Morgunblaðið - 23.06.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1954, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 23. júní 1954 ] II Evrópulöndunum virðist trúur- úhugi nú mestur í A-Þýzkulundi Stulf samtal við dr. (arl E. Lund-Quist, framkvstj. Lútherska heimssambandsins MEOAL gesta við fciskupsvígsl- yna var dr. Carl E. Lund-Quist, framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins. Flutti hann Islenzku kirkjunni hamingjuósk- ir og kveðjur sambandsins í boði J»ví, sem kirkjumálaráðherra hélt 5 tilefni af vígslunni. Mbl. hitti dr. Lund-Quist að máli I gær og leitaði tíðinda hjá honum af starfsemi bessara sam- taka. Komst hann bá m. a. að orði á þessa leið: Lútherska heimssambandið nær nú til 52ja kirkjusambanda í 28 löndum. Hefur það innan vébanda sinna um 70 millj. manna. Aðalstöðvar sambandsins ■eru I Genf í Sviss. VINNUR AÐ LÍKNARMÁLUM — Hvert er aðal verkefni sam- bandsins? — Það starfar fyrst og fremst að líknarmálum og að eflingu kristindómsins í heiminum. Það hcfur þannig reynt að hjálpa flóttamönnum eftir megni en í Evrópu eru nú um 7 millj. flótta- manna heimilislausir. Reynir sambandið að hjálpa þessu fólki til þess að eignast heimili. Einnig hcfur það unnið mikið starf í hinurri arabiska heimi við að út- vega þangað fatnað og matvæli til þeirra, sem fátækastir eru. Þá hefur sambandið lagt áherzlu á að styðja starfsemi hinna yngri kirkjufélaga, t. d. í Asíu. Hið stærsta þeirra er nú í Indónesíu Þar hefur kristin trú uunið sér mikinn jarðveg. MESTUR TRÚARÁHUGI í N.-AMERÍKU — Virðist yður trúaráhugi yfi rleitt fara vaxandi í þeim lönd- um, sem þér þekkið til? — Því er vandsvarað. Mér virð ist trúaráhugi um þessar mundir vera mestur I Norður-Ameríku. Víða í Evrópu virðist prestastétt- in ekki vera í nægilega nánum tcngslum við fólkið Mestur trú- málaáhugi í álfunni hygg ég að sé um þessar mundir í Austur- Þýzkalandi. Hinir miklu erfið- lcikar fólksins þar hafa átt mik- jnn þátt í að safna því um kirkj- una. — Hvað sýnist yður í fljótu bragði um viðhorfin í þjssum malum hér á landi? — Ég hefi aðeins verið hér eina viku svo ég get ekkert um þau fullyrt. En mér þætti ekki ólík- lcgt að ástandið í kirkjumálum íslendinga væri svipað og á hin- um Norðurlöndunum. Kirkju- sókn er þar ekki mikil, nema í Finnlandi, þar sem trúaráhugi er sífellt mjög mikill. Vaxandi áhuga fyrir trúmálum hefur þó gactt á Norðurlöndum s.l. 3 ár. ÁNÆGJULEG HEIMSÓKN Ég vil að lokum segja það, seg- ir dr. Lund-Quist, að mér hefur þótt mjög ánægjulegt að koma hingað til íslands. Sérstaklega þykir mér athyglisvert, hve ís- lendingar fylgjast vel með í al- þjóðamálum. Þannig fórust dr. Carl E. Lund- Quist orð. Eins og kunnugt er er hann framkvæmdastjóri heims- sambands Lútherstrúarmanna, sem ísland hefur um skeið verið aðili að. Hann er af sænskum aetí'um og talar sænska tungu. En hann er fæddur í Kansas í Banda rík.junum, en ættmenn hans fJuttu þangað fyrir 150 árum. Mcnntun sína hlaut hann hinsveg ar í Minneapolis. Þar kynntist hann mörgum íslendingum, m. a. Gunnari Björnssyni ritstjóra og fjölskyldu hans. Dr. Lund-Quist er einkar elsku- legur maður í allri framkomu Yfir 4S00 messur fluttar si ar Dr. Carl E. Lund-Quist og mjög svipmikill persónuleiki. Hann fer héðan af landi brott í dag. S. Bj. Innf I utningsskrif stof- an sfefnir vikublaði Frá forstjórum Innfiutnings- skrifstofunnar SNEMMA í vor hringdi ritstjóri Mánudagsblaðsins til Innflutn- ingsskrifstofunnar og bað um að fá að birta auglýsingu í blaði sínu frá skrifstofunni. Þessu var synjað, enda gilda fastar reglur um birtingu á auglýsingum stofn- unarinnar. Þessum málalokum undi rit* stjórinn þannig, að síðan hefir Mánudagsblaðið varla komið út án þess að í því væri að finna róg og níð um forstöðumenn eða starfsfólk skrifstofunnar. Ekki hefir verið hirt um að svara þessu enda álit blaðsins ekki þannig, að tilefni þætti til. í Mánudagsblaðinu, sem kom út s.l. mánudag er þessari iðju haldið áfram og er nú m.a. rætt um úthlutun bílaleyfa. Er öll greinin óvenjulega rætin og ill- kvitnisleg og það svo, að ekki verður við unað. Við undirritaðir höfum því gert ráðstafanir til að ritstjórinn fái tækifæri til að standa fyrir máli sínu fyrir dóm- stólunum. Kirkjan og líknarmálin aðalmál Presfasiefnunnar PRESTASTEFNA íslands fyrir árið 1954 var sett í Háskólanuoa í fyrradag kl. 4 e. h. að aflokinni prestvígslu í Dómkirkjunnl, Biskup flutti þar skýrslu um hag kirkjunnar á liðnu synodusári. í upphafi minntist hann hins látna biskups, dr. theol. Sigurgeiíf Sigursðsonar, og starfa hans í þágu íslenzku kirkjunnar. Alls hafa fimm prestar látizt á synodusárinu og fjórir prestar hafa fengið lausn frá störfum. Fjórar prestsekkjur hafa látizt. En sjö prestar hafa tekið vígslu. Magnús M. Lárusson var skipað- ur prófessor við guðfræðideild Háskólans og séra Guðmundur Sveinsson var settur dósent í stað hins nýja biskups. ELLEFU ÓVEITT PRESTAKÖLL Nú eru óveitt 11 prestaköil. Meginorsök þess eru hin lélega húsakynni þeirra prestsetra, en ekki skortur á kandidötum. Tvær kirkjur voru vígðar og ein endurvígð. Nokkrar kirkjur eru jafnframt í smíðum. Alls eru nú 175 kirkjukórar starfandi á land- inu, þ. a. voru 9 stofnaðir á ár- inu. Söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar er sem fyrr Sigurður Birkis. KIRKJURÁÐ Síðasta Alþingi samþykkti ým- is lög, er kirkjuna varða. Helzt er að nefna lögin um kirkjubygg- ingasjóð, sem munu vafalaust verða mikil lyftistöng fyrir kirkjubyggingar í landinu. | Tveir fulltrúár kjörnir al . héraðsfundum tóku sæti í kirkju- ráði, þeir Gísli Sveinsson, fyrv. : sendiherra og Gizur Bergsveins* 1 son, hæstaréttardómari. Fulltrúaí 1 presta eru þeir sr. Þorgrímur Sigurðsson, Staðarstað, og sr. Jón Þorvarðarson, Reykjavík. —» Biskup er sjálfkjörinn formaðuX! ráðsins. Barnakór Akureyrar við brottförina frá Reykjavík. Bamakór Ákureyrar fekið forkunnar vel í Horegi t NORSKA blaðinu „Möre Dag- 1 dagblad" hirtist grein mið- vikudaginn 16 júní með svohljóð andi fyrirsögn: „Hinni íslen7ku barnasendi- sveit tekið með miklum fögnuði í Álasundi. Troðfullur salur í Alþýðuhúsinu þar. í greininni segir m. a. Að barnakór Akurevrar sé kominn í mánaðarheimsókn til Noregs og hafi haldið skínandi söngskemmt- un í gær. Flestir söngfróðir menn borgarinnar voru þar viðstadd- ir en hvert sæti var skipað í salnum og margir urðu að standa alla leið upp að svióinu. BÖRNUNUM ÁKAFT FAGNAÐ Tvær stúlkur gengu á undan þátttakendum barnakórsins í ís- lenzkum búningum, með íslenzk- an og norskan fána. Jafnskjótt og þessi 30 börn gengu fylktu liði inn í salinn var þeim svo vel tekið þegar í upphafi, að augsýnilegt var, að hið rétta sam- band var fengið á milli kórs og áheyrenda. Áður en söngurinn hófst færði formaður karlakórs borgarinnar söngstjóra barnanna blómvönd en íslenzku börnin eru á vegum félagsmanna. Hljómlistargagnrýn andi blaðsins segir m. a. um sönginn: SUNGU SIG INN í HJÖRTU ÁHEYRENDA Hann byrjaði með þjóðsöng Noregs er hljómaði fallega Og sérkennilega frá þessum 29 ungu söngvurum. Allar voru barns- raddir þessar fagrar hvort sem sungið var á íslenzku eða norsku. Söngur kórsins var bjartur Og hreinn og hinir ungu einsöngvar- ar sungu sig inn í hjörtu áheyr- endanna. í hléinu færði P. Schjel Jokob- sen blóm frá börnum í Molde, er höfðu fengið tækifæri til að hlýða á íslenzka kórinn fyrr um daginn. Það hlýtur að hafa verið mik- ið verk, að fá börnin svo sam- æfð í söngnum, svo þau gætu komið fram með svo gallalausan samsöng sem raun varð á. í síð- asta þætti var sérstaklega eftir- tektarverður einn þátturinn „111- ur lækur“, þar sem frumtext- inn er þýddur á norsku er hljóm- aði létt og hreint og síðan kom „Seterjentens Söndag“ eftir Ole Bull, þar sem einsöngvari var ungur piltur Arngrímur B. Jó- hannsson er hreif áheyrendur svo, að hann varð að endurtaka söng sinn. (Ljósm. G. R. Ó.) MARGAR BLÓMAGJAFIR Eftir margar blómagjafir þakk- aði hinn íslenzki söngstjóri fyrir hinar glæsilegu móttökur í Ala- sundi. Síðan þakkaði formaður bæjarstjórnar, Paulus Gjörts, fyrir hönd Álasundsborgar vin- áttubænum Akureyri fyrir að hann skyldi hafa sent börnin þangað og óskaði þeim góðs gengis í Noregsferðinni. Að lokum tók sendiherra Nor- egs á íslandi T. Andersen Rysst til máls og skyrði frá hver til- drögin voru til þessarrar ferðar. En þau voru, að hinn fram- kvæmdasami formaður sýningar- nefndarinnar Álasunds, GeOrg Garshol, hafði fengið tækifæri til að hlusta á börnin í söng- tíma á Akureyri. Hann tók það sérstaklega fram að börnin væru beztu sendisveitirnar að senda landa á milli til þess að friður og eindrægni haldist í heimin- um. Söngskemmtun íslenzku barnanna var viðburður er allir viðstaddir minnast lengi, segir í greininni að lokum. MESSUR A ARINU Messur á árinu voru alls 4502. Er það 121 fleira en árið áður. Útvarpsmessur voru 75 og önn- uðust þær 19 prestar. Altaris- gestir á landinu voru alls 6858. Er það 141 fleira en í fyrra. Að lokinni skýrslu biskups voru lagðir fram reikningaf Prestsekknasjóðs og kosin alls- herjarnefnd. Um kvöldið va® flutt synóduserindi úr útvarps- sal. Dr. Richard Beck, prófessof, talaði um trúrækni og þjóðræknl í sögu og lífi Vestur-íslendinga. KVEÐJUR ERLENDRA j I gær hófust fundir með morg- unbænum kl. 9.30. Þær annaðist sr. Magnús Guðmundsson, Ólafs- vík. Kl. 10 fluttu erlendir gestir, kveðjur. Þeir eru dr. Carl Lund- Quist, framkvæmdastjóri al- heimssambands lútherskrai kirkna. Flutti hann kveðjur sam- bandsins. Vestur íslendingarnit? dr. Haraldur Sigmar og dr. Ric- hard Beck fluttu kveðjur fr§ Þjóðræknisfélaginu og íslenzkll kirkjunni í Vesturheimi. 1 KIRKJAN OG 1 LÍKNARMÁLIN ’ Að kveðjunum loknum hófusf umræður um aðalmál presta- stefnunnar: Kirkjuna og líknar- málin. Framsögumenn voru: Sr. Jakob Jónsson, talaði um slysa- varnir, sr. Þorsteinn L. Jónssort um starf fyrir sjúka, sr. Gunnar Árnason um starf fyrir drykkju- menn og sr. Einar Sturlaugsson um kristniboð. Miklar umræðuí urðu og tóku margir til máls. Sr. Ingólfur Ástmarsson flutti skýrslu barnaheimilisnefndar. Stóðu fundir til klukkan rúmlega 7 um kvöldið. Um kvöldið fluttl sr. Sigurður Stefánsson erindl um sr. Jón Þorláksson frá Bæg- isá. t Síðdegis hafði biskupsfrúin boíl inni fyrir eiginkonur presta, sem, staddar eru í bænum. t í dag halda fundir áfram, ei| prestastefnunni lýkur í kvöld. i YFIR 10 unglingar í Gautaborg slösuðust fyrir nokkru er þeir voru að leika sér með gúmíblöðr- ur fylltar af gasi í sambandi við hátíðahöld er haldin voru er ungl ingar þessir tóku gagnfræðapróf, en slíkt er siður í Svíþjóð. Slysið varð'er einn unglinganna var að stíga upp í bifreið, en sprengdi um leið gasblöðruna og eldur hljóp í gasið. Margir brenndust illa á höndum og andliti og varð að flytja nokkra á sjúkrahús. 9 þús. picnlur gróð- nrseffar hjá Skóg- J ræktrafél Kafnarfj. \ HAFNARFIRÐI — Nýlokið eí! við að gróðursetja um 9000 plönt- ur á vegum Skógræktarfélagð Hafnarfjarðar. Gróðursetning- in öll hefir algerlega verið untl- in í sjálfboðaliðsvinnu, og hefitS verið plantað í girðingar félags- ins í Gráhelluhrauni og Lækjar- botnum. — Gróðursett var birkf* greni, lerki, fura og rauðgrenL , Gróðrinum hefir farið mjög vel fram á svæði því, sem félagið hefir til afnota, en það er nær fullsett. Þarf nú að vinda bráðan bug að því sem allra fyxst, að félagið fái meira landrými, svgi að það geti haldið áfram á sömti braut — að græða landið. Öllum þeim, sem hjálpuðu viQ gróðursetninguna, kann skóg- ræktarfélagið sínar beztu þakk- ir. — G. E. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.