Morgunblaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 1. júní 1954 MORGUNBLAÐIty Sendiferðabill með stöðvarplássi til sölu. Til sýnis við Nýju sendi- bilastöðina eftir kl. 7 í dag. 4000 manns sán kappleikinn á Akranesi - en |>ar eru íbúarnir 3000 sókn Akurnesinga þung fram undir miðjan hálfleikinn, þótt árangur hennar í markatöiu væri enginn. Eftir það tóku Þjóðverj- arnir frumkvæðið í sínar hendur — og sýndu á köflum samstillt- an leik og góðar skiptingar. í einu upphlaupanna tókst þeim j að brjótast í gegn um Akranes- vörnina og hægri miðframvörður fékk knöttinn um 7 m frá marki. Magnús hljóp út í því skyni að loka markinu, en Þjóðverjanum tókst á snilldarlegan hátt að vippa knettinum yfir hann og skora — 2:1. Fleiri tækifæri fengu Þjóðverj- ar í þessum kafla leiksins. Með góðum staðsetningum tókst þeim að stöðva upphlaup Akurnesinga þegar í fæðingu og halda sókn- arþunganum. Oft komst Akranes- vörnin „í hann krappan“ og tvisv- ar tókst bakvörðunum að bjarga á marklinu. Á síðustu mínútum leiksins tókst Akurnesingum að breyta vörn í sókn og þá skoraði Rík- harður eitt af sínum snilldar- mörkum. Hann fékk knöttinn eft- ir innkast nálægt miðjuni velli, óð í gegnum þýzku vörnina og með þrumuskoti jafnaði hann fyrir Akranes. LIÐIN Þýzka liðið sýndi eins og fyrr segir betri leik nú en í úrvals- leiknum. Staðsetningar Þjóðverj- anna voru betri — og svo góðar að oft lokuðu þeir eyðunum, svo miklum erfiðleikum var bundið að komast í gegnum vörnina. Ahrens miöframherji var sem fyrr bezti maður sóknarinnar, en fékk lítt notið sín fyrir Dagbjarti, sem var bezti maður Akraness varnarinnar og lék af miklu öryggi. Mikið var því leikið á útherjana og áttu bakverðir Akraness oft erfiðar stundir, — en tókst þó að bægja hættunni írá. Akranesliðið náði sér ekki eins upp og oft áður. Kenni ég þar um vellinum (að minnsta kosti fram á föstudag, er þeir fá að sýna hvað þeir geta á Reykja- víkurvellinum). Alltaf reyndu þeir þó að byggja upp — og kom- ust oft langt, áður en einhver hlekkur b'laði. Mikið reyndi á vörnina. Magnús gat ekki gert að vítaspyrnunni og gerði hárrétt með því að hiaupa út er seinna markið kom, þó Þjóðverjanum tækist að skora. Bakverðirnir Ólafur og Kristinn áttu góðan leik, þó Ahrens og útherjarnir gerðu þeim erfitt fyrir með tíð- um og hröðum skiptingum Dag- bjartur var hinn öruggi miðfram- vörður sem alltaf stóð sem klett- ur fyrir og bjargaði oft. Guðjón var traustur í vörn og góður stuðningsmaður í sókn. Sveinn sýndi frábæra knattmeðferð, en var ekki eins góður og oft í fyrra. Þórður naut sín alls ekki í leikn- um, Pétur var mjög hreylanleg- ur og sýndi oft góð tilþrif. Útherj arnir nýttust ekki sem skildi og Ríkharður var óheppinn með markskot cín, en var alltaf sá sem reyndi að byggja upp hin hröðu upphlaup — og tókst oft vel. A. St. FJÖGUR ÞÚSUND manns horfðu á leik knattspyrnu- mannanna frá Hamborg og Akurnesinga er fram fór á sunnudaeinn. Það eru þúsund fleiri, en allir íbúar þorpsins. Mun slíkt vera heimsmet, að áhorfendur séu fleiri en íbú- arnir. Geysileg eftirspurn var eftir farmiðum frá Reykjavík til Akraness. Fjallfoss fór fuílskip aður, sömuleiðis Eldborg og 2 eða 3 mótorbátar. Bátar komu og frá Hafnarfirði og Kefla- vík og fjöldi fólks kom að í bifreiðum. Glampandi sólskin var á Akranesi og veðurblíða. VÖLLURINN Þó mikið hafi verið unnið í knattspyrnuvellinum í allt vor og allt gert til að gera hann sem beztan úr garði var það samt völlurinn sem kom í veg fyrir að liðin gætu sýnt þann samleik, sem þau bæði búa yfir. Eigi að síður var heildarsvipur ieiksins góður. Þjóðverjarnir léku betur í þessum leik, en úrvalsleiknum í Reykjavík, og Akurnesingar undirbjuggu ótal skemmtileg upp hlaup, hörð og vel hugsuð — þó mörg þeirra næðu ekki nema upp að vítateig Þjóðverja. Akurnes- ingar sköpuðu fleiri skottækifæri en Þjóðverjarnir, og vpru mjög óheppnir að fá á sig vítaspyrnu — eftir mjög strangan dóm, fyrir óviljandi brot. Akurnesingar höfðu lagt mikla vinnu í völlinn. Hefur verið unn- ið í honum í allt vor, svo að þar hafa æfingar ekki farið fram. Stóðu liðin því jafnt að vígi hvað æfingu á vellinum snertir. Mal- arlag hafði verið sett á völlinn, en það rótaðist upp svo að holur mynduðust á vellinum. Þetta lausa malarlag hafði vægast sagt mjög truflandi áhrif á samleik allan. VÍTASPYRNAN Strax í upphafi komst hraði í leikinn. Áttu Akurnesingar þar frumkvæðið. Þeir voru sprett- harðari en Þióðverjarnir og tókst oft að byggja upp hröð upp- hlaup — stundum með bráðfal- legum stuttum samleik — en flestum þeirra var hrundið er að vítateig kom, og verulega hættu- leg markskot voru ekki mörg. Á 13. mínútu leiksins varð annar bakvörður Akraness fyrir því óhappi að „kiksa“ — knötturinn hoppaði af vellinum í hendi hans. Algerlega óviljandi brot, og flest- um til mikillar furðu var dæmd vitaspyrna á Akranes, sem Þjóð- verjar skoruðu úr. Fyrir utan þessa vítaspyrnu áttu Þjóðverjar í þessum hálf- leik aðeins 5 markskot á Akra- nesmarkið. Aðeins 1 þeírra var hættulegt — en Magnús varði. Iðulega tókst Akurnesingum hins vegar að skapa hættu við þýzka markið,. en alltaf bilaði einhver hlekkur í samleik Akumesing- anna, svo ekki tókst að jafna í þessum hálíleik. Hvað mark- tækifæri snerti, voru því úrslit hálfleiksins næsta ósanngjörn. MÖRKIN SKORUÐ Akurnesingar hófu leik I síð- ari hálfleik. Knötturinn gekk frá manni’tíl rhafins upp hægri kantinn — og hafnaði í marki Þjóðverjanna eftir skot frá Pétri Georgssyní. Hraðinn 1 leiknum jókst eftir þetta mark og var SUNNUDAGURINN 30. maí 1954 mun lengi verða frægur dagur í íþróttasögu Akraness. Þá unnu knattspyrnumenn þessa þorps, sem teiur tæpa 3000 íbúa, þann sigur að gera jafntefli við úrvalslið áhuga- manna frá Hamborg — borg, sem telur nær hálfa aðra milljón íbúa. Þetta er í fyrsta sinn sem bær utan Reykja- víkur býður erlendum íþrótta- mönnum heim. Og heimsókn- in verður Þjóðverjum líklega ógleymanleg, svo hrifnir voru þeir af móttökunum — og svo hafa Akurnesingar borið þá á höndum sér. Geysilegur mannfjöldi fagnaði Þjóðverjunum er þeir komu til Altraness á laugardag. — Ræður voru fluttar, lúðrar blásnir og kór söng. Þá fóru Þjóðverjarn> til fiskveiða cg hrifust mjög af því að fá að borða eigin afla. Eftir leikinn í gær var efnt tii sam- sætis fyrir hina þýzku gesti. — Þar voru Þjóðverjarnir leystir út með gjöfum m.a. fékk hver þeirra litmynd af Akranesi. — RæíUr fluttu í hófinu Guðmund- ur Sveinbjörnsson, formaður ÍA, Schönfelt, fararstjóri, Hálfdán Sveinsson, bæjarstjkóri, Pétur Ottesen, alþm., Jón Sigurðsson, varaformaður Germanía, Gísii Sigurbjörnsson, forstjóri og Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, flutti frumort kvæði um íþróttir og karlmennsku. — í gær fóru Þjóðverjarnir í boði Akurnes- inga um eina fegurstu sveit Is- lands — Bor.garfjörð. Akurnes- ingar buðu þeim að gista á ein- hverju bezta hóteli á íslandi. — Lcikurinn fór fram á stærsta knattspyrnuvelli á fslandi — og sitthvað fleira höfðu þeir upp á að bjóða, sem gera móttökurnar einhverjar þær glæsilegustu sem erlent lið hefur átt að fagna hér á Iandi, og hefur þó oft verið tckið vel á mcti útlendingum áð- ur. — Fyrsta frjálsíþróltamót- ið lofar góðu um sumarið MITT í öllum skarkalanum sem varð um leik Akurnesinga og 1'Þjáðverjá á Akrartési héldu frjálsíþróttamenn fyrsta mót sitt á árinu, og fengu gesti fáa. GÖTT MÓT I Áldrei hefur keppnin milli félag- OG: SKEMMTILEGT I anna verið svo jöfn. Þau unnu nú Mót þeir'rá • var þó glæsilegt í 5 greinum hvert. fyrir margra hluta sakir. Nýir | . Skemmtilegasta keppni móts- menn hafa skotið upp kollinum ins var í 800 og 1500 m hlaupi og árangur þeirra og hinna eldri milli Sigurðar Guðnasonar ÍR og var mjög góður svo snemma árs. I Framh. á bls. 12 Teipa óskast til að gæta 2ja barna. Uppl. í síma 7151. Sumsrsiígtf Unglingsstúlka óskast til að- stoðar konu, sem tekur að sér verzlun úti á landi í sumar. Uppl. í síma 2622 ki. 10—12 f. h. Húsnæði óskasf hentugt fyrir hárgreiðslu- stofu. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst, merkt: „Hár- greiðslustofa — 382“. liús t3I sölu í Keflavík er einbýlishús til sölu, ekki fullklárað. Skipti á Ibúð í Reykjavík koma til greina. Uppl. Sunnubraut • 11, Keflavík. Vözi slúika óskar eftir afgreiðslustarfi í verzlun eða veitingastað. — Tilboð sendist afgr. Mbl. f. þriðjudag, merkt: „Af- greiðslustörf —- 434“. TII^DUR Timburbrak og þakjárn úr rifnum skúr til sölu ódýrt. Uppl. í síma 7771. Blússur og peysur í fjölbreyttu úrvali. VerJ. JJjóttmn Þingholtsstræti 3. Bari^iD- regrokápur nýkomnar. Rerrafrakikar nýkomnir. VICTOR STÚLKA óskast til heimilisstarfa í einn mánuð. Uppl. í síma 81511. fóau|T<áiik@mð' óskast austur i Rangárvalla- sýslu. Má hafa með sér barn. Uppl. í síma 2946, Stúlka óskasl á gott heimili. Má hafa með sér barn. Svar óskast sent afgr. Mbl. fyrir fimmtudags kvöld, merkt: .Heimili - 381‘. Sumar- ibústaÖur við Álftavatn til sölu. Uppl. í síma 80274 kl. 1—7 dagl. Hafnarfjörður Til sölu svefnherbergishús- gögn sem ný, úr ljósu birki, og stigin saumavél. — Allar uppl. í síma 9369. Afgréiðsfu- stúlka óskast strax. SÖLUTURNIINN, Vesturgötu 6, Hafnarfirði. TIL SÖLU vegna brottflutnings: tveir alstoppaðir stólar, vel með farnir. Tækifærisverð. Uppl. í síma 7018, mili kl. 6—9. Reykjavík — Keflavík 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu nú þegar. Til greina koma skipli á íbúð í Kefla- vík. Uppl, í síma 3282 næstu daga. TIL LEIGU 2 herbergi og eldhús til leigu við Silfurtún mánuðina júní til október. — Leigutilboð, merkt: „Silfurtún — 377“ sendist Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld. — Fyrirfram- greiðsla áskilin. 4ra—5 herb. íbúð eða fokhelt óskast keypt. — Allt að 200 þús. kr. útborg- un. Tilboð sendist afgr. Mbl. íyrir 6. júní, merkt: „366“. Ung Slngssiúfki óskast til aðstoðar við heim- ilisstörf. Sérherbergi, ef ósk- að er. Uppl. í dag í síma 3595. Túnþökur af góðu túni til sölu. Verð kr. 3,00 pr.,fermeter á staðn- um. Kr. 6,60 pr." fermeter heimkeyrt. Upplýsingar í síma 82032 kl. 10—12 og 1—7 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.