Morgunblaðið - 27.06.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBann.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlfnr. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áuglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði Innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Frambúðarlausn h úsnæðisvandamálsins IFLEST öllum löndum heims hefur undanfarið verið mikill og tilfinnanlegur húsnæðisskort- ur. Eru orsakir hans fjölþættar. í mörgum löndum voru borgir stórskemmdar með loftárásum í síðustu heimsstyrjöld. Ennfrem- ur jókst aðstreymi til borga og kaupstaða mjög að styrjöldinni lokinni í mörgum löndum. Hér á ísiandi eru orsakir hús- næðisskortsins fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi ör fjölgun fólks ins við sjávarsíðuna og í öðru lagi fátækt þjóðarinnar á liðnum tíma. fslendingar byrjuðu fyrst við upphaf 20. aldar að byggja yfir sig húsakynni úr varanlegu byggingarefni. Svo að segja fram til þess tíma voru nær öll hús byggð úr torfi og grjóti. Fortíðin skilaði því kynslóðum 20. aldarinnar fátæklegum arfi á þessu sviði. I»rátt fyrir stórfelldar fram- kvæmdir í byggingamáium er ástandið í húsnæðismálum þessarar þjóðar mjög slæmt enn þann dag í dag. Bæði í sveitum landsins, kaupstöðum og sjávarþorpum býr fólk í húsnæði, sem er hættulegt heilsu þess. 'Mikið hefur verið rætt um að herskálaíbúðirnar hér í Reykja- vík væru versta og óhollasta hús- næði, sem til væri hér á landi. Sannarlega eru margar bragga- íbúðirnar hörmulegar og ófull- komnar. En óhætt er að fullyrða að gamlir kofar og kjallaraíbúðir, sem búið er í í sjávarþorpunum víðsvegar um land séu þó sízt heilsusamlegri vistarverur. Um þær er aðeins minna rætt en braggaíbúðirnar vegna þess að þær eru ekki „undir smásjánni“ ef svo mætti að orði komast. Sjálfstæðismenn hafa um mörg undanfarin ár lagt mikla áherzlu og kapp á umbætur í húsnæðis- málum þjóðarinnar, Hvergi hefur heldur verið unnið eins ötullega að þeim og hér í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta. Þar hef- ur bæjarfélagið haft forgöngu um fjölþættar ráðstafanir til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum. Hinsvegar hefur fólksfjölgunin hvergi verið eins ör og einmitt hér. Þessvegna flutti fólkið inn í braggana, enda þótt bæjaryfir- völdin reyndu eftir megni að hindra það í upphafi. En bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur nú gert áætlun um útrýmingu alls bragga húsnæðis á næstu árum. Mun verða lagt allt kapp á að fram- kvæma hana. Sjálfstæðismenn höfðu for- göngu um það í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar að rýmkvað var um heimild til byggingar smáíbúða og ennfremur um lánastarfsemi í þágu smáíbúðabygginga. Þegar núverandi ríkisstjórn var svo mynduð var samið um það í mál- efnasamningi hennar. að tryggt skyldi aukið fjármagn til íbúða- bygginga í kaupstöðum, kauptún- um og sjávarþorpum og grund- völlur lagður að því að leysa húsnæðisvandamálin til fram- búðar. Ríkisstjórnin hefur nú þegar gert nokkuð til þess aS standa við þetta fyrirheit sitt. Fjár- bagsráð hefur verið afnumið l UR. DAGLEGA LÍFINU og byggingafrelsi stóraukið í landinu. Lánadeild smáíbúða hefur verið heitið 20 millj. kr. til útlána á þessu ári, Er það meira fjármagn en nokkru sinni fyrr hefur verið varið í þessu skyni. Loks hefur ríkisstjórnin nú skipað 5 manna nefnd til þess j að gera tillögur um lausn hús- 1 næðisvandamála þéttbýlisins. Verður það hlutverk hennar að benda á leiðir til þess að leysa húsnæðisvandamálið til frambúðar. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, hver sé kjarni þessa vandamáls. Það er fjár- magnsskorturinn. Hér hefur öll lánastarfsemi til húsbygginga ver ið lömuð um langt skeið, einfald- lega vegna þess að bankar og aðrar lánastofnanir hafa ekki haft fé til hennar. Veðdeildir Landsbankans og Búnaðarbank- ans hafa staðið uppi févana. Mjög hætt er við því, að erfitt verði að réka hér frambúðar lánastarfsemi á hagkvæmum grundvelli til íbúðabygginga nema méð erlendum lántökum. Hér er ekki í mörg hús að venda um öflun fjármagns innanlands. Á þetta var bent í skynsamlegri 1 grein, sem Geir Hallgrímsson, I bæj arfulitrúi ritaði hér í blaðið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar ! í vetur. I Hér er um mikið nauðsynja mál að ræða. Sjálfstæðisflokk urinn mun leggja allt kapp á í að leysa það og standa þannig við fyrirheit sín við þúsundir landsmanna um aðkallandi umbætur í húsnæðismálum j ! þeirra. Takmark hans er að skapa hverri einustu fjöl- skyldu möguleika til þess að búa í eigin íbúð og í heilsu- samlegu og góðu húsnæði. Að þessu marki mun hann vinna af fullri festu. Barnaskapur UM LANGT skeið hefur okkur íslendingum þótt það hinn mesti hvalreki ef víð höfum séð ein- hliða lof um okkur í erlendum blöðum og útlendingar hafa hælt okkur í íslenzkum blöðum. Hins- vegar er það algengast að við bregðumst reiðir við, ef fram- koma okkar eða athafnir eru gagnrýndir eða hljóta misjafna dóma á erlendum vettvangi. Þetta er hinn mesti barnaskap- ur. Þessi litla þjóð hefur ekki síður en margar aðrar og stærii þjóðir þörf fyrir velviljaða gagn- rýni. Glöggt er gestsaugað og útlendingar sjá oft ýmsa galla í fari okkar, sem við sjálfir v»it- um ekki athygli. Það er því ein- mitt mjög gagnlegt, að heyra dóma þeirra ef þeir eru byggðir á rökum og vilvilja. Við skulum þessvegna ekki vera uppnæmir fyrir dómum út- lendra manna um okkur og telja gagnrýni þeirra vott um illvilja j eða hneigð til þess að níða okkur niður. Sanngjöm gagn- rýni er okkur nauðsynleg og því fremur, sem viðskipti okkar við umheiminn aukast. Hún mun eiga -k Höfuð Haydns Hinn 5. júní s.l. var höfuð Haydns tónskáldsins mikla, lagt í hina sömu kistu og aðrar jarð- neskar leifar hans eru í. 145 ár eru liðin frá andláti hans, en lík- ræningjar stálu höfði tónskálds- ins, er lík hans stóð uppi. Áður en höfuðkúpan var flutt frá Wien blessaði æðsti máður austurrísku kirkjunnar hana og bar að henni vígt vatn. Síðan var hún flutt í blómum skrýddum vagni til þorpsins Eisenstadt, en þar eru varðveittar aðrar jarð- neskar leifar Haydns Einn fræg- asti og elzti borgari Eisenstadt, myndhöggvarinn Augustus Amb- rosi, sem nú er blindur og heyrn- arlaus, var valinn til að leggja höfuðkúpuna í kistu Haydns. Hendur hins hvíthærða öldungs skulfu er hann hægt tók höfuð- kúpuna úr glerkassa, sem hún hafði verið flutt í frá Wien, bar hana um kirkjuna svo allir gætu séð höfuðkúpu tónskáldsins og lagði hana í kistuna, sem geymd er í marmarahvelfingu. ★ 13213 handtök Allt er fært í letur. Nú hefur verið gefin út skrá yfir „gerðir ^JJrincjehjcm og athafnir" Elisabetar drottning- ar á hinu langa og nýafstaðna ferðalagi hennar. Bókhaldið hljóð ar svo: Drottningin heilsaði 13,213 sinnum með handabandi. Hún af- henti 536 heiðursmerki, lagði 15 hornsteina, hélt 157 ræður og hlýddi á 276 ræður, og þjóðsöng- urinn var leikinn 508 sinnum í nærveru hennar. Loks tók hún á móti 468 gjöfum. ★ Einasti hershöfðingi heimsins, sem . . Allir kannast við Templer, hershöfðingja Breta í Malaya. Hann barðist í Evrópu í síðustu heimsstyrjöld, m. a. í Ítalíu. Meðan hann var þar var gerð loftárás á borgina, sem hann var staddur í, og Templer særðist er píanó féll ofan á hann, er sprengja sprakk í nágrenninu. Og síðan segir Templer — stundum nokkuð stoltur: „Eg er einasti hershöfðingi sem hefur illa særzt af völdum píanós“. Að þrotum kominn Hinni frönsku kímni er oft við- brugðið. Vincent Auriol, fyrrver- andi Frakklandsforseti, sagði í góðra vina hópi nokkru eftir að hann lét af störfurn forseta á s.l. vetri: „Vinnan var mig lifandi að drepa. Ég var vakinn á öllum I tímum sólarhringsins af forsætis- ráðherrum, sem voru að biðjast 1 lausnar fyrir sig og ráðuneyti 1 sitt“. ★ Af sérstökum ástæðum Margrét Truman dóttir Tru- mans forseta, seldi bíl sinn nú nýlega í New Yo:k. Um sama leyti barst bifreiðayfirvöldunum bréf frá Truman forseta, þar sem hann bað um að fá að eignast bílnúmer það er dóttir hans hafði haft. Ástæður har.s voru eftir- farandi: „Númerið á bílnum er 7545. Það númer vil ég gjarnan eiga, því það stendur fyrir 7. maí 1945 — daginn, sem Þýzkaland gafst upp. VeU andi óhrifar: sinn þátt í að skapa með okkur ( heilbrigða sjálfsgagnrýni, sem síðan hefir margt gott í för með sér fyrir íslenzka þjóð. i Malbik eða sveitasæla. Hljómskálagarðurinn hefur um langt skeið verið augnayndi og uppáhald Reykvík- inga, enda er hann einn fegursti bletturinn í höfuðborginni. Borg- arbúann langar alltaf út í nátt- úruna, þar sem blómin gróa, á grösugum völlum og fuglar og fiðrildi fljúga óáreitt um loftið í sól og sumri. Það er hans draum- ur um sumarleyfi, kannske hans leyndi draumur að eyða æviárum sínum í skauti íslenzkrar sveitar í stað þess að slíta skósólunum á malbikuðum götum, sem liggja baðaðar í ryki og margvíslegu rusli. Arfskuldin greidd. VIÐ Islendingar erum einkar garðafátæk þjóð, og eigum ekki til á okkar landi þá frjósömu og fögru skrúðgarða, sem með erlendum gerast og eru þeim svo mikill ánægjuauki. Þó hefur þetta tekið sífelldum breytingum í seinpi tíð og eftir nokkra ára- tugi umlykur væntanlega gróður- lundur hvert hús, sem þannig stendur, að í kring um það eru ræktunarmöguleikar. Okkur skilst æ betur, að það er góðverk við landið okkar að rækta það og fegra á alla lund, gera það frjór'ra og skjólsælla og með því greiðum við moldinni arfskuld okkar. Og það kemur meira til. Öll ræktun og gróður hefur mann- bætandi áhrif á þann, sem hana annast, hann leggur fram erfiði og sveita sjálf sín og uppsker laun vinnu sinnar í fögrum trjám, lit- ríkum sólarblómum og grænni grasadýrð. Beztur minnisvarða. VIÐ leggjum áherzlu á að gróð- ursetja skóg á skjólsælum stöðum og smám saman skilst þjóðinni hve mikilvægt það starf er fyrir óbornar kynslóðir og ó- eigingjarnara starf getur varla. Auðvelt er að sjá í anda ísland sem í fornöld, skógi klætt frá fjallstindum til sjávarstranda, hlýtt og vingjarnlegt undir hin- um laufgaða hjúp. Slíka mynd ber framtíðin vænt anlega í skauti sér og betri minn- isvarði verður aldrei reistur af núlifandi kynslóð, hvort sem það er í minning um frelsistökuna 1944 eða aðra þjóðarstund. Erlendar stórborgir eiga flest- ar sína stóru og víðfeðmu skemmtigarða í miðjum borgar- ysnum, þar sem menn og konur geta' setzt niður undir stoltum hlyni, og varpað mæðinni. Slíkir garðar eru friðlönd, þar þekkist engin áreitni, verzlun eða at- vinnurekstur. Þangað fer borg- arinn einn til móts við náttúruna. Sanngirniskrafa. HLJÓMSKÁL AGARÐURINN er lunga Reykjavíkur ef svo má segja, þar koma ungir sem gamlir og njóta sólar og útiveru að loknu dagsverki, eða á hvíld- ardeginum. Garðurinn á að vera griðland fyrir slíkt fólk og auð- vitað alla þá ungu elskendur, sem um stíga hans ganga á síðkvöld- um. Þessvegna er það eitt meiri- háttar hneyksli, að leyfður skuli atvinnurekstur í þessu griðlandi bæjarbúa, sem gerir stóran hluta garðsins að troðnu flagi og veld- ur ónæði og ágangi í garðinum. Hljómskálagarðurinn er ræktað- ur fyrir fé bæjarbúa og því er undarlegt, að einu fyrirtæki skuli veitt þar fjáröflunaraðstaða og nýting á eignum borgaranna. Hér er átt við Tjarnargolfið. sem er gott og skemmtilegt í sjálfu sér, en óhæfa að hafa á þessum stað. Við gætum átt von á því, að fleiri fyrirtæki bætist brátt í hópinn, ísbúðir ,pylsusölur og hver veit hvað, úr því farið var að leyfa þar atvinnurekstur. Sanngirniskrafa er: Burt með Tjarnargolfið. Það á ágætlega heima í Tivoli, en alls ekki í Hljómskálagarðinum. ★ „Hreinsun“ Enginn harmar það meira en ég, að hreinsun innan okkar ágætu rússnesku leynilögreglu er nauð- synleg. ★ Beztu bækurnar Somerset Maugham rithöfund- ur á geysistórt bókasafn. Nýlega birti blað eitt lista hans yfir 10 beztu bækur heimsbókmennt- anna — að hans dómi. í von um að þjóðernissinnaðir íslendingar hlaupi ekki upp til handa og fóta, birtum við erlend nöfn bókanna. Listi Maughams er svona: 1. Henry Fielding: „Tom Jones“ 2. Jane Austen: „Pride and Prejudice“ 3. Stendhal: „Le Rouge et Le Noir“ 4. Emily Bronte: „Wuthering Heights" 5. Balsac: „Le Pére Gariot“ 6. Charles Dickens: „David Copperfield" 7. Flaubert: „Madame Bovary“ 8. Dostajevski: „Karamazov“ (bræðurnir) 9. Herman Melville: „Moby Dick“ 10. Tolstoy: „War and Piece“. r 1» ...I ★ Hinn sofandi risi Bidault fyrrum utanríkisráð- herra Frakklands gat ekki sofið eina nóttina. Tók hann þá að lesa endurminningar Napoleons frá St. Helena — og staðnæmdist við þessar línur: I „Kína er sofandi risi. Þegar I hann vaknar, mun heimurinn skjálfa." Einhver myndi segja að Napoleon hefði séð fram 1 tím- ' ann. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.