað um kaldan drykk
•rg eitthvað matarkyns. Leiðind-
ii komu yfir hann aftur þar sem
h nn sat þarna aleinn. Þegar
1 nn var heima í Englandi og
oaið var að ganga frá skilnaðin-
'im og Caroline var farin, hélt
hann að það efcna sem har.n
þyrfti að gera til að losna frá
frá sjálfum sér, væri að fara yfir
Atlantshafið, vera umkringdur
bambusviði og pálmatrjám í stað
þess að sjá fyrir sér götur Lund-
únaborgar. En það dugði ekki.
Enginn gat breytt sjálfum sér
með því að flytja sig úr stað á
yfirborði jarðar. Hann mundi
eítir því sem náunginn á skrif-
stofunni í London hafði sagt.
„Farðu ekki til nýlendanna, ef
þú vilt reyna að gleyma ein-
hverju .. þar úir og grúir af
lcgsteinum yfir þeim sem hafa
reynt það sama árangurslaust.
Sami maðurinn hafði líka sagt
við hann þegar hann frétti að
htmn ætlaði að gerast kennari í
skóla sem færi eftir hinum nýju
uppeldisreglum: „Eru það ekki
einmitt skólarnir sem eru smátt
og smátt að sanna að gamla lagið
ér bezt.“ Þá hafði honum fundizt
þessi maður tala þannig bara til
að vera fyndinn, en ef til vill
vissi hann lengra en nefið náði.
Þegar Douglas datt Silvia í hug
og yfirborðsmennskan og lygin í
hénni, þá fannst honum hann
með ánægju geta snúið hana úr
hálsliðnum.
Þjónnin kom með matinn á
bakka og setti hann á lága borðið
við hlið hans. Þetta var fullorð-
inh negri með þétthrokkið svart
hár sem minnti á ullina á pers-
nesku lambi. Caroline hafði einu
sinni átt stuttkápu úr persnesku
lambaskinni og fór hann að hugsa
um Caroline og hvað hún mundi
nú vera að gera. Hann sá hana
fyrir sér þar sem hún lá á kletta-
snös í þægilegum sólarhita á
Ítalíu og það var ekki laust við
að hann fyndi til öfundar. Eða
kannske sat hún undir sólhlíf á
gangstéttarveitingahúsi í París . .
eða hún væri komin aftur til
London og væri að gera sig
fallega fyrir Ascot. Eða var Ascot
dottinn upp fyrir? Hann mundi
það ekki. Þeir dagar voru liðnir
þegar Ascot skipti máli fyrir hon-
um eða listsýningar eða kvöld-
verðarboð við kertaljós, eða það
að þekkja „rétt“ fólk og láta sjá
sig á „réttum“ stöðum. Þeir dag-
•ar höfðu varla enzt árið. Nýja-
brumið hafði endað með stríð-
inu og ný reynsla og ný viðhorf
höfðu gengið á milli bols og höf-
uðs á þeim. Þegar hann var á
Malaya og stríðinu var lokið
hafði hann haldið að ást hans á
Caroline hefði dáið um leið og
ást hans á því lífi, sem hún var
fulltrúi fyrir. Hann hafði kviðið
heimkomunni eftir ástarævintýri
í Penang. Þegar hann komst að
því að ást hennar til hans var
algerlega slokknuð þá varð hann
gripinn þrá til hennar á ný. Þann-
ig' varð hann leiksoppur hégóm-
ans. Hann reyndi að vekja á ný
Gitthvert samband á milli þeirra,
en fékk ekkert nema sársauk-
afin af því að vera ekki elskaður
og niðurlæginguna af ótrú-
mennsku hennar. Endurmmning-
arnar um næstu mánuði á eftir
voru eins og opin sár í huga hans
og hann kvaldi sjálfan sig með
því að ýfa þau upp á ný.. Stund-
um reyndi hann að lækna þau
með því að segja við sjálfan sig,
ég elska ekki Caroline, við hefð-
um aldrei getað orðið hamingju-
söm saman. En það var oft erfitt
að lækna sér með skynsemi.
Þannig snérust hugsanir hans
eingöngu um það, sem miður var
allan tímann á meðan hann
snæddi og þegar hann hafði borð-
að nægju sína komst hann að
raun um það, að engin ástæða
væri til að halda þessu áfram.
Bezt væri að halda heim upp á
hæðirnar aftur eins fljótt og hann
gæti. Hann klæddi sig aftur í föt-
in og fór út að bílnum. Hann var
næstum kominn út úr Kingston
þegar hann mundi eftir því að
hann hafði átt að sækja dót fyrir
Judy. Það var skritið að hann
skyldi nærri hafa gleymt því.
Hann snéri við og leitaði uppi
heimilisfangið sem hún hafði gef-
ið honum. Húsið var í útjaðri
bæjarins, nokkurs konar gisti-
hús. Húseigandinn var roskin
kona, ljósbrún á hörund, sem hló
alveg eins og frú Morgan. Þegar
hún hafði lesið um flugslysið í
dagblöðunum hafði hún ekki vit-
að hvort hún átti að gráta yfir
dauða hinna eða hlæja af gleði
yfir því að Judy skyldi komast
lífs af. Og enn var eins og hana
langaði til að gera hvorttveggja
i senn. Hún hjálpaði honum að
taka saman dót Judy í litla fá-
tæklega herberginu hennar.
Þungar hrotur heyrðust í gegn
um þunnan vegginn úr næsta
herbergi. Hann bar töskuna út
i bílinn. Tuttugu mínútum siðar
var hann kominn út úr Kingston
og lagði á brattann. Honum
fannst næstum strax loftið verða
tærara og svalara og gammurinn
sem hafði setið sem fastast á sál
hans hrissti stélið og hóf sig til
flugs. I fjarska sá hann á tindinn
á Bláufjöllum. Sumir fundu sér-
staklega til smæðar sinnar gagn-
vart háum og tignarlegum fjöll-
um. Fyrir Douglas lyftu þau burt
hversdagsleikanum sem hafði
gagntekið hann niðri í bænum og
stærð þeirra og mikilfengleiki
hafði örfandi áhrif á huga hans.
MATARSTELL
KAFFISTELL
Mjög fallegt úrval, nýkomið.
BIERING
Laugaveg 6 .Sími 4550.
Kúsgögn
Sófi og þrír stoppaðir djúpir stólar (Chesterfield),
til sölu og sýnis á Reynimel 52. — Mánaðarafborgun getur
komið til greina.
í Reykjavík — Sími 1990.
gi
h
a.
>t
Sýning á verkefnum
barnadeildanna verður í
skólanum kl. 1—4 í dag.
Aðgangur ókeypis.
Foreldrar sérstaklega
hvattir til að sjá sýning-
una.
Kl. 5 ókeypis kvikmynda-
sýning fyrir skólabörn og
afhending verkefna að
henni lokinni.
Innritun í vornámskeið barna fer fram í skólanum kl. 1
-4 í dag og næstu daga í síma 80901.
Komið þér til Kaupmannahafnar — ?
þá megið þér ekki fara á
mis við þá ánægju, að líta
inn og skoða útstillingar
vorar af fallegum, stíl-
hreinum húsgögnum.
★ r
Af fegurð og samræmi þarf
að velja hin einstöku ,hús-
gögn, til að skapa , heimili
með fallegum heildprs>vip —
en það er nánast sagt list,
sem ekki er á allra.færi.
Húsgögnin geta verið heim-
ilisfólkinu til daglegrar
ánægju og nytsemdar, cn
skemmtileg nýjung íyrir
gestina. Vanti yður einstök
húsgögn á heimilið, í heiíar
stofur eða hluta af þeim, get-
um vér veitt yður ómetan-
lega aðstoð með hinu fjöl-
bréytta úrvali voru af fall-
egum og stílhreinum hús-
gögnum, ásamt margra ára
fagþekkingu.
!
i i
Biðjið um verðlísta.
Georg Kofoeds
MÖBELETABLISSEMENT A/S
St. Kongensgade 27. Ctr. 8544 — Palæ 3208
Köbenhavn — Danmark.
Vér tryggjum yður stílhreinar stofur.
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
FIX-SO
Sparið tímann, noíið FIX-SO
Fatalímið FIX-SO auðveldar yður viðgerðina
Málning og járnvörur
Laugaveg 23 — Sími 2876
Einangninurkork
Nýkomið í eftirtöldum þykktum:
1” _ 11/2” _ 2” — 3” — 4”
Jónsson & Júlíusson
Garðastræti 2 — Sími 5430.
Risíbúð
Glæsileg fjögurra herbergja risíbúð er til sölu í ný-
reistu húsi á góðum stað í bænum. — íbúðin er ein-
angruð og að öðru leyti tilbúin undir múrhúðun.
Uppl. í síma 82435, milli kl. 10—2 i dag.
....... » *■■ ■■■■■•■■■■«? t >iiuiM<iirmnii.........................................