Morgunblaðið - 15.07.1954, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. júlí 1954 ]
| Alftin á Tjörninni verpti
, einu eggi og unginn dó
SenniSeða hefur eggið kólnað er stöðug!
var verið að styggja álftina
í T GÆKDAG upplýstist það,
1 i að unginn í því eina eggi,
] sem álftahjónin á Syðri-
Tjörninni áttu, mun aldrei
‘ sjá dagsins Ijós. — Skömmu
• eftir að hann var kominn í
egigið hefur hann drepizt.
Einar B. Pálsson, yfirverk-
fræðingur Reykjavíkurbæjar,
sem á sínum tíma lét gera
varnargirðingu kringum álfta-
hjónin, eftir að gert hafði ver-
ið hreiður fyrir þau í sefi
Syðri-Tjarnarinnar, sþýrði
; tíðindamanna Mbl. frá þessu
í gær. — Undanfarna daga
hefur Mbl. borizt fjölmargar
fyrirspurnir um hvenær álfta-
hjónin myndu sýna sig með
ungana sína.
í GÆRDAG
Það er nú komin vika fram
yfir venjule.gan útungunar-
tíma. I gær lét Einar Pálsson
’ taka eggið úr hreiðrinu, enda
var álftin farin að missa þolin-
mæðina og farin að liggja
' laust á. — Rannsókn á egginu
leiddi í Ijós, að unginn í því
hefur drepizt snemma á út-
ungunartímanum.
Þegar eftir að gert hafði
verið hreiður fyrir álftahjónin,
verpti álftin þar. — En hvað
eftir annað var hún hrakin af
hreiðrinu, af börnum, ungling
um og jafnvel fullorðnum.
Eitt sinn óð drukkinn maður
út í sefið og stökkti álftinni á
flótta af hreiðrinu. Án þess að
fullyrt verði að þetta hafi orð-
ið til þess að unginn í egginu
dó, þá eru líkurnar til þess
mjög miklar.
ALLT VAR GERT
Skal ekki fjölyrt um þenn-
an harmleik álftahjónanna, en
vissulega er þetta smánarblett
ur á Reykjavík. — Allt var
gert til þess að bæta í haginn
fyrir hin fallegu álftahjón.
Væri óskandi að slíkt endur-
taki sig ekki, ef svo skyldi
fara að álftin verpi í sefinu
næsta vor, en hægt er að bæta
tjónið með því að lofa fuglun-
um að vera í friði.
— • —
Bæjaryfirvöldin eiga sann-.
arlega þakkir skilið fyrir það
sem þau gerðu fyrir álftirnar,
til þess að auðga fuglalífið á
Reykjavíkurtjörninni, öllum
þorra bæjarbúa til ánægju.
Veðurfrespiir allar frá
Islandi mjög mikilvægar
Norrænusn vcöurfræðingafundi lokið
HÉR í Reykjavík er lokið fundi norrænna veðurstofuforstjóra,
en fundurinn hófst 8. þ. m. og hefur fundurinn látið mörg
sameiginleg hagsmunamál veðurþjónustunnar á Norðurlöndum til
sín taka, og gert fjölmargar samþykktir þar að lútandi.
MIKILVÆGT SAMSTARF
í gærdag bauð frú Theresía
Ouðmundsson, veðurstofustjóri,
hlaðamönnum til kaffidrykkju
ásarat hinum norrænu veður-
fræðingum. Frú Theresía sagði í
stuttri ræðu, sem hún flutti, að
samvinna Norðurlandanna á
sviði veðurþjónustunnar, væri
mjög mikilvægt samstarf. Margir
islenzkir veðurfræðingar hefðu
hlotið góða menntun á Norður-
löndunum og nefndi hún sérstak-
lega Sviþjóð.
Veðurstofustjórarnir sænsku
og norsku og finnsku og starfs-
menn dönsku veðurstofunnar, en
forstjóri hennar gat ekki mætt
sökum veikinda, fluttu stutt
ávörp. Lýstu þeir gagnsemi
slíkra funda. Hversu veðurstofum
á Norðurlöndum væri nauðsyn-
legt að fá héðan af íslandi sem
gleggstar fregnir af veðrum öll-
um og vindum. Farið var mjög
lofsamlegum orðum um starf-
semi Veðurstofunnar á sviði flug-
þjónustunnar. Ræðumenn sögð-
ust kveðja landið með skemmti-
legar endurminningar um dvöl-
ána hér.
A ráðstefnunni, sem var hin
áítunda, voru alls tekin á dag-
skrá 13 veðurfræðileg mál og
voru sum þeirra í allmörgum lið-
um.
■ w--*-
FULLTRÚARNIR
Hinir norrænu fulltrúar voru:
Frá Danmörku: Eyvind Carlsen,
<Jerhardt Crone, Helge Thomsen
og Karl Andersen, allir frá
Kaupmannahöfn. Frá Finnlandi:
Matli Franssilæ í Helsinki. Frá
3íoregi voru; P. Thrane, Osló og
,Th. Hellselborg, veðurstofustjóri,
Osló. Frá Svíþjóð: Anders Áng-
ström, veðurstofustjóri í Stokk-
hólmi og Alf Nyberg í Stokk-
hólmi.
Auk veðurstofustjóra mættu á
fundinum veðurfræðingar veður-
stofunnar eftir því sem við varð
komið og einnig eftir því um
hvaða veðurfræðileg efni var
fjalað á fundinum. Einnig tóku
þátt í fundunum fulltrúi póst- og
símamálastjórnarinnar og frá
Rannsóknarráði ríkisins.
Flugvéllávarðar-
ins 6,40 klst. til
Parísar
KLUKKAN láust fyrir hálf ellefu
í gærmorgun lagði Ismay lávarð-
ur framkvæmdastjóri NATO, af
stað héðan í flugvél sinni ásamt
föruneyti. — Flugvélin var Sky-
master af sömu gerð og íslenzku
millilandaflugvélarnar. — Flug-
umferðarstjórnin á Reykjavíkur-
flugvelli tjáði blaðinu í gær, að
flugvél lávarðarins hefði lent á
Orlyflugvelli í París eftir 6,40
klst. flug héðan.
— (hurchiN
Framh. af bls. 1
málið í brezka þinginu. Attlee
mælti á móti. Sagði hann að þó
Bretland og Bandaríkin væru
andkommúnisk ríki bæði, yrði
þó að gæta hófs í kurteisi við
Þjóðverja, því hætta væri á að
þeir vígbyggjust á ný og leiddu
nýja ógæfu yfir heímitm.
Sfór farþegavél lendir í Grímsey
Áhöfn „Snæfaxa“ ásamt Grímseyingunum, sem voru með í hringfluginu. — Lengst til vinstri eí|
Jóhannes Snorrason, flugstjóri, ásamt móðursystur sinni, sem á heima í Grímsey.
— Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
— Flóðin
Framh. af bls. 1
í bænum Deggendorf í Bayem
eru 16900 íbúar í mikilli hættu.
Hinn 8 m. hái flóðgarður sem
skýlir bænum fyrir flóðum í
smáánni Bogenbach, er brost-
inn og vatnið streymir í gegn-
um tvö 30 m breið skörð.
Bandaríkjamenn brugðu skjótt
til hjálpar og flugu með 10 þús.
sandpoka í helikoptervélum frá
Núrnberg og er unnið að því að
styrkja garðinn.
í Passau búa 35 þús. manns.
Þar hefur flóðið þegar náð há-
marki og er tekið aðeins að
réna. Þar náði vatnið er það
var hæzt upp á aðra hæð húsa
við aðalgötu bæjarins. 2000
íbúar bæjarins sjá þó enn hús
■*?
Örn Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ræðir við Guð-
mund Björnsson, ýtustjóra, siem hefur gert völlinn að mestu einn.
sín umflotin vatni.
En í Austur-Þýzkalandi
taka nú flóðin að vaxa um
leið og þau munu taka að réna
í Austurríki. í Leipsig stígur
vatnsborðið stöðugt og er þó
5 metrum hærra en venjulega.
Horfir þar til vandræða því
áður hafði húsnæðislaust fólk
verið flutt til borgarinnar í
neyð..
„HJÁLP, BÆRINN
OKKAR SEKKUR!“
„Hjálp, bærinn okkar sekk-
ur!“ Þannig hljóðaði neyðar-
skeyti frá borgarstjóranum í
Passau við þýzk-austurrísku
landamærin, en þar renna þrjú
fljót saman og hafa sett bæ-
inn undir vatn. Passau er að
nokkrum hluta byggður á
sandi, sem árnar hafa borið
fram og skilið eftir við ármót-
in. Bærinn leit í gær út einna
helzt sem sýnishorn af stríðs-
rústum, sem hingað og þangað
stóðu upp úr endalausum
vatnselg. Önnum kafnir her-
menn, slökkviliðsmenn og
björgunarfólk fóru um með
eins miklum hraða og unnt
var. Bílstjórarnir voru furðu
naskir á að finna göturnar, þó
á kafi væru.
AUGLYSINGABI
sem birtast eiga í
Sunnudagsblaðinu
þurfa að hafa borizt
fyrir kl. 6
á föstudag
— Grísneyjarflug
Framh. af bls. 1
framkvæmdastjóri ICAO, alþjóða
flugmálastofnunarinnar, verk-
fræðingar og verkstjórar, sem
unnið hafa að flugvallargerðinni
svo og fulltrúar flugvallastjóra
og Flugfélags íslands.
þeginn á níræðisaldri, en sá
yngsti sjö ára. Aðeins eina
gestanna hafði flogið áður,
og var hann gestkomandi úf
Reykjavík í Grímsey nit.
]
40% GRÍMSEYINGA
BOÐIÐ í HRINGFLUG
Koma „Snæfaxa“ til Gríms-
eyjar vakti mikla athygli
meðal eyjaskeggja, sem fjöl-
menntu til að taka á móti
flugvélinni. Flugfélagið bauð
í hringflug umhverfis Gríms-
ey, og tóku þátt í því um 30
manns, eða um 40% allra
Grímseyinga. Var elzti far-
ÁGÆT FLUGBRAUT
Flugvallargerð í Grímsey vaí
hafin í september s.l. og hefuí
verkið sótzt vel. Flugbrautin,
sem er 100 metra löng, reyndi&t
með ágætum, enda þótt vinnu
við hana sé enn ekki fyllilegaí
lokið. Þessi fyrsta flugferð „Snæ-
faxa“ til Grímseyjar markan
tímamót í samgöngumálum eyja-
skeggja, sem löngum hafa átti
við mikla erfiðleika að stríða
sökum einangrunar eyjarinnar.
Börnin að koma úr flugvélinni
eftir hringflugið. í dyrum véi-
arinnar er Laufey Guðleifsdóttir,
flugfreyja, en Þorsteinn Jónsson,
flugmaður, stendur við stigann.
— Eden og Mendes-
France
Frh. af bls. 1.
utanríkisráðherra — hinn
sami og áður.
★ ★ ★
Fundur þremenninganna tókst
vel, segja þeir. Dulles skýrði
afstöðu Bandaríkjamanna, og
það af hverju þeir teldu
ástæðulaust að hafa fulltrúa I
Genf. Mendes-France kvað
það koma Frökkum og mál-
stað hinna frjálsu þjóða betuv
ef Bandaríkin ættu þar full-
trúa. Eden tók í sama streng
og skömmu síðar var ákveöið
að Bedell Smith færi til
Genfar.
★ ★ ★
Dulles er floginn heim á leið.
Mendes-France og Eden eru
komnir til Genfar. — Lýsti
Mendes-France ánægju sinni
yfir fundinum og kvað hann
árangursrikan. Þakkaði hanrji
Eden fyrir innlegg lians á við-[
ræðufundinum.
— Reuter-NTB,
......“
""" * a