Morgunblaðið - 13.07.1954, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.1954, Qupperneq 1
16 síður 41. árgangur. 156. tbt. — Þriðjudagur 13. júlí 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Framkvæmdasljóri A-banda- lapiiis í heimsókn hér ÍMNN mikilhæfasti stjórnmálamaður Evrópu, Ismay lávarður ■i framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er staddur hér á landi um þessar mundir. Kom hann hingað til Reykjavíkur með einkaflugvél sinni síðla dags á sunnudag. XVEGGJA DAGA VIÐDVOL Fyrir hádegi í gær gekk Iismay lávarður á fund forsætisráðherra Óiafs Thors og dr. Kristins Guð- mUndssonar utanríkisráðherra. Þá snæddi hann hádegisverð hjá forseta íslands að Bessastöðum og síðdegis fór hann suður til Keflavíkurflugvallar til viðræðna við yfirmenn varnarliðs Atlants- hafsbandalagsins þar. í dag mun hann m. a. fara til Þingvalla, en hann fer héðan árla dags á morg- un. HEIMSKUNNUF MAÐUR Ismay lávarður hefur gegnt störfum sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins í um það bil tvö ár. Hann var áður bfezkur hershöfðingi og náinn samstarfsmaður Winston Churc- hills forsætisráðherra í síðustu styrjöld. Honum er mjög þakkað hve ágætt samstarf hefur tekizt milli hinna mörgu og ólíku þjóða, sem standa að Atlantshafsbanda- laginu. Undanfarið hefur hann verið í heimsókn í höfuðborgum nokkurra Atlantshafsríkja, nú síðast í Lundúnum. Ekki fímabæri enn, segir Churchill LUNDÚNUM, 12. júlí — Churc- hill sagði í brezka þinginu í dag að hann teldi ekki tímabært að ræða að svo stöddu inntöku Kína í samtök S Þ. í bandaríska þing- inu fögnuðu menn þessum um- mælum því að þar óttuðust menn að afstaða Bandaríkjanna til málsins myndi verða þröskuldur í samvinnu þjóðanna á sviði al- þjóðamála. —Reuter-NTB. RæHa nm Suesskurðinn KAIRO, 12. júlí — Bretar og Egyptar hafa hafið samningaum- ræður í því skyni að freista þess að leysa deiluna um Suezskurð- inn. Bretar hafa lagt fram ákveðn ar tillögur um lausn málsins og sagði egypzkur talsmaður í dag að tillögurnar væru mjög sann- gjarnar. Er þar m. a. kveðið á um brottflutning 80 þús. brezkra hermanna á næstu tveimur árum. —Reuter-NTB. Skjóta má á þjófana VÍNARBORG, 12. júlí — Vatns- flóðin í suðurhluta Evrópu auk- ast enn og vandræðin vaxa. Þús- undir manna hafa misst heimili sín og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Óaldarmenn vaða uppi og fara ránshendi um hin yfirgefnu hús. í dag fékk lögreglan í Linz skipun um að skjóta á þá sem í hinum yfirgefnu húsum fyndust. Hefur svo rammt kveðið að þjófn aði og eyðileggingu. —Reuter-NTB. Dulles fer til Parísar WASHINGTON, 12. júlí. — Foster Dulles tilkynnti í kvöld að hann myndi fljúga til Parísar í fyrramálið og ræða við Mendes-France og Eden um Indo-Kína málin. Þegar eftir að þessi tilkynn- ing var birt tilkynnti Mendes- France í Genf að hann hefði boðið Dulles og Eden á sinn fund. Og fyrr um daginn hafði Eden stungið upp á því á Genfarráðstefnunni að aðal- fulltrúar stórveldanna reyndu nú leiðir til samkomulags á leynifundum. Allt þykir þetta benda til að stórir viðburðir séu í nánd hvað viðvíkur Asíu málum — einkum Indo-Kína. í s.l. viku tilkynnti Dulles blaðamönnum að hann myndi ekki fara aftur til Genfar. En nú hefur sem sagt brugðið tii hins betra. Þessaari frétt var tekið með miklum fögnuði í fundarsölum Genfarráðstefn- unnar í dag. — Einnig er ákveðið að Chou En Lai og Mendes-France ræði saman fyrri hluta þriðjudags, — Reuter-NTB. Flóftamenn NEW YORK 9. júlí. — Banda- ríkin hafa þegar veitt 5.600 flótta mönnum vegabréf inn í landið samkvæmt lögum um flótta- menn, sem þar voru samþykkt 1953. í undirbúningi er að veita 28 þúsund öðrum flóttamönnum vegabréf. Ismay lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er kominn hingað til lands í tveggja daga heimsókn. Myndin sýnir er þeir forsætisráðherra Ólafur Thors (t. v.) og dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra (t. h.) tóku á móti honum. — Ljósm.: P. Thomsen. Flestir beztu gæðingar lundsins n londsmóti hestamanna í Eyjafirði Hreiran frá Hólum hreppti enn Sleipnisbikarinn Akureyri, 12. júlí. FORMAÐUR Landssambands hestamannafélaganna, Steinþór Gestsson frá Hæli, sagði svo í ávarpi er hann flutti, er annað landsmót hestamanna var sett á Þveráreyrum hér í Eyjafirði um helgina: íslenzki hesturinn og hestamennskan er vissulega sérstæður þáttur í ísl. þjóðlífi, þáttur sem ekki má bresta. Slitni hann er far- inn forgörðum glæsilegasta og margslungnasta íþróttin sem ísl. þjóðin hefur iðkað á svo sérstæðan og heillandi hátt. — Þáttur sem er mjög mikilvægur í haldreipi ísl. þjóðernis. — Landssam- band hestamannafélaganna snýr sér því til þjóðarinnar, og þá til ísl. æsku fyrst og fremst og skorar á hana að staldra við hér á sýningunni og íhuga hvers er í misst ef hún vanrækir hestinn og hestamennskuna. Þetta var annað landsmót Landssambands hestamannafélag anna. Var það sett með hátíð- legri athöfn síðastliðinn laugar- dag kl. 10 árd. Að loknu ávarpi Steinþórs á Hæli, flutti Stein- grímur Steinþórsson, landbúnað- arráðherra, ræðu. Þá hófust sýn- ingar á kynbótahryssum, stóð- hestum og góðhestum í dómhring. Dómnnefnd lýsti dómum þeim er hrossin höfðu fengið. Um kvöld- ið voru kappreiðar og keppt í undanrásum á stökki og skeiði. A sunnudaginn voru hrossasýn- ingarnar endurteknar og voru þá verðlaun afhent. HROSSASÝNINGIN OG STÓLPAGRIPIRNIR Af tömdum reiðhryssum hlaut fyrstu verðlaun Ljónslöpp, grá hryssa, 15 vetra, eign Björns Jónssonar hér á Akureyri. — Af stóðhestum hlaut 1. verðlaun og um leið hinn veglega Sleipnis- bikar, Hreinn, sem er jarpur hestur, 14 vetra, eign Hrossakyn- bótabúsins að Hólum, sá hinn sami og hlaut þennan veglega verðlaunagrip á Þingvöllum 1950. Af góðhestum hlaut 1. verðlaun Stjarni, rauður, 9 v., eign Boga Eggertssonar í Reykjavík. Fleiri hestar hlutu og verðlaun, því að alls voru 83 hryssur sýndar, 30 stóðhestar og 28 góðhestar. Voru þetta allt úrvalsgripir, bæði hvað fegurð snertir og góðhestahæfi- leika, enda munu þarna hafa verið samankomin flest hin beztu hross á landinu. ENGIN VERÐLAUN FYRIR SKEIÐ Síðasta atriði mótsins voru kappreiðar. Var keppt á skeiði og bar þar sigur úr býtum Þytur, jarpur, 14 vetra, eign Björns Þórðarsonar í Reykjavík. — Var þetta eini hesturinn, sem lá á skeiðinu í úrslitunum. Hinir hlupu allir upp. Tíminn var frem ur lélegur, 28,4 sek. á 250 m sk'eið braut, en hestarnir verða að renna skeiðið á minnst 27 sek. til að hljóta verðlaun. Hlaut því enginn skeiðhestanna verðlaun á þessu móti. STÖKKHESTARNIR í 350 m stökki sigraði Gnýfari Framh. á bls. 2 Þóra Þorgeirsdóttir á Gnýfara. ííiSBte r * — Ljósm.: V. Guðm. 1 Frá keppnissvæðinu. — Ljósm.: H. Teitsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.