Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 25. maí 1954 1 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA eftir richard mason F ramhaldssagan 45 „Eigum við að koma?“ sagði hún. „Við megum ekki láta nokkra stund dagsins fara til «inllis.“ Þau óku niður að bryggjunni í skólabílnum. — Þar fundu þau mann með bát, sem vildi róa þeim út á höfnina. Þegar fjær dró landi varg sjórinn hreinn og tær og yfir höfði þeirra skein heit hitabeltissólin í gegn um mistrið. Þau fyldu merkistaurunum út úr höfninni. A sumum þeirra stóðu pelíkanar. Þeir hófu sig til flugs, þegar báturinn nálgaðist, flugu í hring og settust aftur á saina stað þegar báturinn fjarlægðist. Öðrum megin sá á lága steinveggi á yficgefnu varnarvirki. Svo varð ströndin klettótt og handan vig klettana tók við stórgrýtt, ó- byggt land. Það var einkennilegt hvernig náttúran hafði hagað til á Jamaica. Hinum megin við Kingston voru þéttir frumskógar og þar uxu orkídeur og annar hitabeltisgróður og þar voru víð- áltumiklar sykurekrur, en hérna megin var ekkert nema grjót og kaktusar. Kaktusarnir stóðu uppi á klettunum, svo að þá bar við himininn. Þeir líktust einna helzt vanskapaðri hermannasveit. Þau komu að stað þar sem hægt var að lenda. Stutt bryggja hafði verið byggð út í sjóinn og þar var lítið glugga- og hurðar- láust bátahús. Ryðgaður járnstigi lá upp klettinn. Þau fóru þar upp og komu á gamalt byssustæði. Hér og þar lágu gulnuð blöð og n yðgaðar matvæladósir og fleira, sem mannfólkið skilur eftir sig. „Mér finnst alltaf dálítið gam- an af svona stöðum", sagði Judy. „Mér finnst gaman að því sem er hrikalegt og ljótt og snúið. Næst á eftir Lignum Vitæ, finnst mér vænst um kaktusa“. „Þeir eru að vísu ekki þægi- legir í umgengni", sagði hann. „Við verðum nú samt að borða undir þessum þarna. Er þér , sama?“ Sumii* kaktusanna voru gríðar- stórir með anga út í allar áttir. Hér og þar stungu nokkur veik- burða grasstrá kollinum upp úr sandinum. Hitinn var svo mikill, að það sveið undan honum í húð- ina. Fyrir neðan brotnuðu öld- urnar við klettana. „Ég hef ekkert vit á matargerð. Þetta er sama og ekkert, sem ég tók með“, sagði hún, En það var þó ekki rétt. Hún tók brauð og ost og salat og appelsínur upp úr körfunni og bjórflöskur þar að auki. Bjórinn var að vísu ekki bragðgóður, minnti meira á lélegt ilmvatn en bjór, en Douglas var ánægður með hann samt sem áður. Og nokkru síðar, þegar Duffield bauð honum bjór sömu tegundar, þá vöknuðu hjá honum Ijúfar endur minningar um þessa ferð, hitann og kaktusana, og hamingjuna, sem hann hafði fundið innra með sér. „Skildi Caroline við þig eða öfugt?“ spurði hún. „Bannað að ýfa upj> gömul sár í dag“. „Já, en mig langar til að vita það“. „Hún skildi við mig“, sagði hann. „Að vísu hefði hún heldur viljað hafa það hins vegar — það var meira í tízku — en ég gat ekki hugsað mér að veita henni þá ánægju að játa á sig brot fyrir rétti“. „Mér heyrðist á öllu að hún sé prýðis-manneskja“. „Hún er ágæt — nema að því leyti að þegar hún var búin til, þá gleymdist að láta í hana hjartað". „Hvers vegna elskaðir þú hana?“ „Hún var ágætt kvonfang. Ég miklaðist við það að hún skildi vilja mig. Og það var niðurlægj- andi fyrir mig þegar hún elskaði mig ekki lengur. Allt tómur hé- gómi. Enginn gerir nógu mikið úr hégómanum og þó er hann svo ríkur þáttur í eðli allra. Sjáðu til dæmis Silvíu. Hún verður allt af að vera hetjan — meiri en hinir — þó að það sé henni dýr- keypt. Það er bara það sem ligg- ur á bak við lygina í henni og tilbúnu ástarsögurnar". „Trúir hún þeim ekki sjálf?“ „Jú, hún er ennþá á þeim aldri að hún getur talið sjálfri sér trú um hvað sem er. Tómur hégómi og tilfinning af því að vera vanmáttug. Ég skil þetta allt mjög vel, en ég efast um að þú gerir það“. I „Því skyldi ég ekki skilja það?“ „Þú hefur enga reynslu af nið- urbældum efasemdum og , van- máttarkennd. Sem óskilgetið barn, ættir þú að eiga við ótelj- andi vandamál að stríða, en þú hefur það ekki. Þú ert fullkom- lega eðlileg“. „En ég er hégómleg“. „Að hvaða leyti?“ „Ég sit tímum saman fyrir framan spegil, önnum kafin við að snyrta mig. Mér finnst ég líka hafa fallega ökla Þess vegna varð ég fegin þegar þú sagðir mér að fara í þessi föt. Annars hefði ég þurft að hylja þá“. „Finnst þér þú þá ekki líka hafa íallega fætur?“ „Eg er ekki eins viss um þá“. , Þú gætir verið það“. „En þú?“ sagði hún. „Ert þú ekki hégómlegur? Finnst þér þú ekki hafa fallegar hendur?“ „Nei, hreint ekki“. Hann horfði á hendurnar á sér. „Það er ekk- ert fallegt við þær“. „Það eru hár á handabökunum á þér“, sagði hún. „Það finnst mér fallegt, þótt undarlegt megi virðast. Alveg eins og mér finnst kaktusar fallegir. Ég býst við því að þar sé fólgin skýringin á því, hvers vegna ég varg ástfanginn af Louis“. „Nú ætlar þú að ýfa upp sár“. „Nei“, sagði hún. „Það er alveg satt, ég geri það ekki. Ég veit að ég tók það allt mjög nærri mér á sínum tíma, en mér er alveg batnað. Mér hefði alls ekki dott- ið í hug hendurnar á Louis, ef þú hefðir ekki minnzt á þær“ „Þá erum við búin að losa okk- ur við Louis og Caroline", sagði hann. „Við skulum hugsa okkur að þeim hafi verið komið fyrir ofan á þessum kaktus þarna“. „Ég held að þau væru betur komin úti á hafsbotni". „Jæja, þá það“, sagði hann. „Bara að byssan væri hérna enn- þá. Þá gætum við skotið viðhafn- arskoti í kveðjuskyni. Og þá er- um við tvö ein eftir“. „Og bátsmaðurinn", sagði hún. „Ég hugsa að hann sé að koma til að sníkja sígarettu“. Bátsmaðurinn var ungur svert- ingi. Hann var í marglitri ame- rískri skyrtu og vönduðum il- skóm. Hann sagðist vera kominn til að segja þeim frá byssustæð- inu. Það hafði ekki verið hleypt þaðan einu einasta skoti allt stríð ið. Svo sagði hann þeim að bróð- j ir sinn hefði verið í stríðinu og skipinu, sem hann var á, hafði verið sökkt, en bróðir hans bjarg- , aðist. Sjálfur ætlaði hann líka í herþjónustuna, jgn honum var neitað um inngöngu í herinn, vegna þess að hann hafði svo slæman hósta og svo hóstaði hann ' nokkrum sinnum orðum sínum til sönnunar. Þetta var auðvitað undarleg aðferð til að biðja um sígarettu, en Douglas gaf honum eina. Hann varð glaður og stakk henni á bak við eyrað. Svo sagði hann þeim frá öðrum bróður, sem hafði verið ræðari á bananabát. Eftir dálitla stund rölti hann aft- ur niður brekkuna. Judy studdi höfuðuð við matarkörfuna. Og ' Douglas lá við hliðina á henni. j „Douglas, ég var búin að vara þig við“. Kóngsdóttirin fagra 4. inni á eftir sér, sagði hún í höstugum tón, að hann skyldi hafa hægt um sig — ekki hafa neinn óþarfa hávaða i frammi. I Jón fór nú að litast um í herberginu. Þar_var stórt járn- rúm, lítill skápur og þvottaskál með vatni í. — Ljós af olíulampa lýsti herbergið dauflega upp. Tók Jón nú til að þvo sér, og þegar hann hafði lokið því, ákvað hann að fara fram á ganginn til að svipast um eftir einhverju ætilegu. Veðrið var enn mjög slæmt, svo að hrikti í húsinu í hvert 'sinn, sem vindhvinurnar skullu á húsinu. — Jón fór eins hægt og hann frekast gat. Hann var rétt kominn fram á Jganginn, þegar hann heyrði allt í einu hávaða mikinn, sem virtist koma ofan af loftinu. — Mjög draugalegt var þarna á ganginum, en þrátt fyrir það var Jón ekki hið minnsta hræddur. Hann var nú kominn að stiga, sem hann fikraði sig eftir, því að þegar upp í stigann var komið, var algert myrkur. Þegar upp á ganginn kom, heyrði hann mannamál inn- arlega á ganginum. Jón var um það bil að komast að hurð- inni, þegar henni var allt í einu hrundið upp, og á móti honum kom stúlka, sem lenti beint í fangið á Jóni. Honum varð svo bylt við, að hann datt kylliflatur á gólfið, og stúlk- an ofan á hann. Varð af því dynkur mikill. Allt í einu birtist maður í dyrunum. Hann var risi að vexti og mjög grimmdarlegur ásýndum. — Stökk hann fram á gólfið, þreif í Jón og kippti honum inn í herbregið. Jón streittist ekkert á móti, þótt allvel væri hann sterk- Ókeypis upp- skriftir Húsmæður! LILLU uppskriftir yfir kökur, tertur og brauð, fáið þér ókeypis hjá kaupmanni yðar þegar þér kaupið eina dós af Lillu lyftidufti, sem er 1—2 krónum ódýrara en erlent og viðurkennt fyrir gæði. Liilu-kaffikaka. 150 gr. sykur. 1 egg 150 gr. hveiti 1 tesk. sítrónusafi 2 tesk. Lillulyftiduft. lVi dL rjómi (helzt súr). Eggið er hrært ásamt sykrinum, sítrónusafanum og rjóm- anum. Hveitið, sem Lillu-lyftiduft hefur verið blandað saman við er að síðustu hrært út í deigið. Deigið látið í smurt sandkökumót og bakað við jafnan hita í ca. 30 mín. Lillu-sandkaka. 200 gr. smjörlíki 4 egg 175 gr. sykur 250 gr. hveiti 1 pk. Lillulyítiduft. 1% tesk. Lillu-lyftiduft. Smjörið er hrært vel. Sykrinum hrært smátt og smátt saman við, síðan eggjunum, einu í senn. Hveitinu, Lillu- lyftiduftinu og vanillusykrinum er blandað vel saman, helzt sigtað. Deigið er svo lagt í smurt mót, sem látið er inn í kaddan ofn. Bakað við meðalhita í ca. 1 klst. Samtök herskálabúa Ráðstefnan sem samtökin hafa boðað til, verður haldin 25. og 28. þ. ■ mán. í félagsheimili V. R. Vonarstræti 4. Ráðstefnan hefst kl. 8,30 e. h. Félögum S. H. er heimill aðgangur að ráðstefnunni * meðan húsrúm leyfir. | Stjórnin. Fataverk- smiðjunni HEKLU nýkomnar. Nýjasta tízka i Sterkar, þægilegar og fallegar. Grænar — rauðar — bláar Vasar hnepptir og með rennilásum. Gefjun — Iðunn Kirkjustræti 8. I UUUUL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.