Morgunblaðið - 27.06.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1954 \ ' i\L wm Sr. Jóhann Hannesson: Dugnaður og heimska ríka bóndans 'fnHElð Guðspjall: Lúk. 12, 13—21. Pistill: Róm. 1, 1—17. MER ER KUNNUGT UM RÍKAN BÓNDA Hann átti heima í Kína og hann Trax mjög auðugur. Sagt var að ■ejiginn vissi hve margar jarðir liann átti. Kring um höfuðból Stans var þykkur múrveggur, um 2 mannhæðir. Hermenn héldu vörð um tiliðið allt árið dag og «Ktt, því maðurinn og ættingj- ar hans gátu verið ræningjum anikils virði til að pressa út pen- inga. Allt árið unnu garðyrkju- anenn í skrúðgarði hins ríka feónda og er sá garður einn hinn iegursti sem ég hef litið. Einn vetur sáégá annað hundrað ananns vera að bera mold úr mikilli gryfju, en hún var siðar •gerð að vatnsforðabúri og ali- iiskatjörn fyrir stórbýlið. Eflaust iiefir sú vinna verið tugir þús- unda dagsverka, því menn báru lalla moldina á sjálfum sér. Auk jarðeignanna og hinna vel iylltu forðabúra átti ríki bóndinn agulLnámur, enda gengu synir hans aneð gullmola í vasanum og not «iðu þá, en ekki hina svikulu *soðla þegar þeir fóru til borg- cirinnar til að kaupa eitthvað eða sjiila fjárhættuspil. Með lotningu fyrir auðæfum stórbóndans nefndu menn nafn 2ians fneðan ég var enn á þeim sdóðum. En í uppreisninni var ailt frá honum tekið. Börn hans <Og barnabörn fóru í útlegð til Æinnarra landa. Hvað um hann sjálfan varð, veit ég ekki, en lifi liann enn í landi sínu, þá er hann éreiðanlega öreigi. Það, sem hann Kafði drégið saman til að seðja ög gleðja sál sína með, er allt í.rá honum tekið og „uppreisnin" iomin inn í hinn fagra garð yfir liinu miklu múra fyrir allöngu. Þegar sál hins auðuga nirfiils verður af honum heimtuð, þá er hún tóm eins Og peningapyngja, sem hvolft hefir verið úr. Þar er ekkert nema tómleiki og aum- ingjaskapur. Þannig getur einnig farið fyrir oss hinum, sem ekki erum ríkir að auði, völdum eða þekkingu ef vér gleymum þeim skyldum, sem Guð leggur oss á herðar, ef vér gleymum þeirri köllun, sem hann hefir kallað oss með. „Á ÞESSARI NÓTTU . ...“ Einkennilegt er að sjá dæmi- sögur" guðspjallanna endurtaka sig ljóslifandi frammi fyrir allra Mugum í hinum fjarlægu Aust- urlöndum. Á þessarri nóttu var 2>essi tekinn, nokkrum nóttum síðar var annar tekinn og ein- Miitt fyrstir allra hinir ríku bænd Tir, margir duglegir og mætir menn. Síðan bárust böndin að öðrum, sem ekki voru ríkir.... Yér sáum hvernig sál hins ríka vo.r af honúm heimtuð og auð- aefunum dreift — eða þau voru ■dregin saman og notuð til nýrra scríðsverka. Márgir sögðu að nú fengi hinn ríki bóndi makleg máiagjöld fyrir hörku sína á neyðartxmum, arðrán og kúgun, og smátt og smátt þögnuðu þær raddir. Hinn ríki bóndi var horf- inn. Og átakanlegast var að eng- 4nn skyldi læra neitt af þessu, ailra sízt þeir, sem notaðir voru til að framkvæma þennan „dóm“. HEIMSKINGI sagði Guð í guðspjalli dagsins við ríka bóndann. í hverju var Jveimskan fólgin? Ekki þó í dugn- eði bóndans? Nci, dugnaður er ekki heimskulegur, heldur nauð- synlegur. f eignum hans og forða? Nei, búskapur verður ekki stund- aður nema með einhverjum eign- ■um og forða. Heimskan var fólg- in í því að vilja hvíla og gleðja sál sína í auðæfunum, lifa í áti, ■drykkju og fögnuði, en vera fá- •tækur eða allslaus í Guði. Ef til Trill var haim guðlaus og harður jiirfill og gleymdi þeim, sem liöfðu hjálpað honum til að fram- Jieiða verðmætin. Margir hinna jríku bænda í Kína gleymdu a. ah. k. að hjálpa leiguliðum sínum Og verkamönnum á neyðartímum. JÞá saumuðu þeir sál sína saman (Og iiirtu hvorki um Guð né menn. „MANNLAUSIR PENINGAR“ Þales, sem var frægur heims- spekingur, var eitt sinn spurður hvort hann vildi heldur gefa dótt- ur sína óvönduðum manni ríkum eða vönduðum manni fátæk- um. Þá svaraði hann: „Heldur vil ég gefa hana peningalausum manni en mannlausum pening- um“. mesti i ÁRAHUNDRUÐ og þúsund hefur gufa frá íslenzku landi stigið til himins óvirkjuð og ónýtt og leirhverir soðið og bullað í friði án nokkurrar áreitni. Á síðustu árum hefur verið farið að nýta þessar ó- tæmandi orkulindir að nokkru en þó hvergi nærri til fulls. Hér á landi hefur undanfarið dvalizt þýzkur prófessor og doktor í læknisfræðum, sem lítur ekki eingöngu á lindirn- ar sem orkulindir, heldur fyrst og fremst sem heilsulind ir. Hann er þeirrar skoðunar, að ísland geti orðið fremsta land álfunnar um heilsuböð og hveralækningar. Vér skulum einnig hugleiða þetta, þó það sé sagt af göfugum! heiðingja, því ekki hafa allir ’ kristnir menn svo djúpan skiln- ing. Mannlausir peningar, mann- laust vald, mannlaus þekking — þetta skolasí til í heiminum eins og laus sandúr í streymandi fljóti og getur eyðilagt græna og góða jörð. Það þarf menn Og konur með manngildi til þess að halda á þessum miklu verðmætum ef vel á að fara. En manngildi verður ekki rétt ræktað né 'varðveitt nema í samfélagi við Guð, sem hefir skapað manninn og gefið honum hið heilaga lögmál lífs- ins. Og þar til heyrir vel vakandi vitund og vissa um að vér höfum þegið allt gott af honum, erum ráðsmenn hans yfir verðmætum þessa heims og ábyrgir frammi fyrir honum. Hann mun heámta sál vor af oss hvort sem vér er- um fátækir og ríkir og þá gildir ekkert lengur, nema sú náð, sem hann býður oss daglega til þess að gera oss alla auðuga að and- legum verðmætum. Enn iiiiibrot ENN hafa innbrotsþjófar lagt leið sína í verzlunina Álfabrekku við Suðurlandsbraut. í fyrrinótt brutust þeir þar inn og stálu all- miklum' birgðum af ýmis konar vörum svo og tóbaksvörum. Ekki var búig að kanna í gærmorgun hve mikils virði þær vörur eru sem stolið var. ★ 300 RÚM Prófessor þessi talar af nokk- urri þekkingu og reynslu um þessi mál, en baðlækningum og skyldum greinum læknisfræð- innar hefur hann helgað líf sitt og starf. Hann heitir dr. H. Lampert og er yfirlæknir á stóru baðhæli og sjúkrahúsi, er bar nafnið Höxter og liggur við ána Weser. Sjúkrahús þetta er mikil stofnun með fjölda lækna »g eru þar um 300 sjúkrarúm. Að auki hefur dr. Lampert gegnt pró- fessorsstöðu í þremur greinum læknisfræðinnar við háskólann í Frankfurt. Hingað er dr. Lampert kominn fyrir atbeina forstjóra elliheim- ilisins Grund, Gísla Sigurbjörns- sonar, sem greitt hefur götu hans hérlendis og haft við hann nokk- uð samstarf um lækningar á löm uðu fólki, sem fram hafa farið á Elliheimilinu. Fyrir tveimur ár- um kom hann hingað til lands sömu erinda og ferðaðist þá um Suðurland í því skyni að hyggja að hverum, sem nota mætti til lækninga og baða. Um allmarga slíka staði er að ræða, en þó helzt í Hveragerði. Jafnframt er öl- kelduvatn að finna í Henglinum, en það þvkir mjög heilnæmt sem kunnugt er og hafa sprottig upp heilir baðstaðir kring um slíkar laugar erlendis. ★ VIÐ GIGT OG LOMUN Leirböðin eru helzt notuð til lækninga við tveimur höfuðsjúk- dómum og skyldum tilfellum, gigt og lömunarveiki. Er læknis- mcðferðin fólgin í leirböðum, gufuböðum og vatnsböðum og drykkjarkúr, sem þeim er sam- fafa. Jafnframt eru notuð marg- vísleg áhöld til að þjálfa vöðva Hrsngferðír m landið Páll Arason, öræfabílstjóri, efnir til tveggja hringferða um landið í næsta mánuöi. Fyrri hringferðin hefst 3. júlí. Haldið verður norður um land og hringinn. Komið verður til Reykjavíkur með flugvél frá Fagurhólsmýri 19. júlí. — Síðari ferðín hefst 16. júlí. T'erður þá flogið til Fagurhólsmýrar, en síðan haldið landleiðina austur og norður um. Lýkur þeirri ferð 2. ágúst. — Páll hefur látið merkja þessar ferðir sínar á íslands-uppdrátt. Sýnir sá, sem hér birtist, fyrri ferðina. Rætt við dr. Lampert um baðlaeknlngar. Dr. H. Lampert. hinna lömuðu og veita þeim mátt- inn aftur, rafmagnsbylgjur, sund, nudd o. m. fl. Hefur dr. Lampert beitt þessum lækningum með góðum árangri á sjúkrahúsi sínu í Höxter og býðst nú til að láta Islendinga njóta góðs af hinni margháttuðu reynslu sinni. Hann hefur ritað tug bóka um læknisfræðileg mál- efni, ein þeirra síðustu nefnist um straumum og njóta þeirra heilsulinda, sem þar er að finna. Einnig þarf á sérmenntuðum læknum að halda til að annast umsjá og eftirlit með sjúklingum og gestum við böðin. Býðst dr. Lampert til átS mennta íslenzkan lækni á sjúkra- húsi sínu í Höxter og kvnna hon- um hve langt Þjóðverjar hafa íáð á þessu sviði. — Ég væri ánægður, ef við Þjóðverjar hefðum helminginn aí þeim hverum, sem hér á íslandi finnast heima í okkar landi, sagði prófessorinn. Ekki er vafi á því, að ísland á eftir að verða eitt fremsta land álíunnar í baðlækningum, og hingað munu erlendir gestir sækja einkum þar sem margip, beztu baðstaðir Evrópu eru að! baki járntjaldsins og enginn fæfl því notið þeirra, nema austarS þess búi. t ★ GÖÐUR ÁRANGUR j Dr. Lampert ræddi við heil- brigðismálaráðherra, Ingólf Jóns- son, ásarnt Gísla Sigurbjörns- syni forstjóra, áður en hann hélfi af landi burt og gaf honum, skýrslu um för síná og árangur- inn af rannsóknum þeim, sem Hluti af bað- og heilsuhælinu Höxter við Weserána í Þýzkalandl, en þar er dr. Lampert yfirlæknir. Úberwármung als Heilmittel og ritað fjölda blaðagreina um hvera lækningar. Heíur hann og ritað kaflann um hveri á íslandi í hand bók um baðlækningar, sem kem- ur út í Þýzkalandi í sumar undir ritstjórn próf. Gordonoff í Bern. Dr. Lampert ferðaðist að þessu sinni um Norðurland til þess að rannsaka skilyrði til leirbaða í þeim landsfjórðungi. Má nýta hveri í þeim tilgangi á mörgum stöðum, en bezt eru baðskilyrði við Mývatn. Kernur þar tvennt til, hverirnir eru einstakir í sinni röð og svo er þar einnig að finna prýðileg vistskilyrði fyrir gesti og sjúklinga, sem þangað leita, þar sem þar eru tvö ágæt gisti- hús nýbyggð. -k FULLKOMIÐ BAÐHÆLI — Það sem þið íslendingar verðið nú að leggja höfuðáherzl- una á, segir dr. Lampert, er að byggja fullkominn baðstað og heilsuhæli í Hveragerði, þar sem öll skilyrði eru svo prýðileg frá náttúrunnar hendi. Nákvæmar efnagreiningar hafa farið fram á hveravatninu þar og sýna þær, að óvenju mikið magn er af efn- unum titanium og germanium í því, en það er mjög hagstætt út frá heilsufræðilegu sjónarmiði. í Hveragerði eru einhver beztu bað skilyrði í Evrópu, en eins og er verða þau ekki nýtt til neinnar hlítar fyrr en öll skilyrði þar hafa verið stórbætt. Þá munu út- lendingar koma þangað í stríð- hann hefur framkvæmt hér á landi á þessu sviði. Elliheimilið Grund stendur a3 rekstri elli og hvíldarheimilisins í Kveragerði og hafa nokkuð ver- íð notuð leir og hveraböð vifS lækningar á sjúklingum þar við liinn bezta árangur. Jafnframt hafa farið fram lækningatilraun- ír á lömuðu fólki í lækninga- stofum Elliheimilisins eftir fyr- h sögn og undir umsjá dr. Lamp- erts og hefur þar náðst árangur, sem er framar öllum vonum. , TARZAN Framh. af bls. 1 í fangelsi í nokkurn tíma og flúði hann þaðan fyrir tveimur vikum og leitaði hælis í skógin- um. Kom kona hans þar til múts við hann og fara þau skötúhjúÍQ nú saman í felum. -Á'ú. hSbSl* ms — Ég lít svo á, segir Gíslí Sigurbjörnsson, að ísland sé ekkil fyrst og fremst land erlendra ferðamanna, heldur land, þar sem sjúkir menn og lamaðir geta frerour fengið bót meina sinna, en í flestum löndum öðrum. Hef- ur þar ísland fram yfir þau hi28 sterka sólarljós og hveri og laugar í ríkum mæli. ggs. Enn hefur ekki tekizt að fanga Johannsen, en hann hefur all- mikil skotfæri í sínum fórum. Síðustu fregnir herma, að lög- reglan hafi fengið þyrilvængjuj með í leitina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.