Morgunblaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 8
8
MORGV* RLAÐiÐ
Þriðjudagur 1. júní 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Aliir íslendingar
eiga á hafa söimi möpleika
ANNARRI formannaráðstefnu
Sjálfstæðisflokksins er lokið.
Fór vel á bví, að hún skyldi hald-
in í svipaðan mund og flokkur-
inn átti 25 ára afmæli. Á þeim
tímamótum ber Sjálfstæðismönn
um fyrst og fremst að stíga á
stokk og strengja þess heit, að
bæta skipulag flokksins og herða
baráttuna fyrir hinni þjóðhollu
stefnu sinni. Á þessari ráðstefnu
hafa forvígismenn samtaka Sjálf-
stæðismanna víðs vegar af
iandinu mætzt og borið saman
ráð sín. Er það mjög mikiis virði
fyrir flokksforustuna á hverjum
tíma, að fá ábendingar sem
flestra starfandi flokksmanna,
um það hvernig starfinu skuli
hagað.
Það er styrkur Sjálfstæðis-
flokksins að hann er byggður upp
af fólki úr öllum stéttum og
starfshópum hins íslenzka þjóð-
félags. Þetta fólk verður að sam-
ræma sjónarmið sín, þannig að
barátta flokks þess geti miðazt
fyrst og fremst við alþjóðarhag.
Þetta hefur Sjálfstæðisfólki í
landinu til þessia tekizt. Þess
vegna hefur barátta Sjálfstæðis-
flokksins orðið þjóðinni í heild
að miklu gagni.
í ávarpi, sem formannaráðstefn
an samþykkti var ekki aðeins
minnzt á árangurinn af starfi
Sjálfstæðisflokksins þau 25 ár,
sem hann hefur verið forustu-
flokkur í íslenzkum stjórnmálum.
Þar er einnig mörkuð framtíðar-
stefna. í ávarpinu segir m. a.
á þessa leið:
„Sjálfstæðisflokkurinn sæk-
ir eftir því, að hver og einn,
hvar í stétt og stöðu sem hann
er fái að njóta sín. Flokkur-
inn vill breyta almannavald-
inu til styrktar einstaklingun-
um, en ekki til áþjánar. Hann
vill gefa öllum kost á mennt-
un og möguleikum til þess að
brjótast áfram í lífinu. Flokk-
urinn telur að íslenzku þjóð-
inni geti því aðeins vegnað
vel, að hin forna menning
hennar sé höfð í heiðri. Hann
telur sjáifsagt, að haldið sé við
og efld byggð um sveitir lands
ins. Þess vegna stuðlar hann
að bættum húsakosti, skólum,
samgöngum og rafvirkjun,
sem víðast á landinu. Allir ís-
lendingar eiga að hafa sömu
möguleika til að verða landi
og lýð til gagns. Valdboð að
ofan frá gerir engan að manni.
Það er ráð og drengskapur ein-
staklingsins, sem bezt dugir
honum sjálfum og þjóðinni
allri. Frelsi einstaklingsins
verður ætíð öruggasta untír-
staða framfara þjóðarinnar"
í þessum orðum er í örstuttu
máli mótuð sú stefna, sem Sjálf-
stæðismenn munu starfa eftir á
komandi árum. Á grundvelli
þjóðlegrar menningar lands-
manna mun hann halda áfram
baráttunni fyrir efnahagslegri
uppbyggingu og sjálfstæði þjóð-
arinnar, út á við og inn á við.
Það er bjargföst skoðun Sjálf-
stæðismahna að frelsi einstakl-
ingsins hljóti á komandi árum
eins og á liðnum tíma að verða
hyrnmgarsteinn framfaranna.
Þess vegna megi ekki sníða því
> CIierSKrsZa CT>TEíB>í3B»
ÚR DAGLEGA LÍFINU
of þröngan stakk. Þjóðfélaginu
beri að sjálfsögðu skylda til þess
að trygg;a það, að hinn minni-
máttar verði ekki troðinn undir
í of harðri samkeppni um lífsins
gæði. Þetta hefur hið íslenzka
þjóðfélag þegar gert í ríkari
mæli en tíðkast meðal flestra
menningarþióða. Er þar átt við
hina fullkomnu tryggingarlög-
gjöf, sem sett var undir for-
ystu annarrar ríkisstjórnar Ólafs
Thors, nýsköpunarstjórnarinnar.
Sjálfstæðismenn telja að þróun
félagslegra umbóta hljóti að
halda áfram eftir því sem þjóð- |
inni vex eínahagslega fiskur um
hrygg. Traustir og fjölþættir at- !
vinnuvegir hljóti alltaf að vera
frumskilyrði þess að þjóðin geti
risið undir fullkominni félags-
málalöggjöf. j
Takmark Sjálfstæðismanna nú,
hlýtur að vera örugg meirihluta-
stjórn þeirra eigin flokks. Þeim
er það ljóst að þá fyrst er þeir
hafa fengið þingmeirihluta fær
stefna þeirra notið sín til fulls
til gagns og gæfu fyrir alla fs-
lendinga. Það er því ekki að
ófyrirsynju að formannaráðstefn-
an lýkur ávarpi sínu með yfir-
lýsingu um þetta takmark.
En til þess að það náist þurfa
hinar mörgu þúsundir Sjáif-
stæðisfólks í sveitum og við
sjávarsíðu að vinna vel og
markvisst saman. Skipulag
flokksins þarf að batna og
Sjálfstæðismenn verða að gera
sér far um það í vaxadi mæli,
að styðja hverjir aðra eftir
fremsta megni, ekki aðeins á
vettvangi stjórnmálanna, held
ur og i hinni daglegu lífsbar-
áttu. Að því getur flokknum
orðið ómetanlegur styrkur og
síðan allri hinni íslenzku þjóð.
Góðir gestir
Á ÞESSUM árum samtaka og
félaga sem stofnuð eru um flest
málefni, sem getur undir sólinni
er eitt lítið félag, sem þó hefur
merkara hlutverki að gegna en
þau flest önnur. Það félag var
stofnað á ofanverðum vetri og
hlaut nafn-'ð Kynning. j
Höfundur þess og frumkvöðull
er Ragnar Jónsson forstjóri, sem
mörgu góðu fyrirtæki hefur áður
lagt lið, en félagið á sér það
markmið að greiða götu eilendra
merkismanna, sem unnið hafa
sér nafn og skarað fram úr, þar
sem þeir hafa haslað sér völi.
Gildir þar einu hvort sem um
er að ræða knáar fjallakempur
sem Sir Edmund Hillary er sigr- ,
að hafa mestu fjöll og torfærustu
firnindi veraldar, eða þá menn
sem lagt hafa för sína á hæstu
tinda anda vísinda og speki sem
Herman Wildenvey og aðra slíka
snillinga, er félagið hyggst bjóða
síðar heim
Allir eru þeir okkur íslending-
um jafn miklir aufúsugestir; við
höfum löngum kunnað að virða.
kappa og hetjur, og kunnað þjóða j
bezt að meta ljóð, sögur og af-1
reksverkasagnir. Þess er því að (
vænta, að starf Kynningar megi j
verða mikið og vaxandi, og ekki.
mun þá fróðleiksfúsa áheyrend-j
ur skorta. I
ALMAR skrifar:
SKEMMTILÖG VIÐTÖL O. FL.
LEIKUR Sinfóníuhljómsveitar-
innar sunnudaginn 23. f. m. undir
stjórn Olavs Kiellands var í alla
staði hinn ánægjulegasti. Forleik-
ur Karls Ó. Runólfssonar að
Fjalla-Eyvindi, er margir munu
kannast við, er traust og gott
tónverk og naut sín vel í öruggri
meðferð hljómsveitarinnar. Þá
fór hljómsveitin einnig ágætlega
með hið skemmtilega og fagra
tónverk, Svítu nr. 1, úr „Pétri
Gaut“ eftir Grieg.
Gaman var og að hlusta á
Finnboga prófessor Guðmunds-
son ræða við þá prestana ungu,
Braga Friðriksson og Róbert
Jack, er báðir gegna nú prests-
störfum í Kanada, svo og Vest-
ur-íslendingana Kára Byron og
Björn Bjarnason.
^rá útuan
rpmu
í óí&uótu ui l?u
Af orðum prestanna mátti
ráða, að þeir una vel hag sín-
um vestur þar og að þeirra
beggja bíða þar mikil verkefni,
sem þeir hugsa til með bjart-
sýni og starfsgleði. — Þá var
einnig fróðlegt og skemmtilegt
að heyra þá Kára Byron og Björn
Bjarnason skýra frá högum sín-
um vestra. Rímnakveðskapur
Björns var næsta athyglisverður
og bendir ótvírætt til þess, að
íslendingseðlið sé ennþá furðu
ríkt í mÖrgum Vestur-íselnd-
ingnum, jafnvel þótt hann sé
borinn og barnfæddur vestra, eða
VeU andi áht
rifar:
Vinur minn í sveit.
VINUR minn fjögra ára, sem er
nýkominn í sumarbústað uppi
við Gunnarshólma, er heldur en
ekki hrifinn að sveitalífinu. Ekki
spillir, að hann fær að skreppa
eftir mjólkinni með mömmu, og
þarna voru þá gripir, sem hann
hafði aldrei áður séð, enda var
einn helzti kostur sveitalífsins,
að nú þurfti ekki annað en sækja
mjólkina spenvolga í kýrnar, það
var þá munur eða að verða að
kaupa hana í búð.
Og vinur minn fór að hugsa
um lífsins gagn og landsins gæði,
og þá var það, að hann spurði:
„Mamma, hvar eru súrmjólkur-
kýrnar?"
Hið blíða vor.
EN þessi vinur minn er ekki
einn kaupstaðarbúa um að
dá sveitasæluna, þegar sumrar.
Þeir, sem þess eiga nckkurn kost
dusta þá af sér göturykið og
steðja út í sveit. Sumir eiga sér
þar lítið hús og ef til vill garð
í kring, sem gaman er að yrkja
og snurfusa. Aðrir láta sér nægja
guðs græna náttúruna — húsa-
lausa. Það er ekki í kot vísað að
velta sér í grængresi þessa blíða
vors, hvort sem menn sækjast
eftir þægilegum sumarbústað við
alfaraleið eða töfrum afskekkts
staðar.
H
Aðfinnslur.
EIÐRAÐI Velvakandi! —
Vegna greinarstúfs, er birt-
ist í pistli yðar og beint var að
veitingahúsi mínu, vil ég taka
eftirfarandi fram: Ég er ekki ó-
ánægður með að fá aðfinnslur, ef
þær eru á rökum reistar. Fyrir-
tæki eins og ég rek að Laugavegi
89 hér í bæ undir nafninu Röðull,
hlýtur allt af að standa með góðri
samvinnu eiganda og starfsfólks
að miklu leyti, en falla ella. Ég
tel mig hafa verið mjög heppinn
með starfsfólk mitt. En eins og
greinarhöfundur réttilega minn-
ist á er í verulegum atriðum nýtt
rekstrarfyrirkomulag á Röðli, og
allt af er hætt við, þrátt fyrir
góðan vilja, að hægt sé að koma
aðfinnslum að.
Hinir fyrstu fá það bezta.
ÞVÍ miður verða surhir, sem
óska að sjá skemmtiatriði á
efri hæð hússins, að sætta sig við
að setjast að á neðri hæð. Öðru
vísi varg því ekki fyrir komið.
Þeir, sem fyrr koma verða að fá
beztu borðin, hinir hljóta það
næstbezta. Og vegna mikillar eft-
irspurnar er ekki hægt að halda
borðum nema til 9,30 á laugar-
dögum.
Rétt boðleið.
VÆNT þætti mér um, ef grein-
arhöfundur vildi gefa mér
persónulega nafn þess manns,
sem svaraði kurteislegri spurn-
ingu hans ókurteislega. Að öðru
leyti óska ég, að gestir, er telja
sig beitta órétti í húsi mínu, snúi
sér beint til mín eða yfirþjóns
hússins.
Það er von mín, að með góðri
samvinnu almennings og starfs-
fólks Röðuls muni í framtíðinni
ekki koma til frekari árekstra.
Virðingarfyllst.
Ólafur P. Ólafsson.
, Fæddur Magnús góði.
SVÁ bar at eina nótt, at Álf-
hildr tók sótt, og var fátt
manna við statt, konur nökkurar
ok prestr ok Sighvatr sáld ok
fáir menn aðrir. Álfhildr var
þungliga at tekin, ok gekk henni
nær dauða, ok um síðir fæddi hon
sveinbarn, ok var þat um hríð,
at þau vissu óglöggt, hvárt líf
væri með barninu eða eigi. En er
barnit skaut upp öndunni ok all-
ómáttuliga, þá bað prestr Sig-
hvat fara at segja konungi,
hversu háttat var.
Sighvatr svarar: „Þat þori ek
fyrir engan mun at vekja kon-
unginn, því at hann bannar þat
hverjum manni, at hann sé
vakðr, fyrr en hann vaknar
sjálfr."
Prestr svarar: „Nauðsyn er
þetta, at barnit fái skírn sína, því
at mér sýnist þat ómáttuligt ok
lítil ván langs lífs.“
Sighvatr mælti: „Heldr vil ek
til þess hætta, at þú skírir barnit
en ek vekja konunginn, ok mun
ek sitja fyrir svörunum ok gefa
nafn sveininum."
Svá gera þeir, ok var skírðr
sveinninn ok kallaðr Magnús.
(Sighvats þáttr skálds).
Brennt barn
forffast eldinn.
hafi fluttst þangað sem korna-
barn.
Einsöngur frú Lisu-Brittu Ein-
arsdóttur, þennan sama dag, með
píanóundirleik dr. Páls ísólfsson-
ar, var einkar góður. Söng fruin
lög eftir Haydn og frönsk tón-
skáld. Hefur hún viðfeldna og
blæíagra sopranrödd, er hún
beitir mjög músikalskt og af
mikilli smekkvísi.
ATHYGLISVERÐ
VARNAÐARORÐ
MÁNUDAGINN 24. þ. m. kom
fram í þættinum um daginn og
veginn, ungur og gáfaður hag-
fræðingur, Jóhannes Nordal.
Ræddi hann aðallega um fjármál
þjóðarinnar og önnur þjóðfélags-
leg vandamál í sambandi við þau.
Rakti hann í stuttu en skýru
máli þær meginorsakir, er hann
taldi vera fyrir hinum mikla
lánsfjárskorti, er nú ríkir hér á
landi, og benti á þær leiðir, er
hugsanlegar væru til að bæta úr
þeim vanda. — Þá ræddi hag-
fræðingurinn nokkuð viðhorfin í
verkalýðsmálunum, eins og þau
eru nú og þá sérstaklega kaup-
kröfur og verkföll í því sam-
bandi. Benti han á, og studdi full-
um rökum, að nauðsynlegt væri
að setja strangari reglur um
beitingu verkfallsréttarins, en
nú gilda, til þess að tryggja það,
að eigi verði gripið til verkfalla
nema að vel athuguðu máli og af
brýnustu nauðsyn. Átaldi hag-
fræðingurinn mjög þau vinnu-
brögð að deiluaðilar reyndu oftast
lítið eða ekkert til þess að jafna
ágreining sinn með viðræðum
sín á milli áður en til verkfalls
kæmi. — Þá benti hagfræðing-
urinn réttilega á þá hættu, sem
vinnufriðnum í landinu gæti af
[ því stafað, ef styttur yrði upp-
sagnarfrestur vinnusamninga,
eins og verklýðsfélögin fara nú
f fram á. Taldi hann miklu fremur
_ æskilegt að gerðir yrði vinnu-
! samningar til lengri tíma en nú
[ tíðkast, jafnvel 2ja—3ja ára í
senn.
j Þessar hugleiðingar hagfræð-
ingsins voru allar hinar athygl-
isverðustu, fluttar án stóryrða, en
af fullri einurð, og á ágætu máli.
Hefðu þeir menn, sem alltaf eru
reiðubúnir að æsa til verkfalla,
oft af litlu tilefni, gott af því að
leggja sét orð hans á minni og
læra af þeim.
MÆLGIN MEIRI EN
HÆVERSKAN
GÍSLI KRISTJÁNSSON ritstjóri
hefur í Búnaðarþáttum útvarps-
ins átt nokkrum sinnum samtal
við menn, aðallega úr bænda-
stétt. Venjulega hafa samtöl þessi
að mestu farið fyrir ofan garð og
neðan vegna mærðar ritstjórans,
sem bersýnilega hefur misskilið
með öllu hlutverk sitt í þessum
samtalsþáttum. Hefur hann jat'n-
an haft orðið að mestu sjálfur
og vart leyft aðkomumönnunum
[ að skjóta inn nema orði og brði
1 á stangli. Þarf auðvitað ekki að
taka það fram, að Gísli ritstjóri
veit allt miklu betur en þeir,
sem hann ræðir við, þó að hæ-
verska hans banni honum algert
eintal við hljóðnemann.
Enda þóttt í þáttum þessum
hafi alltaf verið mikið brögð að
þessir málgleði ritstjórans, tók
I þó út yfir, er hann ræddi við
j Braga Steingrímsson dýralækni í
j vikunni sem leið. Er dýralæknir-
[ inn fyrir nokkru kominn frá
Hannover, en hann dvaldi um
hríð við dýralæknaskólann þar,
til þess að kynna sér nýjungar
í fræðigrein sinni. Var víst til
þess ætlazt, að hann segði hlust-
endum eitthvað frá árangrinum
af þessari ferð sinni. En þegar
til kom vár ritstjórinn ekki á
því, frekar én fyrri daginn, að
hleypa lækninum að með of mörg
orð, — enda þurfti hann ekki á
því að halda. Hann vissi sem sé
allt um dýrasjúkdóma og dýra-
lækningar miklu betur en lækn-
Framh. á bls. 12