Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. maí 1554 MORG U'N BLAÐIÐ 7 Svíarnsr hafa si§raS með 3 marka snun í báðum leikjunum SÆNSKA handknattleiksliðið, Kamraterna frá Kristianstaá, kom til Reykjavíkur á iaugardag og lék samdægurs við úrvals- lið Reykjavíkurfélaganna á íþróttavellinum. Leikar fóru þá svo að Svíarnir sigruðu með 15 mörkum gegn 12. — Á sunnudagskvöld léku Svíarnir að Hálogalandi gegn íslandsmeisturunum, Ármanni, og sigruðu enn, þá með 16 mörkum gegn 13. ÆFA VIÐ BETRI AÐSTÖÐU EN OKKAR MENN Komu þessara sænsku hand- knattleiksmeistara hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðið er eitt fremsta handknatt- leikslið Svía um árabil og því vel samstillt og þrautreynt. Af samanburði við sænska liðið má sjá að reykvískir handknattleiks- menn eru á eftir hvað leikhraða snertir og í því að dreifa leikn- um um völlinn. Hafa þeir í þeim efnum afsökun vegna þess að þeir hafa hvorki til æfinga né keppni nægilega stóran völl, svo eðlilegt er að þeir standist ekki samanburð við lið sem alltaf æf- ir og keppir á fullstórum velli. LEIKURINN Á LAUGARDAGINN Samt var leikurinn á laugar- daginn jafn og tvísýnn. Með nokkrum ugg sáu áhorfendur Svíana skora 2 fyrstu mörkin og KEPPA í KVÖLD í kvöM keppa Svíarnir við Val, Reykjavíkurmeistarana, að Há- logalandi. Fyrir leikinn keppa kvennaflokkur Vals og Fram stuttan leik. 335 kr. fyrir 11 réita ÚRSLIT leikjanna á 20. seðl- inum: Víkingur 1 — Þróttur 1 x Ungverjaland 7 — England 1 1 Sandeford 0 — Skeid 0 x Nordnes 2 — Larvik 3 2 Asker 1 — Sparta 2 2 Moss 2 — Lilleström 6 2 Freidig 2 — Frederikstad 4 2 Strömmen 3 — Odd 1 1 Djurgárden 1 — Degerfors 1 x Hálsingborg 2 — Gais 3 2 Jönlcöping 2 — Malmö 3 2 Sandviken 0 — AIK 4 2 Ekki færri en 5 seðlar reynd- ust með 11 réttum ágizkunum, enda komu flest úrslitanna ekki mjög á óvart. Óvæntust urðu úr- slitin í jafnteflisleikjunum 3, og sér í lagi jafntefli Víkings og Þróttar. Hæsti vinningur var 335 kr. fyrir 4 af seðlunum, sem voru með 27 og 48 raða kerfum, og eru með 1/11 og 6/10.. Fyrir 5 seðilinn koma 275 kr. Kðflavík vann Akranes í FJÓRÐA skiptið er Keflavík og Akranes háðu sundkeppni sin á milti sigraði sundfólkið í Kefla- vík. Keppnin fór fram í Kefla- vík og hlutu Keflavíkingar 45t4 stig gegn 42tá stigi Akurnesinga. Oft hefur bæjakeppni þessi ver- ið spennandi og tvísýn, en aldrei eins og nú. Keflvíkingar tóku forystun?. þegar í fyrstu keppn- isgrein og héldu henni allt til loka, þó oft munaði mjóu. Bæði á Akranesi og Keflavík er niikill fjöldi góðs sundfólks, sem þrátt fyrir tiltólulega litla æfingu hefur skipað sér í raðir beztu sundmanna og kvenna ís lands. Sundhallirnar á þessum stöðum eiga sinn þátt í því. Það er gott fordæmi, sem þessir bæir hafa sýnt með því að efna til slíkr ar bæjakeppni í því skyni að efla áhuga æskufólks fyrir hinni hollu sundíþrótt. Úrslit í einstökum greinum verða birt siðar. Árinaim J. Lánis- soii glímukappi r Islamls ÍSLANDSGLÍMAN fór fram að Hálogalandi á sunnudaginn. — Þátttakendur voru 9 talsins og urðu úrslit þau að Ármann J. Lárusson varð glímukappi ís- lands 1954 — lagði alla keppi- nauta sína. Annar varð Gísli Guðmundsson Á, hlaut 7 vinninga, 3. Anton Högnason Á, 6 vinninga. Kristinn Þorkelsson KRISTINN Þorkelsson var fædd- ur 7. júní 1872, að Fellsenda í Þingvallasveit, sonur hjónanna Þorkels Kristjánssonar og Birg- ittu Þorsteinsdóttur, sem þar bjuggu þá. Þau hjón fluttust síð- ar að Helgadal í Mosfellssveit. Kristinn ólst upp í foreldrahús- um, fyrst að Fellsenda og síðan í Helgadal fram undir tvítugs- aldur, en þá réðist hann til skó- smíðanáms í Reykjavík hjá Rafni Sigurðssyni, skósmið, sem þá var Áke Moberg. bjuggust við „bursti“. En úr- valsliðið stóð sig með mikilli prýði, jafnaði og tók forystuna. í hálfleik stóðu leikar 8:8. í síðari hálfleik sóttu Svíarnir sig og náðu allmiklu forskoti, en leiknum lauk með knöppum sigri þeirra, 15:12. Þó úrvalsliðinu hafi ekki tek- izt að skora nema 5 mörk úr 11 vítaköstum er á Svíana voru dæmd, má liðið vel við una. Reykvískir handknattleiksmenn eru óreyndir í keppni við þraut- reynd lið, en þessi leikur sýnir að þeim má fá í hendur stór verk- efni í þeirri vissu, að þeir muni standa sig. Bezti maður liðsins var Karl Jóhannsson Ármanni — eldsnöggur, liðugur og skot- harður handknattleiksmaður. — Hann skoraði 5 af mörkum Reyk- víkinga. Annars var hvergi „gat“ í liðinu og allir leikmennirnir skiluðu hlutverki sínu með sóma. Dómari var Hannes Sigurðsson. Var hann ákveðinn og réttsýnn í dómum sínum og fylgdi fast eftir hinum nýju reglum. Vita- köstin mörgu er dæmd voru á Svíana voru flest fyrir svipuð brot — andstæðingur var hindr- aður í að skjóta er að markteig var komið. Var þar ákveðið fylgt eftir hinum nýju reglum. AÐ HÁLOGALANDI Innileikurinn á sunnudags- kvöMið var ekki síður skemmti- legur, þó litli völlurinn þar tor- veMaði leikmönnum mjög. — Ármenningar tóku forystuna, en við ramman var reip að draga, og var leikurinn jafn og skemmtí legur til síðustu mínútu. Þfzka liðið er vel samæft eftir sex vikna þjálfim Keppa við Reykjavíkurúrval á fösfudaginn MEÐAL farþega með Gullfossi, sem kemur hingað á fimmtu- dagsmorgun, er úrvalslið Hamborgar í knattspyrnu. Lið þetta kemur hingað sem kunnugt er í boði íþróttabandalags Akra- ness, og hefur þetta litla bæjarfélag í mikið ráðizt, er þeir fyrstir manna utan Reykjavíkur, ráðast i að bjóða hingað til lands stói- um hópi íþróttamanna. SAMÆFT LIÐ ' í hinum þýzka hóp er hingað kemur eru 22 menn — 4 menn í fararstjórn (þar með tahnn þjálf- ari) og 18 knattspyrnumenn. í fararstjórn eru m.a. hr. August Ahrens og Gustav SchönfeMt, sem er meðal forystumanna i knattspyrnumálum Hamborgar. Knattspyrnuliðið var valið í apríl byrjun og hefur síðan æft af kappi. Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri, er var á ferð erlendis á dögunum, sá liðið að æfingum og kvað þá mjög leikna knattspyrnu menn. Þeir hafa æft vel og sýnt mikinn áhuga á Islandsferðinni. DAGSKRÁIN Ilér dveljast gestirnir frá Ilamborg til 5. júní. — Dvöl þeirra verður á þessa leið: Föstudaginn 28. maí: Bæja- keppni í knattspyrnu: Ham- borg—Reykjavík. Reykjavík- urliðið velur Knattspyrnuráð Reykjavíkur. Laugardaginn 29. maí: Farið til Akraness og verður mót- taka á bryggjunni þar. Síðar þann dag fara Þjóðverjarnir m. a. á handfæraveiðar á mið Akurnesinga. um. Hann var skýrleiksmaður 9 hugsun, ákveðinn í skoðunum, er* orðvar og ádeilulaus. Um sumö var hann nokkuð sérstæður, enj á engan hátt yfirborðsmaður né að allra vild. Þess naut hann bæði. og galt. Vandaðrf mann til orðs og æð- is var vart að fyrirfinna. Trú- virkni hans og orðheldni var svo, að af bar. Sá sem að þessum. línum stendur getur þar bezt urrv borið eftir 20 ára árekstralaus.t samveru og samstörf. Varð hov>- um aldrei fullþakkað fyrir öll þau störf, sem hann inntitaf hend* á þessu tímabili, né heldur hitt, hvern þátt hann átti í uppeídii þeirra barna, sem voru honumt samvista, því hann var barngóðiM" og umhyggjusamur við þau einw og bezt má vera. Má þar ura. segja, eins og oftar, að engiira veit hvað átt hefur fyrr en misst. hefur, en það sem vel er gert skak lengi muna. — Síðustu árin dvaldist Krist- inn á vegum barna sinna og ðó» á Elliheimihnu Grund, 16. maí. — Blessuð sé minning hans. Hallur JónssoB. Sunnudagur 30. maí: Kapp- leikur á Akranesi. Hamborg— Akranes. Fjallfoss fer héðan kl. 1 e. h. og ofan að aftur kl. 8 um kvöldið. 2. júní: Nýbakaðir Reykja- vikurmeistarar (sennil. K.R.) keppa við Hamborgarana. 4. júní: Hamborg—Akranes á íþróttavellinum í Reykjavik. Milli keppnisdagana fara Þjóð- verjarnir í ferðalög, skoða Borg- arfjörðinn, Hitaveituna, Hvera- gerði, Gullfoss, Geysir og Þing- völl m.a. Heim halda þeir 5. júní flugleiðis. GAGNKVÆM HEIMSÓKN Hér er um algerlega gagn- kvæma heimsókn að ræða. Akur- nesingar bjóða þessu þýzka liði hingað og 28. ágúst n.k. fara þeir utan í boði knattspyrnusambands Hamborgar. Þetta er í 5. sinn sem af slikum gangkvæmum heim- sóknum verður milli þýzkra og íslenzkra knattspyrnumanna. — Æfinlega hafa þessar heimsóknir yerið öllum til sóma er að þeim stóðu, og öllum til ánægju er á tappleikina horfa. helzti .maður í þeirri grein í Reykjavík, og meðal annarra hafði Jón Brvnjólfsson leðursali lært iðn sína hjá Rafni, en nokkiu áður en Kristinn. Árið 1897 giftist hann Maríu Jónsdóttur. Þau hjónin eignuðust 7 börn, 5 syni og 2 dætur, sem öll komust til þroska og hafa sýnt að þau eru af góðu bergi brotin. Af þeim eru nú 2 synirnir dánir, en annar þeirra var Jón Lehmann, sem mörgum Reykvik- ingum var að góðu kunnur, hinn var Ágúst, sem létzt eftir langa vanheilsu á Kópavogshæli. Þau sem eftir lifa eru Kristján, en hann fór til Ameríku á unga aldri; Kristín María, gift Stefáni Ó. Bjarnasyni; Alfreð, giftur Sig- urveigu Oddsdóttur; Ingibergur, giftur Emilíu Þórðardóttur og Guðrún, gift Birni Jónssyni. Fyrstu árin eftir að Kristinn hafði útent námstima sinn, vann hann áfram hjá Rafni, unz hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Fáskrúðsfjarðar í þeirri von að þar væru betri afkomumöguleik- ar en þá voru í Reykjavík. Á Fáskrúðsfirði stundaði Kristinn iðn sina i 6 ár, en fluttist þá aftur til Reykjavíkur. Hvarf hann þá til annarrar iðju og hafði m. a. það starf með höndum um ára- bil, að kveikja á götuljósum bæj- arins, en til þess þurfti þá trú- verðugan mann og áreiðanlegar. Það mætti ætla að það starf hafi ekki aðrir getað leyst betur af hendi, því það mun ekki ofmælt að stundvísi og áreiðanleiki Kristins var með þeim ágætum að vert er að ekki falli í gleymsku. Enda auðmunað þeim, sem höfðu af honum nokkur kynni. Árið 1918 missti Kristinn konu sína og varð það mikið áfall fyrir hann. Upp úr því bilaði heilsa hans að nokkru leyti, svo hann varð aldrei sami maður og hann áður var. — .Kristinn hvarf nú frá sínum fyrri störfum og hélt aftur til átthaga sinna. Dvaldist hann um nokkurt skeið hjá bróð- ur sínum Kristjáni hreppstjóra í Álftanesi og siðan tvö ár hjá Einari hreppstjóra Halldórssvni að Kárastöðum, en vorið 1928 fór hann að Bringum i Mosfellssveit og var þar til heimilis i 20 ár. — Lengst af þeim tima var hann í vegavinnu á sumrum hjá Jónasi vegaverkstjóra Magnússyni í , Stardal og hafði Jónas miklar j mætur á honum fyrir iðni og trú- mennsku eins og vert var. Lagði hann sig jafnan allan fram í j starfi sínu og leyfði engum að hlutast til um athafnir sínar né ^ ákvarðanir og var alltaf sjálfum sér samkvæmur í orðum og gerð- Benedikt Sveinsson bygginpmelsiari fhnmlugQr FIMMTUGUR var í gær Bene- dikt Sveinsson, byggingameist- ari, Laugateig 44. Benedikt er Austfirðingur að ætt, fluttist til Reykjavíkur árið 1936 og hefur síðan stundað húsa- byggingar og trésmíði hér í bæ. Sú er ástæða til þess að mér þykir rétt að geta i fám orðum um starf Benedikts og hann sjálf- an við þessi tímamót, að ég tel, að ef rétt er að láta mannagetið á slíkum stundum, þá sé ástæða til þess að þessu stinni. Ég hirði ekki um að rekja ætt Benedikts. Hún er þeim kunn sem um slíkl vilja vita. Um starfsferil skal þess getið, að Benedikt lærði trésmíði hjá. föður sínum, Sveini Benedikts- syni á Fáskrúðsfirði og byggði þar eystra ásamt föður sínum mörg reisulegustu hús, sem þar er að sjá. 1936 fluttist Benedikt til Reykjavíkur og hefur síðan ver- ið athafnamaður við byggingar í Reykjavík og veitir nú forstöðw fyrritækinu Benedikt & Gissur, ásamt Viðar Thorsteinsson. Um það bil að ég var að henda fyrstu sporin, kynntist ég Bene- dikt af afspurn og þá þegar era- göngu að góðu. Síðar fékk ég tækifæri til að reyna nokkuð rétt mæti þeirrar spurnar og verð ég- að viðurkenna að fáa menn heff ég þekkt sem betur sameina með- fædda og áunna eiginleika, sen* gera menn þannig, að öllum, sem. kynnast þeim, finnst þeir hafa grætt mikið á kynningunni og þykir jafnframt vænt um við- komandi. Það mundi ekki að skapi Bene- dikts eða fjölskyldu hans, að- mikið lof væri á hann borið við þetta tækifæri en þó verður hamt það að þola, að um leið og kunn- ingjarnir óska honum til ham- ingju við þetta tækifæri, þá minnast þeir þess, að hann er maður, sem okkur samíerða- mönnum finnst alltaf vera ungur og vilja að hann haldi áfram að vera það, og okkur finnst að það sé einkenni þeirra manna, sem við viljum muna að þeir koma alltaf fram til góðs þar sem þeir fara og það gerir Benedikt. Samferðamaður. Hörður Ólafsson Málflutningsskrifstofa. I Laugavegi 10. Símar 80332, '7673. HILMAR FOSS lögg. skjalaþýð. & dóint. Hafnarstræti 11. — Sím? 4824.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.