Morgunblaðið - 15.07.1954, Page 7

Morgunblaðið - 15.07.1954, Page 7
j Fimmtudagur 15. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ a J Dr. ptiil. Hakon Stang^up Bandaríski menniamaðurinn er bæði sériræðingur Los Angeles. ÆVINLEGA er hryggilegt a5 svipta menn tálsýn, — en það kann að vera nauðsynlegt. M. ö. o.: Bandaríkjakonan er pigi lengur einvöld meðal þjóð- ar sinnar. Nýr og hættulégur óvinur hefur steypt henni af stóli, börnin, og ásamt löngu kúguðum körlunum speglast orð- ið í henni kraftur, táp og skap- gæði 3—15 ára gamalla Banda- ríkjamanna. Bandaríkjabörn fá smargvíslega hvatningu, það er dáðst að þeim, dekrað við þau og allt látið eftir þeim. Mörg dæmi imætti nefna, sem fengið hafa á skandinaviskan föður. Hér er eitt táknrænt: FREKT BARN Vordag einn fagran fóru bandarískir foreldrar með sex ára gömlu barni sínu og Skand- inavíugestinum í eins dags ferð um eitt fegursta hérað Kali- forníu. Fullorðna fólkið reyndi að tala saman, en fékk það ekki fyrir krakkanum. „Þú skiptir þér ekkert af mér, pabbi!“ æpir hann. Skömmu síðar: „Þú skipt- ir þér ekkert af mér, mamma!" Og svei mér þá, ef barnunginn læðir ekki að gestinum innan stundarfjórðungs: „Þú skiptir þér ekkert af mér, manni!“ Þetta er raunar óvenjulegt, því að í U.S.A. snýst eiginlega allt um börnin. En það gerir þau ekki hæfari til skólavistar. Má ímynda sér, hversu vel barnaskólakenn- ara muni ganga að hafa hemil á óviðráðanlegum krakkafans, sem all't hefur verið látið eftir. Talað er um agavandræði á Norður- löhdum. Bandaríkjamenn kalla það agaógæfu, og áhrif hennar eru geigvænleg. í New York skoruðu framhaldsskólakennar- arnir í vor á alla þá kennara, sem gætu, að taka að sér önnur störf sem fyrst, og vöruðu ungt fólk alvarlega við kennarastarf- inu. Þeim hefur ætíð verið illa borgað í þessu ríka landi. En sé þeim þar á ofan líkamlega of- oðið, er eigi undariegt, þótt þeir segi skilið við skólastörf — eða geri sér þau sem hægust af sjálfs- bjargarhvötinni einni. „MENNTAÐUR SÉRFRÆÐINGUR“ Skólauppeldi í Bandaríkjun- um stendur á miklu lægra stigi en á Norðurlöndunum. Til 15—16 ára aldurs læra bandarísk börn ekkert, heldur leika sér og líður vel. Á tveim síðustu framhalds- skólaárunum ber alvara lífsins að dyrum þeirra, en þá hljóta þau og að leggja að sér, eigi þau að standast aðgönguprófin að há- skólunum. Engu að síður er al- menn þekking þeirra rýrari, eigi sízt í málum, en Norðurlanda- Stúdenta. Við æðri menntastofn- anir verður því að svara þessari spurningu. Á að hleypa þessum stúdentum formálalaust inn í sérfræðideildirnar, eða á að keppa að almennri menntun ásamt sérfræðinni? Þetta vandamál hefur áður verið á döfinni í U.S.A., en það tók aðra stefnu eftir fyrra heims- stríð. Fram til þess tíma var kraf- izt sem skjótastrar og auðfeng- innar sérfræðimenntunar. Æðri menntunin var aðallega sjálfsagt sérfræðinám — og er það enn að miklu leyti. En við banda- TÍska háskóla hafa menn veitt því athygli á s.l. 30 árum, að sérfræðinámið eitt er ófullnægj- andi, og því gert nýjar kennslu- skrár. Sá sérfræðingur, sem einn- ig er menntaður maður, er meira virði en sá, er ekkert kann nema sína grein. „Óraunhæfar" og „skoplegar" fornmenntirnar eru þá ekki svo fánýtar. pr*****:1 !• FORNMENNTIR í fyrri heimsstyrjöldinni vakn- ef fornmenntaður Það er reyat að kenna þá erfíðu list að iifa aði þessi spurning: „Fyrir hvað deyja drengirnir okkar?“ Berjast þeir, sigra eða falla, fyrir alls kyns íburð, peninga, þægindi, bíl og baðker? Eða eru til æðri lífs- verðmæti, sem verjandi eru, hugsjónir, er eigi verður verið án? — Menn komust að raun- hæfri niðurstöðu í þessum efn- um við Kólumbíaháskólann. Rök- færslan var þannig: Hvaða grein sem skólaæskan leggur stund á, verður að veita henni hlutdeild í hinni vestrænu menningararf- leifð sinni, fræða hana um upp- runa hennar, hugsanir og hug- myndir, og gullaldarbókmenntir hennar. Vér verðum að sýna ung- lingunum fram á, að hið smáa sérfræðisvið þeirra svifi ekki í lausu lofti, heldur sé hluti úr samfélagi, þar sem löng og ein- att erfið barátta liggur að baki. Háskólakennararnir sömdu því áætlun um skyldunám í „vest- rænni menntun“ (Western Civil- ization), Síðar var þessi fræðsla aukin og breytt, nefnd „samtíðar menntun" (Contemporary C.) eða „almenn fræðsla“ (General Education). Frá Kólumbíahá- skóla hefur slík kennsla breiðzt út um Bandaríkin. Er nú varla nokkur sá háskóli eða — athugið það! — fjöllista- og verzlunar- skólar til, að eigi sé jafnframt sérfræðinni veitt kennsla í ein- hverjum fornmenntum. Stærstu háskólarnir, í Chicago, Columbia, Harvard og Yale, hafa birt sameiginlega kennsluskrá í „almennri fræðslu". Eru þar ýmis frávik, en höfuðdrættirnir eins. Kennslan í „vestrænni menntun“ frá 1919 er mismun- andi í háskólum og æðri mennta- stofnunum, en fer h. u. b. alls staðar fram. Átti Kólumbíahá- skóli frumkvæðið, og hefur hún einkum tekið framförum í og eftir síðari heimsstyrjöld. Þar með er orðinn til nýr allsherjar grundvöllur allrar æðri mennt- unar í U.S.A.: heimspekin felld inn í þjóðfélagsheildina og lífs- hættir skýrðir í tilsvarandi rit- um heimsbókmenntanna, tví- mælalaust fræðastefnuskrá — og hún hefur sigrað. LISTIN AÐ LIFA Æðri skólar hafa gert grein fyrir kennslu sinni í skýrslum, lýst „vestrænni menntun“ og varið rúm hennar með sérfræð- inni. Mismuni sérfræði- og al- menns náms lýsir Kólumbíahá- skóli svo: „í almennu, frjálsu námi sameinum vér öll þau fræði, er styðja listina að lifa — andstætt sérfræðinámi, sem út- vegar mönnum daglegt brauð.“ Síðan: „Hvaða störf sem stúdent- arnir taka að sér, viljum vér veita þeim allsherjaryfirlit þess, sem krafizt er af greindum nú- tímamanni. ... Það, sem háskóla- æskan þarfnast fyrst og fremst til að verða dugandi og ötul, trú- um vér, að sé kennsla, sem styð- ur að sjálfsuppeldi. Ætlum vér, að fremur eigi að leggja rækt við manngildi einstaklingsins en embættismannaefnin. Sérfræð- ingarnir eru eigi síður mannleg- ar verur, sem þarfnast sjálfs- uppeldis, persónulegs, vitsmuna- legs, siðferðilegs og félagslegs. Það viljum vér veita þeim.“ Hinn nýi grundvöllur alls há- skólanáms í U.S.A. miðar að mannlegu eigi síður en sérfræði- legu uppeldi. Lýðræðisríki þarfn- ast borgara, og mannlegt líf einstaklinga, en eigi blindra þræla. — Vér Norðurlandabúar könnumst við þetta vandamál. Eftir stríðið hefur mjög verið rætt um, hversu mennta megi samborgarana. En engu kerfi hefur þar verið komið á. Þó mundum vér Norðurlandabúar geta tekið undir þessi orð með Jaques Barzun prófessor í Col- umbia: „Geigvænlegust hætta fyrir þjóðskipulag vort er, að stór og voldug stétt ómenntaðra sérfræðinga myndist í kjarna iðnaðar vors og stjórnmála.... Eina von lýðræðisríkis er að eiga öðrqm fleiri borgara. Sérfræð- ingar mega því ekki stirðna í sérfræðinni, heldur vera alls- gáðir, ábyrgir menn með stjórn- mála- og siðferðisþroska. Ella munu þeir vakna upp við það, að eigi einvörðungu hafa þeir spilað þjóðskipulaginu úr hönd- um sér, heldur og tapað foryst- unni. Þeir munu verða launaðir þrælar einhvers hyskis — að of- an eða neðan.“ HEIMSPEKI OG STJÓRNMÁL Hvað felst þá í námskeiði í „vestrænni menntun?“ Aðal- greinar hennar eru heimspeki og stjórnmálaheimspeki annars veg- ar, „fræg rit heimsbókmennt- anna“ hins vegar. Áherzla er lögð á fyrirlestra, æfingar og lestur á frummálunum. Eins og fyrr segir, er þetta ekki nákvæm- lega eins alls staðar. Við Kólum- bíaháskólann er kennslan svo: 1) Heimspeki — stjórnmál: Ágústín, Tómas Aquinas, Aristót- eles, Macchiavelli, Petrarca, Er. Rotterdamus, Lúetr, Tómas Moore, Francis Bacon, Galilei, Descartes, Newton, Hobbes, John Locke, Voltaire, Rousseau, Mont- esquieu, Adam Smith, Kant, Hegel, Proudhon, Marx, Engels, Darwin, Comte, Spencer, Mill, Bergson, Lenin, John Dewey, Freud, — auk ýmissa stórsagn- fræðinga og nútíma sálfræðinga. 2) Bókmenntir: Ilíonskviða, harmleikaskáldin, Aischylos, Só- fókeles og Evripídes, skopleikir Aristófanesar, kaflar eftir Heró- dótus og Þúkýdídes, Varnarrit, Samdrykkja og Ríki Platons, brot úr siðfræði og ljóðum Aris- tótelesar, Lúkretíus, Jobsbók og Matteusar guðspjall, Eneasar- kviða Virgils, Játningar Ágúst- íns, Divina Comedia eftir Dante, úrval úr „Gargantua et Panta- gruel“ eftir Rabelais, úrvals- greinar eftir Montaigne, „Don Quixote“ eftir Cervantes, nokkur leikrit Shakespeares, Paradísar- missir Miltons, siðfræði Spínóza, fimm skopleikir Moliéres, „Ferð- ir Gúllívers“ eftir Swift, Kandíd eftir Voltaire, Fást eftir Goethe og „Glæpur og refsing“ eftir Dostojevskij. GILDI ALMENNRAR MENNTUNAR Að sjálfsögðu fá nemendur I framhaldsskólum Norðurlanda nasasjón af sumu þessu. En flest vita meðalstúdentar þar að jafn- aði ekkert um. Spurningin er þá sú, hvort Norðurlandabúar geti nú eins og fyrrum verið eins sannfærðir um menningaryfir- burði sína gagnvart Bandaríkja- mönnum. Vafalaust er undir- stöðufræðsla framhaldsskóla Varni? gegn Kolorado-bjöliunni vorra betri og sérfræðinámi3 rækilegra og kröfuharðara. Ea almer.n mcnntun háskólaborg- aranna, lækna, lögfræðings, verkfræðinga og hagfræðinga, ei* það varla. Að endingu vil ég skýra frá. sannsögulegu atviki við mjög gamlan, fágaðan og virtan há- skóla á Norðui löndum. Mjcg gamall, fágaður og virtur lækn- isfræðiprófessor spurði stúdent- ana dag einn, að lokinni prófun. í grein sinni, nokkurra almenrua spurninga, t. a. m.: „Getið þér nefnt skopleik eftir Moliére?** ,Hver var Ágústín?“ „Hver er höfundur Storms?“ Hann hlaut furðumörg skökk svör. Bæri bandarískur læknisfræði-, lögfræði-, hagfræði- eða tækni- prófessor núna upp sömu spurn- ingar, hlyti hann aðrar og betii úrlausnir nemenda sinna. (Þ. J. þýddi). (f Kolorado-bjöllunnar hefur þegar orðið vart norður í miðju Jótlandi. Bjallan er komin frá Þýzkalandi þar sem hún hefur gert mikið tjón í kartöflugörðum. Þjóðverjar hafa nú fundið upp þokubyssur, sem dreifa vissri efnablöndu yfir kartöflugarðana. Er vonazt til að hún eyði þessum vágesti. — Hér á myndinni sést er verið er að gera tilraun með Þokubyssurnar. 11 Framh. af bls. 6 og einlæg. Það er ekki langt síð- an sóknarpresturinn í Bray- Dunes, skammt frá Dunkerque, bað um þann greiða að fá senda. íslenzka mold, sem hann ætlaðL að geyma á helgum stað t kirkju sinni, sem verið var aí? endurbyggja eftir ógnir styrjald- arinnar. Moldina átti að helga framliðnum „íslendingum" £ kirkjugarðinum. Þess skal getiö, að moldin var tekin hér á þess- um stað, af leiði sjómanns frá Dunkerque. í þakkarbréfi sínu komst presturinn m.a. þannig að orði: „Ég þakka yður fyrir mina hönd og gamalla íslandsfiski- manna fyrir sendinguna. Það var einn þeirra, sem ég fékk til að opna pakkann með moldinni, og þeir líta á þessa mold sem helgan dóm“. Ég rhinnist hér með þakklæti og hrærðum hug hins liðna for- seta íslands, Sveins Björnssonar, sem var upphafsmaður þeirrar hugmyndar að reisa stein þennan, þess manns, er ég aldrei þekkti að öðru en drengskap og göfug- mennsku. Sagt hefur verið,, að þjóðerni sé arfur minninga frá liðnurn tímum. Hið sama gildir um vin- áttu þjóða í milli. Þjóðin er ann- að og meira en þeir, sem í dag* lifa. Með henni lifa einnig horfn- ar kynslóðir. Um leið og ég ber hér fram kærar þakkir frá ríkis- stjórn minni og frönsku þjóðinni, þá mæli ég einnig fyrir munn. þeirra Frakka, sem hér hvíla, já einnig allra þeirra, sem vígzt hafa Rán við íslands strendur, allra þeirra sjómanna vorra, sem þér íslendingar hafið heiðrað héi* i dag. Mér er sem ég heyri nú. raddir þeirra sameinast minni rödd í vorum einlægu þökkum. ★ Að ræðunum loknum lék lúðra sveit þjóðsöngva Fi-akka og fst- lendinga. GÆFA FYLGIR trúlofunarhrigunum frá Si*- urþór, Hafnarstræti 4. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. A BEZT AB AUGLtSA ± W l MORGUNBLAÐim ▼

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.