Morgunblaðið - 23.06.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 23.06.1954, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. júní 1954 ] Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON i : Framhaldssagan 65 „En mér finnst eins og hann liggi í loftinu hérna. Mér finnst hann stöðugt vera að koma fram úr svefnherberginu á skyrtunni." „Ó, drottinn minn“, sagði hún. „Og hann er svo hræðilega óásjá- legur á skyrtunni með axlabönd- ín. Það er kannske af því hann er meg svolitla ýstru. Við getum borðað kvöldverð úti ef þú vilt l>að heldur.“ „Nei. Ég reyni að venjast hon- um.“ „Jæja, ég ætla þá að athuga, hvað ég á til.“ Á meðan hún var frammi í eídhúsinu, reykti Douglas síga- rettu úti á svölunum og hugsaði með sér að kannske væri Louis alls ekki inni í íbúðinni. En þeg- ar hann kom inn, sá hann Louis koma aftur út úr svefnherberginu 'brosandi um leið og hann þurrk- aði sér um hendurnar í hand- klæði. En Louis var hvergi nálægt hegar þau voru á baðströndinni. Þegar þau voru sezt við borðið sagði Douglas: „Ég held að fólk álíti að bað- filrendur séu miklu betri á Jam- aica heldur en þær raunverulega <>ru." „Og engar sandflugur?“ „Nei, og alltaf tunglsskin." „Er það hægt á daginn?“ „Nei. Menn verða að taka sér sumarbústað á leigu við strönd- ina.“ Augu hennar voru glettnisleg og grænleit. „Þú færð ekki frí fyrr en eftir iúman mánuð.“ „Ég gæti tekið mér frí yfir helgi. Ég hefði getað gert það íyrr, en ég hef ekki kært mig um það.“ „En ef einhver kæmist að því?“ „Það er hægt að fá leigða sum- arbústaði langa vegu frá almanna læri. Við mundum ekki fara í skólabílnum, við mundum leigja okkur bíl “ „Það væri slæmt ef þú værir alltaf að hugsa um I,ouis“, sagði liún. „Vofan fer ekki með“, sagði hann. „Við skiljum hana eftir hér til þess að hún gæti íbúðar- innar fyrir þig. Hún verður kannske orðin þreytt af að vera hór, þegar við komum aftur.“ Hún brosti til hans yfir borðið. „Það gæti kannske orðið svo dásamlegt að það gerði ekkert til þó að við kæmum ekki aftur.“ Engin umferð var á vegunum og hann ók hart burt frá Kingston 1 lóttur í skapi í kvöldsvalanum ‘ fuilur tilhlökkunar yfir áform- unum. Um leið hugsaði hann með sér að eitthvað gæti komið fyrir, 1 bíllinn gæti bilað svo þau yrðu strandaglópar áður eri þau kæm- ust hálfa leig og af einhverjum ástæðum datt honum í hug bróð- ir frú Pawley, Findley .. hann ] 'kæmi kannske gangandi eftir j ströndinni og kæmi að þeim sam- an, og þá fór hann að velta því fyrir sér, hvernig færi ef Pawley kæmist að þessu. En eins og var kærði hann sig kollóttan og hugs- , anir hans snérust allar um Judy . og hreinleika hjarta hennar... | Hann v>ar kominn einar fjórar fimm mílur frá Kingston þegar hann mundi eftir því að hann hafði gleymt böggli heima hjá Judy .. það var eitthvert tæki sem Morgan notaði við veSurat- huganir sínar, en hann hafði sótt það fyrir hann úr viðgerð. Hann 1 snéri bílnum við og ók til baka. | Þegar hann kom að húsinu sá hann að ennþá var ljós í gluggan- um hjá Judy. Hann fór upp og ] hringdi dyrabjöllunni. Eftir augnablik kom Judy til dyra. „Ó, ég gat ekki ímyndað mér i hver þetta vár.“ Hún var eitthvað 1 einkennileg á svipinn og þegar i hann sagði hvers vegna hann hefði komið aftur, sagði hún: | „Bíddu við ég skal sækja það fyrir þig.“ „Ég get sótt það sjálfur." Hún vildi auðsjáanlega helzt ekki að hann kæmi inn, svo hann spurði: „Hvað er að? Ertu með einhvern inni hjá þér?“ Hún varð ennþá vandræðalegri á svipinn. „Jæja, þú verður víst hvort eð er að sjá það.“ Hann fór inn í stofuna. Þar var enginn, en tætlurnar af bréfinu , frá Louis lágu á borðinu Hún hafði verið að raða þeim saman." Hann hló kuldahlátri. „Ég vissi ekki að þér þætti gaman að „púslu-spili“. Þú færð kannske fleiri bréf fyrir helgina .. Þú getur rifið þau í sundur og raðað þeim saman að gamni þínu á bað- ströndinni, Þér til dægrastytting- ar.“ „Ég vildi að þú hefðir ekki komið aftur“, sagði hún. „Þetta er svo kjánalegt og meiningar- laust.“ „Þú vildir bara fá að vita, hvað stóð í bréfinu.“ „Ég skal rífa það aftur, ef þú vilt. Ég skal brenna það.“ „Nei, haltu bara áfram“, sagði hann. „Hann er kannske að bjóða mér stöðuna. Ekki má ég missa af því. Má ég fá mér í glas á meðan.“ Hann fann rommflösku í eld- húsinu og ísmola í ísskápnum. Þegar hann kom aftur inn í stof- una hafði hún lokið við að setja saman bútana. Það var ofur auð- velt því hún hafði ekki rifið um- slagið nema í fjóra parta. „Þú mátt lesa það ef þú vilt“, sagði hún.' „Hann er ófær við að skrifa bréf. Eins og ég.“ „Hvað vill hann?“ „Konan hans er farin til New York. Hann heldur að hún sé farin þangað fyrir fullt og allt. Hann vill að ég komi niður eftir til Buenos Aires.“ „Já, því ekki?“ sagði Douglas. „Flugvélarnar fara héðan til Argentínu. Þú gætir samið við flugfélagið.“ „Eg ætla ekki að fara“, sagði hún. „Ég skil ekki hvers vegna þú ættir ekki að gera það.“ Hún leit á hann með raunasviþ. „Ég vil það ekki. Óllu er lokið á milli okkar Louis. Ég hef sagt þér það áður.“ „Þú sagðir líka að þú ætlaðir ekki að lesa bréfin frá honum.“ „Ég gerði það bara af því að ég hafði ekkert annað að gera þegar þú varst farinn.“ „Ekkert nema hugsa um næstu helgi.“ Hún snéri sér undan. „Ég á þetta skilið. Nú vilt þú auðvitað hætta við allt saman. Ég var dauð hrædd um að eitthvað mundi koma fyrir svo að ekkert yrði úr ferðalaginu, en mér datt ekki í hug að það mundi ske svona fljótt.“ Það var á henni að heyra að hún væri gráti nær en eftir augnablik snéri hún sér að hon- um og brosti. „Nei, ég ætla ekki að fara að gráta. Að minnsta kosti ekki fyrr en þú ert farinn.“ „Þig hefur alltaf langað til að koma til Argentínu." „Mig hefur alltaf langað til að koma til Brasilíu", sagði hún. „En aldrei til Argentínu.“ „Þig mundi langa meira til þess ef þú værir ekki hrædd við að valda mér vonbrigðum“, sagði hann. „Ég er allt of góður náungi til þess að hægt sé að svíkja mig tvisvar. Þú ert of góð til þess að gera það. Við erum bæði svo góð að við getum ekki gert það sem við vildum helzt.“ „Ég mundi fara til Buenos Aires ef ég kærði mig um það“, i : Kelvinator KÆUStíPAR væntanlegir um miðjan næsta mánuð. Getum tekið á móti pöntunum. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — Sími 1687 ■■a Rósaálf urinn Þangað flaug hann, — en þei, þei! eitthvað tvennt var þar fyrir: ungur maður, fríður, og yndisfögur yngisstúlka. Þau sátu hvort hjá öðru og óskuðu þess, að þau þyrftu aldrei að skilja alla eilífð. Þeim þótti svo vænt hvoru um annað, vænna en bezta barni getur þótt um föður og móður. „Og samt verðum við að skilja,“ sagði ungi maðurinn, „hann bróðir þinn hefur horn í síðu okkar, þess vegna sendlr hann mig í erindagerðir, langar leiðir yfir fjöll og höf. Vertu nú sæl, elsku brúðurin mín tilvonandi, því að það ertu, hvað sem öðru líður.“ Og þar með kysstust þau, og stúlkan grét og gaf honum rós. En áður en hún rétti honum hana, þá þrýsti hún á hana kossi svo fast og innilega, að blómið opnaðist. Þá flaug álf- urinn litli inn í blómið og hallaði höfði sínu upp að ilmandi blaðaveggjunum, en hann heyrði glöggt að sagt var: „Vertu sæl,“ „vertu sæll,“ og hann fann, að rósin var fest á brjóst unga mannsins — ó, hvað hjartað sló og barðist inni fyrir. — Álfurinn litli gat alls ekki sofnað, svo mikill var hjart- slátturinn. Ekki fékk rósin lengi að liggja kyrr á brjóstinu, maðurinn tók hana, og á meðan hann var á leiðinpi aleinn gegnum dimman skóginn, þá kyssti hann blómið svo oft og svo fast, að við sjálft lá, að álfurinn litli merðist til bana. Hann fann í gegnum blöðin, hvað varir mannsins voru brennheitar, og rósin sjálf hafði lokizt upp eins og við megn- asta hádegis sólhita. í því kom annar maður, svipdimmur og reiðilegur. Það var vondi maðurinn, bróðir stúlkunnar fögru. Hann tók upp hníf, mikinn og beittan, og meðan hinn kyssti rósina, rak illmennið hann í gegn, skar af honum höfuðið og gróf það niður ásamt bolnum í mjúkri moldu undir linditré nokkru. Húseignin Rauðará við Skúlagötu, nánar tiltekið ibúðarhús og geymsluhús ásamt tilheyrandi lóð, er til leigu nú þegar. Húsin eru upphituð með jarðhita. Eignin verður aðeins leigð í einu lagi. Lysthafendur sendi nöfn sín til MorgunblaÖsins auðkennt. „Kauöará — 702“. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^ BÖKIIN ARVÉLAR Vér útvegum allskonar bökunar- vélar s. s.: Hrærivélar Eltivélar Ú trullningsvélar Tvíbökuskurðarvélar P lötuhreinsunarvélar Brekkvélar Ath.: Vélar þessar eru ekki í B-lista. Hannes Þorsteinsson & Co. B AN M Vér undirritaðir bönnum alla eggjatekju, fugladráp, grjót- og malartekju, berjatekju svo og alla bifreiða- og aðra umferð um beitiland vort, á landsvæðinu frá Gerða- og Miðneshreppamörkum, að norðan og austan, að Sand- gerðismörkum að sunnan. LANDEIGENDUR. 3 ■ :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.