Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 16
VeSurúHit í dag: A og NA gola, skúraleiðingar síð- degis. — 117. tbl. — Þriðjudagur 25. maí 1954 Áburðarverksmiðjan Sjá grein á bls. 9. Formannaráðstefna Sjálfstæðis- flokksins hefst á föstudaginn Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík minnisf 25 ára afmælis flokksins á sunnudaginn ONNUR formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins verður haldin í Reykjavík, dagana 28. og 29. maí p. k., svo sem áður hefir verið tilkynnt, og hefst hún í Sjálfstæðishúsinu kl. 1 síðdegis íöstudaginn 28. maí. MIKIL ÞATTTAKA Vitað er, að formenn flestra jSjálfstæðisíélaga munu sækja íáðstefnuna, eða einhver úr stjórn félagsins, ef formaður hef- ir ekki aðstöðu til að mæta. Þá munu einnig þingmenn flokksins <Og flestir flokksráðsmenn silja táðstefnuna. Ráðstefnunni er ætlað að ræða eingöngu skipulagsmál flokks- íns og ýms atriði flokksstarfsem- iunar. «JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 25 ÁRA Sjálfstæðisflokkurinn verður 25 ára 27. maí og er formanna- ráðstefnan haldin um þetta leyt.i til þess að minnast þessa áfanga i starfi flokksins. Fer vel á því að forustumenn flokksins um Tand allt komi saman til þess að skipuleggja hið fjölmenna bar- áttulið flokksins til samhentrar sóknar að því marki, að Sjálf- etæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta á Alþingi. FULLTRÚARÁÐIÐ í REYKJAVÍK 'j MINNIST AFMÆLISINS Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík hefir ákveðið að efna til sérstakrar afmælishátíðar í Sjálfstæðis- húsinu sunnudaginn 30. maí. Mun þar verða fjölbreytt dag- skrá,sem nánar verður aug- lýst síðar í vikunni. Sala aðgöngumiða að kvöld- fagnaði þessum verður hafin eftir hádegi í dag í Sjálfstæð- ishúsinu, og er fólki ráðlagt að tryggja sér miða í tíma, því að gera má ráð fyrir mik- illi aðsókn. Tómas Guðmunds- S. U. S. FUNDUR fulltrúaráðs Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudaginn 27. maí. Hefst fundurinn kl. 2 síðdegis. Er gert ráð fyrir að ljúka fund inum þann dag, því að for- mannaráðstefna Sjálfstæðis- flokksins hefst á föstudaginn og munu fulltrúaráðsmenn sitja hana. Fulltrúaráðið mun á þessum fundi sínum ræða ýmsa þætti í skipulagi og starfs. háttum S.U.S. lags ís!. listamanna AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenzkra listamanna var haldinn í síðustu viku. Voru þar rædd ýmis málefni listamanna og stjórn kosin. Tómas Guðmuridsson, skáld, var kosinn formaður bandalags- ins í stað dr. Páls ísólfssonar, sem baðst undan endurkosningu. Aðr- ir í stjórn voru kosnir: varafor- maður Valur Gíslason, leikari, ritari Árni Kristjánsson, píanó- leikari, gjaldkeri Sigfús Halldórs- son, tónskáld og meðstjórnendur: Ásmundur Sveinsson, myndhöggv ari, Sigríður Ármann, listdansari, og Sigvaldi Thordarson arkitekt. Islandunél í bridge SIGLUFIRÐI, 24. maí — Hvíta- sunnudagana mun fara fram hér á Siglufirði Islandsmót í bridge. í mótinu taka þátt 2—3 sveitir frá Reykjavík, I—2 sveitir frá Akureyri og 2 sveitir héðan á Siglufirði. — Stefán. Flugmennirnir sáfu í sælum sínum með öryggisélar Flaki orrusluflugvélarinnar náð upp. TEKIZT hefur að bjarga flaki þrýstilofts-orrustuflugvélarinn- ar, sem fórst við Stapa s. 1. miðvikudag. Flakið var lítið brotið. Frá því á fimmtudaginn hefur Verið unnið að björgun flaksins. Kafari, ásamt tveim leitarskip- Hm, m.s. Fanney og Vísi frá Keflavík, hafa leitað á slysstaðn- um. Á föstudagskvöld hafði leit- tn ekki borið neinn árangur, enda erfitt að leita á svo miklu dýpi, «n það er milli 30—40 m. Á laugardagsmorgun fór flug- Inaður úr flugliði varnarliðsins í þyrilflugu á slysstaðinn. Hann hafði komið að skömmu eftir að filysið varð og gert þar staðar- ákvarðanir. Var kafarinn sendur þar nið- ur sem flugmaðurinn sagði til Um og tókst honum að finna ftakið milli kl. 10—11 árd. Á laug erdaginn vann kafarinn að því 0t> koma vírum á flugvélaflakið. Vélskipið Fanney átti að lyfta flugvélinni, en vindan var ekki nægilega öflug Togarinn Sólborg frá ísafirði var í Reykjavíkurhöfn og var fengin til að fara á vettvang. — Er flak flugvélarinnar kom upp úr sjónum var það bundið utan á síðu togarans, sem síðan sigldi með það til hafnar í Keflavík. Þar var það tekið upp á bryggju. Tveir flugmenn voru í orrustu- flugvélinni. Voru þeir báðir í sætum sínum, bundnir með örygg isólunum. Hjólin höfðu þeir ver- ið búnir að setja niður. Flug- vélin hefur stungizt beint á néf- ið í sjóinn. Annar vængurinn hafði brotnað af og nefið laskazt. A. Þ. Ei af öndvegisskáldum Horð- manna heimsækir Reykjavík ■BEHU' Hcrmann Wildenvey Hermann Wiidenvey les úr verkum sínum NORSKA ljóðskáldið Hermann Wildenvey kemur hingað til lands 30. þ. m. á vegum félagsins „Kynning“, og hefir eitt upplestrarkvöld í Austurbæjarbíói, væntanlega 1. júní n. k. — Wildenvey er fæddur 1886 og hefir aldrei verið meira sótt eftir honum en nú til upplesturs og fyrirlestrahalds. Reyndist furðu örðugt að koma því svo fyrir, að hann gæti skroppið hingað. KYNNING FRÆGRA MANNA Félagið „Kynning", sem stend- ur að boði Wildenveys var stofn- að eftir komu Sir Edmounds Hillary, sem kom hingað á veg- um ritstjóra tímaritsins Helga- fells, Ragnars Jónssonar og Tóm- asar Guðmundssonar. Er það megintilgangur félagsins að fá hingað til lands fræga menn á ýmsum sviðum, menn, sem ís- lendingar fengju ella í flesturn tilfellum hvorki að heyra né sjá. Hillary reið þar raunverulega á vaðið, þótt félagið hafi þá ekki verið stofnað, og Wildenvey verð- ur næstur. VORGUSTUR í LJÓÐAGERÐ NORÐMANNA Hermann Wildenvey hefir gef- ið út um 20 bækur, ljóð, sögur og leikrit. Endurminningar hans, sem út komu í bókarformi, og var jafnframt útvarpað, vöktu feikna athygli. — Wildenvey er fæddur í Neðri Eiker. Aðeins 16 ára gam- all gaf hann út fyrstu Ijóðabók sína, „Campanula", þá undir fæðingarnafni sínu, Herman Partaas. Bókin, sem gerði hann frægan um öll Norðurlönd á fjór- um dögum, „Nyinger", kom út 1907, er hann var 21 árs. Bókin seldist upp á fjórum dögum og flaug frægð þessa glæsilega skálds víða um lönd, m. a. til íslands. Hinn nýi tónn og fríski blær var sem vorgustur í ljóða- gerð Norðmanna. Wildenvey er heimsfrægur upplesari og hefir hann ferðast þeirra erinda um endilanga Skandínavíu og víða um Amer- íku. Hann les hér aðeins eilt kvöld. <$>--------------------------- 18 menn skráðir atvinnulauslr á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 24. maí. — At- vinnuleysisskráning fór fram hér á Siglufirði dagana 19.—21. maí. Alls skráðu sig 18 menn og hafa þeir 39 manns á framfæri. Skrán- ing þessi gefur samt sem áður ekki rétta hugmynd um atvinnu- leysi hér, því það er raunveru- lega meira en komið hefur í ljós við skráninguna. Vinna er hér nú með minnsta móti, þó er mjög mikil vöntun á sjómönnum. B.v. Hafliði liggur ennþá bundinn við hafnargarðinn vegna manneklu, og ekki útlit fyrir að hann verði gerður út á næstunni. Elliði kom af veiðum á föstu- daginn með 245 tonn af fiski, sem fór til vinnslu í hraðfrystihús SR og einnig nokkur hluti aflans til skreiðarframleiðslufél. Heklu. — Stefán. ísólfur landar á Seyðisfirði SEYÐISFTRÐI 24. maí. — Tog- arinn ísólfur landaði hér í dag og mun landa næstu daga alls 330—350 smálestum af þorski. — Fiskurinn verður tekinn í herzlu. ■—Fréttfuritari. Færeyskir fiskimenn greiSa of fjár [ í skaðabæfur I FÆREYSKIR fiskimenn hafa nii ; verið dæmdir til þess að borga um 750 þúsund krónur í skaða- bætur fyrir verkfallið sem þeir gerðu 1. marz til 28. apríl. Fiski- mennirnir sem voru meðlimir 3 færeyska fiskimannafélaginu, voru eins og kunnugt er óánægð-» ir með laun sín og gripu til verk- falls til að fá rétt hlut sinn í þvjj efni. Gerðardómurinn taldi verk- fallið ólöglegt og þann 17. apríl var fiskimönnunum skipað að> taka upp vinnu. Þeir neituðu Og ! verkfallinu létti ekki fyrr en 28» j apríl. Færeyska fiskimannafélag- ! ið hefur nú verið dæmt til þess j að greiða félagi fyreyskra togara j eigenda og Reiðrafélaginu sam- j tals um 750 þús. kr. auk 300® ' i málskostnað. — Fékk 168 Itinnur i síldar í 3 lögnum AKRANESI, 24. maí. — „Sveinti Guðmundsson“, einn af bátum Haralds Böðvarssonar & Co., léfe reka suður í Miðnessjó aðfara- nótt laugardags. Var hann mecf 45 relfnet og fékk í þau 63 tunnur síldar. Aðfaranótt sunnudags lét hann reka vestur í Jökuldjúpi og féklc 25 tunnur í netin. ’ S.l. nótt lét hann svo reka fyrif netjunum suður í Miðnéssjó ög fékk 80 tunnur. Hefir Sveinn því fengið í þrem- ur lögnum 168 tunnur. Síldin er stór en mögur. Húií er pönnuð og fryst. —O. r Urslit prestkosn- ingamia á Melstað FYRIR nokkru fór fram prests- kosning í Melstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, en þar voru tveir í framboði, séra Gísli Kolbeins í Sauðlauksdal, og Sig- urður Haukur Guðjónsson, cand. theol., frá Gufudal í Ölfusi. í gær voru atkvæðin talin og hlaut séra Gísli 173 atkv. á móti 169 atkv. Sigurðar Hauks a Vísifölurnar j óbreyttar ' KAUPLAGSNEFND hefur reikn* að út vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavík hinn 1. maí s.l. og reyndist hún vera 158 stig. Enn fremur hefur kauplags- nefnd reknað út kaupgjaldsvísi- töiu fyrir maí, með tilliti til ákvæða 3 mgr. 6. gr. laga nr.. 22/1950 og reyndist hún vera 148 stig. Eru báðar vísitölurnar. óbreyttar. Skákeinvígið ! KRISTNES ] TfnLSSTAÐ IR 25. leikur Kristness: Hd8—f8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.