Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júlí 1954 MORGVTiBLAÐlÐ 9 } Flugbjðrgunarsveifin eignast sfóran úrvais Kom flwgldðis í gærkvöldi IGÆRKVÖLDI þegar flugvél Loftleiða, Hekla, kom vestan frá New York, var „meðal farþega“ stór amerískur svartur og brúnn sporhundur, sem FJugbjörgunarsveitin hefur fest kaup á vestur í Bandaríkjunum. — Er þetta sagður af kunnáttumönnum, vera úrvals sporhundur, einn af aðeins- þrem þúsundum. Hyggst Flugbjörgunarsveitin nota hundinn er leita þarf að týndum mönn- um í byggð eða í óbyggðum. ÞAÐ HEFUR VANTAÐ SPORHUND Hundurinn er af blóðhunda- kyni. Miklu er talið skipta í leit að týndu fólki, að hafa tiltækan góðan sporhund. Hefur mjög um það verið rætt í blöðunum að ^ nauðsyn bæri til að hér væri jafnan til taks sporhundur ef það mætti verða til þess að forða manntjóni. Hafa ýmsir menn og fyrirtæki sýnt málinn góffan hug og stuðning. — Það er ónefndur maður, sem gaf Flugbjörgunar- sveitinni andvirði sporhundsins sem er um 9000 krónur. Aðrir hafa svo lagt fram annan kostn- að vegna hundsins. T. d. gáfu Loftleiðir 200 ðollara fragt af hundinum. ÞUNGUR Á FÓÐRUM Hundurinn, sem vegur um 100 pund, er mjög þungur á fóðrum og þarf að því er Flugbjörgunar- sveitin hefur fengið tjáð að vest- an, milli 15—20 krónur á dag fyrir mat. Þarf Flugbjörgunar- sveitin því mikið fé til að fóðra þennan fallega hund. AF BEZTA KYNI Það var lögreglustjórinn í New Hampshire í Bandaríkjunum sem útvegaði Flugbjörgunarsveitinni hundinn. Er hann örugglega af bezta spothundakyni. Hann er þriggja og hálfs árs gamall, og er í mjög góðri þjálfun, sem hófst er hann var 6 mánaða. HRAUST OG HARÐGER SKEPNA Sporhundar sem þessi eru aldrei hafðir inni í húsum manna heldur í eigin himdakofum, og er þessi hundur, sem er mjög harð- gerður og hraustur ekki óvanur að sofa í kofa sínum í 15 stiga gaddi. Timburverzlunin Völund- ur hefur gefið efni í kofa. Eins studdi Veiðarfæraverzlun- in Geysir kaupin á hundinum. Þess skal getið að lögreglu- stjórinn sem útvegaði hundinn, segist geta ábyrgzt að hann sé sauðmeinlaus, svo sem traustir sporhundar eiga að vera. ★ Flugbjörgunarsveitin mun kappkosta að halda hundinum i sem beztri þjálfun og reyna að forðast að hinir góðu eiginleikar lians sem sporhunds verði eyði- lagðir. Munu aðeins einn eða tveir menn í Flugbjörgunarsveit- inni annast hundinn. — Ber að þakka stjórn sveitarinnar fyrir að hafa keypt sporhundinn. Sönom KFUM drengjaima vakti mikla hrifninou DÖNSKU KFUM-drengjunum, sem sungu í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld, var tekið mjög vel og þeim óspart klappað lof í lófa, af áheyrendum sem skipuðu hvert sæti í þessum stóra áheyr- endasal. í kvöld koma drengirnir enn fram er þeir syngja í Dómkirkj- unni kirkjulög með undirleik dr. Páls ísólfssonar. — Munu dreng- irnir standa uppi hjá kirkjuorgel- inu fyrrihluta söngskrárinnar, en síðari hluta í kór kirkjunnar. - í gærkvöldi voru allar horfur á að hvert sæti muni einnig skip- að í Dóipkirkjunni í kvöld. í gærkvöldi var drengjunum sýnd í samkomusal KFUM-húss- ins Heklukvikmyndin frá 1947. — Fyrirliðar þeirra voru gestir séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups og konu hans á heimili þeirra í Lækjargötu. Um helgina fara drengirnir í Vatnaskóg. — Þar mun dvelja með þeim dr. Friðrik Friðriks- son, en um 100 jafnaldrar drengj anna fara með þeim. I\lý aðferð sem sparar rör til rafmagns o.fl. BREZKUR verkfræðingur Mr. W. C. Sherwood frá Lundúnum skýrði ýmsum fagmönnum hér í bæ frá nýrri byggingaraðferð sem nú ryður sér til rúms í heiminum og talið er að muni gera stálpípur í hús óþarfar. GÖNG STEYPT MEÐ SEÖNGUM Hin nýja aðferð er fólgin í því að þegar verið er að steypa stein- steypuhús er útblásnum gúmmí- slöngum komið fyrir í steypumót- unum. Gegna þar hlutverki sem steypumót. Þegar steypan hefur þornað er vindi hleypt úr gúmmíslöngum þessum. Má þá draga þær út og skilja þær eftir göng í steypunni sjálfri, sem gera fyllilega sama gagn og allar þær mörgu gerðir af rörum og pípum, sem til þessa hafa tíðkast. TIL HVERSKONAR ÞARFA Með þessari nýju aðferð eru göng fyrir raflagnir, loftræstingu, lofthitunarrör, skolpleiðslur, skorsteina og allskonar hólf, sem nöfnum tjáir að nefna, steýpt inn í húsveggi og loft. Meg því að nota þéttiefni 1 steypu eru göng þessi vatnsþétt. f 25 ÍBÚÐA HÚSI Mr. Sherwood, verkfræðingur, sýndi merkilega kvikmynd um notkun gúmmíslangnanna, sem nefnast á ensku Ductebe. En hlutafélag hefur verið stofnað hér á landi með það fyrir augum að koma þessari nýung á fram- færi. Nefnist það h.f. Lagnir og hefur nú þegar byrjað raflögn í 25 íbúða fjölbýlishús við Klepps- veg í samvinnu við Raftækja- verzlunina Ljósafoss. Látið ekki dragast lengur að synda 200 metrana. — Gerið það strax í dag. Bann notaði Morgunblaðið við íslenzkukennsluna í Uppsölum TIL margra hluta eru blöð nytsamleg, en líklega hef- ur ekkert íslenzku blaðanna gegnt því hlutverki að vera notað við nám í íslenzku við erlendan háskóla, nema Morg- unblaðið eitt. Staðreyndin er þó sú, að Karl Dahlstedt, dósent í norrænni málfræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð hefur kennt nemend- um sinum að lesa íslenzka tungu og notað m. a. Mbl. við kennsluna, ásamt Eddukvæð- unum og Skáldamálum. Dr. Dahlstedt er ungur maður og hinn áhugasamasti um allt það, er að Isiandi og íslenzkum fræðum lýtur. Kom hann hingað fyrir skömmu og hyggst dveljast hérlendis um mánaðarskeið til þess að kynnast málinu eins og það er talað af vörum fólksins. Er þetta fyrsta heimsókn hans til íslands. Karl Dahlstedt er bóndadreng- ur frá Norður-Svíþjóð. Lagði hann stund á málanám við há- skólann í Uppsölum, m. a. frönsku og sænsku og tók doktors próf frá skólanum árið 1950. Fjallaði ritgerg hans um norð- sænskar mállýzkur, er hann hef- ur unnið að rannsóknum á um alllangt skeið. Ári seinna varð Dahlstedt skipaður dósent í nor- rænum fræðum við Uppsalahá- skóla og hefur hann gegnt því starfi síðan. Jafnframt starfar hann við Landsmáls och Folm- minnesarkivet, en forstjóri þess er Dag Strömback, hinn alkunni íslandsvinur. Það var á skólaár- unum, sem Dahlstedt fékk fyrst áhuga á íslenzku, en þá komst hann yfir eintak af bók Kambans, Skálholt, og las hana spjaldanna á milli, að visu með danskri þýð- ingu til hliðsjónar. Áhugi á íslandi og íslenzk- um efnum hefur aukizt mjög í Svíþjóð eftir styrjöldina, segir Dahlstedt. Bæði hafa allmargir stúdentar fengið námsstyrki til Islandsdvalar og svo hefur meira verið unnið að landkynningu á þeim árum en áður fyrr. í Upp- sölum er starfandi íslandsfélag, sem að mestu er skipað háskóla- borgurum og prófessorum. Með- iimir þess eru nú um 60—70 og gefur félagið út ársrit heigað ís- lenzkum efnum. Hafa þeir Einar Ol. Sveinsson próf. og Jón Aðal- steinn Jónsson, cand. mag. m. a. ritað í það greinar. Eins og kunnugt er, þá er há- skólinn í Uppsölum annar stærsti háskólinn í Svíþjóð Stunda þar nú nám um 4000 stúdentar við hinar ýmsu deildir. Við norrænu máladeildina er íslenzkunámið skyldunám á fyrstu misserunum og verða allir stúdentar að Ijúka prófi í þeirri grein áður en lengra er haldið. I deildina innritast að jafnaði 110 stúdentar á ári og er sænska þar höfuðnámsgreinin. Er miðað við, að próf úr deildinni veiti réttindi til móðurmáls- kennslu við menntaskóla og aðra æðri skóla. Tekur námið 5—6 ár og útskrifast þá stúdentarnir með magisterspróf í fræðum sínum. Náminu við deildina er þannig hagað, að það er að meginhluta þríþætt, norrænu málin og sænska, bókmenntasaga og val- kvætt efni, sem venjulega er þýzka eða mannkynssaga. Við deildina starfa að staðaldri þrír prófessorar, þrír lektorar og auk þess tveir sendikennarar, í dönsku, norsku og sá þriðji í sænskurri framburði. íslenzkukennsluna annast dós- entarnir þrír í sámeiningu. — Það er höfuðáhugamál okk- ar, segir Dahlstedt, að stofnaður verði kennslustóll í íslenzkum fræðum við háskólann sem í hin- um norðurlandamálunum og að hann skipi íslenzkur fræðimaður. Spjallað við dr. Dr. Karl Dahlstedt En til þess þarf mikið fé, sem við höfum ekki enn haft yfir að ráða. Vonandi verður það fyrr en seinna að úr rætist, með styrk- veitingum frá ýmsum aðilum, m. a. íslenzka ríkinu. Jón Aðalsteinn Jónsson kenndi um skeið íslenzku við háskólann og var það okkur öllum til gagns og ánægju. Kom þá berlega í ljós, hve góðum árangri má ná í íslenzkukennslu og námi í ís- lenzkum fræðum. Islenzkukennslan fer fram eins og áður segir á fyrstu misserun- um, sem stúdentarnir stunda nám við norrænudeildina. Til grund- vallar kennslunni er lögð m. a. málfræði Iversen, sem kennd hefur verið við menntaskóla hér á landi, og Fornislándsk lásebok eftir Erik Noreen. Auk þess eru lesnar ýmsar forn sögur svo sem Gunnlaugs saga ormstungu, Friðþjófs saga, Njáls saga, Egils saga og Gísla saga Súrssonar, er Dahlstedt kveður vera sér kærust fornsagna. Þá eru Eddukvæði lesin, Hávamál og Völuspá, Völdundarkviða ög Hákonarmál. Yfir lesefnið er vandlega farið, stúdentunum eru kenndar orðaskýringar, málfræði og þýðingar og ríkt gengið eftir, að kunnáttan í forníslenzku sé traust og varanleg. Þótt prófum í málinu sé lokið eftir nokkurra missera nám krefj ast prófessorarnir þess þó allan námstímann, að stúdentarnir haldi við íslenzkukunnáttunni, en hún er undirstaðan undir frekara málanám, líkt og latínan að sínu leyti. Og það er ekki samlíking sem gripin er úr lausu lofti. Því er ekki að leyna, að alimargir stúd- entarnir telja íslenzkunámið hið mesta þras, næsta tilgangslaust, erfitt og leiðinlegt, sem leggja beri niður við deildina. Hinir eru þó fleiri, sem skilja, að fornís- lenzkunámð er nauðsynlegur grundvallarþáttur fyrir áfram- haldandi nám í sænsku og öðrum norrænum málum og stunda það vel og ötullega. En af þessu geng- ur íslenzkan undir nafninu „Nord ens latin“ og er það hvorugri tungunni nokkur minnkun. — Eg hefi haft sérstakan áhuga á íslenzkurannsóknum sökum náms míns og athugana á forn- sænsku og norðsænsku mállýzk- unum, sem nú eru þó sem óðast að hverfa úr landinu. Þar er fjöl- mörg orð að finna, sem eru næsta lík samkynja íslenzkum orð- kynjum og sést skyldleiki mál- anna þar hvað gleggst. í mállýzk unum kemur t. d. fyrir orðið flo, sem er það sama og flói á ís- rl Dahlstedt dósent i lenzku, Granvág er sama o g grenjavogur, ratt sama og hratjl og raveg er sama og hraðvegur. Svo mætti lengi telja, en girni- legt til fróðleiks er það fyrir mál- vísindamenn að bera saman skyld leika málanna. Tvíhljóðann er t. d. heldur ekki að finna í sænska ríkismálinu, þótt hann komi fyrir í íslenzku, en í mállýzkum þeim, sem talað ar eru á Jamtalandi og í Vestur- botnum lifir hinn forni tvíhljóði enn þann dag í dag, sem i ís- lenzkunni. Sama er að segja um dativus- inn. Sú beyging kemur ekki fyrir i nútíma sænsku, en í íslenzk- unni í svipuðum samböndum og sænskum mállýzkum. í Svíþjóð hafa farið fram all skipulegar rannsóknir á mállýzk- um, útbréiðslu þeirra og skipt- ingu eftir landshlutum og hafa verið gerð landfræðileg kort af héruðunum eftir því atriði. Einn- ig hafa málfræðingar ferðast um landið, einkum Norður-Svíþjóð, með segulbönd og stálþræði og tekið upp tal fólksins í afskekkt- um byggðum og sveitum svo það geymist, þótt mállýzkurnar deyi smám saman út með betri sam- göngum og fólksflutningum. Mér hefði þótt gaman að hafa með mér slíkt upptökutæki á ferðum mínum um ísland til þess að nema hið talaða orð, en sem kom- ið er leyfir þekking mín á ís- lenzkum framburði ekki slíka rannsókn. Þegar ég kem aftur hingað til lands vonast ég e. t. v. til að geta framkvæmt slíka rann. sókn. Dahlstedt er nú staddur að Hof- felli í Hornafirði og hyggst hann. dveljast þar um nokkurra vikna skeið til íslenzkunáms. Að þvi búnu heldur hann aftur heim til Uppsala og tekur til við kennslu sína á nýjan leik, — að þessu sinni með orðbragði og tungutaki nútíma íslendings en ekki ein- göngu Egils og Snorra. ggs. Grainingsleið er að verða skemmli- ferðavegur INGIMAR og Kjartan Ingimars- synir munu í samráði við OrloC h. f. fara í nýju langferðabifreið sinni í hringferð sem er frá- brugðin hinum áður þekktu hring ferðum að því leyti að farið er um Grafningsleið frá Þingvöllum til Sogsfossa, en þessi ieið er ein- hver fegursta ökuleið á Suðm- landi. Nánari tiihögun ferðarinnar verður sú að iagt verður af stnð n. k. föstudag kl. 2 e. h. frá Orlof h. f. og ekið til Þingvaíja en eftir nokkra viðdvöl þar, mim verða ekið til baka að Heiðarbæ og þaðan um Grafning til Sogs- fossa og írufossa-stöðvanna. Síð- an verður ekið til Hveragerðis. og farþegunum gefinn kostur á að skoða gróðurhús með banann- rækt, tóbaksjurt o. fl. markveit. Heim verður farið um Kamba og stanzað við Skíðaskálann í Hvera dölum. Þar verður kvöldverður fyrir þá, er óska þess. Kunnugur fararstjóri verður fyrir ferðinni og skyrlr fyrir þátttakendum það sem fyrir augu ber. ____________________ Tetuan, Marokko. — Um 30 manns létu lífið er. farþegabií- reið var ekið fram af 160 m háu bjargi á Afríkuströnd Miðjarðar- hafsins. S]ys þetta varð 4. júlí. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.