Morgunblaðið - 23.06.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41 árgangur. 139. tbl. — Miðvikudagur 23. júní 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Síðusíu fréflir: Engm blaðasamtöl NEW York 22. júní — Þó að í tilkynningu stjórnarinnar í Guatemala sé sagt að daglegt líf í Guatamala City sé með eðlileg- um brag, tókst fréttaritara Reut- ers í New York ekki að fá síma- samband við bæjaryfirvöldin þar. Reutersfréttaritaranum var sagt ag ríkisetjórn landsins hefði mælt svo fyrir að engin blaða- samtöl skuli leyfð „fyrst um sinn“. — Reuter. Komclii til okkar’ dr. Oppenheinicr LUNDÚNUM — íhaldsblaðið „Daily Mail“ beindi nýlega þeim tilmælum til breskra stjórnar- valda um að dr. Oppenheimer yrði fengið starf við brezku atom- rannsóknirnar. Bendir blaðið á þær framfarir sem orðið hafa í atomvísindum í Rússlandi og seg ir að Vesturveldin hafi ekki ráð á að snúa baki við góðum vís- indamönnum og gefa Rússtum færi á þeim. „Éf Ameríka vill segja sínum vísindamönnum upp af ástæðum sem enginn réttsýnn maður fær skilið .... gott og vel, dr. Oppen- heimer komið þér þá til okkar“, segir í Daily Mail“. „Sérhver sem er tryggur og áreiðanlegur“ er nógu góður fyrir okkur. Við vilj- um gjarnan fá yður“. 17. fimduriim varð árangurslaus GENF 22. júní: — Fulltrúar hinna 9 landa er þátt taka í Asíumála- ráðstefnunni í Genf komu í dag saman til 17. lokaðs fundar síns. Þar varð þó enn enginn árangur. Enginn af utanríkisráðherrum stórveldanna tók þátt í fundinum. — Reuter-NTB Eftir 14 ár verðar hann kóngur á Spáni En Franco mun sjá effir vöidunum MADRID, 22. júní — frá NTB-Reuter. HINN 16 ára gamli prins, Juan Carlos, elzti sonur Don Juans, tilkaRsmanns ríkisins, hlaut í dag virðulegar móttökur Francos einvalds. Er þetta í fyrsta sinn sem Franco ræðir við prinsinn síð- an 1948. 13 ára gamall bróðir prinsins — Alfonso — var í fylgd með Juan Carlos. Bent er á að þessi móttaka þýði betra samkomu- lag milli Francos og erfðaprinsins. KONUNGUR EFTIR 14 ÁR Franco hefur á undanförnum ftrum mjög reynt til þess að fá Don Juan til að afsala syni sínum (Juan Carlos) rétti hans til kon- ungsdóms á Spáni, en samkvæmt erfðalögum er samþykkt voru 1947 skal prins Juan Carlos verða konungur á Spáni er hann nær 30 ára aldri — 1968. ÞAKKA FYRIR SIG Sagt er að drengirnir hafi til Francos farið til að þakka hon- um fyrir samstarf og samvinnu við íöður þeirra. En 1948 urðu Kortið sýnir greinilega ríkin í Mið-Ameríku, m. a. Guatemala og nágranna þess. Innrásarmenn, sem eru landflótta föðurlandsvinir, hafa nú um þriðjung landsins á valdi sínu og eru 250 km frá höfuðborginni. ]r Armas um það bil að iiá völdum í Guatemala? Ýmsar fregnir benda fil þess — en aðrar í þveröfuga áti WASHINGTON, 22. júní — frá NTB-Reuter. YFIRMAÐUR stjórnarhersins í Guatemala lét það út ganga í dag að innrásarherinn hefði verið hrakinn aftur á mörgum stöð- um. Allt bendir þó til þess að stórorusta sé í vændum einhvern tíma á næsta sólarhring, og mun stjórnin í Guatemala hafa gripið til þess ráðs að afhenda óbreyttum borgurum vopn. f tilkynningu stjórnarhersins segir að innrásarherinn hafi verið hrakinn úr hafn- arbænum Puerto Barrios og þar segjast stjórnarmenn hafa hertekið skip frá Honduras, sem var hlaðið vopnum til innrásarhersins. STJÓRNIN SEGIR: i Washington. Þar segir að her ALLT f LAGI Guatemala sé nógu stefkur til að Tilkynning yUrmanns stjórn- reka innrásarherinn á brott, svo arhersins og tilkynning stjórnar- ekki þurfi enn sem komið er að innar í Gutemala var í dag gefin kalla fleiri til herþjójiustu. Þar út af sendiráði Guatemala í segir og að lífið í höfuðborginni — Guatemala City sé með eðlilegum brag. Þannig segir í tilkynningu vinstristjórnarinnar í Guatemala. EN SVO BERAST AÐRAR SÖGUR En föðurlandsvinirnir sem inn- rás gera í land sitt, þaðan sem þeir hafa verið reknir, hafa aðra sögu að segja. í útvarpsstöðvum tveimur í Guatemala heyrðist í dag til Honduras. Önnur kallaði sig „Guatemala radio“ og sagði að yfirmaður innrásarinnar Armas flugforingi hefði tekið við völdum í landinu og gengdi for- setastörfum „fyrst um sinn“. — Hin stöðin dró þessa tilkynningu til baka nokkru síðar. Báðar stöðvarnar eru taldar opinberar stöðvar — og að um þær hafi slagurinn staðið þegar tilkynn- ingarnar voru lesnar og ýmsum gengið betur. í tilkynningu innrásarhersins segir að teknir hafi verið 25 bæir og borgir. Næsta orusta mun standa um Zacapa (24 þús. íbúar) og þangað er sagt að streymi lið stjórnarinnar — óbreyttir borg- arar með vopn ríkisstjórnarinnar í höndum, en aðeins flokksbundn- Ef allir sem geta synda 200 *n. ir vinstrimenn fá vopn í hend- SIGRAR ísland. ur, því öðrum er ekki treystandi. Geta þeir tveir samið um f rið í Indo-Kina? Mendes-France og (hou-En-lai hillasf PARÍS, 22. júní — frá NTB-Reuter. AMORGUN, miðvikudag, mun hinn nýi forsætisráðherra Frakk- lands, Mendes-France, gera tilraun til að komast að friði í Indó-Kína. Ræðir hann við Chou-En-Lai, forsætisráðherra Kína. Kemur forsætisráðherrann franski til Bern og ræðir við hinn kín- verska í húsi franska sendiráðsins. -------------------- ÞEIR FARA TVEIR Aukaftindur LUNDÚNUM, 22. júní. — Brezka stjórnin hélt enn einn aukafund í dag til að ræða um þau mál er Eden og Churchill munu ræða vid Eisenhower er þeir halda þangað í vikunni. ^ Meðal þeirra mála, sem Churchill, Eden og Eisen- hower munu ræða um cr öryggi suðaustur-Asíu, eitt hið mikilvægasta. Þá mun og verða rætt um Evrópuherinn og deiluna í Guatemala. Reuter-NTB þeir Don Juan og Franco ásáttir um að erfðaprinsinn og bróðir hans skyldu menntast á Spáni. Nú mun Juan Carlos hefja nám við háskólann í Madrid. Enn er biiið óbniað LUNDÚNUM, 22. júní — Fimm- veldaráðstefnunni um afvopnun- arvandamálið sem staðið hefur í Lundúnum að undanförnu var slitið í dag án þess að nokkur jákvæður árangur næðist. Full- trúar frá Kanada, Bandarikjun- um, Frakklandi, Englandi og Rússlandi sem komu saman til viðræðna 13. maí s. 1. komu sam- an til síðasta fundar síns í dag og samþykktu skýrslu er send verður til S. Þ. Sú skýrsla verður ekki birt fyrr en á fimmtudag. Kunnugir segja að þar sé engu slegið föstu nema því að enn sé óbrúað bil á milli austurs og vesturs. —Reuter-NTB. Biðja Öryggis' r r • r raoio asjar NEW YORK 22. júní: — Full- trúar Guatemala hafa beðið Ör- yggisráðið að koma saman á ný svo fljótt sem auðið er til að ræða um ástandið í landinu. Sneru þeir sér til formanns ráðs- ins Bandaríkjamannsins Cabbot Lodge. Segja fulltrúarnir að Ör- yggisráðið verði að grípa til nauð synlegra ráðstafana svo að Nigaragua og Honduras hætti stuðningi sínum við innrásarher- inn. — Reuter-NTB. Vmdlingar og hjartasjúkdómar NEW YORK 22. júní — Hluta- bréf í tóbaksfirmum í Bandaríkj- unum .féllu mjög í dag — sum féllu meir en nokkru sinni áður. Þetta verðfall er afleiðing af til- kynningu frá læknastofnun einni um að samband sé á milli tóbaks- reykinga og hinna ört vaxandi tilfella- hjartasjúkdóma. Þessi fundur forsætisráðherr- anna var ákveðinn að afloknum fyrsta fundi hinnar nýju frönsku stjórnar. í fylgd meg Mendes- France verður Indó-Kína mála- ráðherra frönsku stjórnarinnar. HEFUR VERIÐ UNDIRBÚINN? í Frakklandi eru ýmsir þeirrar skoðunar að á þessum fundi kunni að nást afgerandi lausn mála. Er talið að full- trúar ríkjanna í Genf hafi átt einhverja leynifundi saman, sem greitt geti fyrir samkomu lagi á fundi forsætisráðherr- anna er til Bern kemur. Bent er á að hugsanlegt sé að Indó- Kína málin leysist og með því kunni friðarhorfur í heiminum mjög að styrkjast. Eitt úrræði er talið vera frjálsar kosningar í Indó-Kína. En ýmislegt mun þó enn standa í veginum. M. a. kann það að hafa þýðingu að Frakkar hafa enn ekki viðurkennt kínverska „al- þýðulýðveldið“. Frakkar llulfu úl 30 milljón kampa- vínsflöskur í FYRRA fluttu Frakkar út 30.500,000 flöskur af kampavíni. Mest var flutt til Ameriku, eða 2.500.000 flöskur, en minnst flutt til Kína, eða aðeins 60 flöskur. Rússar eru ekki mjög sólgnir í kampavín, enda voru ekki flutt- ar út til þeirra nema 1.250 flösk- ur, til Póllands 3.723, til Tékkó- slóvakíu 1.226, Rúmeníu 660, til Ungverjalands 542. Þá segja Frakkar að Bretum hafi förlast mjög í kampavíns- drykkju og flöskutalan hafi lækk að hjá þeim á síðastliðnu ári niður í 2.030.000 flöskur úr 3.586.000 árið áður. í sjálfu Frakk landi voru á árinu drukknar 19.477.000 flöskur af kampavíni. AIJGLYSINGAR sem birtast eiga í Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.