Morgunblaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIB Þriðjudagur 1. júní 1954 — Úr daglega lífinu Framh. af bls. 8 irinn sjálfur. Bragi, sem er frem- ur málstirður, reyndi þó af veik- um mætti að skjóta inn setningu og setningu, en oftast árangurs- iaust og fór svo að lokum að hann sá sitt óvænna og gafst upp fyr- ir ofureflinu. Ég vil nú gefa Búnaðarfélag- inu, sem Gísli mun starfa fyrir að þessum þáttum, en þó sér- staklega Gísla sjálfum, það heil- ræði, að hann leggi niður þessi samtöl sín þangað til honum er orðin ljós sú furðulega staðreynd, að aðrir en hann geta líka vitað eitthvað ofurlítið. KIRKJUKÓR HÚSAVÍKUR AÐ KVÖLDI uppstigningardags söng Kirkjukór Húsavíkur í út- varpið undir stjórn prófastsins þar, séra Friðriks A. Friðriksson- ar, en milli þátta flutti prófast- urinn snjallt erindi þar sem hann meðal annars benti á hversu mikla þýðingu kórsöngurinn hef- ur haft fyrir tónlistarmenningu þjóðarinnar fyrr og síðar. Söngur kirkjukórsins var hinn prýðilegasti, kórinn ágætlega samæfður og raddirnar einkar góðar. Séra Friðrik og kona hans hafa mikinn áhuga á góðri tón- list og hafa látið tónlistarmál mjög til sín taka þar norður frá. Séra Friðrik er auk þess skáld mæltur vel og hefur hann ort marga ágæta texta við þau lög, sem kórinn syngur. Eiga þau hjón þakkir skyldar fyrir áhuga sinn og ágætt starf að aukinni tónlistarmenningu í byggðarlagi sínu og nágrenni þess. Þetta sama kvöld las Valdimar V. Snævarr upp sálma eftir sig. Voru þeir allir góður skáldskap- ur og vel kveðnir, enda er Snævarr fyrir löngu þjóðkunnur fyrir sálma sína. ÚR HEIMI LISTARINNAR í ÞÆTTI þessum, sem Björn Th, Björnsson listfræðingur sér um, leiddu saman hesta sína á fimmtudaginn var þeir listmál- ararnir Sveinn Þórarinsson og Þorvaldur Skúlason, sem for- mælendur hvor sinnar listastefnu, — hinnar hefðubundnu málara- listar og hinnar svokölluðu „non- figurativu" listar. Þó að margt skemmtilegt og athyglisvert kæmi fram í þessum samræðum listamannanna, var þó minna á þeim að græða en búast hefði mátt við. Kom það til af því, að umræðuefnið var eigi nægi iega afmarkað og umræðurnar fóru því mjög á víð og dreif, án þess að beinast verulega að meg- inatriðum málsins. Björn Th. Björnsson boðaði nánari umræð ur um þetta merkilega efni að hausti komanda og munu margir bíða þeirra með eftirvæntingu. ÖNNUR DAGSKRARATRIÐI FÖSTUDAGINN 28. f. m. flutti Þorsteinn Thorarensen fróðlegt og vel samið erindi um kynþátta málin í Ameríku og Afríku og leiddi ljós rök að því, að þau eru erfiðari viðfangs og fjölþætt ari en margur ætlar. S. 1. laugardag var fluttur leik- þátturinn „Vökupeningar" eftir Rósberg G. Snædal. Var hann rislítill og endasleppur, en hafði góðan boðskap að flytja, það sem hann náði. Sama kvöld var dr. Páll ísólfs- son á ferðinni með hinn vinsæla þjóðkór sinn. Söng kórinn mörg lög af mikilli list. Gestur kórsins var Baldur Andrésson tónskáld og voru srmgin eftir hann fjögur lög, þeirra á meðal eitt. nýtt lag, „Syngdu góða, syngdu“, sem ekki hefur verið sungið fyrr. Lög Baldurs voru öll prýðisgóð, en hið nýja lag hans þeirra mest. — Baldur er guðfræðing- uj - og auk þess ágætlega menntaður tónlistarmaður, stund Éi meðal ánnars tónlistarnám í zkalandi urn skeið og hann er löngu þjóðkunnur fyrir ritsmíðar sínar um tónlist og tónlistarmál, er birzt hafa víða í blöðum hér og timaritum. Að lokum las Helga Valtýsdótt- ir leikkona upp bráðsmellna smá- sögu „Þegar mamma ætlaði að fara“, eftir Dorothy Thomas í góðri þýðingu Huldu Valtýsdótt- ur. Var lestur frúarinnar einkar skemmtilegur, lifandi og blæ- brigðaríkur. Nýkomið úrval aí’ SumarhúfiiiD á smábörn. Einnig everglaze hattar á litlar telpur. Verzl. HAPPÖ Laugavegi 66. IVIúrarar Sá, sem vill taka að sér að pússa risíbúð á Kópavogs- hálsi, getur fengið íbúðina til ieigu. Vinnan gengur upp í leiguna. Upplýsingar í sima 82286 frá 4—6 e. h. þriðjudag og miðvikudag. Hafna að lækka hemámskostnað BONN, 25. maí. — Hernáms- stjórar Vesturveldanna í Þýzka- landi höfnuðu í dag tillögu frá Scháffer, fjármálaráðherra þýzku stjórnarinnar, um að lækkað verði framlag Þjóðverja til her- námskostnaðar, en framlag þettá hefur numið mánaðarlega þrem- ur milljarð krónum. FELAGSVIST í kvöld kl. 8,30. Stjórnandi Baldur Gunnarsson. — Góð verðlaun. — GÖMLU DANSARNIR frá kl. 10,30—1. — Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Kr. 15,00. Framh. af bls. 6 $í . Svavars Markússonar KR. Sig- urður sigraði þó örugglega • í báðum. Þá var keppnin í 100 m afarhröð og sama tíma fengu Hilmar Á og Guðmundur Vil- hjálmsson ÍR. Guðmundur hefur litla sem enga æfingu að b|ki og verður án efa sterkur er írátn á sumarið kemur; hvorki Hörður Haraldsson né Ásmundur Bjarna son munu vinna auðvelda sigra yfir Guðmundi og Hilmari. 'f- í stangarstökki stökk Torfi 4 m, í kringlukasti kastaði Þorstéinn Löwe 47,27 m, í kúluvarpi varp- aði Guðmundur Hermannsson 14,76 m, Ármann vann 10Q0 m boðhlaup, en í. R. 4x100 m^boð- hlaupið. Úrslitin verða Végna þrengsla að bíða næsta blaðs. Hvítasunnuferð Heimdallar Þeir, sem ekki hafa greitt frátekna farseðla, eru vinsamlega beðnir að gera það í dag, annars eiga þeir á hættu að mið- arnir verði seldir öðrum. Skrifstofan í Vonarstræti 4 er opin í dag kl. 2—7. Sími 7103. ; Heimdallur. Hestamannafélagið Fákur Hnttabúðin Jonna er flutt á Laugavcg 27. Mið úrval af nýjuni höttum. Helga PaJsdóttir. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■- • ■ ■ ■ ■ ■ Blandaðir úvextir Höfum fyrirliggjandi góðar tegundir af þurrkuðum, blönduðum ávöxtuni. Magnus Kjaran umboðs- og heildverzlun. I ^déíaaó^undur « ! verður haidinn fimmtudaginn 3. júní kl. 8,30 e. h. í baðstofu ! iðnaðarmanna. ■ j FUNDAREFNI: 1. Kappreiðarnar 2. hvítasunnudag. ; 2. Hesthús- og hagbeitarmál. 3. Kosinn fulltrúi á sambandsfund L. H. ■ ! 4. Onnur mál. * Stjórnin. ■ «■■■■■■•■■■■■■■■■■■■"■>■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■f»8««BM»HB* DBENGVB / * ■ 12—16 ára sem verið hefur í sveit, helzt vanur vélavinnu, ;| ■1 óskast á sveitaheimili á Norðurlandi. Uppl. Hverfisgötu 103, I kl. 5—6 í dag. 5 <■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■ taBBaaaaB..ii..aaiB¥BaaBBBASBB„XpMll|lllBaa Súðlirðingar ■ : Farið verður í Heiðmörk til gróðursetningari í ! : ■ ! kvöld. — Mætið við Varðarhúsið klukkan 8. 1 ■4' Sunnarhattar Sumarhatfar Tökum. upp í dag fjölbreytt úrval af strá- og filthötl- Sérstaklega mikið af fallegum hvítum höttuÁi. um. Hattabúðin H A D D A Hverfisgötu 35. LfeikskóSinn í Grænuhurg tekur til starfa í dag. Forstöðukonan. Olæsiieg íbúðarhæ Fjögur herbergi, eldhús, bað, hall og ytri forstofa, sér inngangur og sér hiti, ásamt bílskúr og ræktaðri lóð, er til sölu nú þegar. Þeir, sem hafa áhuga á svona íbúð, sendi nöfn sín ásamt tilgreindri hæstri útborgun, á afgr. Morgunbl. merkt: „íbúðarhæð —355“. hestíunaiinafélagíð Fákur \ l ■j Tekið verður á móti hestum félagsmanna við girðing- 3 i ■ una í Geldinganesi kl. 8—10 e. h í dag. — Hagbeit og 3 § sókning 180 kr., borgist um leið. STJÓRNIN 3 ATVINNA | Reglusamur og duglegur maður með góða menntun öskar : eftir atvinnu strax, eða sem fyrst. Tilboð merkt: Skrifstoíu- • vihna — 378. FORDSON sendiierðabill til sölu. — Nýr mótor fylgir. Uppl. á Hjallaveg 58, kl. 6— 8 í kvöld. ■■■■■■■■■■■«■■ ■■ a ■ ■« MJJlMMJJlJAILUMJMUJiUJ ■ ■■■JUU> ■ «JLSUi ULPJL&M OAMJUUUUUI*** .9 ■ ■■■■■■■■■■■■ ■»■■■■ ■•■■■■■■ ■■■ ■ ■■■■■■■■■■■«■ flJUUIiMMj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.